Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Von um væntumþykju ogást ✓ I Iðnó verður frumsýnt í kvöld leikritið Frankie og Johnny eftir bandaríska leikritahöfundinn Terrence McNally. Þar segir frá tveimur einmana sálum sem rekast saman í hafí stórborgarinnar og reyna að höndla tilfinningar eins og ____ást og væntumþykju. Hávar_ Sigurjónsson leit inn á æfingu og ræddi við leikarana og leikstjórann. „Þarna uppi eru hjón sem tala aldrei saman,“ segir Frankie við Johnny. „Ég var skorinn upp við kviðsliti fyrir nokkrum árum,“ segir Johnny. í MYRKRINU í upphafi sýningar heyrum við stunur og andvörp, sem magnast smám saman og ná svo hámarki með tilhlýðilegri þögn í kjölfarið. Ljósin koma upp á nakið par, mann og konu, sitjandi upp við dogg í áhrjálegu rúmi í subbulegri kjallaraíbúð. Þetta eru Frankie og Johnny, persónur leikritsins sem frumsýnt verður í Iðnó í kvöld. Þau hefja samtal sitt hikandi, þekkjast lítið, hafa þó unnið saman í nokkrar vikur, hann steikir og hún þjónar til borðs á lítilsigldri hamborgarabúllu einhvers staðar í New Yorkborg. Þau eru bæði kom- in hátt á fertugsa- ldur, lífsreynslan hefur sett sitt mark á þau, hún vill ekki særast aft- ur, hann vill ekki enda ævina einn; einmanaleiki þeirra beggja er jafnmikill og þörf- in fyrir tengsl við aðra manneskju nánast áþreifanleg. Ein að borða ís „Leikritið gerist í rauntíma," segir Kjartan Guðjónsson sem leik- ur Johnny. „Það gerist á þeim tíma sem það tekur að leika það. A tveimur klukkutímum síðla kvölds eftir að þau hafa farið saman út að borða og svo í bíó. Maturinn var vondur og bíómyndin óminnisstæð. Svo fóru þau beint heim til hennar að gera það og þar hefst leikritið." Kynlíf er í þessu samhengi nánast ópersónulegra en faðmlag eða hlýtt handtak. „Það að þú hleypir ein- hverjum upp í rúm til þín skiptir engu í samanburði við það að þú hleypir einhverjum inn í líf þitt,“ segir Frankie sem á að baki sam- búð við ofbeldis- mann og hefur slæma reynslu af samböndum við karlmenn. Hún tekur ekki mikið mai’k á Johnny þótt hann segist elska hana, hún einfald- lega móðgast og verður öskureið. Hún þrábiður hann um að fara, segist vilja vera ein, horfa á sjónvarpið og borða ís. „Hún er líka hálfhrædd við hann. Þótt þau hafi unnið saman þá þekkjast þau lítið og hann gæti verið hættulegur,“ segir Halldóra Bjöms- dóttir sem leikur Frankie. Johnny er sannfærður, hann ætlar sér að ná í hana og segir: „Ég er þreyttur á að vera alltaf að skima í kringum mig, allt sem mig langar í er hér.“ Raunsær höfundur Höfundur verksins, Terrenee McNally, er einn af þekktustu leikritahöfundum samtímans í Bandaríkjunum. Hann hefur samið fjölda leikrita og hafa þau verið leikin víða um heim á undanfömum áram og áratugum. Eitt leikrita hans, MasterClass, sem fjallar um Maríu Callas var sýnt hérlendis fyrir fáum áram. McNally hefur hlotið fjölda verðlauna og viður- kenninga og má þar nefna að hann hefur tvívegis hlotið hin eftirsóttu Tony-verðlaun. Auk leikrita hefur McNally skrifað kvikmynda- og sjónvarpshandrit, sem sum hver eru byggð á eigin leikritum. Meðal annars var gerð kvikmynd eftir leikritinu Frankie og Johnny með Michelle Pfeiffer og A1 Pacino í að- alhlutverkum. Höfundareinkenni McNally eru skýr. Hann skrifar í raunsæisstíl, byggir verk sín upp af kostgæfni, samtöl eru eðlileg og að- stæður persónanna trúverðugar. „Við höfum