Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mikilvæg heimsókn Koma Hillary Clinton mun án nokkurs vafa styrkja starf Sivjar Friðleifsdóttur ogannarra brautryðjenda á sviðijafn- réttismála á Islandi. S ISLENSK þjóð sameinast í dag í fögnuði yfir komu frú Hillary Clinton til landsins. Forsetafrú Banda- ríkjanna telst nú þegar til Island- svina, þess stóra hóps þekktra útlendinga, sem sýnt hafa landi og þjóð tilhlýðilega aðdáun. Frú Hillary hefur þegar haft kynni af nokkrum mikilvægustu Islend- ingum samtímans og fyrr í ár sýndi hún aðdáunarverðan skiln- ing á sálarlífi íslenskrar þjóðar er hún líkti undrum internets við víkingaferðir fyrri alda. Hingað til lands kemur Hillary Clinton til að flytja erindi á ráð- stefnu, sem ber yfirskriftina „Konur og lýðræði við ár- þúsundamót“. Ein þeirra, sem fagnað hafa þessum stóratburði, VIÐHORF leildóte' Eft.r Ásgeir ^ÍerrÍsiv Friðleifsdótt- Sverrisson ir mun einnig ávarpa ráðstefnu- gesti en hún er jafnframt for- maður nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Sú nefnd hefur þegar skilað miklu líkt og í ljós kom við myndun ríkisstjórn- ar lýðveldisins fyrr á þessu ári. A netsíðu Sivjar Friðleifsdótt- ur er að finna grein, sem ráð- herrann hefur skrifað í tilefni af komu eiginkonu Banda- ríkjaforseta undir fyrirsögninni „Hillaiy kemur“. Þar segir m.a: „Það er sannkallað gleðiefni fyrir okkur, sem vinnum að auknum hlut kvenna í stjómmálum, að Hillary Clinton forsetafrú Bandaríkjanna skuli koma til Is- lands í haust á ráðstefnu um kon- ur og lýðræði. Koma hennar mun ýta enn frekar undir umræðuna um mikilvægi þess að konur til jafns við karia taki þátt í stjóm- un og mótun samfélags okkar.“ Þetta framsýna mat umhverf- isráðherra er fagnaðarefni. Að vísu hefur Hillary Clinton aldrei verið kjörin til að gegna embætti. Er eiginmaður hennar tók við embætti forseta í ár- sbyijun 1993 fól hann henni að stjóma fyrirhuguðum uppskurði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Þar fylgdi forsetinn hins vegar viðurkenndu fordæmi John F. Kennedy, sem skipaði bróður sinn dómsmálaráðherra að beiðni föður þeirra tveggja. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvort forsetafrúin hyggst gera þessa birtingar- mynd lýðræðisins að umtalsefni. Þetta fyrirkomulag við úthlutun embætta hlýtur hins vegar að vekja sérstaka athygli hér á landi enda ljóst að við íslendingar er- um í einstakri aðstöðu til að nýta okkur kosti þess. Vera kann að Hillary Clinton hyggist bregða upp mynd af inn- viðum valdakerfis Banda- ríkjanna og stöðu kvenna innan þess. Sjálf hyggst hún leggja sitt af mörkum til framþróunar sam- félagsins með því að bjóða sig fram í New York-ríki í öld- ungadeildarkosningum á næsta ári. Frú Hiliary áformar að safna 25 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 1.700 milijónum króna, tii að fjármagna þetta framboð jafnréttis og kvenfrelsis. Mikil- vægustu fulltrúum íslenskrar jafnréttisbaráttu gefst því vænt- anlega einstakt tækifæri til að kynna sér það skilvirka kerfi, sem tekið hefur verið upp í þessu forusturíki lýðræðisins í heimin- um, til að tryggja að konur jafnt sem karlar taki þátt „í stjómun og mótun“ samfélagsins. Því miður gilda reglur vestra um fjármögnun stjómmálabar- áttu og þess vegna geta lands- menn ekki látið fé af hendi rakna til framboðsins. Islenskir lýð- ræðissinnar geta hins vegar sent frú Hillary víkingakveðju um int- emetið og er vefslóðin www.hOl- ary2000.org. Það er við hæfi að Hillary Clinton fjalli hér um konur og lýðræði. Hlutur kvenna í banda- rískum stjómmálum er mikill og vaxandi enda hefur HOlary Clin- ton haft gífurleg áhrif í heima- landi sínu. í öldungadeild Banda- ríkjaþings þar sem 100 þingmenn sitja starfa níu konur. I fulltrúadeildinni þar sem þing- mennimir em 435 sitja 58 konur. Konur gegna fleiri mikOvæg- um hlutverkum í bandarískum stjómmálum. Þær standa t.a.m. við hlið eiginmanna sinna á fjár- öflunarsamkundum. Eiginkonur forseta Bandaríkjanna gerast oft talsmenn tiltekinna málefna, sem fullkomin sátt ríkir um í samfé- laginu. Ánægjulegur er sá sam- hljómur sem er með framlagi þeirra og starfi forseta Islands. I Bandaríkjunum hafa fjendur forsetahjónanna haldið fram því fráleita sjónarmiði að ekki sé við hæfi að frú Clinton bjóði sig fram í kosningum á meðan maður hennar gegnir enn embætti. Hún geti nýtt sér forsetaembættið, sérstöðu þess og skriðþunga, í kosningabaráttunni. Hætta á ólýðræðislegri misnotkun á að- stöðu, jafnvel svigrúmi, sé því tO staðar. Þetta er augljóslega rangt. Málflutningur niðurrifsmanna þess efnis að frú HOlary sé fuO- trúi valdakerfis, sem byggi á að- stöðu og peningum, á engan hljómgrunn á Islandi enda hugn- ast íslenskri þjóð vel dirfska hennar og þor til að skora á hólm leikreglur og viðmið karlasamfé- lagsins. Um jákvæð áhrif þessarar sögulegu heimsóknar þarf ekki að fjölyrða. Erlendir fjölmiðla- menn sjá tO þess að athygh heimsbyggðarinnar sogast að landinu og menningarþjóðinni, sem það byggir. Það er gleðiefni að þannig gefist tækifæri tO að sinna þeirri skyldu okkar Islend- inga að kynna algjörlega ein- staka menningu okkar fyrir er- lendum þjóðum. Ljóst er að þau persónulegu kynni sem takast munu með nokkrum mikOvægustu konum Islands og frú Clinton eru með öllu ómetanleg. Jafnframt mun koma Hillary COnton án nokkurs vafa styrkja starf Sivjar Frið- leifsdóttur og annarra brautryðj- enda á sviði jafnréttismála á Isl- andi. Heimsókn frú Clinton er viðurkenning á framlagi Islend- inga tO framþróunar jafnréttis og lýðræðis í heiminum en vísar um leið tO óumdeOanlegs for- ustuhlutverks íslenskrar þjóðar við dagsbrún nýrrar aldar. Störf og búseta erlendis, hvað þarf að hafa í huga? FJÖLDI þeirra sem flytja til út- landa um lengri eða skemmri tíma eða dvelja þar tímabundið vex með hverju ári. Jafnframt fjölgar lífeyrisþegum sem vilja búa erlend- is eða dvelja þar hluta úr ári. Það er mikilvægt að þessir aðilar kynni sér vel réttindi sín innan al- mannatrygginga. