Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 52
jí>2 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR KARLSSON + Sigurður Karls- son fæddist á Stokkseyri 6. des- ember 1954. Hann varð bráðkvaddur um borð í togaran- um Gnúpi GK 11 hinn 10. október síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, og Karl E. Karlsson, fyrr- verandi skipstjóri í Þorlákshöfn. Hann var fimmti í röð tíu barna þeirra. Systkini hans eru: 1) Ástríður, búsett í Stykkishólmi, maki Ingimundur Pálsson. 2) Guð- finnur, búsettur í Þorlákshöfn, maki Jóna Kristín Engilberts- dóttir. 3) Jón, búsettur í Þor- lákshöfn. 4) Karl Sigmar, bú- settur á Akranesi, maki Guðrún Sigríks Sigurðardóttir. 5) Erla, búsett í Þorlákshöfn, maki Þórður Eiríksson. 6) Kolbrún, búsett í Kópavogi. 7) Sigríður, búsett í Þorláks- höfn, maki Jóhann Magnússon. 8) Hall- dóra Ólöf, búsett í Þorlákshöfn, maki Svavar Gíslason. 9) Jóna Svava, búsett í Noregi, maki Sveinn Jónsson. Fjölskyldan flutt- ist til Þorlákshafnar þegar Sigurður var á fyrsta ári og bjó hann í Þorlákshöfn til ársins 1993 að hann fluttist til Njarðvíkur og hóf sambúð með eftirlifandi eigin- konu sinni, Láru Jónu Helga- dóttur. Þau gengu í hjónaband 6. júní 1999. Sonur Láru er Andri Guðmundsson. Sigurður lauk farmannaprófi úr Stýrimannaskólanum 1983 og var sjómennskan hans aðal- starf eftir það. títför Sigurðar fer fram frá Ytri-Njarðvikurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Siggi minn. Ég bara get ekki trúað því að þú sért dáinn. Ég var oft hrædd um þig þegar þú varst úti á sjó í vondum veðrum, eitthvað sem allar sjómannskonur kannast við. Mér kom samt aldrei til hugar að þú sem alltaf varst hress og hraustur myndir falla niður við störf þín og deyja fyrirvaralaust. Við gift- um okkur síðasta sjómannadag og hver hefði trúað því að við myndum ekki fá lengri tíma, við sem ætluðum að verða gömul saman. Það verður erfitt að venjast því að síminn hringi TÍkki lengur um nótt eins og gerðist svo oft þegar þú varst að klára vakt og að sætta sig við það að ég geti ekki farið og tekið á móti Sigga mín- um á bryggjunni þegar Gnúpurinn kemur í land eftir langan túr. En þessi sjö ár sem við höfum átt verða aldrei frá okkur tekin og minningin mun lifa. Skipsfélagar þínir eiga alla mína samúð og þá sérstaklega Fiddi mágur. Á frystitogara lifa menn í litlu samfélagi vikum saman á sjón- um og þegar einn úr hópnum deyr í höndunum á þeim og ekkert er hægt að gera honum til bjargar, þá tekur mikið á, jafnvel fyrir hörðustu tog- arajaxla. Ég fann þessi orð í bók sem ég gaf þér fyrir nokkrum árum og þau segja allt um mínar tilfínningar: „Ég fínn alltaf til nærveru þinnar í húsinu. Jafnvel þegar þú ert fjar- verandi fer ég að hlusta eftir þér. Ég opna allar dyr og á hálfvegis von á að fínna þig þar - sný mér við til að ávarpa þig, og þögnin veldur mér hræðilegum vonbrigðum. Þú ert í huga mínum og hjarta. Þú ert í hverjum andardrætti mínum. Þú ert hluti af mér. Að eilífu.“ (Rosanne Ambrose-Brown.) Hvíl í friði, ástin mín. Þín Lára. Elsku Siggi minn. Það er svo skrítið að þú eigir ekki eftir að koma aftur heim. Ég man þegar ég sá þig fyrst, þá kallaði ég þig alltaf Sigga sjómann. Við héldum báðir með Manchester United í enska fótboltanum og horfðum oft saman á leiki liðsins í sjónvarpinu. Ég man þegar við fórum á sjóinn í sumar. Þetta var minn fyrsti túr og það var gaman að kynnast sjón- um með þér um borð. Ég sá hvað þér leið vel á sjónum. Við þrættum nú oft og vorum ekki alltaf sam- mála en okkur þótti mjög vænt hvorum um annan. Þú reyndist mér sem besti faðir og ég á eftir að sakna þín mikið. Þinn stjúpsonur Andri. Kæri bróðir. Á