Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Neytendasamtökin boða aukið aðhald gegn verðhækkunum Herða þarf aðgerð- ir gegn fákeppni NEYTENDASAMTÖKIN lýsa yf- ir vanþóknun á framferði fyrir- tækja sem misnota aðstöðu sína til þess að forðast eðlilega samkeppni og halda þannig uppi óeðlilega háu verði á grænmeti og ávöxtum. Neytendasamtökin fagna rannsókn Samkeppnisstofnunar á heildsölu- fyrirtækjum á grænmetismarkaði og telja hana löngu tímabæra. Ljóst er að grænmeti hefur hækk- að verulega í verði umfram aðrar vörur á undanförnum árum vegna ofurtolla og fákeppni og þannig hefur neyslu á þessari hollustuvöru verið haldið í skefjum þvert á opin- ber manneldissjónarmið. Neyt- endasamtökin hafa ítrekað varað við þessari þróun á undanförnum árum. Grænmetismarkaðurinn er því miður aðeins eitt dæmi um að fyr- irtæki forðist eðlilega samkeppni og haldi þannig uppi verði á vörum og þjónustu. Verð á matvöru hefur til að mynda hækkað að undan- förnu og að mati Neytendasamtak- anna á vaxandi fákeppni og sam- runi fyrirtækja drjúgan þátt í þeirri þróun. Einnig telja Neyt- endasamtökin að verðhækkanir ol- íufélaga og tryggingafélaga á sama tíma bendi til að um samráð sé að ræða. Samtökin hvetja stjórnvöld því til að flýta endurskoðun sam- keppnislaga með það í huga að gera samkeppnisyfirvöldum auð- veldara að grípa til aðgerða gegn fákeppni og samráði. Samtökin munu bregðast við hækkandi vöruverði með hertu að- haldi og eftirliti enda er mikið í húfi fyrir neytendur. Vegna vísi- tölubindingar lána hafa verðhækk- anir og aukin verðbólga alvarleg áhrif á skuldastöðu heimilanna. Samtökin óska eftir stuðningi al- mennings í landinu við þetta verk- efni og hvetja neytendur jafnframt til þess að halda vöku sinni og láta samtökin vita um óeðlilegar verð- hækkanir. Sjaldan hefur verið meiri þörf en nú á því að neytendur í landinu bindist samtökum um að gæta hagsmuna sinna. Neytendasamtök- in hyggjast því leita eftir stuðningi almennings til þess að efla starf- semi sína verulega. Á næstu vikum og mánuðum mega neytendur eiga von á símtali frá samtökunum þar sem þeim verður boðið að gerast félagar og taka þannig þátt í að efla aðgerðir samtakanna gegn verðhækkunum og fákeppni. Stuðningur almennings er Neyt- endasamtökunum mjög mikilvæg- ur, þar sem þau byggja tilveru sína að langmestu leyti á félagsgjöldum frá almenningi.“ 75 ára afmæl- issýning Fé- lags íslenskra gullsmiða FELAG íslenskra gullsmiða fagn- ar 75 ára afmæli sínu á þessu ári en það var stofnað 19. október 1924. Stofnfundinn sátu 23 framsæknir gullsmiðir en fyrsti formaður fé- lagsins var Jónatan Jónsson. Félagið hefur áorkað miklu á þeim 75 árum sem liðin eru, segir í fréttatilkynningu. Fyrsta sýning gullsmiða var haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1969 á 45 ára af- mæli þess. Nú efnir Félag ís- lenskra gullsmiða til afmælissýn- ingar dagana 2. til 18. október í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á sýningunni verða annars veg- ar sýndir „hringir gullsmiða - fyrr og nú“ og hins vegar nýsmíðaðir gripir þar sem gullsmiðir leika sér með hugtökin „tíminn og vatnið“. Gullsmiðir munu verða gestum til leiðsagnar á sýningunni en hún verður opin alla virka daga frá kl. 8-19 og um