Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 88
m Er búið að leysa málið? Er lausnin föst í kerfinu? Þad er dýrt að láta starfsfólliið biða! Netþjónar og tölvur COMPACl MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Vaxtagreiðslur ríkissjóðs lækka um tvo milljarða á þremur árum Rekstrarafgangur ríkissjóðs áætlaður 15 milljarðar VAXTAGJÖLD ríkissjóðs verða einum milljarði króna lægri á næsta ári samkvæmt frumvarpi til fjárlaga sem lagt var fram á Alþingi í gær. Verða þau 14 milljarðar. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra segir vaxtagjöld hafa lækkað úr 16 milljörð- um frá árinu 1998 vegna markvissrar niður- greiðslu skulda ríkisins. Fjárlagafrumvarpið var kynnt fjölmiðlum í gær og sagði fjármálaráðherra við það tækifæri að gert væri ráð fyrir 15 milljarða króna rekstrarafgangi sem væri að líkindum einn sá mesti nokkru sinni. í þeirri tölu er gert ráð fyrir fjórum milljörðum sem . ^afást myndu við sölu á hlut ríkisins í fyrirtækjum og sagði Geir H. Haarde það varlega áætlað. Þá er lánsfjárafgangur næsta árs ráðgerður 23,9 milljarð- ar króna og frá árinu 1998 til 2000 verður hann þá samanlagt orðinn um 60 milljarðar króna. Fjármálaráðherra sagði það nýtt viðfangsefni að hafa til ráðstöfunar svo mikið fjármagn og væri æskilegast að nota það til að greiða niður sem mest erlendar skuldir. Þar takmarkaði gjaldeyris- forði landsins möguleikana nokkuð en þá væri hægt að greiða niður innlendar skuldir. Einnig mætti hugsa sér að setja hluta rekstrarafgangsins á vexti í Seðlabankanum. Fjármálaráðherra sagði koma til greina að setja hluta rekstrarafgangsins í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóð hjúki-unarfræöinga til að létta á lífeyrisskuldbind- ingum framtíðarinnar. Geir H. Haarde sagði ríkisstjómina sýna mikla alvöru í efnahagsstjórn sinni með þessu fjárlaga- frumvarpi. Hann sagði hættuna við mikinn rekstr- arafgang þá að allir vildu ásælast hann, lækka skatta eða verja í ýmsan rekstur. Hann sagði vanda að halda vel á spöðunum, nú væri tækifæri til að halda áfram að lækka skuidir og vaxtabyrði til að létta á þeirri kynslóð sem á eftir kæmi. „Okkur verður seint fyrirgefið ef við klúðrum því tækifæri,“ sagði ráðherrann. Lántökur úr 18,5 milljörðum í 5 Lántökur minnka enn á næsta ári miðað við undanfarin ár. Verða þær rúmlega fimm milljarð- ar og afborganir alls rúmlega 27 milljarðar. A yfir- standandi ári eru lántökur 18,5 milijarðar og af- borganir 35 milljarðar en í fyrra tók ríkissjóður 28 milljarða að láni, þar af 20 innanlands. Afborganir á því ári námu 37 milljörðum. Alls nema lífeyrisskuldbindingar ríkisins 6,6 milljörðum á næsta ári en þær eru 7,9 milljarðar á þessu ári. Geir sagði þessar skuldbindingar hafa verið orðnar miklar, um 20 milljarða á síðasta ári og því væru skuldbindingar næsta árs innan við þriðjung þess sem verið hefði. Fjármálaráðherra sagði að til að draga úr þenslu og vera ekki í samkeppni um vinnuafl og þjónustu hefði verið ákveðið að fresta framkvæmdum fyrir 2.247 milljónir króna. Stærsta liðinn þar sagði hann vera 550 milljónir í vegamálum, einkanlega á höfuð- borgarsvæðinu en engum meiriháttar framkvæmd- um út um land væri frestað og þessi frestun hefði ekki áhrif á ákvörðun ríkisstjómarinnar frá liðnu vori um að setja 500 milljónir í sérstakar fram- kvæmdir í vegamálum. ■ Fjárlagafrumvarpið/Bl-4 Morgunblaðið/RAX Dæmdur fyrir Net- viðskipti RÚMLEGA tvítugur maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir að hafa keypt geislaspil- ara í gegnum Netið með greiðslukorti fullorðinnar konu. Upphæðin nam rúmum 35 þúsund krónum og sagði ákærði fyrir dómi að greiðslu- kortanúmer konunnar hefði legið á glámbekk hjá fyrirtæki sem hann vann hjá sem og kortanúmer annarra viðskipta- vina fyrirtækisins. Því hefði hann jafnt sem aðrir starfs- menn fyrirtækisins og við- skiptavinir getað komist í núm- erin. Akærði neitaði sök fyrir dómi og bar fram skýringar sem dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur þóttu með mikl- um ólíkindum. Var ákærði því fundinn sekur um fjársvik og brot gegn 248. grein almennra hegningarlaga og dæmdur í fangelsi og til að greiða 50 þús- und krónur í sakarkostnað og málsvamarlaun. _ Alþingi Islendinga sett ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Islands, setti 125. löggjafar- þing Islendinga í gær að aflok- inni guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. A þessum fyrsta þingfundi var Halldór Blöndal endurkjör- inn forseti þingsins og einnig var kosið um fjóra varaforseta, auk þess sem kjörnir voru full- trúar í fastanefndir þingsins. AI- þingi kemur saman að nýju á mánudag þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur st efriu- ræðu ríkisstjórnarinnar. Á myndinni hyllir Davíð Oddsson forsætisráðherra, forseta Islands, og ættjörðina eftir að forsetinn hafði lýst Alþingi sett. ■ Róttækar breytingar/4 Búr hf. hef- ur áhuga á Agæti BÚR hf., innkaupafyrirtæki Kaupáss og kaupfélaganna, hefur áhuga á að kaupa græn- metis- og kartöflufyrirtækið Ágæti hf. og hafa viðræður farið fram um það, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Viðræðurnar hafa ekki skO- að niðurstöðu enn sem komið er og óljóst hvenær það verð- ur. Búnaðarbanki Islands á meirihluta í Ágæti hf. eftir kaup á meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu í júní í sumar. Búr hf. er innkaupafyrir- tæki Kaupáss, sem rekur Nóa- tún, KA og 11-11 verslanimar, og KEA, Samkaups og fleiri kaupfélaga. Það hefur séð um innkaup fyrir þessa aðila, en fyrst og fremst verið á sviði þurrvöru. Nemi í Verslunarskóla fslands braust inn í tölvukerfí skólans og olli usla Skipt um 1.200 netföng í fyrrinótt NÝNEMA í Verslunarskóla ís- lands tókst að brjótast inn í tölvukerfi skólans fyrir skömmu og komast þar yfir aðgang að netföngum og fleiri þáttum. Inn- brotið uppgötvaðist á fimmtudag og í fyrrinótt var skipt um öll að- gangsorð í skólanum, alls um 1.200 netföng, þannig að þegar menn mættu í vinnu í gærmorg- un voru þeir komnir með ný nöfn í tölvukerfinu. Búið er að hafa upp á þeim sem stóð að innbrotinu og hefur honum verið vikið úr skólanum meðan á rannsókn málsins stend- ur, auk þess sem búið er að loka fyrir aðgang hans að tölvukerfi skólans. Pilturinn var yfirheyrð- ur í gærmorgun. Oryggisgat í uppsetningu Freyr Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri upplýsingamála og gæðaþróunar hjá VÍ, segir að tölvukerfi skólans hafi verið sett upp / ágúst, áður en skólinn tók til starfa í haust, og þar hafi ver- ið innifaldar nýjar gerðir hug- búnaðar. í uppsetningu þess hug- búnaðar frá Microsoft sem settur var upp, hafi reynst vera örygg- isgalli eða nokkurs konar þjófalykill, sem pilturinn nýtti sér til að komast inn í kerfið. „Tæknilega hlið málsins er sú að í þeirri uppsetningu sem Microsoft sendi frá sér í lok ágúst og var notuð af umboðsaðilum _ fyrirtækisins í Verslunarskóla Is- lands, reyndist vera öryggisgat. Microsoft sendi frá sér tilkynn- ingu um þetta gat fyrir viku, en þá var þegar búið að bijótast inn í kerfið og stela þessum aðgangs- orðum. Innbrotsþjófurinn hefur sennilega frétt af þessum öryggis- galla á Netinu og notfærði sér þá vitneskju til að komast inn í kerf- ið með önnur réttindi en nemend- ur eiga að hafa,“ segir Freyr. Hann segir að sennilega sé nokkuð um Iiðið síðan pilturinn komst yfir aðgangsorðin, en það hafi tekið nokkurn tima að upp- götva hvers kyns var. „Við rekum lítið opið net, sk. hcimanet, sem er umræðuvettvangur nemenda, aðskilið frá skólakerfinu, og þar fóru að gerast skrýtnir hlutir sem gátu ekki átt sér eðlilegar skýr- ingar. Þannig uppgötvuðum við þetta innbrot í kerfið.“ Nokkurt fjárhagslegt tjón Hann segir málið ennþá í rann- sókn og hafi verið rætt við nokkra nemendur skólans vegna þess, og sé ýmislegt enn að koma í Ijós í þvf sambandi. „Þeir sem versla við INTÍS gangast undir að gera það með eigin netfangi, og það að stela netföngum og nota þau í heimildarleysi, er nóg til þess að hægt sé að loka á við- komandi. Verslunarskóli Islands ber ábyrgð á því gagnvart INTÍS að svo sé gert,“ segir Freyr. Hann segir ljóst að innbrots- þjófurinn hafi ekki unnið neitt tæknilegt afrek, enda hafi hann aðeins verið svo „heppinn" að rekast á upplýsingar um þetta ör- yggisgat í uppsetningu nýjasta hugbúnaðar Microsoft og notfæra sér þær upplýsingar til að fara inn á kerfíð. „Hann smiðaði ekk- ert sjálfúr eða samdi hugbúnað í þessu skyni, það mætti kannski segja sem svo að sökudólgurinn sé Bill Gates en Microsoft er ekki skaðabótaskylt í málum sem þess- um. Verslunarskólinn ber hins vegar aðeins fjárhagslegan skaða samfara því að þurfa að kalla út menn innan skóla og utan til að hafa endaskipti á kerfinu í skyndi," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.