Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ahrif stórframkvæmda á þenslu og verðbólgu
Hefja verður framkvæmdir
í réttu efnahagsástandi
Hvaða áhrif munu fyrirhugaðar stórfram-
kvæmdir á Austurlandi, bygging álvers á
Reyðarfírði og Fljótsdalsvirkjun hafa á
þjóðhagsspá, þar sem gert er ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist við virkjunina á miðju
næsta ári? Morgunblaðið leitaði svara
við þeirri spurningu hjá forstjóra
Þjóðhagsstofnunar og aðalhagfræðingi
Seðlabanka Islands.
ÞJÓÐHAGSSPÁ gerir ráð fyrir
2,7% hagvexti á næsta ári og um 2%
hagvexti að jafnaði á árunum
2001-2004. Spáin miðar við „mjúk-
lendingu" hagkerfisins miðað við þá
þenslu sem einkennir hagkerfíð í
dag. Ein af meginforsendum þessar-
ar spár er að ekki verði ráðist í aðr-
ar stóriðjuframkvæmdir á tímabil-
inu en þær sem þegar hefur verið
samið um, þ.e. stækkun Norðuráls
um 30 þúsund tonn og framkvæmdir
henni tengdar, t.d. Vatnsfellsvirkj-
un.
Að sögn Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar og for-
manns samráðsnefndar íslenskra
stjómvalda, íslenskra fjárfesta,
Landsvirkjunar og Hydro Alumini-
um, verður tekin ákvörðun í byrjun
júní á næsta ári hvort ráðist verður í
framkvæmdir álvers á Reyðarfirði
og Fljótsdalsvirkjun.
Hafa veruleg þjóðhagsleg
áhrif á framkvæmdatíma
Ef af framkvæmdunum verður
munu þær hefjast skömmu síðar, eða
þá um sumarið, sem er forsenda fyr-
ir því að virkjunin geti verið tilbúin
fyrir lok árs 2003 þegar álverið á að
hefja rekstur. Árið 2000 hefjast
íramkvæmdir fyrst og fremst við
jarðgöng virkjunarinnar, sem eiga
að vera um rúmlega 30 km löng en
reiknað er með að framkvæmdir
hefjist að fullu bæði við virkjunina
og álverið árið 2001.
„Fljótsdalsvirkjun og álver á Reyð-
arfírði eru ekki inni í þjóðhagsáætlun
vegna þess að það hefur ekki verið
tekin ákvörðun um byggingu álvers-
ins á Reyðarfirði og ekki er ætlunin
að undirrita samning þess efnis fyrr
en í byrjun júní á næsta ári. Fram-
kvæmdimar skipta hins vegar mjög
litlu máli fyrir árið 2000 vegna þess
að þær hefjast ekki nema að mjög
litlu leyti á því ári og kostnaður við
þær verða innan við milljarð króna
svo það hefur mjög lítil áhrif í þjóð-
hagslegu samhengi,“ segir Þórður.
Arið 2001 má hins vegar búast við
verulegum þjóðhagslegum áhrifum
af framkvæmdunum, verði af þeim,
segir Þórður. Hann segir að standist
þjóðhagsáætlun, en hún gerir ráð
fyrir 2% hagvexti á framkvæmda-
tímanum, árin 2001-2004, muni
framkvæmdirnar væntanlega auka
hagvöxt um 1% á þeim árum.
„3% hagvöxtur er líklega nálægt
því að vera jafnvægishagvöxtur í ís-
lenska hagkerfinu þannig að það
ætti að vera svigrúm fyrir slíkan
hagvöxt og slíkar framkvæmdir mið-
að við að þjóðhagsáætlun standist.
Þensluhættan ætti að vera liðin hjá á
þeim tíma ef þjóðhagsspá gengur
eftir,“ segir Þórður.
Aðspurður segir hann að gangi
þjóðhagsspá ekki eftir og meiri
þensla verði í þjóðfélaginu en spáin
geri ráð fyrir, sé mikilvægt að hafa
efnahagsástandið í huga þegar
ákvörðun verður tekin um fram-
kvæmdirnar í júní á næsta ári.
Best að hefja fram-
kvæmdir í slaka
Már Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabanka Islands, segir að
tímasetning jafnstórra framkvæmda
og um ræðir skipti verulegu máli.
„Við vitum ekki hvert ástandið í ís-
lenskum efnahagsmálum verður árið
2001. Auðvitað hafa menn efasemdir
um að það hægi jafnmikið á hagvext-
inum árið 2000 og Þjóðhagsstofnun er
að spá, en við vonum að það hægi eitt>
hvað á honum. Það er verið að herða
að hér í peningamálum og í ríkisfjár-
málum og það getur smám saman
farið að skila sér í minni hagvexti sér-
staklega á árinu 2001. Þá þarf það
ekki að vera slæmur tími til að fara út
í svona framkvæmd,“ segir Már.
