Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 20

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 20
20 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Afmælis- kaffí Búseta BÚSETI á Akureyri minnist merkra tímamóta í sögu sinni með afmæliskaffí í veislusal Fiðlarans, Skipagötu 14, á morgun, sunnudaginn 17. októ- ber, frá kl. 15 til 17. Þess verð- ur minnst að 15 ár eru liðin frá því að Búsetafélög voru stofn- uð á Akureyri og Reykjavík og einnig eru 10 ár liðin frá því fyrstu samningamir um íbúðir fyrir Búseta á Akureyri voru undirritaðir. Búseti á Akureyri á nú og rekur 42 íbúðir og verður flutt inn í tvær nýjar til viðbótar fyrir áramót. Þá hefur bygg- ingafélagið Hyrna tekið að sér að byggja 15 til 17 nýjar íbúðir á Eyrarlandsholti og verða þær tilbúnar á næstu tveimur árum. Jafnframt byggir Hyma 13 til 17 íbúðir fyrir Búmenn, húsnæðissamvinnufélag eldri borgara. Búseturéttaríbúðum fjölgar því á Akureyri á næstu tveimur árum yfir 70%. Opið hús í Dalvík- urskóla VIÐBYGGINGAR við Dalvík- urskóla verða formlega teknar í notkun á morgun, sunnudag- inn 17. október, kl. 15. Af því tilefni verður opinn dagur í Dalvíkurskóla, Tónlist- arskóla Dalvíkur og hjá Út- vegssviði VMA á Dalvík og er tilgangur hans að gefa íbúum sveitarfélagsins kost á að kynna sér breytta aðstöðu skólanna. Opið verðui- frá kl. 14 til 17 á morgun. Hafist var handa um bygg- ingu í lok maí á síðasta ári og hófst kennsla í þeim nú í byrj- un september. AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Sprelldagur háskólanema SPRELLDAGUR Háskólans á Akureyri var haldinn í gær, en um árlegan viðburð er að ræða þar sem nemendur koma saman og gera sér glaðan dag. Nemendur deilda skólans keppa sín á milli í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum og ákafir stuðningsmenn hvetja þá óspart. Morgunblaðið/Kristján Akureyringurinn Torfí Ólafsson og félagi hans Hugo Girard frá Kanada munu takast á í kraftakeppni á Akureyri í dag og á morgun ásamt fimm öðrum kraftajötnum. Sterkustu menn heims NOKKRIR af helstu kraftajötnum heims koma saman til keppni á Akureyri í dag laugardag og á morg- un, sunnudag. Keppnin ber yfir- skriftina; Víkingar norðursins og munu kraftajötnarnir reyna með sér í sex keppnisgreinum. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem slík keppni fer fram norðan heiða. Kraftajötnarnir, sem eru víða að úr heiminum, eru engin smásmíði en sá þyngsti þeirra er 199 kg en sá léttasti 135 kg. Fulltrúi Islands er Torfi Ólafsson, sterkasti maður ís- lands, Islands eina von en hann er tveir metrar á hæð og 182 kg. Torfi sagði keppnina leggjast vel í sig og hann ætlar sér ekkert annað en sigur. „Eg fer aldrei í keppni til annars en að vinna og annað hvort rassskelli ég þá eða þeir mig. Þetta er þó fyrst og fremst skemmtun fyr- ir áhorfendur og ég á von á mjög skemmtilegri keppni.“ Trukkadráttur í dag Keppendur auk Torfa eru Magnus Samuelsson, Svíþjóð, sterkasti mað- ur heims 1998, hæð 200 cm og 144 kg, Janne Virtanen Finnlandi, annar sterkasti maður í heimi 1999, hæð 192 cm og 135 kg, Hugu Girard, sterkasti maður Kanada, hæð 187 cm og 150 kg, Glenn Ross, sterkasti maður írlands, hæð 181 cm og 199 kg, Jamie Reeves Englandi, sterkasti maður heims 1989, hæð 192 cm og 150 kg og Reigin Vágadal, sterkasti maður Færeyja, hæð 187 cm og 137 kg. Alþjóðlegur dómari keppninnar er Jackie Reeves frá Bretlandi. í dag laugardag fer fram ein keppnisgrein en þá reyna kraftajötn- arnir með sér í trukkadrætti. Keppt verður á plani Eimskips við Oddeyr- arskála og hefst keppni kl. 11. A morgun, sunnudag, fer keppnin fram í íþróttahöllinni og hefst þá kl. 13.30. Þar verður keppt í fimm greinum, bóndagöngu, bíldrætti á höndum, hleðslu, axlarlyftu og drumbalyftu. Höllin verður opnuð almenningi klukkustundu áður en keppnin hefst. Margir vildu taka þátt Auk þess að taka þátt í keppninni hefur Torfi einnig komið að undir- búningi, sem staðið hefur yfir í marga mánuði. Hann sagði það ekki hafa verið erfitt að fá þessa miklu kraftakarla til að koma til Akureyr- ar, „ég hefði getað fengið miklu fleiri". Formlegur samruni Akoplasts og Plastos-umbúða undir nafni Ako/Plastos genginn í gegn Fyrirtæki með nýja og skarpari sýn á framtíðina SAMRUNI fyrirtækjanna Akoplasts hf. á Akureyri og Plastos-umbúða ehf. í Garðabæ, undir nafni Ako/Pla- stos hf., gekk formlega