Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hagfræðingar sammála um að verðbólgan sé komin af stað Það verður ekki sagt að það vekji gleði í brjósti að sjá þessa fjölskyldu sameinast á ný. Fréttir á Netinu Ráðstefna um fjallamennsku Myndasýning fyrir almenning Ikvöld hefst ráð- stefna um fjalla- mennsku á vegum Björgunarskólans. A ráðstefnunni verður breskur fjallaleiðsögu- maður aðalfyrirlesari, Alun Richardson. Ráð- stefnan stendur frá klukkan 20 í kvöld og fram á sunnudag. Að sögn Sigurðar Ólafs Sig- urðssonar, starfsmanns Björgunarskólans, er ráðstefnan hugsuð fyrir björgunarsveitarmenn, svo og fjallamenn al- mennt. En hápukntur ráðstefnunnar verður myndasýning Aluns Ric- hardsonar sem ber nafn- ið Natural high og er sú sýning öllum opin og er að- gangseyi-ir 500 krónur. En hvað annað skyldi vera fjallað um á þessari ráðstefnu? „Þar verður fjallað um fjalla- mennsku og fjallabjörgun í víðu samhengi. Sem dæmi má nefna; Sjálfsbjörgun fyrir klifrara, fjar- skipta- og leiðsögubúnaður fyi-ir fjallamennsku, markviss þjálfun í klettaklifri, heimskautaferðir og háfjallaferðir." - Hvííó eru margir fyrirlesar- ar auk Alun Richardssonar? „Þeir eru fjórir auk hans, þeir Einar Torfi Finnsson, Jökull Bergmann, Þórey Gylfadóttir og Dagný Indriðadóttir." - Er Alun Richardson þekkt- ur fjallamaður? „Já, hann er þekktur fjallamað- ur í Bretlandi. Hann er fjalla- leiðsögumaður og á fyrirtæki sem heitir Basecamp og skipu- leggur það leiðangra og klifur- námskeið út um allan heim. Al- un var m.a. fyrsti Bretinn sem kleif fjall sem heitir Kors- henyevskya og er í Panir-fjöll- um í Rússlandi. íslendingar hafa klifið fjöll á þessu svæði.“ - Er mikill áhugi fyrir fjalla- ferðum á íslandi? „Já, það er sívaxandi áhugi á fjallamennsku hér á landiog það hefur líka færst í vöxt að íslend- ingar leiti út íyrir landsteinana til þess að klífa fjöll. Það er mjög margt á þessari ráðstefnu sem nýtist þeim sem vilja klífa fjöll erlendis. Til að mynda varð- andi skipulagningu slíkra ferða og útbúnað." - Eru þessar ferðir ekki hættulegar? „Það fylgir fjallaklifri alltaf ein- hver hætta eins og kannski flestum íþróttum, en með réttu hugarfari og góðri þekkingu má lágmarka áhættuna, ef svo má segja. Rétt hugarfar er að taka ekki óþarfa áhættu og þekkja sín takmörk. Góð þekking er eitthvað sem fjalla- ______________ menn ávinna sér á Dugar skammt löngum tima og liður að treysta Sigurður Ólafur Sigurðsson ►Sigurður Ólafur Sigurðsson fæddist í Reykjavík árið 1974. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1994. Hann hefur starf- að við sölumennsku en er nú starfsmaður Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Lands- björg. Sambýliskona Sigurð- ar er Erla Björk Jónsdóttir sem starfar sem aðstoðar- maður iðjuþjálfa. i að auka þekkingu er þessi ráðstefna m.a.“ bara á tækin -Hverju þarf fólk helst að gæta að sem gengur á fjöll hér á landi t.d. að vetrarlagi? „I fjallaferðum að vetri til á Is- landi er það fyrst og fremst veðrið sem getur komið á óvart. Auðvitað gilda að mestu sömu reglur í fjallaferðum út um allan heim, en veðráttan hér hefur komið mörgum útlendingnum í opna skjöldu. Þeir eru ekki van- ir slíkum sviptingum í veðurfari. íslendingar eru hins vegar frá blautu barnsbeini vanir þessum sviptingum en eigi að síður get- ur veðrið sett óvænt strik í reikninginn - líka hjá þeim.“ - Hvert er hlutverk Björgun- arskólans? „Björgunarskólinn er fyrst og fremst starfræktur fyrir liðs- menn björgunarsveita úti um allt land. Skólinn er farskóli og heldur námskeið um margt, svo sem skyndihjálp, fjallamennsku, snjóflóð, meðferð björgunar- báta, rötun og köfun, svo eitt- hvað sé nefnt. Hins vegar held- ur Björgunarskólinn líka nám- skeið fyrir almenning t.d. í skyndihjálp, meðferð áttavita og korts og meðferð GPS-leiðsögu- tækja.“ -Eru ekki komin mjög fjöl- breytt tæki til þess að nota í fjallaferðum? „Til eru alls konar tæki sem eru fyrst og fremst hjálpartæki, t.d. staðsetningartæki og öflug fjar- skiptatæki svo sem gervihnatta- símar. En þetta eru eins og fyrr sagði fyrst og fremst hjálpar- tæki og þau koma aldrei í stað- inn fyrir haldgóða þekkingu og reynslu. Það dugar skammt að treysta bara á tækin, þótt þau séu góð hjálp. Þess má geta að það hefur verið vinsælt upp á síðkastið að starfsmannahópar taki sig saman og fái námskeið hjá okkur í skyndihjálp og ferða- mennsku." -Hver rekur Björgunarskól- _________ ann? „Slysavamafélagið Landsbjörg rekur skólann og hefur _________ gert það frá því að “““ Landssamband hjálparsveita skáta var og hét. Landsbjörg var stofnuð 1991 upp úr Landssambandi hjálpar- sveita skáta og Landssambandi flugbjörgunarsveita. Slysa- varnafélagið Landsbjörg var stofnað fyrir skömmu upp úr Slysavarnafélagi Islands og Landsbjörg, landssambandi björgunarsveita. Þetta er því fyrsta ráðstefnan sem haldin er að tilhlutan þessa nýja félags - Slysavarnafélagsins Lands- björg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.