Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORG UNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Menningar sö guminj ar eyðilagðar á Oskjuhlíð ÍSLENDINGAR geta ekki státað af mörgum gömlum mannvirkjum sem telj- ast hafa menningar- sögulegt gildi fyrir heimsbyggðina. Satt að segja kemur mér ekk- ert mannvirki á íslandi í hug sem keppt gæti við gamla hitaveitu- stokkinn um slíkan sess. Gamli hitaveitu- stokkurinn frá Reykj- um í Mosfellsbæ til Öskjuhlíðar var byggð- ur á árunum 1940-1943 og var fyrsta langa jarðhitaveituleiðslan sem lögð var á jörðinni. Hitaveita Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykja- víkur) lagði sverari leiðslu í jörð 1997-1998 og jafnaði gömlu leiðsl- una við jörðu innan borgarmarka Reykjavíkur. Aðeins 30 m langur bútur var skilinn eftir við Perluna á Öskjuhlíð til varðveislu. Nú í haust var þessi bútur eyðilagður og er *” verið að byggja svokallað lokahús þar sem hann stóð. Með þessu er Orkuveita Reykjavíkur búin að eyðileggja merkustu sjáanlegu minjamar í Reykjavík um glæsta sögu Hitaveitu Reykjavíkur. Varðveisla gamla hitaveitustokksins Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið 19. ágúst 1998 sem nefndist „Varðveitum gamla hita- veitustokkinn í Mos- fellsbæ". Þar var bygg- ingarsaga hitaveitu- leiðslunnar rakin og skorað á Hitaveitu Reykjavíkur, Bæjar- stjóm Mosfellsbæjar og önnur þar til bær yfirvöld að sjá til þess að gamli hitaveitu- stokkurinn í Mosfells- bæ yrði friðaður og honum haldið við í sinni núverandi mynd. Eg hvatti ekki sérstaklega til varðveislu hitaveitu- stokksins á Öskjuhlíð, enda höfðu starfsmenn Hitaveitunnar sagt mér að við frágang lóðarinnar í kringum Perluna hefði verið ákveð- ið að varðveita þennan 30 m bút til að komandi kynslóðir gætu séð hvemig fyrsti hitaveitustokkurinn leit út. Það kom mér því illilega á óvart nú fyrir skömmu að sjá að stokkurinn er horfinn og farið að byggja ferkantað tengihús sem tek- ur við af öðm nýlegu sem þótti of þröngt. Eldra tengihúsið var lítt áberandi í hlíðinni norðan Perlunn- ar og gamli hitaveitustokkurinn naut sín vel. I framhaldi af grein minni í Morgunblaðinu var rætt í útvarpi við stjómarformann Veitustofnana Reykjavíkur, Alfreð Þorsteinsson, og lýsti hann sig sammála því að varðveita gamla hitaveitustokkinn að því marki sem skipulag í Mos- Hitaveitustokkur Við þurfum, segir Ingv- ar Birgir Friðleifsson, að varðveita þetta merka mannvirki fyrir komandi kynslóðir. fellsbæ leyfði. Hið sama sagði Ai- freð mér í einkasamtali. Eg frétti síðar að málið hefði verið tekið upp við skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þar sem varðveisluhugmyndin hefði einnig mætt velvilja. Með hliðsjón af eyðileggingu gamla stokksins á Öskjuhlíð, sem var talinn saíngripur Hitaveitu Reykjavíkur, óttast ég vemlega um afdrif þess sem eftir stendur af stokknum. Gamli hitaveitustokkurinn er enn ósnertur á 3 km kafla, frá mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar á móts við Korpúlfsstaði að útibúi Búnaðarbankans í Markholti. Eg hvet eindregið til að þessi 3 km langi bútur verði friðaður og varð- veittur um alla framtíð. Með friðun hitaveitustokksins verður tryggt að komandi kynslóðir geti skoðað fyrstu löngu heitavatnsleiðsluna sem lögð var á jörðinni. Hitaveitu- stokkurinn er glæsilegur minnis- varði um fmmkvæði Islendinga við að nýta jarðhita til húshitunar. Vonandi verða mistökin á Öskju- Ingvar Birgir Friðleifsson Þar til í haust var um 30 m langur bútur af gamla hitaveitustokknum varðveittur við Perluna á Öskjuhlíð sem safngripur fyrir komandi kynslóðir. (Ljósm. IBF). hlíð til þess að opna augu skipulags- yfirvalda og minjavarða Reykjavík- ur og Mosfellsbæjar á því menning- arsögulega gildi sem hitaveitu- stokkurinn hefur. Eg tel það vera hið mesta glapræði að rífa þessa gömlu og fallegu leiðslu. Það þarf að varðveita sem allra mest af leiðsl- unni á þeim stað sem hún var byggð. Samkvæmt þjóðminjalögum frá 1989 em öll mannvirki eldri en 100 ára friðuð. Ef svo fer fram sem horfir em litlar líkur á