Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Leikskólabörn send heim EKKI hefur tekist að halda uppi fullri þjónustu á öllum leikskólum í sveitarfélaginu Árborg, en 11 leik- skólakennarar hættu þar störfum um síðustu mánaðamót. Að auki hafa fjórir leikskólastjórar sagt upp störf- um og þrír leikskólakennarar til við- bótar og taka flestar uppsagnirnar gildi um áramót. Að sögn Heiðdísar Gunnarsdóttur, leikskólafulltrúa í Arborg, hefur ver- ið reynt allt sem hægt er til að kom- ast hjá því að senda börn heim af leikskólunum vegna uppsagnanna. Það hefði hins vegar ekki tekist í öll- um tilvikum. Auk þess gæfi auga leið að ekki væri hægt að halda uppi eðli- legri leikskólastarfsemi þegar svo stór hluti starfsfólksins hætti störf- um. Hún sagði að farið hefði verið fram á að starfsfólk í hálfu starfl færi í fullt starf og með slíkum að- gerðum hefði verið hægt að leysa nokkurn vanda. Álagið á það starfs- fólk sem væri eftir í leikskóiunum væri mikið og það ætti sinn þátt í að fleiri leikskólakennarar og leikskóla- stjórar hefðu sagt upp störfum. Hæstiréttur liafnar frávísunarkröfu Árborg vísaði máli leikskóla- kennaranna til Félagsdóms, en Fé- lag íslenskra leikskólakennara krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómi. Því hafnaði Félagsdómur og í vikunni staðfesti Hæstaréttur þann úrskurð. Málið er núna til efn- islegrar umfjöllunar hjá Félags- dómi. Síðasta haftið sprengt SÍÐASTA haftið milli Sultar- tangalóns og ganganna sem vatn- ið verður leitt um að virkjuninni var sprengt í fyrrinótt. Spreng- ingin gekk að óskum en alls voru sprengdir um 2.000 rúmmetrar af jarðvegi. Vinna er hafin við að fjarlægja jarðveginn og við verkið er notuð stærsta vélskófla lands- ins sem tekur fimm rúmmetra í skófluna. Með Sultartangavirkjun er virkjað fall Þjórsár milli Sultar- tangalóns og Búrfellsvirkjunar. Frá inntaksmannvirkjum við lón- ið er vatnið leitt um 12 metra há og 3,4 km löng göng niður að virkjun en þar knýr það tvær 60 megavatta túrbfnur. Ráðgert er að hleypa vatni á fyrri rafhverfil Sultartangavirkjunar 18. októ- ber nk. en áætlað er að raforku- framleiðsla hefjist í henni 15. nóvember. Fá ekki að vera við skýrslu- tökur annarra sakborninga HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð héraðsdómara þess efnis að verjanda eins sakbornings í stóra fikniefnamálinu væri ekki heimilt að vera viðstaddur skýrslu- tökur lögreglu fyrir dómi af öðrum skjólstæðingum. Hæstiréttur fékk málið tii með- ferðai’ á þriðjudaginn þegar verj- andinn kærði úrskurð héraðsdóm- ara þess efnis að sér og öðrum verjendum skyldi vísað út úr dómssal, sem kröfðust þess að vera viðstaddir þegar lögregla hugðist taka dómsskýi-slu af fjór- um gæsluvarðhaldsföngum, einum í senn að viðstöddum verjanda hvers þeirra. Hætt var við fyrirhugaðar skýrslutökur á þriðjudaginn vegna þeirrar biðstöðu sem myndaðist þegar brottvísunarúrskurður hér- aðsdómara var kærður til Hæsta- réttar og getur lögregian því haldið áfram með skýrslutökur af sak- borningum fyrir dómi. í dómi Hæstaréttar kemui- fram að rannsókn í málinu sé skammt