Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.10.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 51-* Jólalaukar - goðaliljur, hátíða- liljur, túlipanar Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka tíl. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. EKKI veit ég hvort bömin á leik- skólum landsins eru farin að rifja upp jólalögin, en þess verður.ekki langt að bíða. Ég held að enginn árs- tími líði jafnhratt í mínum huga og haustið. Ég er alltaf að telja mér í trú um að það sé ekki alveg komið og svo er allt í einu kominn harða- vetur og jólaundir- búningurinn á fullu. Það er löngu liðinn sá tími að maður miði undirbúninginn við jólasveininn í glugga Rammagerðarinnar eins og maður gerði sem krakki. Þónokk- uð langt er síðan ég heyrði auglýst að jólahandavinn- an væri komin, en ég hef ekki enn tekið eftir auglýsingum um jóla- blómin. En það er ekki seinna vænna en fara að hugsa fyrir ræktun jólablómanna, a.m.k. sumra þeirra. Ef minnst er á jóla- blóm dettur sjálfsagt flestum í hug jólastjarnan, hún hefur unnið sér öruggan sess og er fastur lið- ur í jólaskreytingum margra heimila. En það eru önnur jóla- blóm sem eru búin að vera vinsæl á íslandi miklu lengur er jóla- stjarnan og lengst allra hefur lík- lega goðaliljan verið ræktuð sem jólablóm. Nú klórar líklega ein- hver sér á bak við eyrað og hugs- ar: bíddu nú við - goðalilja, aldrei hef ég séð hana. En ef ég segði jólahýjasinta, myndu líklega flestir kinka kolli. Það að kalla hýjasintu goðalilju er komið úr gn'sku goðafræðinni eins og svo mörg önnur plöntuheiti, en pilt- urinn Hyacinthos lét lífíð í íþróttaslysi, varð fyrir kringlu guðsins Appolos, og upp af blóði hans spruttu þessi fögru blóm. Hýjasintur má auðvita líka rækta úti í garði, en það er saga, sem ekki verður sögð núna. Til þess að fá hýjasintur í blóma á jól- um gildir að hugsa fyrir málum tímanlega, því þær þurfa a.m.k. 11 vikna ræktunartíma fyrir blómgun og þessum tíma fylgja dálitlar tilfæringar, þótt ræktunin sé í sjálfu sér ósköp einföld. Hýjasintur eru laukblóm og þá lauka sem nota á til jólaræktunar er búið að meðhöndla sérstaklega til að þeir taki sem fyrst við sér. Laukana má rækta hvort heldur er í mold eða vatni, en einhvern veginn fínnst mér vatnsræktunin meira spennandi og eins og til- heyra, líklega af því að þannig ræktaði mamma vinkonu minnar hýjasintur, þegar ég sá þær fyrst. Og ekki má gleyma kramarhúsum úr mislitum pappír, sem hún hvolfdi yfír laukana, þau gáfu sinn hluta af stemmingunni. Hér áður fyiT voru notuð sérstök glös, víð efst með mjóum hálsi, þar sem laukurinn situr í, og vatnið er síð- an látið ná uppundir laukkökuna, neðsta hluta lauksins. Já uppund- ir, ekki upp á. Að vísu hef ég ekki reynt vatnsræktun sjálf, hef aldrei rekist á glösin fallegu, en auðvelt er að rækta laukana í léttri, sand- blandaðri gróður- mold. Moldin er látin ná upp á laukinn að tveimur þriðju og svo er potturinn geymd- ur í svala, undir 10 gráðum, og myrkri í 8-10 vikur, eða þang- að til að liðlega 2 sm blaðspíra hefur vaxið upp. Þá eru pottarnir fluttir í góða birtu og stofuhita og sjá, eftir tæpar þrjár vikm- stendur blómstöng- ullinn í allri sinni dýrð og fyllir her- bergið af ljúfum ilmi. Þetta er langur tími og stundum verður maður dálítið seinn fytir að koma laukunum af stað en eru áramóta- hýjasintur nokkuð verri en jóla- hýjasintur, ég bara spyr. Túlipana má hafa í blómgun á jólum, a.m.k. túlipana, sem hafa verið forræktaðir. Algengast er að jafa á jólum tegund, sem heitir Brilliant star og er lágvaxin og faguirauð. Túlipanarnir þurfa ívið styttri ræktunartíma en hýjasinturnar, en aðferðin er sú sama, hafðir í myrki-i 8-10 vikur, en blómstra 10-14 dögum eftir að þeir eru teknir í herbergishita og góða birtu. Ekki má gleyma jóla-páskalilj- unum, þetta er nú ljóta klúðurs- nafnið, þá er betra að rifja upp ís- lenska heitið á ættkvíslinni, hátíð- arliljur, eða tala bara um jólalilj- ur, sbr. páska- og hvítasunnulilj- ur. Jólaliljurnar eru mjög auð- veldar í ræktun og miklu