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum meginatriðum. Lífeyrisréttindi þegar starfað er erlendis Þeir sem starfa tímabundið erlendis falla yfirleitt undir almannatryggingar- eglur viðkomandi ríkis. En hvað verður um áunnin lífeyrisréttindi þegar flutt er aftur heim tO Is- lands? Þegar engir almannatrygg- ingasamningar eru í gildi við við- komandi ríki veltur mikið á lögum og reglum sem þar gilda. Þegar um er að ræða vinnu eða búsetu innan ríkja Evrópska efnahags- svæðisins taka hins vegar al- mannatryggingareglur samnings- ins um EES á þessu. Skv. þeim á einstaklingur í vinnu að fá lífeyri frá hverju landi þar sem hann hefur verið tryggður í a.m.k. eitt ár. Upphæðin fer eftir því hversu mikill sá réttur er. Líf- eyrinn á að reikna út skv. trygg- ingaferli í viðkomandi landi. Þ.e. framlög/iðgjöld sem greidd hafa verið eru ekki flutt til annars lands og þau eru ekki heldur endur- greidd einstaklingnum þegar hann hættir störfum og flytur aftur til Islands. Þegar eftirlaunaaldri er náð á lífeyrir þess sem starfað hefur í fleiri en einu ríki EES að vera samsettur af hlutalífeyri frá hverju landi þar sem hann hefur starfað. Tryggingastofnun er tengistofn- un við aðrar tryggingastofnanir innan EES og hefur milligöngu vegna umsókna um lífeyri. Sá sem sækir um ellilífeyri hjá Trygginga- stofnun og hefur starfað eða búið í öðrum ríkjum EES á að geta þess þegar umsókn er lögð fram. Um- sókn um lífeyri verður þá send til trygginga- stofnunar í viðkomandi ríki eftir ákveðnum reglum. Greiðslur lífeyris þegar lífeyrisþeginn er búsettur erlendis Tryggingastofnun er heimilt að greiða ein- staklingum, sem bú- settir eru erlendis í ríkjum sem samningar hafa verið gerðir við um almannatrygging- ar, eOilífeyri. Fyrir ut- an ríki EES eru þetta Kanada og Bandaríkin. Skv. reglum samnings- ins um EES á að greiða ellilífeyri til þeirra sem hættir eru störfum og hafa áunnið sér rétt, hvar sem þeir eru búsettir innan EES. Yms- ar heimildagreiðslur frá Trygging- Almannatryggingar íslenskir lífeyrisþegar sem dvelja erlendis í fríum, segir Hildur Sverrisdóttir, halda sjúkratryggingu sinni hér á landi. astofnun sem greiddar eru til við- bótar lífeyri vegna sérstakra aðstæðna, t.d. heimilisuppbót og frekari uppbætur, teljast hins veg- ar ekki til greiðslna almannatrygg- inga og eru ekki greiddar til ein- staklinga sem búa í samningsríkjum erlendis. Sjúkratryggingar Iífeyris þega sem búa erlendis Lífeyrisþegar sem fá eingöngu lífeyrisgreiðslur frá íslandi og flytja til ríkja EES halda trygging- um sínum hér á landi, ef þeir hefja ekki störf í viðkomandi landi. Við brottflutning á lífeyrisþeginn að snúa sér til þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar og fá útgefið sérstakt sjúkratryggingaskírteini (E121). Lífeyrisþeginn verður að skrá sig í sjúkratryggingar nýja búsetulandsins og afhenda skír- teinið og á hann þá að njóta sjúkra- trygginga þar skv. reglum sem þar gilda. Nýja búsetulandið gerir Tryggingastofnun reikning fyrir sjúkrakostnaðinum eftir ákveðn- um reglum. Við styttri dvöl heima á Islandi getur lífeyrisþeginn feng- ið sérstakt sjúkratryggingaskír- teini hjá Tryggingastofnun til nota hér á landi. Ef flutt er aftur til ís- lands verður viðkomandi að snúa sér til Tryggingastofnunar til að breyta skráningu sinni. Einnig þarf að láta tryggingastofnunina erlendis fella viðkomandi út af sinni skrá. Sjúkratrygging á Isl- andi fellur niður ef flutt er búferl- um til ríkja sem engir samningar hafa verið gerðir við. Þó er heimilt að gefa út sjúkratryggingayfirlýs- ingu