Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um gagnrýni fulltrúa ASI Eyrarbakki Atvinnurekendur vilja efla fyrirtækjasamninga ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að vinnuveitendur hafi fullan hug á að efla fyrirtækjasamninga og í komandi kjaraviðræðum verði án efa skoðaðar leiðir til að gera það. A kjaramálaráðstefnu ASI var nokkuð gagnrýnt að fyrirtækin hefðu sýnt lítið frumkvæði og lítinn áhuga á að gera fyrirtækja- samninga. Bent var á að þetta áhugaleysi kæmi á óvart í ljósi þess hvað forystumenn VSI hefðu lagt mikla áherslu á fyrirtækjasamninga í kjara- viðræðunum árið 1997. „Við höfum lagt mikla áherslu á að efla fyr- irtækjaþátt kjarasamninga og teljum að framtíðin liggi í því að stærri þáttur kjara- ákvarðana verði ákveðinn í fyrirtækjunum sjálfum. Þróunin annars staðar hefur verið í þessa átt. Eg tel að við þurfum að leggja mat á reynslu síðustu ára og kanna hvort og þá hvers vegna menn hafa ekki nýtt sér í meira mæli að fara þessa leið. Við þurfum að finna leiðir til að styrkja þennan þátt því að þetta er tvímælalaust áhugaverð aðferð,“ sagði Ari. Ari sagðist velta því fyrir sér hvort svigrúmið sem væri ætlað til fyrirtækjasamninga væri nægilega mikið. Það kynni að vera þörf á að auka þetta svigrúm með því að láta fyrirtækja- samninga ná til fleiri þátta kjaramálanna. Einnig mætti velta fyrir sér hvort sú staða sem hefur verið uppi í efnahagslífi landsmanna, þ.e. þensla, væri hagstæð til að þróa samninga í þessa átt. Hann kvaðst jafnframt telja að stjórn- endur fyrirtækja legðu mesta áherslu á að svona samningar væru tiltölulega einfaldir. Skoða þyrfti leiðir til að koma til móts við þetta sjónarmið. Hafa m.a. skoðað skammtímasamning Óformlegar viðræður hafa farið fram milli SA og samtaka launafólks um gerð næstu kjara- samninga og sagði Ari að eitt af því sem menn hefðu skoðað í því sambandi væri hvort hægt væri að ná samkomulagi um kjarasamning til skamms tíma. „Það sem er mikilvægast í okkar huga er að okkur takist að verja þann gríðar- lega ávinning sem hefur náðst á síðustu árum á grundvelli þeirra kjarasamninga sem gerðir voru 1997. Við þurfum að byggja upp framhald á traustum grundvelli. Menn þurfa auðvitað að velta upp ýmsum leiðum að þessu markmiði og mér finnst að það sé það sem hefur verið að ger- ast að undanförnu." Ari sagði að leiðirnar væru ekki aðalatriðið heldur það að menn næðu samkomulagi um markmiðin. Skammtímasamningur væri því einungis ein leið af mörgum sem menn hefðu skoðað. Hann sagði að vinnuveitendur myndu að sjálfsögðu hlusta á rök sem sett yrðu fram um að einhverjir hópar hefðu borið skarðan hlut frá borði. Það væri ekki útilokað að hægt væri að taka að einhverju leyti á því í kjara- samningi til skamms tíma, sem tæki þá á af- mörkuðu verkefni. Þorbjörn kaupir Sléttanesið ÞORBJÖRN hf. í Grindavík hefur gert samkomulag við Ingimund hf. í Reykjavík um kaup á frystitogaranum Sléttanesi ÍS, ásamt 719 tonna aflahlutdeild í þorskígildum. Þá mun Ingi- mundur hf. kaupa ísfisktogar- ann Skúm GK af Þorbirni hf. án aflahlutdeildar. Skúmur GK hét áður Ós- eyri ÍS og eignaðist Þorbjöm hf. skipið þegar fyrirtækið sameinaðist Bakka hf. í Bol- ungarvík sumarið 1997. Sléttanes ÍS verður þriðji frystitogarinn í flota Þor- bjamar hf. en þar era fyrir frystitogaramir Hrafn Svein- bjamarson GK og Gnúpur GK. Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjamar hf., segir að væntanlega þýði kaupin að sjóvinnsla íyrirtæk- isins aukist en það muni aðal- lega koma niður á gámaút- flutningi. Hann segir kaupin vera lið í endurskipulagningu fyrirtækisins. Ingimundur hf. seldi rækju- frystitogarann Helgu RE fyrr á þessu ári og keypti í kjölfar- ið Sléttanes IS af Básafelli hf. á ísafirði fyrr í sumar. Að sögn Armanns Armannssonar, framkvæmdastjóra Ingimund- ar hf., era kaupin á Skúmi GK aðeins millibilsástand uns út- gerðin fær afhent nýtt skip eftir um það bil eitt ár. Skipin verða afhent nýjum eigendum í lok október. Fékk uppáhaldsleikmann- inn í heimsókn til sín JÓNA Dagbjört Pétursdóttir, 12 ára KR-ingur, fékk skemmtilega heimsókn á dögunum. Einar Þór Damelsson, leikmaður KR, kom til hennar á Barnaspítala Hringsins og færði að gjöf KR-treyjuna og verðlaunapening Islandsmeistara- mótsins í fótbolta. Þrátt fyrir að vera austurbæ- ingur er Jóna Dagbjört mikill að- dáandi KR og segir