Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Gífurlegt úrfelli veldur mestu flóðum í Mexikd í 40 ár CHIAPAS Kyrrahaf Tugir eða hundruð manna hafa týnt lífi Mexíkóborg. Reuters, AP. GÍFURLEG úrkoma hefur valdið miklum flóðum og skriðuföllum í mið- og suðurhluta Mexíkós. Hafa um 140 manns týnt lífi eða er saknað og tugþúsundir manna hafa orðið að yfírgefa heimil sín. Rigndi enn mikið í gær. Mikil flóð eru í 10 af 31 ríki í Mexíkó af völdum rigninganna. Hafa ár flætt yfír bakka sína og uppi- stöðulón og flóðgarðar ráða ekki við vatnsflauminn. Götur í mörgum bæj- um og borgum eru eitt beljandi fljót og víða hafa meginvegirnir grafist í sundur. Úrkoman 375 mm á sólarhring Að sögn mexíkóska sjónvarpsins hafa a.m.k. 82 týnt lífi í ríkinu Puebla en þar hefur úrkoman sums staðar komist í 375 mm á sólarhring. Þar er nú verið að leita að 20 börnum og kennara þeirra eftir að aurskriða féll í gegnum þorp uppi í fjöllunum. Komið hefur verið upp neyðarskýl- um fyrir 14.000 manns í ríkinu. I ríkinu Veracruz við Mexíkóflóa er vitað um 33 dauðsföll en færri í öðrum ríkjum. Er borgin Tulancingo í Hidalgo að hluta til undir vatni og þar hafa 50.000 af 70.000 íbúum orðið að flýja burt. í Tabascoríki varð að flytja burt 50.000 manns. Eru þetta mestu flóð í Mexíkó í 40 ár en úr- fM-í'Z'y . ' t FLOÐIN I MEXIKO Lýst hefur verið neyðarastandi i mö manna hafa týnt lífi og tugþúsundir Ríkin þa \. N *v © Guadalajara HIDALGO @ Tulanclngoj^^^ Mexíkóborg g VERACRUZ MICHOACAN ®Vera PUEBLA JAUSCO TABASCO Villahermosa GUATE MALA ÍTmexíkó komunni veldur víðáttumikil hita- beltislægð yfir Mexíkóflóa. Olli hún einnig flóðum í Mið-Ameríkuríkjun- um þar sem vitað er um 56 menn látna og um 100.000 manns urðu að flýja að heiman. Lægðin hefur farið mjög hægt yfir en búist var við, að stytta færi upp í dag, föstudag. Veðurfræðingar spá því hins vegar, að önnur mikil lægð komi upp að landinu á næstu dögum. Það hefur ekki auðveldað hjálp- arstarfið, að víða hefur vatns- flaumurinn grafið í sundur helstu þjóðbrautir eins og þess við borgina Tulancingo í Hi- dalgoríki. Aðskilnaðarsinnar virða hæstarétt að vettugi Toronto. Morgunblaðið. FYLKISSTJÓRNIN í Quebec í Kanada þarf ekki að taka neitt tállit til niður- stöðu Hæstaréttar Kanada frá í íyrra um aðskilnað fylkisins og getur lagt hvaða spumingu sem er íyrir Quebecbúa. Einnig getur stjómin lýst yfir sjálf- stæði Quebec þótt mjög naumur meirihluti samþykki aðskilnað í atkvæða- greiðslu. Þessi afstaða stjómarinnar kom fram í viðtali kanadíska blaðsins National Post við Joseph Facal, sambandsmálaráðherra í íylkisstjóminni. mábrauðiim Flugleiðir leita efttr ífamleiðanda á smábrauðum til neyslu um borð í flugvélum félagsins. Árleg framleiðsla allt að 2,5 milljónir smábrauða. Þeir sem áhuga hafa verða beðnir um að leggja fram sýnishom til smökkunar, en gert er ráð fyrir að smökkunin fari fram 19. október n.k. Nánari upplýsingar og gögn veitir Jón Vilhjálmsson, flugeldhúsi Flugleiða, síma 42 50 290 eða 896 87 02. ICELANDAIR FLUGLEIDIR Facal sagði að kanadísk lög skiptu engu máli um sjálfstæði Quebec. Það væri pólitískt mál, en ekki lagalegt. I niðurstöðu hæsta- réttar sagði að Kanada bæri skylda til að ræða aðskilnað við Quebec ef „afdráttarlaus meirihluti" Quebec- búa segði já við „afdráttarlausri spurningu" um aðskilnað. Facal sagði þessa niðurstöðu engu breyta. Alríkisstjórnin telur koma til greina að leggja til með opinberam hætti hvernig spurningin, sem lögð yrði fyrir kjósendur, yrði að vera, hversu mikill meirihluti yrði að segja já, og hvernig staðið yrði að aðskilnaði ef meirihluti segði já. Facal sagði að ákvarðanir stjórn- valda í Quebec myndu ætíð vega þyngra en slíkar tillögur alríkis- stjórnarinnar. í atkvæðagreiðslu um aðskilnað fyrir fjórum áram munaði innan við einu prósenti atkvæða að að- skilnaðarsinnar hefðu