sem gildir í allt að eitt ár. Sjúkratryggingar Iífeyrisþega sem dvelja tímabundið erlendis íslenskir lífeyrisþegar sem dvelja erlendis í fríum halda sjúkratryggingu sinni hér á landi. Fyrir brottför á lífeyrisþeginn að snúa sér til þjónustumiðstöðvar Tryggingastofnunar og fá útgefið viðeigandi skírteini. Ef um er að ræða nauðsynlega aðstoð hjá heil- brigðisþjónustu hins opinbera í ríki EES greiðir lífeyrisþeginn einvörðungu greiðsluhluta sjúkl- ings eins og hann er í því landi. Dvalarlandið gerir Tryggingast- ofnun reikning fyrir sjúkrakostn- aðinum eftir ákveðnum reglum. Ef um er að ræða sjúkrakostnað í öðr- um ríkjum, utan EES, getur lífeyr- isþeginn fengið hluta kostnaðarins endurgreiddan hjá Trygginga- stofnun við heimkomuna eftir ákveðnum reglum, gegn framvísun frumrits kvittana. Höfundur er lögfræðingur og deild- arsljóri alþjóðamála hjá Trygginga- stofnun. Hildur Sverrisdóttir Hvers vegna byrja flestir grunnskólar í kringum klukkan 8 á morgnana? Öngþveiti í umferð- inni á morgnana ÞEGAR maður fer út í umferðina á morgnana spyr maður sig oft hvers vegna all- ir þurfi að fara af stað á sama tíma. Umferðin er orðin gífurleg og sérstaklega á þessum tíma því margir fara í vinnu kl. 8 á morgnana og ef ekki þá er mikið um að fólk aki bömum sínum í skólana sem byrja flestir á þessum tíma. Menntaskólan- emar byrja einnig um kl. 8 og mjög margir þeirra eru á eigin bflum. Gatnakerfið er einfald- lega sprangið á vissum tímum og þá er spumingin. Getum við ein- hverju breytt? Grunnskólar byiji um kl. 9 Hvers vegna reynum við ekki að láta grannskólana byrja um kl. 9? Við getum haft það þannig að kenn- arar séu komnir í skólana kl. 8. Þeir færu þá að undirbúa kennslustof- umar og gætu börn þeirra foreldra, sem byija að vinna kl. 8 komið í gæslu, en betra væri ef vinnu- tími foreldra yngri bama væri sveigjan- legur og þá þyrftu bömin ekki að mæta eins snemma. Jöfnun gæslu Kennt yrði til kl. 15 og mundi því dægra- dvöl hjá mörgum bömum styttast því flestir foreldrar vinna frá kl. 8-16 eða 9-17. Álagið í umferðinni á morgnana myndi væntanlega minnka og lengd gæslu hjá börnum jafnast. Nú er ástandið hér í Kópavogi þannig að í einum skóla byrja 6 ára börn kl. 8 og eru búin kl 11.50 tvo daga vikupnar og kl. 13 þrjá daga vikunnar. I öðram skólum bæjarins byrja þau kl. 8.10 og eru til kl 13.20 alla daga. Það sjá allir að þetta er mismunun á lengd sem börn þurfa að vera í gæslu og langur tími fyrir þau sem eru frá 11.50 til 17.15 og kostnaður mis- mikfll hjá foreldrum. Skipulag Hvers vegna, spyr Asdís Olafsdóttur, reynum við ekki að láta grunnskólana byrja um kl. 9? Hvíldartími barna Börn komast oft á tíðum ekki nægilega snemma í svefn á kvöldin og þurfa að vakna snemma á morgnana. Þetta fyrirkomulag mundi lengja svefn margra um klukkustund á morgnana. Það er einnig orðið bjartara kl. 9 á morgn- ana og frekar hægt að senda börnin gangandi í skólann en mörg þurfa meiri hreyfingu. Ég set þetta hér fram til um- hugsunar fyrir foreldra , skólayfir- völd og aðra sem áhuga hafa á að breyta og bæta í þjóðfélaginu. Höfundur er íþróttakennari í Kópa■ vogi. Ásdís Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.