Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 60
T§® LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN w ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1025. þáttur ENN eitt ágætisbréfið hefur mér borist, og nú frá Þór Magn- ússyni þjóðminjaverði: „Góði Gísli. Fyrir nokkrum vikum gerðir þú að umtalsefni í pistli þínum orðatiltækið: Þar stendur hnífur- inn í kúnni. Fannst þú jafnframt tilsvarandi orðatiltæki í þýzku, en hins vegar minntist þú ekki á hvað liggja kynni á bak við að þannig væri tekið til orða. Hér glyttir greinilega í gamla þjóðtrú, er vafalaust um að ræða hina gömlu hræðslu við að ekki mætti ganga frá kú eða öðrum stórgrip á blóðvelli nema stinga hníf í skrokkinn fyrst, annars gengi gripurinn aftur. Þetta er þekkt í gamalli ís- lenzkri þjóðtrú. Jónas á Hrafna- gili segir í Þjóðháttunum: „Eigi máttu ganga frá svæfðum eða skomum bola á blóðvelli, því að þá gat hann gengið aftur (sögðu Múlsýslingar) eða orðið að nykri (Skaftfellingar).“ Segir hann þar að einn illur draugur í Múlasýslu sé þannig til kominn, nefnir þá einnig Þorgeirsbola. Þórður Tómasson segir á bls. 33 í bók sinni Þjóðhættir og þjóð- trú, að einhverju sinni hefði kvígu verið slátrað í Holtunum og fóru menn allir frá henni á blóðvellinum en gættu þess ekki að stinga hnífi í skrokkinn á henni áður. Er þeir komu aftur sáu þeir að stór fugl var að ^ kroppa í banakringluna á kvíg- unni, sem reis þá upp með húð- ina flakandi og steypti sér í tjörn þar hjá. Orðatiltækið, að hnífurinn standi í kúnni, er einmitt haft þegar eitthvað hindrar. Skemmtilegt er ef hægt væri að sýna fram á að þessi þjóðtrú sé svo gömul sem ætla mætti að þýzkan gefi til kynna, hluti af sameiginlegum norrænum menningararfi sem hafi þekkzt á hinu forna germanska menning- arsvæði, og sé því menja hennar einnig að finna í þýzku máli. Þú hefur ýmsu góðu komið til v leiðar í lagfæringu málfars í fjöl- miðlum. Vil ég þakka þér fyrir hrós þín til útvarpsþula um fjórð- ung (stundar) í stað korters, og nú heyri ég fleiri útvarpsþuli en Sigvalda nota þetta orð. En sum- ir eru að gerast kaþólskari en páfinn og nú heyrist jafnvel að klukkan „sé „þriðjung“ gengin í eitt. Þarna finnst mér nú skemmtilegra að segja einfald- lega „tuttugu mínútur", og það er prýðilega þjált. En gætir þú ekki skorið upp herör gegn því að nota orðið „ferskt" sýknt og heilagt um alla nýja hluti, einkum þá matvæli? „Ferskt kjöt, ferskur fiskur, ferskt vatn“. - Vafalaust er þetta ekki rangt á neinn hátt, en minn- ir þó mjög á notkun Dana og enskumælandi þjóða á fersk og fresh. Til skamms tíma sögðu menn „nýtt kjöt“, „nýr fiskur", áttu þá við ófryst eða ósaltað, og „hreint vatn“. - í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld var sífellt tönnlazt á „fersku vatni“. Eins mættir þú leggja til at- lögu við veðurfræðingana sem sí- fellt tönnlazt á „að bæti í vind“. - Hjá þeim heyrist sjaldan að kuli, hvessi eða rjúki upp, enda verið að taka upp staðlað veðurmál (er það fyrirskipun frá Brussel, eins og svo margt annað?). Mér finnst einhvern veginn að málfarsráðunautar útvarps og blaða fái litlu til leiðar komið. Væri ekki vænlegra að málhagir menn væru látnir lesa yfir fréttir og tilkynningar í útvarpi og greinar í blöðum og laga málfar- ið? Það er voðalegt að sjá ambög- ur eins og „áhöfn fallbyssunnar er þrír menn“ (maður þakkar fyrir að ekki stóð „áhafnarmeð- limir fallbyssunnar"), sem var í Mogganum í gær, og eins að út- varpsmenn tala sífellt um „óbreytta borgara", sem falla fyrir vopnum hermanna og glæpalýðs í útlöndum. Venjulegt fólk eða almenningur heyrist þarna ekki nefnt. Svo þakka ég þér fyrir að vera hættur að gefa fréttamönnum eða öðrum „prik“ fyrir það sem þeir segja vel eða skrifa. Eg var alltaf hræddur um að þeir færu að berja hver annan með prikun- um. En það er hættulítið að veita þeim hrós. Bestu kveðjur." Umsjónarmaður þakkar þetta fróðlega og greinargóða bréf. Bréf, símtöl og samtöl á víðum velli eru líftaugar þáttarins. Hann lætur svo fylgja hér nokkr- ar athugasemdir frá sér sjálfum: 1) Mér finnst „þriðjung geng- in“ ágætt, sbr. fjórðung gengin, en úrslitum ræður að þetta sagði hún amma mín. 2) Eg tek sterklega undir með Þ.M. um ofnotkun orðsins „ferskur" og hef reynt að andæfa henni áður. Ekki síður tek ég í streng með bréfritara um að „bæta í vind“. Mér þykir stund- um sem gleymst hafi sögnin að hvessa. 