í gegn í byrj- un síðasta mánaðar. Fyrirtækin hafa þó verið rekin sameiginlega allt þetta ár, eða frá því að eigendur Upphafs ehf., sem áttu Akoplast, keyptu tæplega 80% hlut í Plastos- umbúðum í árslok 1998 með samein- ingu fyrirtækjanna í huga. Upphaf er í eigu þeirra Daníels Árnasonar, Eyþórs Jósepssonar og Jóhanns Oddgeirssonar og starfa þeir allir hjá Ako/Plastos. Rekstur Plastos- umbúða hefur verið erfiður síðustu ár og var fyrirtækið rekið með miklu tapi á síðasta ári, á sama tíma og Akoplast var rekið á núlli. Sameigin- legur rekstur á þessu ári undir nafni Ako/Plastos hefur gengið samkvæmt áætlun að sögn Daníels Amasonar og taprekstri verið snúið við, þó gert sé ráð fyrir einhverju tapi í árslok. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir hagnaði af rekstri Ako/Plastos. „Úr þessum tveimur félögum sem voru að bítast á markaðnum erum við að skapa fyrirtæki með nýja og skarpari sýn á framtíðina. Við ætlum að koma okkur þannig fyrir á um- búðamarkaðnum að við komust vel af rekstrarlega og sjáum ljósið framundan. Umhverfíð hefur verið að breytast og það hefur átt sér stað töluverð þróun í markaðsstarfi fyrir- tækja á undanfornum árum og þau meira farið út í að bjóða heildar- lausnir og þar erum við engin undan- tekning. Menn verða að þjónusta sína viðskiptavini vel og bjóða upp á vöru sem tengist kjarnavörunni, sem í okkar tilfelli eru plastumbúðir. Hins vegar er nú komið að því að fyrirtæki fari að huga að því að verða virkilega góð á sínu sviði og það er komið að því fyrir okkur að finna nýja fleti og sérhæfa okkur. Samkeppni innlendra aðila og ekki síður erlendis frá kallar á það að menn vandi sig og geri betur bæði í framleiðslu og markaðssetningu. ís- lenski markaðurinn er líka krefjandi og gerir kröfur um skjótan afhend- ingartíma vegna sveiflna í hinum ýmsu greinum, eins og t.d. í sjávar- Morgunblaðið/Kristján Framkvæmdir við viðbyggingu húsnæðis fyrirtækisins á Þórsstíg 4 eru í fullum gangi en öll starfsemin á Akureyri verður komin þar und- ir eitt þak fyrir áramót. AKO/Plastos: Úr rekstri 1999 Tölur í þús. kr. ACOplast 1998 Plastos Umb. 1998 ACO/Plastos jan-júní 1999 Rekstrartekjur 215.085 367.472 260.759 Rekstrarhagnaður 5.088 -11.740 13.202 Fjármagnskostnaður 4.980 22.475 16.487 Óregluleg gjöld 0 13.072 15.711 1) Hagnaður (tap) 108 -47.287 -18.996 Handbært fé frá rekstri 14.176 -42.726 -8.998 Eignir 157.158 378.417 594.197 Eigið fé 59.057 45.794 179.208 2) 1) Um 9,1 milljón kr, vegna breyttra matsaðferða við birgðir, viðskiptakröfur og fjármögnunarieigu- samninga og um 6,6 m.kr. vegna samrunakostnaðar. 2) Eigið fé Plastos 1998 var miðað við flýtifyrnda stöðu fasteignar í Garðabæ en 1999 er miðað við byggingarkostnað eignarinnar. útvegi. Fyrirtæki þurfa í þeim tilfell- um að geta svarað óvæntri eftir- spurn eftir vöru,“ sagði Daníel. Samruni krefjandi ferli Ako/Plastos býður upp á breitt vörusvið í plasti en fyrirtækið heíúr enn ekki farið út í framleiðslu á papp- írsumbúðum. Krafan um meiri gæði hefur aukist, t.d. í litgreiningu, og hefur verið fjárfest í framleiðslutækj- um og búnaði til að gera fyrirtækið samkeppnishæfara. Viðskiptahópur- inn er stór og breiður, allt frá sjopp- um upp í stórmarkaði og frá heima- bakstri í stóra framleiðendur í mat- vælaiðnaði. Einnig framleiðir Ako/Plastos plastumbúðir til heimil- isnota og fyrir stofnanir og fyrirtæki. Daníel sagði að samruni fyrirtækj- anna væri krefjandi ferli sem reyndi mjög á innviði þeirra. Markmiðið væri að ná því besta út úr hvoru fyr- irtæki fyrir sig. Hann sagði ljóst að samlegðaráhrifin væru umtalsverð og hagræðingin kæmi fyrst og fremst fram á framleiðslu-, þjónustu- og stjónunarsviði. „Við keyptum fyr- irtæki í miklum taprekstri og það er okkar verkefni að snúa rekstrinum til betri vegar. Milliuppgjör fyrstu sex mánuði þessa árs sýnir að okkur hef- ur tekist að minnka lekann. Heildar- tap er um 19 milljónir króna, þar af tæpar 16 milljónir króna vegna breyttra matsaðferða í uppgjöri og samrunakostnaðar. Tekjumar hafa dregist saman um 10%, þar sem við höfum hætt að sinna ýmsum verkefn- um sem rekin voru með tapi en fram- legðin hefur staðist væntingar okkar og um það snýst málið.“ Húsnæði til sölu norðan og sunnan heiða í kjölfar sameiningar fyrirtækj- anna var ákveðið að flytja fram-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.