starfsfólk spítalans hana varla hafa hætt að brosa siðan Einar Þór kom í heimsókn. Það var frændi Jónu Dagbjartar sem hafði samband við Einar Þór, sem er uppáhalds- leikmaður hennar, og bað hann að líta í heimsókn. En Jóna Dag- björt, sem á við veikindi í hönd- um og fótum að stríða, er þessa dagana að jafna sig eftir aðgerð á Barnaspitalanum. KR-áhuginn er Jónu Dagbjörtu í blóð borinn því hún segir alla Ijölskylduna vera KR-inga. Jóna Dagbjört fylgist reglulega með leikjum liðsins. Hún segist horfa á þá í sjónvarpinu ef hún komist ekki á völlinn. Jóna Dagbjört hef- ur ekki komist mikið á völlinn í sumar, en hún fór samt á úrslita- leikina og það leikur enginn vafi á að Einar Þór er besti leikmaður liðsins að hennar mati. „Mér brá svo því ég vissi ekki að hann myndi koma,“ segir hún um heimsókn KR-ingsins. „Ég varð eiginlega orðlaus," bætir hún við og segir Einar Þór vera skemmtilegan í eigin persónu. Hann færði henni að gjöf KR- treyjuna sem hann spilaði í í sum- ar, verðlaunapeninginn frá Is- landsmeistaramótinu í fótbolta, Morgunblaðið/Ásdís Jóna Dagbjört Pétursdóttir er hæstánægð með gjafir Einars Þórs. í bakgrunni má sjá leikmenn KR sem hún hefur verið að mála. eiginhandaráritanir og kveðju hinna KR-Ieikmannanna og ýmsa KR-minjagripi. Jóna Dagbjört segist staðráðin í að skreyta herbergi sitt með KR- mununum, en verðlaunapeningur- inn hangir á rúmstokknum hjá henni á spitalanum þegar hún er ekki með hann um hálsinn. Einar Þór segir það hafa verið sjálfsagt mál að líta til Jónu Dag- bjartar á spítalann. „Hún var hæstánægð. Hún vissi ekki að ég var að koma, en ég held að þetta hafi bara verið skemmtilegt fyrir hana,“ segir hann. Einar Þór færði Barnadeild Hringsins í fyrra 100.000 krónur að gjöf, en féð fékk hann frá Lengjunni fyrir að skora þrennu. Lokun banka veld- ur reiði EYRBEKKINGAR era reiðir vegna lokunar útibús Landsbank- ans á staðnum. Frá 25. október næstkomandi verður Eyrbekking- um vísað til Selfoss í bankaviðskipti. „Þetta kemur ansi illa við marga. Á Eyrarbakka býr mikið af eldra fólki, sem hefur hvorki farartæki né aðstöðu til að komast á Selfoss," sagði Ami Hjálmarsson á Eyrar- bakka í samtali við Morgunblaðið. Árni sagði m.a. óánægju með að Landsbankinn hefur tvö útibú á Sel- fossi, við sömu götu, með 400 metra millibili. „Manni finnst öfugsnúið að vera að loka hér niðurfrá þar sem verður engin þjónusta ef þeir fara. Svo er annað. Nú þarf fólk hvort sem er að fara á Selfoss til að kom- ast í banka og þá minnka viðskipti á Eyrarbakka. Fólk verslar á Selfossi þegar það er komið þangað enda er staðreynd að það er talsvert ódýr- ara þar en á Eyrarbakka. Ef ég væri að velja mér byggðar- lag til að búa í mundi ég setja það fyrir mig ef það væri enginn banki þar og ég þyrfti að keyra 12 km leið til að komast í banka. Okkur er ekki vísað á Stokkseyri, sem væri kannski eðlilegra, heldur á Selfoss," sagði Árni. Hann sagði að í bréfi bankans til viðskiptavina á Eyrar- bakka væri bent á að allir reikning- ar úr Eyrarbakkaútibúinu flyttust í annað útibúið á Selfossi. í bréfinu segir einnig að á undan- fömum árum hafi verið unnið mark- visst að hagræðingu í rekstri bank- ans og endurskipulagningu á úti- búaneti hans. Einnig hafi bankinn kynnt margvíslegar nýjungar til að spai'a viðskiptavinum sporin og auð- velda aðgengi og samskipti við bankann. Tveir starfsmanna útibús- ins á Eyrarbakka fara til starfa á Selfossi en sá þriðji fer til Stokks- eyrar. ----------- Hátt grænmetisverð Tollum um að kenna TOLLAR á innfluttu grænmeti eru aðalástæða mikils verðmunar á ís- lensku og innfluttu grænmeti að mati forsvarsmanna nokkurra mat- vælaverslana, sem Morgunblaðið ræddi við í gær. „Ef við gætum boðið verð, sem væri sambærilegt við Norðuriönd- in t.d., er alveg borðleggjandi að neysla á grænmeti og ávöxtum myndi aukast,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, markaðsstjóri Nóatúns. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að grænmetisbændur nái ekki hag- ræðingu í rekstri fyrr en þeir spreyti sig í samkeppni á alvöru- markaði. I dag sé markaðurinn mjög óþroskaður. Sérblöð í dag AFOSTUDOGUM líf Stjörnuleikur fíls í stór- borginni Þroskaheftir og framhalds skólarnir „Getum lagt Frakka að velli í París“ / C2 Ríkharður Daðason á förum frá Viking? / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.