Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 25 Fast lagt að bresku stjórninni að auka • ■■ 1 /K • Lestarfyrirtækjum gert að greiða reikninginn London. Reuters. STJÓRN Bretlands sagði í gær að járnbrautarfyrirtækjum landsins yrði gert að greiða kostnaðinn af því að auka öryggi breska lestarkerfisins eftir lestarslysið í London á þriðju- dag. Að minnsta kosti 70 manns fór- ust í slysinu og um 57 var enn saknað í gær. Er þetta mannskæðasta lestaslys í Bretlandi í tæpa hálfa öld. Slysið hefur valdið miklum óhug meðal Breta og margir hafa krafist þess að ráðstafanir verði gerðar þeg- ar í stað til að auka öryggi breska lestarkerfisins, sem var einkavætt fyrir þremur árum og er sagt úr sér gengið vegna of lítilla fjárfestinga. Dagblaðið Sun krafðist þess að John Prescott aðstoðarforsætisráð- herra, sem fer með samgöngumál, segði þjóðinni strax hvað hann hygð- ist gera til að bæta lestakerfið eða segði af sér. Prescott sagði i viðtali við BBC- útvarpið að lestarfyrirtækin yrðu sjálf að standa straum af kostnaðin- um af nýjum búnaði til að auka ör- yggi lestanna. Talið er að það kosti milljarð punda, andvh-ði 117 millj- arða króna, að setja upp öryggis- kerfið ATP, sem stöðvar lestirnar sjálfkrafa þegar þær koma að rauðu ljósi. Lagt var til að öryggiskerfinu yrði komið upp í bresku lestunum eftir að 35 manns fórust í lestarslysi í London árið 1988. Skipti um spor á rauðu ljósi Slysið á þriðjudag varð þegar tíu vagna hraðlest rakst á þriggja vagna Reuters Björgunarsveit býr sig undir að bera lík út úr annarri lestanna sem rákust saman nálægt Padd- ington-stöðinni í London á þriðjudag. lest nálægt Paddington-stöðinni í London. Breskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að erfitt hafi verið fyrir lestarstjóra að sjá mikilvæg umferð- armerki og -Ijós við brautarsporin þar sem slysið varð og yfirvöld hafa verið sökuð um að hafa hunsað til- lögur um úrbætur í öryggismálun- um. Yfirvöld járnbrautarmála sögðu að minni lestin hefði skipt um spor á rauðu ljósi nokkrum sekúndum áður en hún rakst á hraðlestina. Þau skýrðu ennfremur frá því að lesta- stjórar hefðu átta sinnum hunsað rauðu ljósin á þessum stað á síðustu sex árum. Vic Coleman, yfireftirlitsmaður lestarkerfisins, sagði þó að of snemmt væri að fullyrða að minni lestin hefði farið framhjá rauðu ljósi. „I mínum huga þurfum við að bíða eftir niðurstöðum frekari rannsókna á merkjabúnaðinum," sagði hann. Stjórn Verkamannaflokksins hef- ur fyrirskipað óháða rannsókn á ör- yggismálum lestarkerfisins undir stjórn skoska dómarans Douglas Cullens lávarðar, sem rannsakaði einnig mikinn eld í breskum olíubor- palli árið 1988. Kennsl borin á 33 lík Björgunarsveitir héldu áfram leit sinni í braki lestanna í gær. Lögregl- an sagði að kennsl hefðu verið borin á 33 lík og taldi hugsanlegt að fleiri myndu finnast. Stór krani hefur verið settur upp á slysstaðnum til að rétta við einn vagnanna, sem gereyðilagðist. Mikill eldur blossaði upp í honum nokkrum sekúndum eftir að lestirnar rákust saman og allt sem í honum var brann til ösku. Ekki er vitað hversu margir fórust í vagninum. Slysið á þriðjudag er mannskæð- asta lestarslys Bretlands frá árinu 1957 þegar 90 manns létu lífið í árekstri tveggja lesta í Lewisham í London. 16.okt: Laust—23.okt: Uppselt—30.okt: Örfá sæti laust Laddi og sjúkraliðarnir gera spaugsama úttekt á heilbrigðisástandi þjdðarinnar með áherslu á íslensku erfðasyndina. Er heilsuleysi Islendinga hin nýja auðlind? Gamanmál, bæði sungin og leikin, og hárbeitt grín í bland!! Saxi yfirlæknir, Doktor Klári, Heilbrigðisgeiri, Fröken Fingurbjörg og margir fleiri kanna heilsufar gesta og leita að mislagða gagnagrunninum. Meðal sjúkhnga á geðgöðudeildinni: ÞörhallurSigurðsson Helga Braga Jónsdóttír Steinn Ánnann Magnússon Haraldur Sigurðsson og fleirisjaldgæftilfeih turHowser við hljdðfærin og Sárabandið Búningar og andlitsgervi: Gréta Boða Sviðselning: Björn G. Björnsson Framreiddur verður spítaiamatur að hætú hússins: Matseðill Basilkryddaður lax með rœkjum og lárperumauki og Grísa- og lambasteikur framreiddar með sólþurrkuðum tómötum og myrkilssvepparjóma eða Grœnmetisréttur og Súkkulaðipíramídi með núgatfyllingu Hljömsveiún Saga Klass leikurfyrirdansi Söngvarar: Sigrún Eva Ármannsdöttir og Reynir Guðmundsson Þriggja rétta kvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur kr. 5.500,- c*t ' LaT? a Sannkölluð heilsuböt í skammdeginu. Tryggið ykkur lyfseðil ítíma. Súlnasal Dpplýsingar og bókanir í söludeild s: 525-9933 Frákl. 13.00-17.00 virka daga. Radisson SAS SAGA HOTEL REYKJAVÍK HAGATORGI OTTÓ - GRAFtSK HÖNNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.