stundu sem þess- ari flýgur margt gegnum hugann. HALLDORA SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR + HaIIdóra Sigríð- ur Ingimundar- dóttir fæddist á ísa- firði 22. september 1930. Hún lést á heimili sínu í Hafn- arfirði 7. október siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 15. október. Það er sárt að vera fjarri fjölskyldu sinni egar harmafregnir erast. Þannig leið okkur systrun- um er stjúpfaðir okkar tilkynnti okkur lát móður sinnar, hennar Dóru. Þegar við kvöddum Dóru í ágúst síðastliðinn var ljóst að kall- ið kæmi fljótlega enda var hún þá orðin mjög veik. Samt sem áður brá okkur í brún hvað kallið kom ffcnemma og ótímabært. Dauðann er jú ávallt erfitt að sætta sig við og þá sérstaklega þegar hann knýr að dyrum svo alltof fljótt. Missir hinna nánustu er mikill, sér- staklega strákanna hennar Dóru, barna- barnanna sem voru hennar líf og yndi, en einnig litlu langömmubarnanna hér á Ítalíu sem ekki fá að kynnast langömmu sinni. Dóra var manneskja sem ávallt setti þægindi annarra ofar sínum allt fram í andlátið. Hún var hæglát og orðfá en átti þó oft til hnyttin tilsvör og hafði gaman af því að ræða um líf- ið og tilveruna. Okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við elsku Ingimundi okkar, mömmu, Ernu og fjölskyldunni allri. Guð blessi minningu hennar. Hrefna og Dóra Sif. Þú varst yngstur af okkur bræðr- unum en númer fimm í systkina- hópnum. I dag þegar ég rifja upp uppeldi okkar í þessum stóra systk- inahópi hugsa ég um okkur fjóra sem mótvægi við okkar frábæru sex systur. Þú varst þremur árum yngri en ég þannig að ég píndi þig, Nonni mig, og Finni réð öllu, en öll komumst við á legg og til hinna ýmsu starfa. Þitt hlutverk var í mörgu erfitt. Þú veiktist í mjöðm kornungur, sem hafði mikil áhrif á allt þitt líf. Það muna allir jafnaldr- ar þínir þegar þú komst út af B- götu 6, þar sem við bjuggum í Þor- lákshöfn, labbaðir niður götu og þegar komið var neðar í götuna þá var spelkan tekin og hent inn í næsta garð og farið í fótbolta eða eitthvað annað með krökkunum, sem þýddi að þú þurftir að þola miklar kvalir á uppvaxtarárunum. Siggi var góður námsmaður, tók góð próf úr stýrimannaskólanum, kláraði þrjá bekki eða farmanninn, síðan tók hann tvo vetur í Tækni- skólanum. Siggi fór á sjóinn eins og aðrir úr okkar ætt, pabbi var skip- stjóri og útgerðarmaður þannig að á sjóinn fórum við eftir því sem við eltumst, fyrst Finni, svo ég, síðan Siggi, en vegna þess að við eldri bræðurnir vorum orðnir æðstráð- andi á bát föður okkar fór Siggi annað. Hann var á nokkrum bátum eins og gerist með sjómenn, nú síð- ast á frystitogarunum Gnúp frá Gr- indavík og líkaði mjög vel. Árið 1993 hitti Siggi eftirlifandi eiginkonu sína, Láru Helgadóttur, og tóku þau sér búsetu í Ytri- Njarðvík. Árin með Láru og syni hennar voru Sigga mjög góð. Andri sonur Láru og Siggi urðu fljótt góð- ir vinir og mátar. Hinn 6. júní sl., á sjómannadag, giftu þau sig. Núna þegar við hugsum til baka til ungs manns sem deyr í blóma lífsins spyr maður þeirra spurninga sem ekki er hægt að svara. Mál- tækið segir að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Kannski er það svarið við einni spurningunni. Siggi bróðir var fæddur 7. des- ember 1954 og hefði orðið 45 ára, sem er ekki hár aldur. Við hjónin fluttumst til Reyðarfjarðar 1996 þannig að samband okkar varð minna nema gegnum síma. Siggi hringdi alltaf. Hann hringdi til að bjóða okkur hjónunum í giftinguna sína. Þá fannst mér ég hafa svo mildð að gera að ég fór ekki. Hann þarfnaðist þess að við tækjum öll þátt í þessari gleðistund með hon- um og Láru. Þetta hugsar maður núna og breytir engu