Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 11 FRÉTTIR Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins setur sjúkrahúsin hér á landi í vanda Ráða þyrfti 200- 300 lækna til að uppfylla skilyrðin Ljóst þykir að vinnutímatilskipun ESB verði ekki fylgt út í æsar hérlendis fyrst um sinn. Guðjón Guðmundsson skoðaði hvaða áhrif tilskipunin gæti haft innan heilbrigðisþjónustunnar og fyrirtækja. LÆKNAFÉLAG íslands gengst fyrir málþingi á morgun um vinnutímatil- skipun Evrópusambandsins og störf lækna í ljósi tilskipunarinn- ar. Svo virðist sem vinnutímatilskip- unin snerti mest heilbrigðisstarfs- menn. Arnór Víkingsson, læknir og fulltrúi í vinnutímatilskipunamefnd, segir að metið sé að fjölga þyrfti læknum um 20-30% ef farið yrði að fullu eftir tilskipuninni, eða um 200-300 lækna. Forsvarsmenn nokk- urra stórra fyrirtækja segja áhrif til- skipunarinnar óveruleg. Arnór Víkingsson segir að stefnt sé að því að taka tilskipun ESB upp hér á landi. Launþegasamtökin hafi þegar skrifað undir samkomulag þess efnis við samningsaðila sína en það hafi læknar ekki gert enn. Mark- miðið með málþingi lækna sé ekki síst það að læknarnir sjálfir eigi auð- veldara með að átta sig á því hve langt er hægt að ganga til að fylgja vinnutímatilskipuninni. Norðurlöndin séu komin betur áleiðis en aðrar þjóðir, Bretar, Hollendingar og fleiri, eru langt frá því að uppfylla skilyrð- in. Arnór telur líklegt að stefnt verði að því tilskipuninni verði fylgt eftir út í ystu æsar innan fimmtán ára en það gerist alls ekki strax. Hann segir að læknar vinni mikið og ef fram- fylgja ætti tilskipuninni að öllu leyti þyrfti að fjölga læknum um a.m.k. 20-30%, eða um 200-300 lækna. Hann segir að efasemdir séu uppi um að það sé framkvæmanlegt eða eftir- sóknarvert að framfylgja vinnutíma- tilskipuninni út í æsar. Sjónarmið eru uppi um að það yrði ekki heppilegt fyrir lækna, hvorki faglega eða launalega, né almenning í landinu sem nýtir sér heilbrigðisþjónustuna. „I fyrsta lagi er það óframkvæm- anlegt og í öðru lagi er það ekki heppileg niðurstaða. Pjónustan myndi hugsanlega versna og fæmi lækna jafnvel minnka. Það þarf ákveðið vinnumagn til að viðhalda færni í ýmsum störfum lækna, og það á sérstaklega við um skurðlækna," segir Arnór. Nefndin langt komin í störfum Amór segir undanþágm- í vinnu- tímatilskipuninni fyrir ýmsar stéttir, þar á meðal lækna. Steftit sé að því að finna lausn sem er hagstæðust öllum. „Læknar vinna of mikið og æskilegt væri að draga úr óhóflegri vinnu en það þarf samt að fara gætilega í það svo ekki dragi úr þjónustunni og fag- legri færni lækna.“ Hann segir að hættan sé sú að sé dregið úr yfirvinnu og það fáist ekki nýir læknar til starfa leiði það til þess að færri verði á vakt og þjónustan minnki. Arnór á sæti í svonefndri vinnu- tímatilskipunamefnd, sem skipuð er fulltrúum lækna og ínkisvaldsins. Hann segir nefndina langt komna með að skapa ramma utan um þetta mál. Síðan eigi eftir að skoða hverja deild sjúkrahúsanna fyrir sig til að meta mönnunina og hvemig unnt sé að nálgast markmið vinnutímatilskip- unarinnar. Vinnutímatilskipun Evrópusam- bandsins á að tryggja hverjum starfs- manni að lágmarki 11 stunda sam- fellda hvíld á hverjum degi. Vinnu- veitanda er óheimilt að skipuleggja meira en 13 stundir af hverjum 24 til vinnu. Þá em sérstakar heimildir til að skipuleggja allt að 16 stundir til vinnu og skal þá samfelld hvíld aldrei vera minni en 8 stundir samfellt ef um brýnar þarfir heilbrigðis- eða ör- yggisþjónustu er að ræða. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að þegar samið var um aðlögun vinnutímatil- skipunarinnar að íslenskum vinnu- markaði hefðu allir samningsaðilar undirritað yfirlýsingu þess efnis að unnið yrði að því að breyta vinnufyr- irkomulagi þannig að það samræmd- ist betur vinnutímatilskipuninni. Jafnframt hefði verið ákveðið að skoða sérstaklega það sem út af stæði og menn teldu ekki forsvaranlegt að breyta í vinnufyrirkomulagi, ýmist af öryggisástæðum eða öðra. I vinnu- tímatilskipuninni væra víðtæk frá- viksákvæði. Formlega hefðu íslensk stjórnvöld val um það hvort Island tæki upp tilskipanir ESB þegar um félagsleg máleftii væri að ræða. En Islendingar þurfa að hafa samráð við Norðmenn um málið því gert er ráð fyrir því að EFTA-þjóðimar séu sam- stiga í því hvað sé mælt með að tekið sé upp af gerðum Evrópusambands- ins. Ami Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að ráðu- neytið hafi ekld tekið saman áætlanir um kostnaðarauka vegna tilskipunar- innar hjá ríkisstofnunum og fyrir- tækjum. „Ég held að það sé ekki allt orðið skýrt varðandi þann kostnað sem af þessari tilskipun kann að hljótast. Menn hafa hins vegar talið að af þessu verði nokkur kostnaður. Menn búast við því að kostnaðarauk- inn verði fyrst og fremst í heilbrigðis- kerfinu. Útfærsla málsins og hvernig bragðist verður við tilskipuninni ræð- ur miklu,“ segir Ami. Óveruleg áhrif fyrir Landssím- ann og Landsvirkjun Ólafur Stephensen, forstöðumaður upplýsinga- og kynningai-mála hjá Landssíma Islands, segir að vega verði á móti hugsanlegum kostnaði vegna vinnutímatilskipunar ESB þann kostnað sem Landssíminn gæti haft af ýmsum kvillum og atvinnu- sjúkdómum sem fylgja of löngum vinnutíma og of lítilli hvíld. Einnig þyrfti að huga að langtíma áhrifum eins og kulnun í starfi. „Það þyrfti að vega þetta á móti áður en kveðið er upp úr um hver kostnaður af tilskip- uninni er. Nauðsynlegt er að stór fyr- irtæki skipuleggi vinnutíma starfs- manna sinna skynsamlega,“ segir Ólaíúr. Hann segir að Landssíminn verði ekki fyrir veralegum kostnaði vegna tilskipunarinnar. Kostnaðurinn verði til á þann hátt að samkvæmt tilskip- uninni eignist starfsmenn, sem vinna umfram það hámark sem kveðið er á um í henni, frítökurétt sem þurfi að greiða. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir að inn- an við fjórðungur starfsmanna fyrir- tækisins, hafi viðveraskyldu eftir venjulegan vinnutíma og vinnutíma- tilskipunin valdi kostnaðarhækkun hjá fyrirtækinu verði útköll á bak- vaktir. Kostnaðurinn sé því ekki veralegur og er áætlaður um 15 millj- ónir króna á ári. Virkjanafram- kvæmdir á vegum Landsvirkjunar breyta í engu þessum áætlunum því þar er um tilboð verktaka að ræða og segir Þorsteinn að tilboðin hafi verið hagstæð og jafnan undir kostnaðar- áætlunum. HELDUR \ vev*'1' Herrar: Stakarbuxur 990.- Stakirjakkar 1.990.- Skyrtur 1.990.- Leðubelti 500.- Dömur: Kjólar 990 - 1.990-, Pils 1.000,- Skór 1.000.- Gallabuxur 1.490.- Sund og fimleika- bolir 500,- HEIMSMENN Laugavegi 41 Opið: Föstudag 10-20 Laugardag: 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.