Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 71 Norsk ævintýra- mynd í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir böm eru í Norræna húsinu alla sunnudaga. Sunnudaginn 3. október kl. 14 verða sýndar þrjár norskar brúðumyndir í fundarsal. Myndirnar eru Asbjöm í öskustónni og hjálparhellurnar, Drengurinn sem lék á tröllkarlinn og hin sívinsæla saga um Karíus og Baktus, eftir sögu Torbjörns Egners. Sýningartíminn er tæpur klukku- tími. Myndirnar eru með norsku tali. Aðgangur er ókeypis. Umræðuhóp- ur um klám UMRÆÐUHÓPUR um klám á veg- um Stígamóta verður haldinn mánu- daginn 4. október kl. 20 hjá Stíga- mótum, Vesturgötu 3. I fréttatilkynningu frá hópnum segir að klámbylgjan sem skollið hafi yfir landið undanfarin misseri hafi vakið litla umræðu. Hvorki opinberir aðilar, kvennahreyfingin eða al- menningur hafi haldið uppi andófi svo mark sé á takandi. Bríet, félag ungra femínista, sé þó undantekning frá sinnuleysinu. Hjá Stígamótum hefur klámvæð- ingin verið til umræðu og hvernig bregðast eigi við henni. Stígamóta- konur heimsóttu m.a. þrjá nektar- dansstaði til þess að skoða hvað færi þar fram. Þar hittu Stígamótakonur margar ungar stúlkur sem kepptust um að bjóða líkama sína til sölu. í samtölum við þær kom fram að þær voru allar útlenskar og þar af marg- ar frá hinum fátæku löndum A-Evr- ópu. Þær eru gerðar út af alþjóðleg- um klámhringjum sem senda þær vítt og breitt um heiminn. „Markað- urinn fyrir líkama ungra stúlkna er stór meðal íslenskra karla og aug- ljóst að klámiðnaðurinn er orðinn að stórútgerð,“ segir í fréttatilkynningu frá starfshópnum. „Við Stígamótakonur ætlum að koma á laggirnar umræðuhópi um klám og fara skipulega í gegnum ýmsa þætti þess. Við ætlum að lesa saman bækur, skoða auglýsingar og hvað finna má á Netinu, fá í heim- sókn til okkar sem flesta sem eitt- hvað hafa til málanna að leggja og sjá hvers við verðum vísari. Diana Russell hefur þegið boð okkar um að heimsækja Stígamót á 10 ára afmæl- inu 8. mars næstkomandi, en hún er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar og skrif um klám og kynferðisofbeldi. Á fyrsta fundi munum við í sam- einingu skipuleggja starfið og ákveða fundartíma og tíðni funda, fara yfir lesefni, hverja við viljum boða á fund okkar og hvað við viljum gera.“ J afnr éttisnefnd HI með heimasíðu JAFNRÉTTISNEFND Háskóla Islands hefur opnað heimasíðu, en nefndin tók til starfa árið 1998. Slóð heimasíðunnar er: http://w\vw,- hi.is/stjorn/nefndir/jafnrettis I fréttatilkynningu frá nefnd- inni segir m.a.: „A heimasíðu jafn- réttisnefndar er að finna upplýs- ingar um starfsemi nefndarinnar, aðgerðir og fræðslu á hennar veg- um. Niðurstöður kannana og út- tekta á mismunandi aðstæðum og kjörum kynjanna innan Háskólans eru kynntar. Ennfremur er að finna tölfræðilegar upplýsingar um kynjahlutfall í stöðum, deild- um og námsgreinum, ofl. Vísað er á aðra aðila sem sinna jafnrétti og nokkrar jafnréttisnefndir við æðri menntastofnanir í nágrannalönd- unum. Þarna er einnig að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar, eins og t.d. um kynferðislega áreitni við háskóla, og leiðbeiningar um hvað sé til ráða ef fólk lendir í slíku. í frétt frá jafnréttisnefnd á heimasíðunni er lýst áhyggjum yfir mun á launum karla og kvenna í Félagi háskólakennara. Sam- kvæmt nýlegri samantekt um laun og launaþróun hjá aðildarfélögum Bandalags háskólamanna sem Fé- lag háskólakennara er hluti af virð- ist í íljótu bragði sem munur á dag- vinnulaunum karla og kvenna inn- an Félags háskólakennara hafi aukist eftir að nýja launkerfið tók gildi í árslok 1997. í desember 1997 var munur á dagvinnulaunum karla og kvenna 3,9%, en í mars 1999 var hann 7,4%. Jafnréttisnefnd telur ljóst er að gögn þessi þurfi að skoða nánar og kanna hvort nýja launakerfið auki kynbundinn launamun. Það þarf vart að geta þess að munur á heildarlaunum kvenna og karla er enn meiri. Á undanförnum tveimur árum hefur munurinn verið á bilinu 5% þann mánuð er best lætur og 35% er verst lætur.“ Northbrook Bronze. Hár fóðraöur götuskór úr Nubuk leðri. Sterkúr gúmmísóli, st. 41-44. Northbrook Desert. Sígildur og flottur nversdagsskór úr leðri, gúmmísóli. Litir grár eða svartur. St. 36-46. McKinley Bobcat Einn góður frá McKinley úr OXT línunni. Stöðugur skór og þægilegur, passar flestum. Ytra byrði úr leðri og cordura nyloni.St. 38-46. Nýkominn sending með flottum götu/gönguskóm fyrir veturinn. Þín frístund - okkar Northbrook Tino. Sterkur götu/gönguskór úr leðri með grófum gúmmísóla. Góður skór fyrir veturinn. St. 40-45. .980,- Opið: Má-fi 10-18 Fö 10-19 Lau 10-16 VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is Hjartans þakkir til allra, sem samglöddust mér á 70 ára afmœlinu mínu í Kirkjuhvoli þann 4. september sl., svo og til þeirra sem sendu mér vinarkveðjur. Sérstakar þakkir til Péturs Andréssonar, 6 ára, sem söng tvö lög mér til heiðurs; ógleymanlegt. Guð blessi ykkur öll. Paul Jóhannsson, Asgarði 2, Garðabœ. Súrcfnisvörur Karin Herzog Kynning í dag í Snyrtihöllinni Garðatorgi kl. 12-16, Hagkaupi Smáratorgi kl. 13-17, Apótekinu Smáratorgi kl. 13-17. Mfm GOLFEFNABUÐIN Mikið árval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Handboltinn á Netinu ói> mbl.is AL.L.TAf= GITTHVAO fJÝTl —----[ www.sp.is SP24 Bílaián allart sóiarhnnglnn Fylgslru meö símreikíiirigaum á netiriu SÍMINN Sæktu um ókeypis aðgang að Þjónustuvef Simans á slóðínni www.simi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.