því það er of seint, en við sem eftir lifum eigum möguleika á að hittast oftar og gleðja hvert annað. Ég veit, kæri bróðir, að þér líður vel þar sem þú ert nú. Það fundum við öll sem litum þig augum í litlu kapellunni í Fossvoginum. Við, systkini og makar Sigga, vottum Láru og Andra dýpstu sam- úð okkar. Við vonum að guð styrki ykkur og mömmu og pabba, sem misstuð mest. Minningin um góðan dreng lifir með okkur öllum, dreng sem var hrjúfur á yfirborðinu en blíður fyrir innan grímuna. Guð geymi hann og blessi. Þinn bróðir Karl Sigmar (Simmi). Hann Siggi mágur minn er dá- inn, horfinn. Hann er búinn að fara sína síðustu sjóferð. Hann gat ekki lokið túrnum. Hann varð bráð- kvaddur úti á sjó, aðeins 44 ára gamall. Hann og Lára voru búin að vera fjóra mánuði í hjónabandi. Hann átti allt lífið framundan. Með sorginni vakna svo ótalmargar til- finningar og spumingar sem erfitt verður að fá svör við. Það var fyrir 35 árum sem ég sá Sigga Kalla fyrst. Hann var þá á tí- unda ári, snaggaralegur strákur sem skar sig úr öllum krakkaskar- anum á B-götunni, af því hann var með annan fótinn í spelku vegna brjóskseyðingar í mjöðminni. Ég tók svo vel eftir þessu, nýflutt með fjölskyldunni í Þorlákshöfn, því Gréta systir, jafngömul Sigga, var líka í svona spelku. Munurinn á þeim var bara sá að Gréta var alltaf í sinni spelku en Siggi bara stund- um í sinni. Siggi lét ekki veikindi sín aftra sér frá því að taka þátt í leik og starfi bamanna í Þorláks- höfn, ef spelkan tafði hann frá því sem þurfti að gera fór hann bara úr henni og henti henni inn á lóð og hljóp af stað, haltrandi, en það hratt að hróp og köll mömmu réðu engu. Siggi fluttist til Þorlákshafnar nokkurra mánaða gamall. í Þor- lákshöfn vora þá aðeins örfá hús en mörg í byggingu. Meitillinn hafði þá tekið til starfa og flykktist til Þorlákshafnar ungt fólk sem sá bjarta framtíð þar við gjöful fiski- mið. Kalli Karls og Sigga vora ein af þessum ungu hjónum sem flutt- ust frá Stokkseyri til Þorlákshafn- ar, Kalli til að verða skipstjóri hjá Meitlinum. Siggi var þá yngstur barnanna, sá fimmti í röðinni. I mörg horn var að líta hjá Siggu með bamahópinn sinn, þau Astu, Finna, Nonna, Simma og Sigga. En hann Siggi fékk ekki að vera yngstur lengi því á eftir honum komu Erla, Dóra, Sigga og Jóna Svava. Oft er talað um það að erfitt sé að vera miðju- barn af þremur systkinum. Það hlýtur líka að vera erfitt að vera miðjubarn af tíu systkinum eins og Siggi var. Hann þurfti að feta í fót- spor eldri systkinanna og ekki mátti hann falla í skuggann af yngri systranum fjóram. Lífsbaráttan hófst. Allt snerist um fisk, fiskveiðar og útgerð. Siggi fylgdist vel með öllu. Lærði á alla þessa hluti. Þannig var lífið í Þor- lákshöfn. Það var svo spennandi að fylgjast með aflabrögðum og hvernig gekk. Auðvitað fór það svo að Siggi fór í Sjómannaskólann og hans vinna var á sjónum. Hann átti mjög gott með að læra og fór í tölvu- og skrifstofunám og seinna í Tækniskólann. En hugurinn stefndi alltaf á sjóinn. Siggi bjó lengst af í foreldrahús- um. Þar er oft margt um manninn eins og gefur að skilja í barnmargri fjölskyldu. Við stóra eldhúsborðið á Heinaberginu hafa mörg málin ver- ið rædd og brotin til mergjar. Siggi lá þá ekki á liði sínu með skoðanir á málefnum. Hann var ekki alltaf sama sinnis og allir hinir en stóð fastur á sínu. Það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að Siggi muni ekki oftar sitja við borðið og taka þatt í umræðunum. Siggi var kominn hátt á fertugs- aldurinn þegar hann kynntist henni Lára sinni. Þau hófu búskap í Njarðvíkum og gekk Siggi syni Láru í föðurstað. Þau giftu sig á sjómannadaginn s.l. Við