helgar frá kl. 12-18. Karlar selja kaffi ÁRLEG kaffisala Kristniboðsfé- lags karla í Reykjavik verður hald- in næstkomandi sunnudag, 3. októ- ber, í Kristniboðssalnum að Háa- leitisbraut. Hefst hún kl. 14.30 og stendur fram til kl. 18. Félagið er eitt af elstu kristni- boðsfélögum landsins, stofnað 1920, og hefur um árabil staðið fyr- ir kaffisölu á haustin til fjáröflunar fyrir kristniboðið. Margar konur leggja körlunum lið við undirbún- ing; Ágóðinn rennur til starfs Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga sem í áratugi hefur sent kristni- boða til starfa í Afríku. Nýr kristniboði, Leifur Sigurðsson, kom nýlega til starfa meðal Pókot- þjóðflokksins í Kenýa eftir nám í Noregi og nám í svahílí í Nairóbí. Bæjarmála- ráðstefna Kópavogslistans FYRSTA opna bæjarmálaráð- stefna Kópavogslistans verður haldin í Þinghól, Hamraborg 11 í Kópavogi, laugardaginn 2. október. Meginumræðuefni ráðstefnunnar verða bæjarmálin, gerð fjárhagsá- ætlana sveitarfélaga og helstu áherslumál Kópavogslistans á komandi vetri. Ráðstefnan hefst kl. 10 með ræðu oddvita Kópavogslistans, Flosa Eiríkssonar bæjarfulltrúa, og síðan mun fjármálastjóri Kópa- vogsbæjar, Guðrún Pálsdóttir, fjalla um fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga með sérstöku tilliti til Kópavogs. Að loknu hvoru erindi fyrir sig verða fyrirspumir og um- ræður. Eftir hádegi munu málefna- hópar starfa, m.a. munu starfa hóp- ar um skólamál, skipulags-, um- hverfis- og umferðarmál, íþrótta- og tómstundarmál og félagsmál. I lok ráðstefnunnar verða helstu nið- urstöður hópstarfsins teknar sam- an. Ráðstefnustjóri verður Heiðrún Sverrisdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Ráðstefnan er opin öllu stuðn- ingsfólki Kópavogslistans. 10 rósir fcr. 990 Full búð af nýjum gjafavörum. Gott verð. Opið tii kl. 10 öll kvöld Fókafeni 1 1, sími 568 9120. í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þekkir einhver fólkið á myndinni? ÞESSI mynd er tekin á árunum 1930 til 1935, lík- lega í Mýrdal eða A- Eyja- fjöllum. Þeir sem telja sig þekkja fólkið á myndinni vinsamlega hafi samband við Grétar Eiríksson í síma 553 1112. Kveikjum ljósin ÁSKRIFENDUR Morg- unblaðsins eru minntir á að nú er farið að skyggja og eru þeir beðnir um að hafa logandi Ijós við dyrn- ar hjá sér svo blaðburðar- fólk sjái til við að koma blaðinu í lúguna. Lítið úrval af barna- efni hjá RÚV EG er með 3 smábörn á heimilinu og er ég með fyrirspurn til dagskrár- stjóra Stöðvar 1 um hvort ekki sé hægt að bæta við barnaefni fyrir yngstu börnin. Eg hef verið að skoða þetta síðustu vikur og séð að barnaefnið sem boðið er uppá er aðallega fyrir börn eldri en 6 ára, það er nær ekkert efni fyr- ir yngstu bömin í miðri viku, en eitthvað um helg- ar. Væri ekki hægt að bæta við bamaefni fyrir yngstu börnin? Móðir. Góð dagskrá á RÚV ÉG vil þakka RÚV fyrir góða dagskrá, sérstaklega vil ég þakka þeim góð skil á íþróttum, sem margir hafa gaman af, eins og golfinu og Formúlu 1. Þeir geta verið stoltir af að hafa góða menn sem sjá um lýs- ingar. Einnig vil ég þakka fyrir góða þætti eins og Bráðvaktina og Fraiser og svo er ég mjög ánægður með breyttan fréttatíma. Sjónvarpsáhorfandi. Hver á filinu frá leik í Barcelona? ER einhver sem gæti leyft mér að taka eftir filmu frá leik Manchester United og Bayern Munchen í Barc- elona sem var í sumar? Þeir sem gætu gert mér þennan greiða vinsamlega hafið samand í síma 568 7393. Stálvarðar tunnur við öll hús I Morgunblaðinu í dag, miðvikudaginn 29. septem- ber, er á bls. 12 lýst mikilli ánægju Reykvíkinga með Hreinsunardeild Reykja- víkurborgar. fær deildin 4 stig af fimm í Gallup-könn- un. Mín reynsla af Hreins- unardeildinni er þveröfug. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir mínar um að fá stálfóðraða öskutunnu við hús mitt, svo sem ég hafði áður fyrr, er mér nú skömmtuð ófóðruð tunna, lúin mjög og þvæld. Nú krefst ég þess að fá aftur stálfóðraða tunnu, því sú sem ég hef nú við hús mitt er beinlínis hættuleg, sam- anber tíðar íkveikjur í sorptunnum. Krafan er stálvarðar tunnur við öll hús í Reykjavík. Leifur Sveinsson. Þakkir MIG langar til að koma á framfæri þakklæti til þeirra frábæru manna hjá SVR sem voru svo góðir að finna pokann minn sem ég týndi í einu af strætis- vagnaskýlunum/strætis- vögnunum. Anna Pála. Tapað/fundið Sala óskilamuna I DAG hefst sala óskila- muna í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum og stendur hún fram yfir aðra helgi. Hver flík selst á 50 kr. Ágóðinn kemur til með að renna til góðgerðarmála. Grár jakki í óskilum GRÁR jakki fannst fyrir 2 vikum á Túngötunni. Upp- lýsingar í síma 552 2631. Svart mótorhjól týndist SVART mótorhjól, Honda CB 550, týndist frá Hóla- vallagötu 9 aðfaranótt fimmtudagsins 23. septem- ber. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi sam- band í síma 552 9819. Fjallahjól týndist við Flyðrugranda TREK 220 fjallahjól, dökkblátt, týndist við Flyðrugranda sl. þriðju- dag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 4368. NMT-sími týndist við Vesturberg BENEFON NMT-sími týndist í nágrenni Vestur- bergs í Breiðholti fyrir rúmri viku. Skilvís finn- andi hafi samband síma 587 0266. Barnagleraugu í óskilum BARNAGLERAUGU fundust í garði í Grundar- húsum. Upplýsingar í síma 5672632. Nokia GSM-sími týndist NOKIA 6110 GSM-sími týndist við fyrsta hring- torgið á leið inn í Mosfells- bæ. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 4549 eða 868 2983. Blátt drengjahjól týndist BLÁTT Weeler drengja- hjól týndist frá Flyðru- granda 14 sl. þriðjudag. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 552 4038. Víkverji skrifar... VÍKVERJI varð fyrir talsverðu áfalli nú í vikunni eftir að hafa lesið frétt í DV þess efnis að svo- kallað „íslandstorg" í Tallin, höfuð- borg Eistlands, væri bara ómerki- leg umferðareyja. Þjóðarstoltið var sært og sú óþægilega tilfinning gróf um sig í hjarta Víkverja að hann hefði verið hafður að fífli. Forsaga málsins er sú, að á fundi með utanríkisráðherrum Norður- landanna á Egilsstöðum nú í sumar lýsti utanríkisráðherra Eistlands því yfir að ákveðið hefði verið að gefa torgi einu í Tallin nafnið Is- landstorg til að votta íslensku þjóð- inni virðingu fyrir að hafa orðið fyrst þjóða til að viðurkenna sjálf- stæði Eistlands árið 1991. Fylgdi sögunni að utanríkisráðuneyti landsins stæði við torgið. Víkverja þótti vænt um að heyra þetta og sjálfsagt hafa fleiri Islendingar hugsað hlýlega til Eista við þessi tíðindi. En ef marka