einfald- ara og fljótlegra að fá þær í blóma en túlipana eða hýjasintur. Þær hátíðaliljur sem eru ræktað- ar svona inni, eru fjölblóma, til- tölulega mörg en lítil blóm á sama blómstöngli. Sú tegund sem er vinsælust í ræktun heitir Pa- perwhite. Blómin eru rjómahvít að lit með dekkri miðju og ilma mikið. Algegnast er að rækta há- tíðaliljurnar í vatni, þ.e. skorða laukana nokki’a saman í íláti (glerknis) með möl eða smástein- um á botninum og fylla með vatni uppundir laukana. Ilátið er haft í birtu allan tímann, en best er að staðurinn sé frekar svalur til að byrja með, en setja laukana í full- an herbergishita þegar blöðin eru orðin nálægt 10 sm löng. Venju- lega blómstra jólaliljur 4-6 vikum eftir að ræktun þeirra er sett af stað. Fleiri laukblóm má rækta inni, en nú er mál að linni. Á haustlaukalista Garðyi-kjufélags- ins í ár eru bæði jólahýjasintur, túlipaninn Brilliant star og Pap- erwhite-jólaliljan. BLOM VIKUNMR 422. þáttur llmsjoii Si|rilur Hjarlar Uthlutað úr Styrktarsjóði Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins Frá styrkveitingunni: F.v.: Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi, Ásgeir Þorsteins- son, formaður sjóðsstjórnar, og Maggý Magnúsdóttir félagsráðgjafi. NÝVERIÐ var í fjórða sinn úthlutað úr styrktarsjóði Greiningar- og ráð- gjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Styrk hlutu að þessu sinni Maggý Magnúsdóttir félagsráðgjafí, til námsdvalar í Utah í Bandaríkjunum þar sem hún mun kynna sér þjón- ustu við ung, fötluð börn og fjöl- skyldur þeirra, svo og iðjuþjálfarnir Þóra Leósdóttir og Snæfríður Þ. Egilson til úi-vinnslu gagna um skyn- og hreyfiþroska úr samanburðar- rannsókn á íslenskum fyrirburum og viðmiðunarhópi. Styrktarsjóðurinn var stofnaður 1995. Tilgangur hans er að veita styrki til símenntunar og fræðilegra rannsókna á sviði fatlana barna, með það að leiðarljósi að efia fræðilega þekkingu og faglega þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hefur starfsfólk Greiningarstöðvar- innar að jafnaði forgang við styrk- veitingar úr sjóðnum, sem fara fram árlega. Sjóðnum hefur borist fjöldi fram- laga, bæði frá félögum og einstak- lingum, en tekna er einnig aflað með sölu minningarkorta. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn, með minningargjöf- um eða öðrum hætti, er bent á að snúa sér til Greiningarstöðvarinnar, Digranesvegi 5, Kópavogi, eða Breiðholtsapóteks, Mjóddinni. Finna má frekari upplýsingar um sjóðinn og panta minningarkort á heimasíðu Greiningarstöðvarinnar: www.grein- ing.is. Hópur fullorðinna sem keppir í þetta sinn. Keppendur í samkvæmis- dansi á leið til Englands Doktorsvörn við tann- læknadeild ÞÓRARINN Sigurðsson tannlæknir ver laugardaginn 9. október dokt- orsritgerð sína, „Endurnýjun stoð- vefja tanna og tannplanta“ (Regner- ation in periodontal and peri-implant defects) við tannlæknadeild Háskóla Islands. Vörnin mun fara fram í sal 3 í Háskólabíói og hefjast kl. 13:15. Þetta er fyrsta doktorsvörnin við deildina síðan 1979. Fyrsti andmælandi verður dr. Thorkild Karring, prófessor í tann- holdsfræði og deildarforseti tann- læknadeildar við Háskólann í Árós- um. Annar andmælandi verður dr. Anders Linde, prófessor í lífefna- fræði við tannlæknadeild Háskólans í Gautaborg. Forseti tannlækna- deildar, Peter Holbrook prófessor, mun stjórna athöfninni. Stoðvefír tanna og tannplanta brotna oft niður vegna bólgusjúk- dóma í munni sem leitt geta til tann- missis. Rannsóknh-nar að baki rit- gerðinni beindust að því að endur- bæta þær aðferðir sem þekktar eru til þess að endurnýja kjálkabein og tannhold sem skemmt er vegna tannholdsbólgu. Ritgerðin lýsir rannsóknum, þar sem beinmyndandi prótein voru notuð til þess að líkja eftir aðferðum náttúrunnar til þess að mynda vefi, í þessu tilfelli stoðvefi tanna og tannplanta. Beinmyndandi prótein tilheyra fjölskyldu náttúru- legra próteina sem stjórna vefja- myndun á fósturstigi en hafa nýlega sýnt sig að hafa margvísleg hlutverk fyrir viðhald og endurnýjun vefja. Éinnig beindust rannsóknirnar að því að bæta áður þekktar aðferðir til þess að styrkja náttúrulega hæfni kjákabeins og tannholds til endur- nýjunar. Þetta var gert með því að stýra ferli þeiiTa fruma sem taka þátt í sáragræðslu eftir tannholdsað- gerðir. Enda þótt notkun beinmynd- andi próteina sé enn á rannsókna- stigi munu þau geta valdið byltingu í meðferð sjúkdóma þar sem endur- nýjunar vefja er þörf, er fram líða stundir. Þórarinn J. Sigurðsson er Isfirð- ingur, fæddur 1948. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1968, lauk tannlæknaprófí frá tann- læknadeild HÍ 1974 og framhalds- námi í tannholdslækningum frá Há- skólanum í Lundi í Svíþjóð 1974. Þórarinn starfaði sem sérfræðingur í tannholdslækningum á Akureyri til ársins 1991. Þá réð hann sig til starfa við Háskólann í Loma linda í Kaliforníu, fyi-st sem aðstoðarpró- fessor og síðan sem prófessor í tann- holdslækningum. Á liðnu sumri tók Þórarinn við stöðu dósents við tann- læknaskólann í Bergen í Noregi, þar sem hann starfar um þessar mundir. Þórarinn er kvæntur Hildi Kára- dóttur tannfræðingi. ÍSLENSKIR keppnisdansarar taka þátt í þremur danskeppnum á Englandi dagana 9.-13. október nk. Fyrsta keppnin, London Open, fer fram í Brentwood á laugardaginn, önnur keppnin, Imperial, fer fram sunnudaginn 10. október og síðasta og stærsta og sterkasta keppnin, International, fer fram í Brentwood þriðjudag og miðvikudag. í fréttatilkynningu segir: „í ár era það 14 íslensk keppnispör sem keppa. Til gamans má geta þess að aldrei hefur flokkur fullorðinna ver- ið stærri, en 5 pör taka þátt í þetta sinn. Islendingar hafa oftar en ekki náð mjög góðum árangri á þessum keppnum. Skammt er að minnast sigurs Halldóru Sifjar Halldórsdótt- ur og Davíðs Gill Jónssonar í suður- amerísku dönsunum þegar þau vora 11 ára og yngri og sigurs Benedikts Einarssonar og Berglindar Ingva- dóttur sem einnig sigruðu í suður- amerískum dönsum þegar þau kepptu í flokki unglinga 12-15 ára. Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsbörn hafa einnig náð mjög góðum árangri á þessari keppni og eru eina ís- lenska parið sem hefur hlotið þann í TILEFNI ráðstefnunnar Konur og lýðræði sem haldin er í Borgar- leikhúsinu um helgina, verður í Hlaðvarpanum menningarmiðstöð kvenna, Vesturgötu 3, samkoma kvenna sem að standa konur úr ýmsum kvennasamtökum í tengslum við ráðstefnuna Konur og lýðræði og Hlaðvarpann. Föstudaginn 8. október kl. 13-16 ætla konur að hittast og fylgjast saman með beinni sjónvarpsútsend- ingu frá setningarhátíð ráðstefnunn- heiður að dansa í Royal Albert Hall.“ Keppnispörin sem keppa í þetta sinn era: Hópur fullorðinna: Björn Sveinsson og Bergþóra María Berg- þórsdóttir, Gulltoppur, Eggert Cla- essen og Sigrún Kjartansdóttir, . Kvistir, Eyjólfur Baldursson og Þór- dís Sigurgeirsdóttir, Gulltoppur, Jón Eiríksson og Ragnhildur Sandholt, Gulltoppur og Kristinn Sigurðsson og Fríða Helgadóttir, Gulltoppur. Áhugamenn: Ami Þór Eyþórsson og Erla Sóley Eyþórsdóttir, Kvistir. Ungmenni: Eðvarð Þór Gíslason og Guðrún Halla Hafsteinsdóttir. Hópur unglinga 12-15 ára:, Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir, Gulltoppur, Agnar Sig- urðsson og Elín Dröfn Einarsdóttir, Gulltoppur, Grétar Ali Khan og Jó- hanna Berta Bernburg, Kvistir, Hilmir Jensson og Ragnheiður Ei- ríksdóttir, Gulltoppur. Hópui’ barna 11 ára og yngri: Arn- ar Georgsson og Tinna Rut Péturs- dóttir, Gulltoppur, Baldur Kári Eyj- ólfsson og Erna Halldórsdóttir, Gull- toppur, Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, Gulltoppm’. ar, auk þess að spjalla saman yfir kaffibolla. Laugai’daginn 9. október kl. / 16-18.30 verður síðdegisboð í Hlað- varpanum þar sem konur munu hitt- ast og ræða um stöðu kvenna við ár- þúsundamót. Kl. 17 mun Sigríður Dúna Kristmundsdóttir koma í heimsókn og segja frá gangi umræð- unnar í Borgarleikhúsinu en hún er stjórnandi ráðstefnunnar fyrir fs- lands hönd. Allar konur eru vel- ■ komnar í Hlaðvarpann. Síðdegisboð um lýðræði í Hiaðvarpanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.