3) Eg er ósammála Þ.M. um málfarsráðunautana. Eg veit að þeir hafa miklu góðu til leiðar komið. 4) Um einkunnagjöf mína, ætl- aða til uppörvunar, fjölyrði ég ekki. Ég kveð Þór Magnússon með þökkum og virktum. Inghildur austan kvað: Upp í himininn gáir nú Gústi, í gærdag lá honum við rústi, ogafþessum sökum hann ansar ei rökum og ætlar sér ríðandi á kústi. ★ Ríki íslenskunnar er að vísu ekki viðáttumikið í rúmi, hún hefur ekki lagt undir sig löndin, en hún hefur lagt undir sig ald- irnar. . . . Egill Skallagrímsson, víkingurinn, og Matthías Joch- umsson, klerkurinn, gætu skipst á hendingum yfir tíu aldir og skilið hvor annan til fulls. Svo mikill er kraftur hins íslenska orðs, að tönn tímans hefur aldrei unnið á því - og skal aldrei gera. (Árni Pálsson, 1878-1952.) Skeyti frá Haraldi Blöndal: „Sæll, góði vin. Ég var að skoða færeysku vef- síðurnar, og sá þá gullfallegt orð, sem Færeyingar hafa um Vest- urnorræna ráðið, Vestnordisk Rád. Á færeysku heitir þetta fé- lag einfaldlega Utnorðurráðið. Finnst þér ekki eins og mér, að Islendingar ættu að taka þetta nafn upp eftir Færeyingum? [Jú, þetta er fínt orð. Út vil ek, sagði Snorri, þegar hann ætlaði vestur til Islands.] Svo sá ég vísubrot, sem ég læt fylgja, þetta er úr gamalli grein eftir Erlend Patursson: Meðan líðin elur seyð og havið fisk, so fæst við Guðs hjálp dagligt breyð á foroyinga disk.“ Auk þess fær íslandsflug vænt prik fyrir að auglýsa á mannamáli „Fleiri ferðir". Og sömu leiðis Sigvaldi Júlíusson fyrir þriðjung gengin og þriðju- daginn var í sama fréttatíma. Eru rimlagardínurnar óhreinar! Vib hreinsum: Rimla, strimla, plíseruS og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúö. Sækjum og sendum ef óskab er. Nýj® Uekmlmnsunm tótMmor 35 • Simi: 533 363« • OIMl $97 3634 Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Koinbi olíu Nýkomið mikið úrval af gallafatnaði í 3 litum, ásamt Tweed jökkum og vestum 25% afsláttur af síðsumardrögtum Opið í dag kl. 10—14. mroanon Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 Tónninn gefínn á Sjávarútvegs- sýningunni SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN sem haldin var á dögunum stað- festi enn einu sinni mikla gerjun í málm- og rafíðnaði á íslandi. Þarna voru ótrúlega fjöl- breyttar vörur, vélar og tæki sem þróuð hafa verið og fram- leidd hér á landi. Fólk trúði vart sínum eigin augum, slík var fjöl- breytnin í þessum af- rakstri hug- og verkvits. Sýningar- gestir frá fiskvinnslu og útgerð sýndu mik- inn áhuga og viðskipti blómstruðu sem aldrei fyrr. Þeir vissu líka gjörla að þarna fengju þeir margt af því besta á þessu sviði enda hef- ur hið nána samband íslenskra iðnfyrir- tækja og fyrirtækja í sjávarútvegi fætt af sér margar vörurnar, vél- arnar og tækin sem nú eru í fremstu röð í heiminum. Vænlegur vaxtarbroddur I þeirri umræðu sem nú fer fram um nýja og tæknivædda atvinnu- vegi hlýtur þessi efnilegi vaxtar- broddur að vera ofarlegá á blaði. Hér er um að ræða atvinnugrein sem hefur alla burði til að færa eig- endum sínum arð og starfsfólki góð kjör og ágæta vinnuaðstöðu. Verð- mætisaukningin frá því að hráefni er meðhöndlað og þar til úr verður vél eða tæki er meiri en flesta grunar. Það helgast af því að flétt- að er saman hugviti, verkviti og tækni svo úr verða verðmæti sem markaðurinn er tilbúinn að greiða vel fyrir. Er þá kominn grunnur að bættum lífskjörum og arðvænleg- um fjárfestingum. Möguleikarnir