á veg komin og ósamræmis gæti í framburði sakborninga. Taldi Hæstiréttur því að ekki væri hættulaust vegna rannsóknar málsins að verjendur annarra sak- borninga en þess, sem taka á skýrsiu af, væru viðstaddir skýrslutökuna. Fjöldi tilvitnana í íslenska lækna og raunvísindamenn í alþjóðlegum vísindatímaritum Mælikvarði á íslensk vísindaverk Gagnagrunnurinn Science Citation Index sýnir að oftast er vitnað í verk Sigurðar Helgasonar stærðfræðings í skrifum ann- arra vísindamanna í þekktum alþjóðlegum tímaritum. Gunnar Hersveinn rýndi í nið- urstöður Birgis Guðjónssonar læknis um tíðni tilvitnana í íslenska lækna og raunvís- indamenn. Gagnagrunnurinn er viður- kenndur mælikvarði á vægi vísindavinnu. Tilvitnanir í verk íslenskra raunvísindamanna Kannaðar voru tilvitnanir í verk um 600 einstaklinga, og fundust tilvitnanir í verk 490 Höfundur vísindaverks Tilvitnanatíðni Sigurður Helgason t Áskell Löve Ingvar Bjarnason Snorri S. Þorgeirsson Haraldur Sigurðsson t Björn Sigurðsson Karl Tryggvason Kristján R. Jessen Kári Stefánsson Unnur P. Þorgeirsson Sigfús J. Johnsen Emil Hauksson Stefán Karlsson Birgir Guðjónsson Úlfur Árnason Ágúst Guðmundsson Bjarni A. Agnarsson Bogi Andersen Þórarinn Gíslason Agnar Höskuldsson Stærðfr. Grasafr. Læknir Læknir Jarðvís. Læknir Læknir Líffræð. Læknir Læknir Jarðvís. Jarðvís. Læknir Læknir Erfðafr. Jarðvís. Læknir Læknir Læknir Stærðfr. IEZ3 3.773 2.988 1.765 1.477 1.470 1.452 1.313 1.312 1.180 678 652 543 522 514 503 489 452 353 347 296 VÍSINDAVINNA er einn af meg- inþáttunum í verðleikamati fræði- manna, t.d. lækna og raunvísinda- manna. Gildi vísindavinnu er hægt að meta eftir á og telja margir notkun vísindaverka í vinnu og rit- störfum annarra vísindamanna, sem fram kemur í tilvitnunum, veigamikinn mælikvarða á gildi verksins. í gagnagrunninn Science Cita- tion Index (SCI) er skráð hversu oft vitnað er í vísindagreinar ein- staklinga, þ.e. hversu oft er vitnað til þeirra í skrifum annarra vís- indamanna í þekktum alþjóðlegum tímaritum. Gagnagrunnurinn hef- ur t.d. verið notaður til mats á hæfni umsækjenda í stöður í deild- um Háskóla Islands. Birgir Guð- jónsson læknir hefur kannað í SCI tilvitnanir í verk u.þ.b. 600 íslend- inga á árunum 1945-1998 og fund- ið tilvitnanir í verk 490 lækna og annarra vísindamanna. Hann birt- ir niðurstöður sínar í Náttúru- fræðingnum, tímariti Hins ís- lenska náttúrufræðifélags, sem kemur út í dag. Grein hans heitir Mat á vísindavinnu. Flestar tilvitnanir eru í verk Sigurðar Helgasonar, stærðfræð- ings og prófessors, tæplega 3.800 tilvitnanir. Næstur Islendinga er Áskell Löve, grasafræðingur og prófessor, með tæplega 3.000 til- vitnanir. Áhrifamikill vísindaferill Björns Sigurðssonar læknis, oft kenndur við Keldur, birtist í niðurstöðum Birgis, því að hann er enn þriðji hæstur í starfsgrein sinni með 1.452 tilvitnanir en Björn lést fyrir um 40 árum. Gagnagrunnurinn Science Cita- tion Index nær aftur til ársins 1945. Hann var fyrst gefinn út á bókum en nú má nálgast hann á Netinu, t.d. í gagnasafninu DIALOG með íslenskum upplýs- ingum frá 1978. í SCI er skráð nafn tímarits, útgáfuár, bindi og upphafsblaðsíða en ekki titill við- komandi greinar. Aðeins er getið fyrsta höfundar án tillits til fjölda meðhöfunda. Oftast vitnað í Ingvar Bjarnason af læknum Birgir birtir í grein sinni töflur sem sýna fjölda tilvitnana í lækna annarsvegar og raunvísindamenn hinsvegar og töflu yfir tíðnina síð- ustu tíu ár. Hann leitaði tilvitnana í verk u.