reynt að draga úr til- vísunum í staðhætti í New York- borg eftir því sem hægt var. Við er- um ekkert að fela það en sumt var þess eðlis að hafa enga merkingu nema fyrir þá sem þekkja mjög vel til. Það töldum við óþarft." „Þetta er fólk sem beðið hefur skipbrot í lífinu," segir Viðar leik- stjóri. „Þau eru bæði búin að missa af lestinni og hafa gefist upp. Þau hafa lent undir í mannhafinu og eru ofurseld einmanaleikanum. Þetta er ákveðin manngerð sem finnst í stórborgum. Einmanaleiki og ótti era sterkustu tilfinningarnar.“ Halldóra tekur undir þetta og segir að útgangspunktur við persónu- sköpunina séu þessar tilfinningar. „Sjálfsmyndin er brotin, öi'vænt- ingin og vonleysið er algjört. Leik- myndin og búningarnir undirstrika þetta, kjallaraholan sem Frankie býr í er sóðaleg, hún hefur ekki einu sinni haft fyrir því að þrífa. En vonin í lífi hennar kviknar á sviðinu. Hún eignast von í verkinu." „Við förum nokkuð afdráttar- lausa leið í umgjörð sýningarinnar hvað þetta varðar," segir Viðar. „Nöturleiki aðstæðnanna er undir- strikaður, en um leið stílfærum við sjónarhorn áhorfandans örlítið. Bú- um til eins konar gægjugat inn til Frankie, sem kallast á við eftiriæt- isiðju hennar sem er að fylgjast með nágrönnunum út um gluggann sinn. Grátur og hlátur Halldóra og Kjartan eru sam- mála um að ofurraunsæi verksins gera miklar kröfur til þeirra sem leikara. „Mér finnst þetta heilmikil glírna," segir Halldóra. „Það er ekkert hægt að svindla gagnvart áhorfandanum. 011 smáatriði verða að vera til staðar og allt verður að vera satt, það má ekkert reyna að blekkja. Johnny er líka fyndnari en Frankie, sem heldur meira utan um hinn dramatíska þráð verksins. Þetta verður allt að smella saman. Svo er Kjartan stundum svo fýnd- inn að ég á bágt með mig.“ „Okkur fannst ekki koma neitt annað til greina en fara þessa leið að verldnu. Það er þannig skrifað. Þetta er líka mjög spennandi vinnu- aðferð, að elta uppi öll smáatriði í samskiptum tveggja persóna, ná öllum blæbrigðum sem felast í augnatilliti, raddblæ og hreyfing- um,“ segir Viðar. „Þetta er eigin- lega eins og kvikmyndaleikur. Ná- kvæmnin er slík,“ segir Halldóra. „Svo er auðvitað önnur hlið á þessu leikriti sem gerir það svo áhuga- vert, að þrátt fyrir hinn sterka dramatíska þráð er það mjög skemmtilegt," segir Viðar. „Þetta er tragíkómík,“ segir Kjartan. „Kómíkin í svona verki er mjög vandmeðfarin. Hún verður alltaf að vera sönn og spretta úr aðstæðum persónanna. Hún má ekki liggja ut- an á, þá hrynur trúverðugleikinn eins og spilaborg," segir Viðar. „Þetta er líka það vel skrifað að það leyfir þessa aðferð,“ segir Halldóra. „Sjálfsagt er hægt að fara aðra leið að því en við höfum valið en það bíð- ur þá næsta skiptis." Þau eru sammála um að niðurlag verksins megi skilja á ýmsa vegu. „Eins og í öllum góðum leikritum,“ segir Viðar. „En þau eiga sér von. Von um væntumþykju og ást. Ef þau halda rétt á spilunum. En leik- ritið endar á ákveðnum punkti og engin leið að geta sér til um hvað tekur við. Við vitum ekkert meira en hver annar.