því að nokk- uð verði eftir af gamla hitaveitu- stokknum á aldarafmælinu árið 2043 nema sérstakar friðunarað- gerðir komi til. Best væri að frið- lýsa stokkinn nú þegar í samvinnu við Þjóðminjavörð. Áskorun Eg vil endurtaka áskomn mína frá því í fyrra á Orkuveitu Reykja- víkur, Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og önnur þar til bær yfirvöld að sjá til þess að gamli hitaveitustokkur- inn í Mosfellsbæ verði friðaður og honum haldið við í sinni núverandi mynd. Við þurfum að varðveita þetta merka mannvirki fyrir kom- andi kynslóðir. Hvað myndi heims- byggðin segja ef Italir, Frakkar eða Spánverjar tækju upp á því að rífa og jafna við jörðu hinar glæsilegu vatnsleiðslur Rómverja hinna fornu vegna þess eins að nú era komin ný vatnsrör í jörðu sem leyst hafa gömlu leiðslumar af hólmi? Eg mælist til þess að bæjaryfir- völd í Mosfellsbæ og eigandi leiðsl- unnar (Orkuveita Reykjavíkur) geri opinberlega grein fyrir hvað þau hyggjast gera með gamla hitaveitu- stokkinn í Mosfellsbæ í ljósi þess að Orkuveita Reykjavíkur hefur jafnað við jörðu síðasta hluta stokksins innan borgarmarka Reykjavíkur. Höfundur er forstöðumaður Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðið um land allt. Stimpilklukkukerfi BKERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islanclia.is/kerfisthroun * Þakrennur Þakrennur og rör ^ frá... ér VH BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavoqi (á SiBA Einkavæðing kristindómsins og hernaðarhyggja ÞESSA dagana sitja prestar og prelátar á tali við guðdóminn og ráða ráðum sínum. Biskupar klæðast hökl- um og skrýðast skrúða. Kaleikum lyft og oblát- ur bráðna á tungu. (Haukur pressari kall- aði oblátumar altaris- töflur. Hann spurði mig er piltur nákominn mér var fermdur: Er strák- urinn búinn að éta alt- aristöfluna? Mér varð hugsað til Rafaels og Michaels Angelos.) Kirkjan ómar öll af lof- söngvum. Samtímis þessu falla myndskreyttir bækling- ar inn um póstlúguna á heimilum kynslóðar sem var alin upp í erfða- synd, lifði manndómsár sín í (dýr- tíð), óðaverðbólgu og stofnauka 13 og dansaði Boompsa-Daisy kringum gullkálfinn. Margur ellimóður rifjar upp orð skáldsins: „Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað. Hvar, ó hvar?“ Hvað segir þjóðkirkjan? Hvemig skýrir hún þá stefnubreyt- ingu sem orðið hefur í starfi kirkj- unnar og lífi íslensku þjóðarinnar? Hvenær sneri þjóðkirkjan baki við friðarstefnu sinni? „Hin dýpsta speki boðar líf og frið,“ sagði Davíð Stefánsson í hátíðarljóði sínu. Þau orð skáldsins ómuðu í hamrasal í bergkastala frjálsrar þjóðar á Þing- völlum á alþingishátíð 1930. Forsæt- isráðherra var þá Tryggvi Þórhalls- son. Hann var biskupssonur og var á sínum tíma biskupsritari. Sóknar- prestur var hann um hríð, en hvarf að stjómmálum. Hann var maður friðar og sátta. Sagði að „vopnaður friður væri undanfari styrjaldar". Það kom í hlut hans sem forsætis- ráðherra að gangast fyrir því að ís- land undirritaði Kelloggsáttmálann, sem svo var nefndur. Sáttmálinn var upphaflega tengdur nöfnum tveggja áhrifamikilla utanríkis- ráðherra, Aristide Bri- ands, utanríkisráðherra Frakklands og Frank Kellogs utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Kellogg fékk friðar- verðlaun Nóbels fyrir frumkvæði sitt að gerð sáttmálans. Hann hefir hlotið það hlutskipti margra hugsjóna- manna að gleymast. Al- þingismaður sem sæti í utanríkismálanefnd hafði aldrei heyrt hann nefndan er ég spurði hann um ákvæði Kelloggsáttmálans, sem enn er í gildi. Þingmaðurinn hélt að ég ætti við Kelloggsmorgun- verðarkomið (Kelloggs Comflakes). Hann vissi ekki að Irakar (Tarek Asis), Bandaríkjamenn (Madelein Albright), Bretar (Tony Cook) og Halldór Asgrímsson em öll aðilar að margnefndum Kelloggsáttmála, sem biskupssonurinn Tryggvi Þórhalls- son undirritaði í viðurvist og með samþykki Benedikts Sveinssonar (afa Bjöms menntamálaráðherra), Olafs Thors og Ásgeirs Ásgeirsson- ar (síðar forseta) og lofaði fyrir hönd lands síns og utanríkismálanefndar að leita friðsamlegra leiða til lausnar á öllum deilumálum aðildarríkja. Ef fylgt hefði verið fyrirmælum í ákvæðum sáttmálans sem biskups- sonurinn og formaður Framsóknar- flokksins Tryggvi Þórhallsson und- irritaði þá hefði enginn Flóabardagi orðið. Tarek Asis, Albright, Tony Cook og Halldór Ásgrímsson hefðu sameinast um að standa við skilyrði Kelloggsáttmálans. En því var ekki að heilsa. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins hafði snúið baki við friðarstefnu biskups- sonarins, Tryggva Þórhallssonar. Tekið upp herskáa stefnu. Klæðst felubúningi Bandaríkjahers. Tekið þátt í heræfingum. Látið varpa sér niður í fallhlíf í þjóðgarðinn í Skafta- felli, fomhelgan reit, í flokki banda- riskra hersveita, sem hafa neitað að staðfesta sáttmála um bann við jarð- sprengjum, en það bann var eitt helsta áhugamál Díönu Breta- prinsessu. Hvort hemaðarhyggja utanríkisráðherra skýrist með því að Vopnafjörður er heimabær hans skal ósagt látið. Utanríkisráðherra hefir reynst ákafur talsmaður hemaðaríhlutun- ar og loftárása. Hann hefir átt náin samskipti við tyrknesk stjómvöld. Sömu stjómvöld er halda dætrum Sophiu Hansen í gíslingu. Þangað em sendar hjálparsveitir til aðstoð- ar. Foringi leiðangursmanna segist hafa „fókuserað" á að bjarga Tyrkj- um úr húsarústum. Ekki minnst á íslenskar stúlkur, sem sitja í prís- und harðneskju. Margt er breytt síðan Grettis var hefnt í Miklagarði og Þorsteinn Drómundsson leystur úr dyflissu þar. Hilmar Stefánsson bankastjóri var formaður Skálholtsnefndar. Hann varaði eindregið við þeirri hugmynd að Islendingar segðu Þjóðverjum stríð á hendur árið 1945. Hvað hefir Þjóðkirkjan gert til þess að vara við hemaðarhyggju sem lýsir sér í fógnuði er birtist í ummælum um loftárásir á Jú- góslavíu? „Sivjarspellum“ sem unn- in vora er sprengjur féllu á óbreytta borgara. Þess má minnast að ungur Frakki leitaði athvarfs er hann vildi komast hjá því að bera vopn og æfa vígaferli. Þáverandi biskup kom sér hjá því að hann fengi griðland hér. Engin hefði fallið í valin í Kosovo ef æskumenn allra fjandsamlegra fylkinga hefðu farið að dæmi Gerva- sonis og neitað vopnaburði. Með brottvísun Gervasonis hófst hemað- arhyggja Islendinga. Þjóðkirkjan mylur misgjörð sína undir purpura- kápu stríðsherra og hemaðarsinna. I tíð núverandi biskups hefir Rík- isútvarpið fellt niður vikulegan þátt, sem helgaður var kirkjunni og kristindómi, Helgistund. Jafnframt hætt flutningi á Daglegu máli og horfið frá stefnu Hallgríms Péturs- sonar: „gefðu að móðurmálið mitt“. Þegar Ríkissjónvarpið sjónvapaði frá biskupsvígslu í Hallgrímskirkju og organtónar dvínuðu tók strax við skrípaþátturinn Kalli kúla. Svo smekklegt var það. I tilefni af afmæli Dómkirkjunnar í Reykjavík var efnt til átaks í safn- aðarstarfi og gefið úr myndskreytt almanak. Þá birtist Mammonsdýrk- un samtímans í algleymingi. At- hafnamenn og auðjöfrar keyptu sér sinn mánuðinn hver af kirkjuárinu. Loðfeldasali kenndur við Pelsinn keypti einn mánuð. Hann reyndist bænheitur. Það var eins og við manninn mælt. Háskóli íslands seldi feldskeranum Reykjavíkur- apótek og batt með því endahnút á aldagamalli sögu, en sneri sér þess í stað að því að enskuvæða talhólf sín og greiða hærri laun þeim sem kenndu á ensku, en á móðurmáli... Dómkirkjusöfnuðinum var mikið í mun að kynna safnaðarsystmm að þær ættu þess kost að sveipa sig loðfeldum í næðingum vetrarins, þegar „fýkur yfir hæðir og frost- kaldan mel“.- Þess var getið að myndskreyttum áróðursbæklingi væri dreift á veg- um trúfélaga. Bæklingur þessi er prentaður í Finnlandi og ber merki auðhyggju og mammonsdýrkunar. Plús og mínus, litla taflan, er inntak boðskaparins um ávinning af krist- indómi. Textinn er morandi í mál- villum. Bavaria Bildagentur er stofnun sem tilgreind er. Bæjara- land er heiti ríkisins. Sumt af texta ritsins leiðir hugann að því höfundar hafi samið hann á hestbaki en ekki í hugleiðingu um akursins liljugrös. íslenska þjóðkirkjan á ekki að ríða álút í söðli hemaðarhyggjunnar. Pétur Pétursson þulur. Pétur Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.