þ.b. 350 lækna í SCI og fundust tilvitnanir í greinar 287 þeirra. Efstur er Ingvar Bjarnason sem starfar í London og hefur verið vitnað 1.765 sinnum í verk hans. Vitnað var í greinar hans alls 235 sinnum árið 1989, tíðast allra ís- lenskra vísindamanna á einstöku ári, næstir eru Snorri S. Þorgeirs- son með 1.477, Björn Sigurðsson 1.452 og Karl Tryggvason með 1.313. Þriggja lækna er sérstaklega getið í grein Birgis. Björns Sig- urðssonar, eins og getið var, Lárusar Einarssonar, sem lést fyrir 30 árum, og er enn fimmti hæstur lækna með 1.202 tilvitn- anir (skráning í SCI byrjaði mörgum árum eftir að starfsferill hans hófst), og Níels Dungal, sem er enn ellefti hæstur lækna, löngu eftir lát sitt, með 552 til- vitnanir. Birgir kannaði fjölda tilvitnana í verk u.þ.b. 80 jarðvísindamanna og fundust þær hjá 75 og var mest vitnað í Harald Sigurðsson eða 1.470 sinnum og er hann fjórði á SCI listanum yfir raunvísinda- menn. Sigurður Helgason og Áskell Löve efstir og næstir eru prófessorarnir Jóhann Axelsson með 1.925, Sigmundur Guðbjarna- son með 1514 tilvitnanir. Birgir lagði sérstaka áherslu á að kanna tíðni tilvitnana í verk eldri vísindamanna og nefnir að f einkar athyglisvert sé að finna megi 186 tilvitnanir í verk Bjarna Sæmundssonar (1867-1940) nátt- úrufræðings og 88 í verk Þorvald- ar Thoroddsen (1855-1921) jarð- og landfræðings og að enn sé vitn- að til þeirra. Af öðrum látnum vís- indamönnum nefnir hann Jón Ey- þórsson með 83 tilvitnanir, Stein- dór Steindórsson með 35, Helga | Pjeturs 26, Finn Guðmundsson 73 p og Árna Friðriksson 85. Til fróðleiks nefnir Birgir að enn er vitnað í verk Alberts Einstein 400-600 sinnum á ári í virtum vís- indaritum, tæplega 50 árum eftir lát hans. Konur á listum SCI í grein Birgis eru Unnur P. Þorgeirsson með 678 tilvitnanir, Margrét Guðnadóttir með 440, Hrefna Kristmannsdóttir með 271 og Ástríður Pálsdóttir 245. Hann nefnir einnig sérstaklega tvær konur fyrir utan 30 hæstu og eru það Laufey Steingrímsdóttir með 186 og Hrefna Sigurjónsdóttir með 178 tilvitnanir. Mark um jákvætt mat „Science Citation Index er að sjálfsögðu ekki einhlítur mæli- kvarði á gildi vísindaverka, en j könnunin sýnir góða samsvörun J við almenna þekkingu á störfum þekktustu vísindamannanna,“ rit- ar Birgir í grein sinni, „tilvitnun sýnir að tímaritsgreinin hefur ver- ið lesin af vísindamönnum á sama sviði og er því talin hafa vægi.“ Birgir telur að álykta megi að tilvitnanir vísindamanna í verk annarra séu jafnan til marks um jákvætt mat á gildi vísindaverks- ins og tákni viðurkenningu, og því sé SCI mikilvægur mælikvarði á vægi og langtímagildi vísinda- vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.