“ Leikarar og listræn- ir stjórn- endur FRANKIE OG JOHN- NY eftir Terrence McNally í þýðingu Kri- stjáns Þórðar Hrafns- sonar. Leikarar: Halldóra Bjömsdóttir, Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri: Viðar Egg- ertsson. Leikmynd og búning- ar: Jórunn Ragnarsdótt- ir. Lýsing: Kjartan Þóris- son. Framleiðandi: Leikfé- lag Islands. Dansað með Ekka LISTDANS T j a r n a r Ii í ó D a n s 1 e i k h ií s m e «1 Ekka BER 2. sýning, miðvikudagur 6. október 1999. Listrænn stjórnandi: Árni Pétur Guðjónsson. Leikarar og sdansarar: Aino Freyja Jarvela, Erna Ómarsdóttir, Friðrik Frið- riksson, Guðmundur Elias Knud- sen, Hrefna Hallgrímsdóttir, Karen María Jónasdóttir, Kolbrún Anna Bjömsdóttir. Tónlistarstjóri: Frank Pay. Lýsing: Sigurður Kaiser. Framkvæmdastjóri: Guðrún Ösp Pétursdóttir. DANSVERKIÐ Ber er afrakstur samvinnu nokkurra ungra dans- ara og leikara undir listrænni stjórnun Áma Péturs Guðjóns- sonar. Dansleikhús með Ekka var stofnað 1995 og eru stofnendur dansleikhússins flestir fyrrver- andi nemendur Listdansskóla ís- lands. Þeir hafa undanfarin ár stundað nám hérlendis og í Evrópu og Bandaríkjunum. Dans- leikhúsið hefur hlotið styrk við uppsetningu verksins frá mennta- málaráðuneytinu, Ungu fólki í Evrópu og Hinu húsinu. Hópur- inn vinnur sínar sýningar út frá ákveðnu þema hverju sinni og er verkið Ber unnið út frá einelti. Kveikjan að verkinu er ljóð þrett- án ára stúlku sem orðið hefur fyr- ir einelti. í verkinu er ekki tekin afstaða til málefnisins heldur er því ætlað að birta ólíkar myndir viðfangsefnisins. Dansleikhús kallast sú tegund leikhúss sem flytur verk samsett úr fleiru en einu listformi. í þessu tilviki er það dans, leiklist og tónlist sem mynda verkið Ber. Dansverkið hefur yfir sér drungalegan blæ. Dansarar og leikarar bregða upp ólíkum myndum eineltis með dansi, hreyfingum og leik. Þeir þeysast um sviðið, engjast um í sársauka, stríða hver öðrum og ögra og fara reglulega yfir strikið með því að virða ekki mörk hvor annars. Sá sem sýnir minnsta frávik er ósp- art níddur. Oft þarf ekki frávik til, einungis glettna hugmynd vin- ar sem fer úr böndunum. í verk- inu birtast myndir draumkenndra langana og barnslegrar við- kvæmni. Sú löngun hvers og eins að láta ljós sitt skína er endur- tekið brotin á bak aftur af öðrum sem telja sig geta haft gaman af. Verkið spinnst áfram og ólík myndbrot gamans og alvöru mynda eina heild. I dansverkinu báru fyrir eftir- minnilegar senur og atriði sem mörg hver gættu áhrifa úr smiðju meistara Pinu Bauch. Þjóðverjinn Bauch er löngu þekkt í dans- og leiklistarheiminum fyrir það að koma aftan að áhorfendum sínum og vekja upp spurningar, oft á tíð- um óþægilegar og gjarnan sið- ferðistengdar. Dansleikhúsi með Ekka tekst með verki sínu að snerta áhorfendur. A köflum var ómögulegt að segja hvorum meg- in við línuna áhorfandinn stóð. Hvort kitlandi skemmtilegur ág- angur hópsins væri í hita augna- bliksins meira til að leggja sig eft- ir en stuðningur við þann sem strítt var. A þann hátt náði hóp- urinn að vekja upp spurningar um hvorum megin maður í raun stóð. Verkið bar með sér öguð vinnu- brögð aðstandenda og styrka leik- stjórn sem skilaði sér í hnitmið- aðri túlkun. Notkun leikmuna var minnisstæð. Þeir voru brúkaðir á hugmyndaríkan og fjölbreyttan máta. Lýsingin sem var óvenju fjölbreytt svo og tónlistin féllu vel að verkinu. Þetta tvennt hjálpaði til við að skapa rétta andrúmsloft- ið hverju sinni. Sýningin var aðstandendum til sóma. Ljóst er að hér er fagfólk á ferð sem á eft- ir að láta mikið fyrir sér fara í framtíðinni. Lokasýning er laug- ardaginn 9. október. Lilja ívarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.