Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um 300 þátttakendur verða á ráðstefnunni Konur og~ lýðræði við árþúsundamót sem hefst í dag Ráðstefnan sett í dag DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra ^setur ráðstefnuna um konur og lýðræði við árþús- undamót í Borgarkringlunni kl, 13 í dag og verður sýnt frá opnuninni í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Sex lykilræðumenn flytja ávörp að lokinni foi-mlegri setningu en þeir eru: Vaira Vi- ke-Freiberga forseti Lett- lands, Valentina Ivanovna Matvienko aðstoðarforsætis- ráðherra Rússlands, Strobe Talbott varautanríkisráðheira Bandaríkjanna, Siv Friðleifs- dóttir umhverfísráðherra og að lokum Eva Biaudet félags- málaráðherra Finnlands en hún flytur ávarp fyrir hönd Evrópusambandsins (ESB) þar sem Finnar gegna nú for- mennsku. Forseti Lettlands mun fyrr um daginn funda með forseta Islands á Bessastöðum. Að sögn Bjarna Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, hefur á annan tug sjónvarpsstöðva víða í Ew- ópu gert ráð fyrir því að sýna frá útsendingu Sjónvarpsins á ráðstefnunni en auk þess hafa amerískar sjónvarpsstöðvar óskað eftir því að fá sjónvarps- efni um ferð Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, um landið. Karlmaður fulltrúi VR GYLFI Dalmann Aðalsteins- son er fulltrúi Verslunar- mannafélags Reykjavíkur á ráðstefnu um konur og lýðræði við árþúsundamót. „Það var óskað eftir því að fulltrúi VR myndi skýra frá því sem VR hefur verið að gera á undanförnum mánuðum og ár- um í jafnréttismálum og þau mál hefur Gylfi Dalmann séð um,“ sagði Magnús L. Sveins- son, formaður VR. „Ég vil vekja athygli á að þessi ráð- stefna stendur í tvo daga af eins og hálfs árs framkvæmda- ferli. Við ætlum okkur að verða framkvæmdaaðili að þeim verkefnum sem verða sett í gang í framhaldi ráðstefnunn- ar. Það er aðalatriðið að mínu mati og inn í það verkefni mun koma fólk frá okkur af báðum kynjum. Ég held að það sé hollt að vekja athygli á að skyldurnar eru ekki minni hjá körlum en konum.“ Fyrsta verk forsetafrúarinnar verður að heimsækja varnarliðið Þátttakendur streymdu til landsins í gær Samstarfsnefndin tók endanlega ákvörðun um þátttakendur ERLENDIR þátttakendur á ráð- stefnunni um Konur og lýðræði við árþúsundamót sem hefst kl. 13 í Borgarleikhúsinu í dag streymdu til landsins í gærdag og í gærkvöldi. Samtals taka þátt í ráðstefnunni sem haldin verður um helgina um 300 konur og karlar frá Eystra- saltslöndunum, Rússlandi, Banda- ríkjunum og hinum Norðurlöndun- um en auk þess þykir líklegt að um sjötíu erlendir blaða- og fréttamenn fylgist með henni hér á landi. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, formaður undirbúnings- og fram- kvæmdanefndar ráðstefnunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að unnið hefði verið að undir- búningi ráðstefnunnar dag og nótt síðustu vikuna en auk fastra starfs- manna munu um 40 sjálfboðaliðar koma að undirbúningi og vinnu við ráðstefnuna sjálfa. I gærkvöldi var m.a. unnið að því að taka á móti þátttakendunum sem komu erlendis frá en þeir gista á hótelum víða í Reykjavík. Þá var unnið að því að koma upp þjónustumiðstöð fyrir fjölmiðla í Verslunarskóla Islands og leggja lokahönd á sviðið í Borg- arleikhúsinu í Reykjavík svo dæmi séu tekin. Af um þrjú hundruð þátttakend- um ráðstefnunnar eru íslenskir þátttakendur um fimmtíu séu taldir með 20 fulltrúar svokallaðra fram- kvæmdaaðila, þ.e. fyrirtækja og stofnana sem taka munu þátt í verk- efnum í kjölfar ráðstefnunnar. Með- al íslensku framkvæmdaaðOana