má frétt DV er ekki allt sem sýnist í þessum efnum. í frétt blaðsins kemur fram að þeir DV-menn hafi verið á ferð í Tallin nýverið og farið á stúfana að leita torgsins og segir blaðið svo frá: „Ekki fannst neitt íslandstorg við utanríkisráðuneytið. Leigubil- stjórar sem talað var við könnuð- ust ekki við neitt slíkt torg og á upplýsingamiðstöð ferðamála í borginni hafði enginn heyrt af þessu og dró starfsfólkið mjög í efa að torgið væri til. Kona sem starfar í afgreiðslu ráðuneytisins áttaði sig ekki á þessu Islandstorgi en hringdi um bygginguna til að fínna einhvem sem vissi eitthvað um málið. Loks var gefíð samband við konu sem hló mikið þegar hún var spurð um torgið og sagði hún það vera beint fyrir framan húsið. Þeg- ar út var komið varð ljóst að Is- landstorg í Tallin er umferðareyja á Ravalastræti framan við húsið og algjörlega ómerkt hinu virðulega nafni.“ Ekki er ástæða til að draga í efa frásögn DV af þessu máli. Sú spurning vaknar hins vegar hvort ekki hefði farið betur á því að utan- ríkisráðherra Eistlands hefði sleppt því að nefna þetta í ræðu sinni á Egilsstöðum úr því að svona er í pottinn búið. Var maðurinn að narrast að okkur Islendingum? Eða á kannski eftir að reisa þama torg sem stendur undir nafni? Vík- verji sefur ekki rólegur fyrr en þetta er komið á hreint! xxx EFTIR því sem nær dregur ára- mótum magnast deilur um aldamótaárið. Víkverji las nú í vik- unni aðsent bréf í Morgunblaðinu, þar sem kerfisfræðingur svarar verkfræðingi, og em nú deilurnar farnar að snúast um heimildir. Kerfisfræðingurinn getur þess sér- staklega að sér hafí alltaf leiðst biblíusögur í barnaskóla og gefí því lítið fyrir Biblíuna sem heimild, en svo er að skilja að verkfræðingur- inn hafi einkum stuðst við hana til að rökstyðja þá skoðun sína að aldamótin séu um næstu áramót. Kerfisfræðingurinn er hins vegar harður á áramótunum 2000/2001 sem upphafi nýrrar aldar og dreg- ur fram ýmsar heimildir máli sínu til stuðnings svo sem almanök úr ýmsum áttum, Rímfræði Þorsteins Sæmundssonar stjömufræðings og vefslóðir. Því næst segir kerfis- fræðingurinn að einföldustu rökin fyrir því að aldamótin séu um ára- mótin 2000/2001 sé að finna í rök- vísi einfaldrar talningar þar sem byrjað er að telja á 1 (ekki núlli), tugurinn sé fylltur með tölunni 10 (ekki 9) og næsti tugur hefjist á tölunni 11 (ekki 10). Rökvísi einfaldrar talningar er vissulega góð og gild, en þó er Vík- verji ekki sannfærður um að hún eigi við í þessu tilfelli. Víkverji vill nefnilega líkja upphafi nýrrar ald- ar við fæðingu barns, sem er 0 ára þegar það fæðist og verður ekki eins árs fyrr en 365 dögum eftir að það fæðist. Þá fyrst verður það eins árs, þegar það hefur lifað í eitt ár. Og fjandakornið sem við höld- um upp á tíu ára afmæli barnsins daginn sem það verður 11 ára. Þeir sem ekki vilja samþykkja töluna 0 sem upphafstölu hefðu gott af að draga út tommustokk og virða hann vel fyrir sér. Eigum við, sam- kvæmt rökvísi einfaldrar talningar, að byrja að mæla einn metra út frá tölunni 1 cm og brjóta síðan fram- an af tommustokknum og líma aft- an við töluna 100 cm til að fá út metrann? Hvers konar hundalógík er þetta eiginlega, Víkverji bara spyr?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.