Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Bein lýsing er á mbl.is nú um helgina í einvíginu um íslandsmeistaratitilinn í skák Fyrsti skákviðburðurinn á íslandi sem sendur er beint út á Netinu Fyigstu með stórmeisturunum Hannesi Hlífari Stefánssyni og Helga Áss Grétarssyni í spennandi einvígi Hmbl.is -ALLTAf= e/TTHV*\£? NÝ7T~ UMRÆÐAN Flj ótsdals virkj un er óarðbær fjárfesting FORSTJÓRI Landsvirkjunar, Frið- rik Sophusson, gagn- rýnir í viðtali við Morg- unblaðið fimmtudaginn 9. september sl., út- reikninga mína á vænt- anlegu tapi af Fljóts- dalsvirkjun, sem birt- ust í blaðinu 4. sama mánaðar. Það sem Friðrik lætur hafa eftir sér í umræddu viðtali eru að mestu órök- studdar fullyrðingar, sem ekki verður frekar fjallað um hér, ásamt Þorsteinn útúrsnúningi og rang- Siglaugsson færslum, sem ég ætla ekki að elta ólar við hér. Að því litla leyti sem gagnrýni hans er efnisleg er hún einfaldlega röng. 20% neikvæð ávöxtun á eigið fé Fljótsdalsvirkjunar Friðrik segir það rangt að Landsvirkjun geri 3,9% ávöxtunar- kröfu á framkvæmdir frá 1966-1997. Hið rétta er, að um- rædd ávöxtunarkrafa kemur fram í tOvitnaðri skýrslu um arðsemi af orkusölu til stóriðju, sem gefin var út af Landsvirkjun árið 1997. Segir þar orðrétt: „Raunvextir af lánum Landsvirkjunar á tímabilinu 1971-1997 voru 3,9%. Þannig hafa tekjur af stóriðju staðið undir þeim lánum sem ætla má að Landsvirkj- un hafi þurft að taka vegna hennar og gott betur. Ef miðað er við 4% reiknivexti þýða niðurstöðurnar að Landsvirkjun var ríflega 6 mOlj- örðum króna betur sett í lok árs 1997 með stóriðju en hún hefði ver- ið án hennar." Skýrslan gerir sem sagt ráð fyrir því, að það að standa undir lánum nægi til að réttlæta fjárfestinguna. Þetta hefur hingað til heitið ávöxtunarkrafa. Það er ekki við undirritaðan að sakast þótt hún sé byggð á vitlausum for- sendum. Friðrik afneitar þessari ávöxtun- arkröfu og gefur í skyn að hún sé hærri. Samt sem áður ítrekar hann niðurstöðu skýrslunnar um 6 millj- arða arðsemi af umræddum fjár- festingum. Þessi arðsemi grund- vallast á sömu ávöxtunarkröfu og hann afneitar í viðtalinu! Það er erfitt að lesa annað út úr þessari mótsögn en að forstjórinn þekki ekki samhengið milli ávöxtunar- kröfu og núvirðis, að því hærri sem ávöxtunarkrafan er, þeim mun lægra er núvirðið. Meðfylgjandi línurit (línurit 1) sýnir núvirði Fljótsdalsvirkjunar miðað við mis- munandi ávöxtunarkröfu. Eins og sjá má þarf að minnsta kosti að fara niður í 0,5% meðalávöxtun (WACC) til að fjárfestingin standi á sléttu, sé fjárfestingin látin njóta vafa um framtíðartekjur, en -2,5% Peysuúrvalið er í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 er þó raunhæfari tala. Það jafngildir um 20% neikvæðri ávöxtun á eigið fé miðað við 6% ávöxtun á lánsfé. Þyrfti svipað orku- verð og almennings- veitur greiða Friðrik bendir á að álverð 1998 hafi verið lágt og því séu 88 aur- ar pr. kwst. ekki raun- hæf viðmiðun þegar spá á fyrir um tekjur af Fljótsdalsvirkjun. Árið 1997 var álverð hins vegar með hæsta móti og þá var raf- orkuverðið ein króna pr. kwst. Samkvæmt upplýsingum frá iðnað- arráðherra í Morgunblaðinu í ágúst sl. er spáð 1% lækkun ál- verðs árlega í náinni framtíð. Það er því ljóst að 88 aura meðaltekjur eru alls ekki of lágt áætlaðar, þvert á móti. Meðfylgjandi stöplarit (stöplarit 1) sýnir núvirði Fljóts- dalsvirkjunar miðað við mismun- Virkjanir Með því lága orkuverði sem Landsvirkjun fær frá stóriðju, segir Þorsteinn Siglaugsson, er einfaldlega tap á sölunni. andi orkuverð. Til að fjárfestingin standi nokkum veginn á núlli þarf að fá 2,20 krónur fyrir kílówatt- stundina. Mér er það satt að segja hulin ráðgáta hvernig Friðrik Sophusson ætlar að fara að því að selja orku til stóriðju á nánast sama verði og til almenningsveitna. Álverið verður óhagkvæmt á 15 árum Friðrik hefur eftir undirrituðum að líftími virkjana sé 15 ár. Það er rangt. Eg geri ráð fyrir 40 ára líf- tíma í útreikningum mínum. Iðnað- arráðherra benti hins vegar á það á dögunum, að væntanlegt álver á Reyðarfirði verði óhagkvæmt eftir 15 ár. Það segir sig því sjálft að ekki er hægt að gera ráð fyrir ör- uggri orkusölu lengur en sem því nemur. Að þeim tíma liðnum geri ég ráð fyrir 50% líkum, eða algerri óvissu, um frekari orkusölu á upp- haflegu verði. Friðrik telur það óraunhæft þar sem orkuna megi selja almenningsveitum eða öðrum stórum kaupendum hætti álverið rekstri, sem óneitanlega er líklegt þegar það er orðið óhagkvæmt. Hann virðist ekki átta sig á því, að til að selja vöru eða þjónustu, þarf markaður fyrir hana að vera fyrir hendi. Línurit 3 sýnm núvirði Fljóts- dalsvirkjunar, annars vegar miðað við örugga orkusölu í 40 ár og hins vegar miðað við örugga sölu í 15 ár og óvissu í 25 ár eftir það. Eins og sjá má er munurinn ekki mikill. Fyrri möguleikinn leiðir til 19 milljarða taps, sá síðari til 22 millj- arða taps. Eg tel síðari töluna rétt- ari, enda aldrei skynsamlegt að láta fjárfestingar njóta vafans þeg- ar hann er til staðar á annað borð. Þjóðhagfræðilegir loftfimleikar ekki grundvöllur fjárfestinga Forstjóri Landsvirkjunar vitnar til íyrrnefndrar skýrslu um orku- sölu til stóriðju og nefnir, réttilega,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.