Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 69
SIMINN www.simi.is MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Málþing lagadeildar til heiðurs Armanni Snævarr áttræðum LAGADEILD Háskóla íslands efn- ir til málþings laugardaginn 2. októ- ber kl. 14-17, í Hátíðasal Háskól- ans, og verður þar fjallað um réttar- þróun á ýmsum sviðum lögfræðinn- ar. Málþingið er haldið til heiðurs dr. Armanni Snævarr prófessor, sem varð áttræður 18. september sl. Dr. Gunnar G. Schram prófessor stýrir málþinginu. Aðgangur að málþinginu er öllum opinn. Dagskráin hefst með því að Jónatan Þórmundsson, forseti laga- deildai', flytur setningarávarp. Því næst flytur dr. Páll Skúlason, há- skólarektor, ávarp. Að því loknu flytja erindi þau Guðrún Erlends- dóttir, hæstaréttardómari: Sifja- réttur á 20. öld - Breytingar á fjöl- skyldugerð, Sigurður Líndal, pró- fessor: Að selja þekkingu, dr. Páll Sigurðsson, prófessor: Straumhvörf í kirkjurétti. Að loknu kaffihléi flytja erindi þau Jónatan Þórmundsson, prófess- or: Þróun refsiréttar í ljósi mann- réttinda, dr. Einar Sigurbjömsson, prófessor við guðfræðideild: Upp- haf laga vorra og dr. Armann Snæv- arr flytur lokaorð. Því næst verður heimasíða lagadeildar formlega tek- in í notkun og fundarlok. Sunnudags- göngur Utivistar ÚTIVIST býður upp á dagsferð sunnudaginn 2. október. Ekin verður Nesjavallaleiðin austur fyr- ir fjall að Hagavík við Þingvalla- vatn. Frá Hagavík verður gengið um Ölfusvatnsvík og farið í Hellisvik og litið á gamlan fjárhelli sem nýtt- ur var frá bænum Villingavatni. Farið verður undir Björgunum upp á Dráttarhlíð og komið við í Skinn- húfuhelli en sagnir herma að þar hafi eitt sinn búið tröllskessa. I ferðinni gefst einnig kostur á að skoða gljúfur mikið sem Sogið fell- ur um á leið sinni frá Þingvalla- vatni í Úlfljótsvatn. Útivist býður upp á dagsferðir á sunnudögum út október. Brottför í ferðirnar er frá Umferðamiðstöð- inni við Vatnsmýrarveg kl. 10.30. Ekki er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku með fyrirvara. Næstu dagsferðir sem Útivist bíður upp á eru Ganga á Grímannsfell sunnu- daginn 10. október og 17. október verður gengið á Keili. Skyttan - ný rússnesk kvik- mynd í MÍR NÝ rússnesk kvikmynd, Skyttan (Voroshilovskíj strelok), verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 3. október kl. 15. Mynd þessi hefur vakið mikla at- hygli og umtal í Rússlandi m.a. vegna þess að leikstjórinn Stan- islav Govorúkhín, sem sæti á í dúmunni, rússneska löggjafarþing- inu, fjallar á gagnrýninn hátt um ýmsar meinsemdir í rússnesku samfélagi svo sem glæpi og gróða- hyggju, tillitsleysi og virðingarleysi gagnvart lögum og rétti, svarta- markaðsbrask og spillingu yfir- valda, segir í fréttatilkynningu. I kvikmyndinni segir frá öldruð- um manni sem barðist á vígstöðv- unum í síðari heimsstyrjöldinni og hlaut margvíslega viðurkenningu fyrir vasklega framgöngu. Þegar dótturdóttur hans, unglingsstúlku, er nauðgað á hrottafenginn hátt af þremur ungum piltum og lögreglu- yfirvöld eru treg til að rannsaka málið og refsa glæpamönnunum, finnst afanum nóg komið og hann ákveður að taka til sinna ráða. I hlutverki skyttunnar er frægur rússneskur leikari, Mikhaíl Úlja- nov, en stúlkuna Kötju leikur Anna Sinjakina. Myndin er sýnd ótextuð. A bíósýningartíma er einnig opin á Vatnsstíg 10 myndasýning helguð rússneska skáldinu Alex- ander Púshkín í tilefni 200 ára af- mælis. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Fyrirlestur um viðskipti, verslun og markað HELGI Þorláksson, prófessor við sagnfræðiskor Háskóla íslands, flytur fyrirlestur þriðjudaginn 5. október sem hann nefnir: Viðskipti, verslun og markaður. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu kl. 12.05-13 og er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Islands sem nefnd hefur verið: Hvað er hagsaga? Eru allir áhugamenn um sögu hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í umræðum um efnið. Helgi Þorláksson hefur unnið um árabil að rannsóknum á verslun ís- lendinga á miðöldum og er jafn- framt einn af forsvarsmönnum fræðihóps sem hefur á prjónunum að taka saman bók um íslenska verslun frá upphafi til nútímans. Athygli skal vakin á því að fund- armenn geta fengið sér matarbita í veitingasölu Þjóðarbókhlöðunnar og neytt hans meðan á fundinum stendur. LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 69 jlœóileat ÚRVAL LEDURSÓFAS etta Á GDDU VERÐI 'mmmm fóa&áeu. ÍTALSKT LEÐURSÓFASETT 3 + 1+1 • SVART • VÍNRAUTT • DÖKKBRÚNT CViNTYRALEGT VERfi HUSGOGN TM Síöumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri líkust OPIO: Mán. - fös. 10:00 - 18:00 Fimmtud. 10:00 - 20:00 Laugard. 11:00 - 16:00 : Sunnud. 13:00 -16:00 til útLanda -auövelt að muna ;: v \ 8 da^artiljóla Byrjid á jólagjöfunum tímalega. Vorum að taka upp úrval af nýjum trévörum. Fulltaf hugmyndum tiljólagjafa. ^ Nýsending afsniðum fyrirtréútsögun. ei; oest LctKKiím wE Langholísvcöur 111 _______ Símí 568 6500 * + / Opldfrákl. 10-18 vlrko daqa 09 frá kl. tO-IStaugttitteaa % www.islandia.is/lin/fondra.htm Jté*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.