Morgunblaðið - 08.10.1999, Page 40

Morgunblaðið - 08.10.1999, Page 40
> 40 FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Er fiskveiði- stjórnin verð- bólg'uhvati? FRAM til 1991 var stjórnun í peningamál- um slæm hér á landi. Hallarekstur ríkissjóðs var fjármagnaður með *-* „tímabundnum yfir- drætti“ í Seðlabanka. Uppsafnaður yfirdrátt- ur var svo greiddur niður öðru hvoru með lántöku til lengri tíma. Lántaka tU greiðslu fjárlagahalla er inn- stæðulaus seðlaprent- un, - ef engin verð- mæti eða væntanlegar tekjur, - standa bak við tU afborgana. Gjald- miðill þjóðarinnar, - krónan - þynntist því út, í réttu hlutfalli við seðlaprentun- ina. Verðbólga varð afleiðingin. Við myntbreytinguna 1980 var ein dönsk króna svipuð og ein íslensk. Tíu árum síðar, um 1990, var eins króna dönsk um 9 íslenskar. Ut- þynning gjaldmiðUsins var því um 90% á 10 árum sem rökstyður sam- spil fjárlagahalla og seðlaprentunar á þessum árum. Seðlaprentun virð- ist hafa verið um 9% á ári að jafnaði umrætt tímabil. Regla komst á fjár- aukalög frá 1989, - og vaxandi reglusemi á stjóm peningamála upp frá 1991. Yfirdráttarreikningi ríkis- sjóðs í Seðlabanka var lokað af Friðrik Sophussyni fjármálaráð- hema 1993 og þar með var skrúfað fyrir það verðbólgufóður. Frá því umræddum yfirdrætti var lokað hefur verðbólga hérlendis verið með því lægsta í Evrópu. Nr. 2. Útgerð neyð- ist til að leigja tU sín þorskveiðiheimildir á 100 kr. á kg til að þurfa ekki að greiða sektir fyrir þorsk sem ekki átti að veiða og forða útgerð frá sviptingu veiðileyfis (hefði betur hent aflanum?) Nr. 3. Útgerð neyð- ist til að leigja tU sín þorskveiðiheimUdir á 100 kr. á kg til þess að til þess að skipta á þorski í aðrar fiskteg- undir skv. „skiptiregl- um“. Nr. 4. Þvingaðar að- gerðir stjómvalda sem draga úr framboði á leigukvóta hækkai’ verð á veiðiheimUdum. Nr. 5. Fjöldi reglugerða í sjávar- útvegi þar sem þröngsýni og ósveigjanleiki virðist hafa verið markmið, - í stað víðsýni og sveigj- anleika, - virðist hækka verð á veiðiheimildum meira en annað. Hámarks verð á veiðiheimild Kvóti Það kann að þykja einföldun, segir Krist- inn Pétursson, að tengja uppspennt verð á aflaheimildum og verðbólgu. Kristinn Pétursson Ný verðbólga - hvað er að gerast? Verðbólgan gerir nú aftur vart við sig. Fyrsta spurning er: Era fölsk verðmæti aftur farin að leka inn í efnahagskerfið? Milljarðar hafa streymt til höfuðborgarsvæðis- ins vegna kvótasölu síðustu ára. Margir sem selt hafa kvóta hafa þurft að endurfjárfesta, tU að þurfa ekki að greiða tekjuskatt af sölu- ^.hagnaði. Mikið hefur verið endur- fjárfest í nýjum og notuðum fast- eignum á höfuðborgarsvæðinu. Um- ræddir aðilar hafa ekki aðhafst neitt rangt. TUgangur þessara skrifa er alls ekki að ýta undir öfund, því það hvimleiða fyrirbæri hefur valdið meira en nógum skaða hérlendis. Umfjöllun um forsendur verðmæta bak við milljarða kvótasölu síðustu ára er hins vegar löngu tímabær. Fyrsta spurning er: Era varanleg traust verðmæti á bak við milljarða kvótasölu undanfarinna ára? Rekstrarforsendur eru engar fyrir nýrri útgerð sem kaupir allar veiði- heimildir á markaðsverði þótt veiði- skip fáist gefins. Engin fagleg vinna v virðist samt hafa farið fram um hvort verðlagning á kvóta sé raun- hæf, eða hvers vegna verð er svo uppspennt. Nokkrar af ástæðum sem spenna upp verð á veiðiheim- ildum era m.a.: Nr. 1. Útgerð neyðist til að leigja til sín þorskveiðiheimildir á 100 kr. á kg til að kaupa sér „aðgöngumiða" að öðram fisktegundum sem ekki er hægt að veiða nema veiða þorsk með. ^ _ y> *MGFlK^S Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. væri kannski eðlilegt 15-25% af verðgildi Iandaðs afla. 5-10% væri enn eðlilegra. En 100% leiguverð af verðgildi landaðs afla, - áður en skip er keypt eða mannað til