eru Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA), íslandsbanki, Landsbanki Islands, Eimskip, Flugleiðir, Morg- unblaðið, Sjóvá-AImennar, Alþingi og Norræni fjárfestingarbankinn. Enn liggur ekki ljóst fyrh- á hvern hátt mörg þessara fyrirtækja og stofnana munu koma að fram- kvæmd verkefnisins en að sögn Sig- ríðar Dúnu munu þau ýmist leggja fram ákveðna fjárupphæð til styrkt- ar ákveðnu málefni eða aðstöðu, starfsþjálfun eða aðra vinnu. Til að mynda hefur verið ákveðið að Al- þingi taki fólk frá Eystrasaltslönd- unum í starfsþjálfun en önnur fyrir- tæki munu fjármagna ferð þeirra hingað og uppihald á meðan á dvöl- inni stendur. Þá má geta þess að Norræni fjárfestingarbankinn hefur ákveðið að leggja fram fjárupphæð sem nemur um 72 milljónum ís- lenskra króna í lánasjóð fyrir konur í Eystrasaltslöndunum sem stofna vilja eigið fyrirtæki. Um 400 svör við 700 bréfum Aðspurð segir Sigríður Dúna að skipta megi ráðstefnugestum í tvo hópa, annars vegar sé um að ræða þátttakendur sem komið hafi að störfum sem tengjast málefni ráð- stefnunnar en hins vegar sé um að ræða fulltrúa framkvæmdaaðila, þ.e. þeirra fyrirtækja, stofnana eða frjálsra félagasamtaka sem fram- ingafulltrúi hvorki geta sagt hve margir öryggisverðir fylgdu for- setafrúnni né hve margir væru í fylgdarliði hennar. Dagskrá forsetafrúarinnar var ekki gefin út fyrr en síðdegis í gær og sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins að skipuleggjend- um hefði niarkvisst verið haldið í óvissu af starfsmönnum forseta- embættisins og reynt að gefa sem minnstar upplýsingar. Var þetta tengt öryggisráðstöfunum. Clinton er nú í Evrópuferð, sem hófst á þriðjudag í Póllandi. Á miðvikudag var hún í Slóvakíu og í gær á Ítalíu. Meðal þess, sem hún hefur Iagt áherslu á í för sinni, er að við upphaf nýs árþús- unds skuli leggja áherslu á að auka hlut og ítök kvenna í efna- hagslífinu, auk þess sem hún hef- ur bent á mikilvægi þess að starfa með óháðum stofnunum að því að ýta undir þátttöku almennings í þjóðlífinu, auka mannréttindi og Ijárframlög til félagslegra þátta. Þá hefur hún einnig ítrekað að miklu skipti að menningararfur þjóðanna verði varðveittur fyrir komandi kynslóðir. f Póllandi sat forsetafrúin ráð- stefnu um þann vanda, sem blasir við ríkjum gömlu Sovétríkjanna við að taka upp lýðræði og frjálst markaðskerfi. í Slóvakíu ræddi hún við Rudolf Schuster forseta og Mikulas Dzurinda forsætisráð- herra og fagnaði því að þar í landi hefðu verið stigin stór skref í lýðræðisátt frá því að hún kom þar í júní 1996 þegar umbótasinn- ar börðust við að koma Vladimir Meciar, þáverandi forsætisráð- herra, frá völdum. Á Ítalíu ávarp- aði Clinton ráðstefnu, sem haldin var í Flórens á vegum UNESCO, ítölsku stjórnarinnar og Alþjóða- bankans, um sjálfbæra þróun. Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið var hörðum höndum að því í gærkvöldi að gera klárt fyrir ráð- stefnuna um konur og lýðræði við árþúsundamót, sem sett verður í Borgarleikhúsinu í dag. Hér sést einbeittur starfsmaður fægja borð- plötu úr gleri. kvæma munu einstök verkefni í kjölfar ráðstefnunnar eins og áður var vikið að. „Þátttakendur voru þannig valdir að við sendum út yfir sjö hundruð bréf í apríl sl. til allra einstaklinga, stofnana og félaga- samtaka í þátttökulöndunum tíu sem koma að málum tengdum við- fangsefni ráðstefnunnar. I þessum bréfum báðum við fólk t.d. um að segja frá ástandinu í sínu heima- landi, hver vandamálin væru [í mál- efnum kvenna], hverjir styrkleik- arnir væru, hvemig leysa mætti vandamálin og með hverjum. Við þessum bréfum bárust okkur um fjögur hundruð svör en farið var fram á að þau bærust fyrir miðjan maí sl. Ut frá þessum svörum voru síðan þátttakendur valdir," segir Sigríður Dúna og útskýrir að m.a. hafi verið litið til þess hvaða lausnir svarendur hefðu fram að færa. „Síð- an var það samstarfsnefnd þátt- tökulandanna sem endanlega tók ákvörðun um það í Kaupmannahöfn í júlíbyrjun hverjir af þeim sem sendu inn svör yrðu valdir.