Hann segir að besti tíminn til að
hefja svo miklar framkvæmdir sé þeg-
ar slaki er á hagkerfinu. „Það er alls
ekki slaki í ár, ólíklegt að svo verði á
næsta ári nema miklar breytingar
verði á ástandinu á næstu vikum eða
mánuðum, og við vitum ekld hvemig
ástandið mun verða árið 2001.“ Már
segir að verst sé að hefja slíkar fram-
kvæmdir þegar mikil þensla sé í þjóð-
félaginu og skortur á vinnuafli.
■Œuai
Doktor í
eðlisfræði
•RAGNAR K. Ásmundsson varði
doktorsritgerð sína í yfirborðseðlis-
fræði við Háskólann í Lundi 10.
september sl. Ritgerðin ber titilinn
„Vibrational Spectroscopy of
Surface Adsorbates on Metal
Surfaces" og byggist á fjórum grein-
um sem allar fjalla
um innrautt titr-
ingsróf smárra
sameinda á yfir-
borði tveggja
málma, kopars og
wolfram.
Sýnt er fram á
hvemig nýta megi
hliðrun
gleypnitoppa í títringsrófum alkoxíðs
til þess að greina samhverfu alkoxíð-
sameindanna á vel skilgreindu málm-
yfirborði. Hliðrunin var fengin með
því að skipta út kol-12 með kol-13
frumeindasamsætum, sem leyfir ná-
kvæma greiningu á mældum títrings-
rófum svo framarlega sem nægilegri
litrófsupplausn er beitt. Ab initio raf-
eindareikningum var beitt til þess að
líkja eftir mæliniðurstöðum, en þó
með talsverðum einfoldunum. TÍl við-
bótar vom Fermi-hermur í metoxíð-
laginu rannsakaðar og líkt eftír í ein-
földu reiknilíkani.
Leiðbeinandi Ragnars var dr. Per
Uvdal, dósent við Lundarháskóla, en
andmælandi við vörnina var dr.
Cynthia M. Friend, prófessor við
Harvard-háskóla í Cambridge,
Massachusetts, Bandaríkjunum.
Ragnar K. Ásmundsson fæddist á
Akureyri 31. mars 1970, sonur hjón-
anna Ásraundar Jónssonar mennta-
skólakennara og Ragnheiðar
Kjæmesteti bókasafns- og upplýs-
ingafræðings. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1990 og BS-prófi í tæknilegri
eðlisfræði frá Háskóla íslands árið
1993. Hann hóf framhaldsnám við
Chalmers-háskólann í Gautaborg árið
1994 og síðan við Háskólann í Lundi
ári síðar og er þar enn við rannsókn-
arstörf. Eiginkona Ragnars er Guð-
rún Rósa Þórsteindóttir bókasafns-
og upplýsingafræðingur, doktors-
nemi við Háskólann í Borás og eiga
þau einn son, Ásmund Smára.
Kvennamiðstöðin í Sarajevó er ætluð fyrir bæði námskeið og áfallahjálp.
KVENNAMIÐSTÖÐ var opnuð í
Sarajevó í síðasta mánuði en
meðal þeirra sem lögðu sitt af
mörkum til að miðstöðin yrði að
veruleika er dr. Vilborg Áuður
Isleifsdóttir sagnfræðingur, sem
búsett er í Þýskalandi.
Bosniska kvenfélagið BISER í
Sarajevo rekur kvennamiðstöð-
ina og verða í húsinu
reknir námsflokkar,
þar sem m.a. verður
boðið upp á lestrar- og
enskukennslu, en í
Bosníu er töluvert um
ólæsi á meðal kvcnna.
Einnig mun heilsu-
gæslu og áfallahjálp
verða sinnt í miðstöð-
inni og konum boðið
upp á viðtöl við bæði
lækna og sálfræðinga.
Islenska rikið og ís-
lensk kvenfélög voru
meðal þeirra sem
lögðu fram fé til kaupa
á húsinu og nauðsyn-
legra viðgerða á því og
var framlag íslands um tvær
milijónir kr. Þá lögðu landstjórn-
in í Hessen og kvenfélög í Þýska-
landi og Sviss einnig sitt af
mörkum, en það er Evrópusam-
eldhús. Á annarri hæð er siðan
stór setustofa, fyrirlestraher-
bergi, leikstofa og skrifstofa.
Ekki hefur enn verið gengið frá
þriðju hæðinni vegna íjárskorts,
en gert er ráð fyrir að þar verði
fundarsalur, kennslustofa og litið
eldhús. Þá er áætlað að bóka-
safni verði komið fyrir á lofti
hússins.
Fjölmenni var við
formlega opnun mið-
stöðvarinnar og var
Vilborg þar viðstödd
ásamt Snorra Magnús-
syni Iögregluþjóni, sem
starfar nú í Sarajevó á
vegum utanríkisráðu-
neytisins. Auk félags-
kvenna og almennra
gesta mættu fulltrúar
hessnesku landstjórn-
arinnar í Wiesbaden
og sarnbandstjórnar-
innar í Berlín ásamt
sendiherrum erlendra
ríkja í Sarajevo.
BISER er með
bankareikning í Landsbankanum
og geta þeir sem vilja styrkja fé-
lagið við að Ijúka endurbótum á
húsinu lagt inn á reikning nr.