veiða, getur tæplega talist raunhæf verð- lagning. Viðmiðun við útreikning á varanlegu verði á aflaheimildum virðist svo reiknað ca 7-8 falt leigu- verð skv. ávöxtunarkröfu markaða. Tryggingar fyrir lánveitingum í bönkum hafa svo tekið mið af þessu uppspennta leiguverði. Bankaeftir- litið hefur ekki gert athugasemd og markaðir hlutabréfa hafa því tekið þessu sem allt væri eðlilegt. Upp- spennt leigu og söluverð aflaheim- ilda, - virðist þannig hafa breyst í beinharða peninga án nokkurra at- hugasemda opinberra eftirlitsaðila. Spurning'ar Er það rétt mat að þröngsýni og ósveigjanleiki við framkvæmd laga um stjórn fiskveiða spenni mest upp verð á aflaheimildum? Myndar hluti hins uppspennta verðs fölsk verð- mæti sem nú valda vaxandi verð- bólgu? Má Jón Jónsson selja plat- verðbréf ef ekkert kemst upp? Er allt í lagi að plata i alvöra, - ef það er uppáskrifað af fiskihagfræðing- um? Hvað er samanlögð kvótasala og leiga síðustu fimm ár margir milljarðar. Er hugsanlegt að t.d. 15% af þeirri fjárhæð séu þau fölsku verðmæti sem nú hafa vakið gamla verðbólgudraugurinn af vær- um svefni? Það kann að þykja einföldun að tengja uppspennt verð á aflaheim- ildum og verðbólgu með þeim hætti sem hér er gert. Þýðingarmikið er að reynt verði að skilgreina áður óþekkt atriði þess að verðbólga fer nú af stað, þegar enginn yfirdráttur er lengur í Seðlabanka og greiðslu- afkoma ríkissjóðs sú jákvæðasta í marga áratugi. Til þess að geta kveðið verð- bólgudraug niður verður fyrst að finna hvað vakti hann. Höfundur er frnmkvæmdastjóri. Kjarkleysi er kvöl Hversu margir skyldu þjást vegna þess að þeir þora ekki á hestbak þótt þeir gjarnan vildu? Mun fleiri en nokkurn grunar. Að missa kjarkinn hefur verið mikið feimnismál hjá hestafólki en sífellt fleiri leita sér hjálpar. Ásdís Haraldsdóttir, sem missti kjarkinn eftir þrjátíu ár í hestamennsku, ræðir við Sigrúnu Sigurð- ardóttur reiðkennara um vandamálið. EFTIR að eiga barn varð það eitt að nálgast hest nærri ofraun. Til- finningin var hræðileg og ótrúleg. Eftir að hafa umgengist hesta frá blautu barnsbeini og ríðið út frá fimm ára aldri hélt ég að þetta gæti ekki gerst. Sjálf hafði ég aldrei trúað konum sem sögðu frá sömu reynslu áður. Eg umgekkst hesta alla meðgönguna eins og venjulega og fann engan mun. En þegar ég ætlaði að fara að klöngr- ast á bak eftir að barnið var fætt þyrmdi yfir mig. Kaldur sviti spratt út og hjartað sló örar. Ég var sannfærð um að ég mundi detta af baki og deyja og skilja barnið eftir móðurlaust. Það sem áður hafði verið hrein ánægja var örðið kvöl og pína. Mig dreymdi um hesta bæði dag og nótt og í draumunum var gamli kjarkurinn alltaf til staðar. Þrátt fyrir að vilja taka mig á og bæta ástandið hefur það tekið mörg ár. Núna, nokkrum ái’um síðar, er kjarkurinn kominn aftur að mestu, en verður samt lík- lega aldrei jafn mikill og áður en áfallið reið yfir. Eftir á er mesta eftirsjáin að hafa ekki drifið mig á námskeið til að fá hjálp og flýta fyrir batanum. Hræddar mömmur og kærustur Sigi’ún Sigurðardóttir reiðkenn- ari hefur hjálpað mörgum sem misst hafa kjarkinn. Fyrir 12 árum byrjaði hún að halda námskeið fyr- ir hrædda. I hvert sinn sem hún hélt venjuleg námskeið varð hún þess áskynja að innan um var fólk sem misst hafði kjarkinn og það hentaði því ekki að vera á nám- skeiði með hinum í stórum hópi. Strax í upphafi komst hún að því að flestir sem áttu við þennan vanda að glíma voru konur eða kærustur hestamanna. Þær höfðu áhuga á að stunda hestamennsku með mönnunum en fengu hesta sem pössuðu engan veginn og þær réðu ekki við. Venjulega enduðu þessi ævintýri með slysum, mis- jafnlega alvarlegum, sem olli því að þær misstu kjarkinn. Sigrún segir þetta vera fljótlegustu að- ferðina til að koma í veg fyrir að nýliðar haldi áfram í hesta- mennsku! Þessi