“ Sigríður Dúna segir ennfremur að til að finna hugsanlega fram- kvæmdaaðila hafi verið haft sam- band við tugi fyrirtækja og félaga í þátttökulöndunum tíu. „Við töluðum við marga tugi fyrirtækja og félaga í þátttökulöndunum og yfir sjötíu lýstu sig tilbúna til að leggja fjár- magn eða framkvæmdaafl í verkefni ráðstefnunnar.“ Val framkvæmda- aðila réðst því af vilja þeirra sem vildu leggja ráðstefnunni lið. Gefur út yfirlýs- ingu á Þingvöllum AP Hillary Rodham Clinton forsetafrú veifar er hún stígur út úr bifreið við komuna til Corsini-hallarinnar í Flórens á Italíu þar sem hún hugð- ist skoða fornmiujar. í bakgrunni sést Vecchio-brúin, sem oft er kölluð „gamla brúin“. Heimsókn Clinton til Ítalíu lýkur f dag og síðdegis kemur hún til íslands. HILLARY Rodham Clinton, for- setafrú í Bandarfkjunum, kemur til Islands frá Italíu með flugvél frá Bandaríkjaher síðdegis í dag ásamt fylgdarliði og von var á Strobe Talbott aðstoðarutanríkis- ráðherra seint í gærkvöldi frá London. Tilgangur heimsóknar forsetafrúarinnar er að flytja ávarp á ráðstefnunni „Konur og lýðræði við árþúsundamót", sem sett verður í dag og lýkur á sunnudag, og mun hún einnig hitta Ólaf Ragnar Grímsson for- seta og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Fyrsta verk forsetafrúarinnar eftir að hún kemur til Islands verður að heimsækja varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Þar mun hún klippa á borða í nýuppgerðri æskulýðsmiðstöð og því næst ávarpa hermenn og fjölskyldur þeirra í íþróttasal á vellinum. Þaðan heldur Ilillary Clinton til Bessastaða þar sem Ólafur Ragn- ar tekur á móti henni. Um kvöldið verður snæddur málsverður í Perlunni í boði forsætisráðherra. Clinton heldur í fyrramálið til Vestmannaeyja þar sem hún mun kynna sér náttúrulífs- og fjar- skiptaverkefni á vegum rann- sóknaseturs Háskóla íslands í Vestmannaeyjum og hitta grunn- skólanemendur. Einnig er talið víst að hún muni fara út í kví há- hyrningsins Keikós, en samkvæmt heimildum Morgnnblaðsins verð- ur reynt að draga ekki of mikla athygli að þeirri heimsókn. Hún mun borða hádegisverð í boði bæjarstjórnarinnar í Vestmanna- eyjum og heldur aftur til Reykja- víkur upp úr hádegi. Þar verður farið um borð í víkingaskip í Reykjavíkurhöfn og einnig verður henni kynnt landafundaverkefnið. Síðdegis er förinni heitið til Þingvalla. Þar munu hún og Da- víð Oddsson lesa yfirlýsingu. Hermt er að bandarískir embætt- ismenn hafi lagt mikla áherslu á að yfírlýsingin yrði lesin á þeim forna þingstað vegna hinnar sterku lýðræðishefðar, sem hon- um tengist. Að því ioknu verður hestasýning og verða forseta- frúnni afhentir tveir hestar. Fari svo að Clinton komist ekki til Eyja vegna veðurs verður sennilega farið með hana í Nesja- vallavirkjun og gönguferð um Reykjavík. Á sunnudag ávarpar Clinton ráðstefnuna um konur og lýðræði í Borgarleikhúsinu. Einnig er gert ráð fyrir að hún fari í Árna- stofnun og skoði handrit. Mikill öryggisviðbúnaður verð- ur vegna komu Hillary Clinton hingað til lands, en engar upplýs- ingar fengust gefnar upp um þær hjá bandaríska sendiráðinu. Kvaðst Lane Cubstead upplýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.