0111-26-2000.
Kvenna-
miðstöð í
Sarajevó
bandið sem veitir rekstrarfé til
starfseminnar.
Kvennamiðstöðin er um 460 fm
að stærð. Á jarðhæð eru þrjár
skólastofur, viðtalsherbergi og
Ríkissjóður
getur ekki
krafíst greiðslu
Sjálfskuld-
arábyrgð
Arborgar
ekki gild
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og
hafnað kröfu ríkisins um staðfest-
ingu sjálfskuldarábyrgðar sveitarfé-
lagsins Árborgar vegna láns til
Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka árið
1983. Skilmálum lánsins var breytt
eftir að ný og breytt sveitarstjórnar-
lög tóku gildi og taldi Hæstiréttur að
sjálfskuldarábyrgð hafi ekki tekið
gildi þar sem afgreiðsla málsins var
ekki í samræmi við nýju lögin.
Sveitarfélagið Eyrarbakki sam-
þykkti að takast á hendur sjálfskuld-
arábyrð á veðtryggðu láni Hrað-
frystihúss Eyrarbakka hjá ríkissjóði,
þá að fjárhæð tæpar 3 milljónir
króna. Til tryggingar greiðslu láns-
ins setti félagið fasteign sína á Eyr-
arbakka, með 33. veðrétti á eftir
skuldum að fjárhæð tæpar 19 millj-
ónir. Ekki var greitt af láninu á
fyrsta gjalddaga árið 1984 né öðrum
árið 1985. Árið 1987 féllst ríkissjóður
á breytta greiðsluskilmála skulda-
bréfsins. Nýr höfuðstóll skuldarinn-
ar, með gjaldfóllnum afborgunum og
eftirstöðvum, nam þá rúmum 7 millj-
ónum. Hreppsnefnd Eyrarbakka
staðfesti breytta skilmála með áritun
á skuldabréfið í lok janúar 1987.
Illa gekk að innheimta skuldina,
sem safnaði vöxtum, og var Eyrar-
bakkahreppur krafinn um greiðslu í
febrúar 1992. Oddviti undirritaði þá
réttarsátt um greiðslu hreppsins á
skuldinni, en ritaði forsætisráðherra
síðar bréf og bað um niðurfellingu
skuldarinnar. í september sama ár,
þegar engin viðbrögð höfðu orðið af
hálfu ráðherra, borgaði skuldarinn,
sem nú hét Bakkafiskur, tæplega 6,5
milljónir inn á skuldina. Ekki var um
frekari greiðslur að ræða, félagið var
tekið til gjaldþrotaskipta árið 1993
og lýstar kröfur í þrotabúið námu
rúmum 156 milljónum króna.
Ráðuneytið samdi um lækkun
Hreppurinn reyndi enn að semja
við ríkið um greiðslur. I október
1996 samþykkti fjármálaráðuneytið
skuldbreytingu á þann veg, að miðað
skyldi við samningsvexti, en ekki
dráttarvexti, af skuldinni. Hún nam
tæpum 39 milljónum með dráttar-
vöxtum, en með þessari breytingu
fór sú upphæð niður í rúmar 25 millj-
ónir. Hreppsnefndin vildi hins vegar
aðeins greiða höfuðstólinn, rúmar 7
milljónir, og hélt því fram að vafi léki
á réttmæti greiðsluskyldu hreppsins,
sem á þessum tíma var að vísu runn-
inn inn í sameinaða sveitarfélagið
Árborg. Málið kom því til kasta dóm-
stóla.
Hæstiréttur komst að þeirri niður-
stöðu, að sjálfskuldarábyrgðin hefði
aldrei öðlast gildi. Þegar gengið hafi
verið frá henni upphaflega, árið
1983, hafi hún ekki verið lögð fýrir
sýslunefnd Árnessýslu til samþykkis
og því ekki öðlast samþykki sam-
kvæmt þágildandi sveitarstjórnar-
lögum, 58/1961. Ábyrgðai-yfirlýsing-
in við skilmálabreytingu skulda-
bréfsins árið 1987 hafi orðið að full-
nægja skilmálum nýrra sveitar-
stjórnarlaga, 8/1986, en samkvæmt
4. mgr. 89. greinar þeirra hafi sjálf-
skuldarábyrgð sveitarfélags við
þessar aðstæður ekki verið heimil. „I
málinu hafa ekki verið leiddar líkur
að því að ábyrgð gagnáfrýjanda [Ái'-
borgar] vegna breytingarinnar á
skilmálum skuldabréfsins hafi verið
veitt gegn tryggingu, sem metin var
gild,“ segir Hæstiréttur. „Fullnægði
yfirlýsingin því heldur ekki skiiyrð-
um 5. mgr. 89. gr. um veitingu ein-
faldrar ábyrgðar og getur hún ekki
bundið gagnáfrýjanda," segir Hæsti-
réttur, sem dæmdi ríkið til að greiða
sveitarfélaginu Árborg 200 þúsund
krónur í málskostnað fyrir Hæsta-
rétti.