eru því miklir á þessu sviði en spurningin er: Hvað þarf til að þessi atvinnugrein eflist að mun og útflutningur margfald- ist? Svarið er fjölþætt og margir sem koma þar við sögu: opinberir aðilar, fyrirtækin og starfsmenn þeirra ásamt samtökum beggja að- ila. Margt af því sem gera þarf er ekki á færi einstakra fyrirtækja. Þess vegna verða hagsmunasam- tökin að skilgreina með fyrirtækj- unum þá þætti sem þau þurfa að vinna að og opinberir aðilar að skapa starfsumhverfi sem stenst samjöfnuð við samkeppnislöndin. Fleiri fagmenn Eins og mál standa núna er mik- il þörf á vel menntuðum og þjálf- uðum málmiðnaðarmönnum, ekki síst við smíðar úr ryðfríum málm- um og við meðferð á tölvustýrðum tækjum. Það er dæmigert við- fangsefni samtaka beggja hags- munaaðila á vinnumarkaðnum, ásamt með yfirvöldum mennta- mála, að skipuleggja slíkt nám og íylgja eftir í framkvæmd. Um þessar mundir er einmitt verið að ljúka viðamiklu starfi við endurskipulagningu iðnnáms í málmiðnaðargreinum. Rafiðnaður- inn hefur þegar tekið myndarlega á þeim málum og gerir miklar kröfur til þeirra sem ljúka sveins- prófum. En til þess að unnt sé að koma metnaðarfullum námskrám í þessum greinum til framkvæmda þurfa skólarnir að vera búnir þeim vélum og tækjum sem gerð er krafa um að nemar læri á. Það kostar að sönnu talsverða fjármuni en á móti kemur hinn mikli virðis- auki afurðanna, sem kemur öllum til góða; fyrirtækjunum, starfs- mönnum þeirra og þjóðfélaginu í heild. Fá þá allir ríkulega endur- goldið það sem í var lagt. Auknar námskröfur Um þessar mundir standa yfirvöld menntamála og tals- menn málmiðnaðarins frammi fyrir mikil- vægum ákvörðunum sem snerta framtíðar- þróun þessa vænlega vaxtarsprota í ís- lensku atvinnulífi. Komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að höfuðnauðsyn sé að kenna sem víðast um land undirstöðunám í málmiðngreinum (fyrstu fjórar annirn- ar) og ennfremur að koma á fót kjarnaskóla sem býður upp á að- stöðu til verklegrar kennslu í tveimur síðustu áföngum í hverju Sjávarútvegsmál Hvað þarf til að þessi atvinnugrein, spyr Ingólfur Sverrisson, eflist að mun og út- flutningur margfaldist? fagi (stálsmíði, vélvirkjun, renni- smíði og blikksmíði). Ofangreindir aðilar hafa skil- greint námið þessar tvær annir og fyrir liggur hvaða vélar og tæki þurfa að vera tiltæk til að unnt sé að uppfylla námskröfurnar. Hér er um að ræða mjög fullkomnar vélar og tæki sem í raun eru nú þegar í notkun í smiðjum sem fremstar standa og hinar eru að taka í notk- un í auknum mæli. Á allar þessar flóknu vélar verður að kenna í iðn- náminu sjálfu, enda er það nú gert meðal okkar samkeppnisþjóða. Ef við ætlum að standast þeim snún- ing og nýta fyrirliggjandi tækifæri verðum við að koma á slíkri að- stöðu með öllu sem því fylgir. Leið til bættra lífskjara Núverandi menntamálaráðherra hefur fullan skilning á þessum þætti málsins og hefur tekið vel í tillögur um að vinna með hags- munaaðilum í málmiðnaði að því að koma á fót kjarnaskóla málmiðn- aðarins sem býður upp á tæki og aðstöðu sem standast ítrustu kröf- ur. Því aðeins - og einnig með því að geta ráðið færustu kennara - er unnt að standast alþjóðlegar kröf- ur í faglegum efnum. Þá yrði mik- illi hindrun rutt úr vegi og við blasir á næstu árum möguleikar til verulega aukins útflutnings á verð- mætum vélum og tækjum sem heimsbyggðin er tilbúin að greiða vel fyrir. Ævintýrið sem fólk varð vitni að á Sjávarútvegssýningunni verður þá aðeins forsmekkur þess sem bíður þegar sá draumur rætist að ísland verður ekki einasta frægt fyrir góðar sjávarafurðir heldur einnig fyrir hönnun og framleiðslu eftirsóttra tæknivara. Þá er von til þess að við stöndumst þeim þjóð- um snúning sem bjóða þegnum sínum bestu kjör á veraldarvísu. Höfundur er deildarstjóri hjá Sam- tökum iðnaðarins. Ingólfur Sverrlsson Tölvur og tækni á Netinu (gjmbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.