hópur kjarklausra er enn stór. I öðru lagi er um að ræða fólk sem hefur af einhverjum ástæðum tekið sér hlé í hesta- mennskunni, er að byrja aftur og finnur að kjarkurinn hefur minnk- að. Þessi hópur hefur í auknum mæli leitað sér hjálpar. I þriðja lagi eru það konur sem nýlega hafa átt börn. Sá hópur er stór og í honum eru oft konur sem hafa stundað hestamennsku árum og áratugum saman. Því miður eru dæmi um að konur byrja aldrei aftur í hestamennsku eftir að hafa átt börn. En Sigrún er sannfærð um að það sé hægt að hjálpa þeim. Að fá hest við sitt hæfi „Mikilvægast er að þeir sem hafa misst kjarkinn fái hest við sitt hæfi. En það er svo misjafnt hvernig fólk og hestar passa sam- an,“ segir Sigrún. „Hestur sem einum þykir vera algjör bikkja er draumahestur annars. Það skiptir sköpum fyrii’ konur sem hafa dott- ið af hestum sem þær hafa ekki ráðið við að þær fái hest við sitt hæfi. Það hjálpar mest. En það er oft vandamál að finna rétta hest- Skelfileg lífsreynsla að missa kjarkinn GUÐMUNDA Haraldsdóttir var hrædd við öll dýr þegar hún var barn. En fyrir Ijórum árum byrj- aði hún galvösk í hestamennsk- unni þegar sonur hennar fékk áhuga og dró alla ijölskylduna með sér. Áhuginn varð strax mikill og hún dreif sig á námskeið. Næsta skref var að kaupa sér hest og byrja að ríða út. Fljótlega fór að syrta í álinn þegar hesturinn tók upp á því að rjúka, aðal- lega niður brekkur. „Ég varð skelfingu lost- in og fór að titra bara við tilhugsunina að fara upp í hesthús," seg- ir Guðmunda. „ Af þver- móðskunni einni saman ákvað ég samt að gefast ekki upp því mér fannst hestamennskan svo skemmtileg. Ég lét mig hafa það að fara á hestbak en ég tók upp á því að ríða bara fetið fram og til baka. Hesturinn var orðinn mjög pirr- aður á þessu. En ég hætti aldrei. Þegar fór að vora benti vinkona mér á Sigrúnu Sigurðardóttur og ég dreif mig á námskeið. Síðan hefur kjarkurinn komið smárn saman.“ Guðmunda segir að það hafi verið skelfileg lífsreynsla að verða svona hrædd. „Ég held að engu sé logið þó ég segi að ég hafi verið hræddasta manneskja sem komið hefur á námskeið hjá Sigrúnu. En Sigrún hefur ein- stakt lag á því að hjálpa fólki að komast yfir kjarkleysi. Hún reyndist mér líka vel þeg- ar hesturinn minn fékk spatt því sama dag og ég fékk þann úr- skurð bauðst Sigrúnu hryssa til kaups. Hún kom með hana strax til mín og bauð mér hana. Þessi hryssa, sem heitir Vænting, var einmitt það sem ég þurfti á að halda. Hún er eins og hugur minn og hefur átt mikinn þátt í því hvað kjarkurinn hefur auk- ist. Eftir að ég fékk hana hef ég virkilega notið þess að fara á hestbak. Hún er svo traust að hún haggast ekki, sama hvað gengur á í kringum hana. Nú er ég líka farin að ríða annarri hryssu í okkar eigu en hún heitir Framsókn. Ég bjóst aldrei við að þora á bak henni því hún er svo skapmikil. Við lánuð- um Sigrúnu hana í ferð í sumar og þegar hún kom til baka hugs- aði ég með mér að annaðhvort færi ég þá á bak henni eða aldrei. Ég fór ein og sótti merina og reið út og það gekk eins og í sögu. Þessar tvær hryssur tók ég svo með mér í átta daga hestaferð í sumar.“ Guðmunda segir að þeir sem eru að byrja í hesta- mennsku hafi í raun enga hugmynd um og ekkert vit á hvernig hesta þeir þurfi. Því sé nauðsynlegt að fá hjálp frá traustu fólki við valið því réttur hestur skipti höfuð- máli. Á þeim þremur árum sem liðin eru frá því hún fór á námskeiðið hefur áhuginn á hestunum aukist jafnt og þétt. Þótt sonurinn stundi ekki lengur hestamennsku og eiginmaðurinn komist sjaldan vegna vinnu bíða hún og dóttir hennar eftir því að ljúka vinnu og skóla og drífa sig upp í hesthús á hverjum degi þegar hestarnir eru komnir á hús. Guðmunda á Framsókn á leið á Þeystareyki í hestaferðinni í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.