betur. Meiri- hluti íbúa fylkisins er frönskumæl- andi, og segja aðskilnaðarsinnar að menningarlegri sérstöðu Quebec sé hætta búin í fylkjasambandinu. Facal sagði að fylkisstjórn flokks aðskilnaðarsinna, Parti quebecois, myndi aldrei fallast á kröfu sam- bandsmálaráðherra alríkisstjórn- arinnar, Stéphane Dion, um að al- ríkisstjórnin og fylkisstjórnin semdu um reglur um atkvæða- greiðslu og orðalag spurningarinn- ar sem lögð yrði fyrir. Hann dró ennfremur í efa lög- mæti Hæstaréttar, sem væri skip- aður níu dómurum sem allir hefðu verið einhliða skipaðir af forsætis- ráðherra Kanada. Alríkisstjórinni væri frjálst að taka niðurstöðu réttarins alvarlega, því þetta væri „þeirra hæstiréttur“. Fylkis- stjórnin í Quebec væri hins vegar í engu bundin af niðurstöðu rétt- arins. Donald Trump í framboð? Washington. Reuters. MILLJÓNAMÆRINGURINN og spilavítaeigandinn Donald Tramp sagðist í gær vera að íhuga að bjóða sig fram til embættis for- seta Bandaríkjanna. I viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN sagði Trump að hann myndi ráðfæra sig við Jesse Ventura, rík- isstjóra Minnesota, um málið en Ventura hefur lagt hart að Trump að bjóða sig fram fyrir Umbóta- flokkinn. Talið er að Ventura hafi lagt drög að því að Tramp nái útnefn- ingu flokksins í stað Pats Buchan- ans, sem Ventura er andsnúinn. Trump sagðist í viðtalinu munu gera upp hug sinn fyrir janúar nk. Steypa í stað sprengi- efnis BANDARÍSKAR orrustuþotur sem gæta flugbannssvæðisins yfir norðurhluta Iraks eru nú vopnaðar sprengjum fylltum af steinsteypu í stað sprengiefnis svo koma megi í veg fyrir manntjón meðal almennra borgara í sprengjuárásum á hernaðailega mikilvæg mann- virki í þéttbýli, að sögn banda- ríska dagblaðsins New York Times í gær. Dagblaðið sagði tilgangurinn með þessu sé að afstýra því að sprengjubrot lendi í íbúðarbyggðum en brögð hafa verið að því að íraski her- inn hefði reist hernaðarmann- virki í þéttbýliskjörnum. Hermdarverk í Srinagar A.M.K. tuttugu manns særðust alvarlega í gær er skæruliða- hópur varpaði handsprengjum inn í samkomu brúðkaupsgesta í Srinagar, stærstu borgar Jammu- og Kasmír-héraðs á Indlandi. Sögðu lögreglumenn að skæruliðarnir hefðu varpað fjórum til sex sprengjum að byggingum sem gestir vora í. Varnaðarorð Banda- ríkjanna BANDARÍKJASTJÓRN lýsti því yfir í gær að Bandaríkin væru e.t.v. ekki lengur reiðubúin til þess að bera megnið af byrð- um þeim er fylgt gætu átökum framtíðarinnar í Evrópu. Jafn- framt lýsti Strobe Talbott, að- stoðarutam-íkisráðherra Banda- ríkjanna, því yfir á ráðstefnu í Lundúnum að Bandaríkjastjóm hefði áhyggjur af því hvaða leiðir Evrópusambandið hefði kosið að fara í uppbyggingu á varnar- og öi’yggismálum álfunnar. „Margir Bandaríkjamenn segja nú: Aldrei aftur skulu Bandaríkin bera hitann og þungann af hættulegum hernaðaraðgerðum Atlantshafbandalagsins." ESB hótar lögsókn FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins sagði í gær að Hollendingurinn Paul van Buitenen, sem ljóstraði upp um spillingarmál innan fram- kvæmdastjórnarinnar sem leiddi til þess að hún sagði af sér í heild sinni, gæti átt hættu á að verða lögsóttur ef hann birti endurminningar sínar. Sagði talsmaður framkvæmda- stjórnarinnar að hún hefði ritað van Buitenen bréf og farið þess á leit að hann gerði breytingar á texta þeim er lagður hefði verið fyi'ir framkvæmdastjórnina. Gagnrýni leið- ir til afsagnar YFIRMAÐUR tyrkneska Rauða hálfmánans sagði af sér í gær í kjölfar mikillar gagnrýni tyrk- neskra fjölmiðla þar sem fullyrt var að samtökunum væri illa stjórnað og að þau hefðu ekki verið í stakk búin til að fást við hörmungar jarðskjálftans mikla í ágúst sl. Kemal Demir sagði að gagnrýnin hefði verið ómakleg og lét af störíúm svo að tiltrú fólks á tyrkneska Rauða hálf- mánanum mætti aukast á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.