Simmi komumst ekki í brúðkaupið og finnst okkur það núna svo sárt. Af hverju höguðum við ekki tíma okk- ar þannig að við gætum heiðrað Sigga á hans hamingjudegi? Við áttum eftir að segja Sigga hvað okkur þótti mikið vænt um hann. Við héldum að við hefðum nógan tíma. En lífið er óútreiknanlegt. Hvern hefði órað fyrir því að Siggi færi svona fljótt frá okkur? Hann átti eftir að gera svo margt. Eftir sitjum við og reynum að skilja af hverju lífið er eins og það er en svörin finnum við ekki. Nú er það aðeins minningin um Sigga sem við eigum. Elsku Sigga og Kalli, Lára og Andri, megi guð veita ykkur hugg- un í þessari miklu sorg. Minningin lifir um góðan dreng. Þín mágkona, Guðrún. Mig langar til þess að minnast Sigurðar bróður míns örfáum orð- um. Við voram saman til sjós og reram frá Þorlákshöfn í yfir 20 ár með smá hléum, lengst af á ísleifi IV, Fróða og Sæbergi. Sigurður hafði farmanninn og var bæði háseti og stýrimaður. Sigurður var hörku- sjómaður, fínasti verkmaður. Hann ætlaði sér stundum í nám á öðram sviðum, byrjaði t.d. í Tækniskólan- um, en sjórinn togaði alltaf í hann. Hann var kannski ekki alltaf sáttur við sig og hlutskipti sitt en það breyttist allt fyrir sex áram þegar hann kynntist konu sinni, Lára Jónu Helgadóttur, og syni hennai', Andra. Það var stór dagur þegar hann kynnti hana í fjölskyldunni. Og það var greinilegt að hamingjan hafði knúið dyra hjá Sigga. Hann varð mjög ánægður með lífið og til- verana. Þau giftu sig á sjómanna- daginn í vor og lífið virtist brosa við þeim í orðsins fyllstu merkingu. Siggi sem alltaf hafði brynjað sig hörðum skráp náði góðu sambandi við strákinn og urðu þeir miklir vin- ir. Það var eins og við vissum: Und- ir hrjúfu yfirborði sló stórt og gott hjarta. Sigurður lenti í því þegar hann var barn að fram kom galli á mjöðm. Varð hann að ganga í spelkum og var hann haltur og hon- um var strítt og er það eflaust ástæðan fyrir því að hann brynjaði sig. Þessi galli háði honum alltaf eitthvað, sérstaklega þegar hann þreyttist. Það er sárt að sjá á eftir bróður sínum svo fyrirvaralaust og á besta aldri. Ég sakna hans og mun ávallt minnast hans. Guð blessi minningu hans og hjálpi Lára og Andra í þeirra miklu sorg. Guðfinnur Karlsson. Það er sunnudagsmorgunn, lauf- in falla og fjúka um í golunni. Áhyggjur og hversdagsstreita era víðsfjarri. En eins og hendi sé veif- að fær þessi haustmorgunn annan og myrkari blæ. Okkur berast þær fregnir að Siggi hafi þá um morg- uninn orðið bráðkvaddur við störf sín um borð í togaranum Gnúpi GK 11. Upp í hugann koma myndir af kynnum okkar af Sigga. Eins og allar raunverulegar myndir era þær hvorki hvítar né svartar, held- ur í ýmsum blæbrigðum og tónum. Lára kynnir okkur fyrir Sigga. Hann virkar á okkur eins og dæmi- gerður sjómaður, harður af sér og svolítið hrjúfur eins og hann brynji sig gegn óblíðri náttúru og erfiði sjómannsstarfsins. Fleiri myndir. Lítil frænka tekur ástfóstri við Sigga og kallar hann afa. Hann gengur um íbúðina í upp- áhaldssloppnum sínum og hún fylg- ir á eftir. Hamingjan í augum Láru og Sigga þegar þau giftu sig síðast- liðið sumar. Basl með hringa og kossinn sem ætlaði aldrei að taka enda. Siggi að segja frá því þegar hann komst í návígi við „Jagger- inn“ á tónleikum í London í sumar. Sorginni fylgir vanmáttur og efi. Siggi er fallinn frá í blóma lífins og við finnum til smæðar okkar og ef- umst um tilganginn. Ef eitthvað huggar þá eru það góðar minningar. Við erum þakklát Sigga fyrir að hafa verið lífsföranautur Lára. Ferð þeirra saman varð skemmri en efni stóðu til. Oft dans á rósum en ekki alltaf. Erfiðleikar verða ekki umflúnir en það sem skipti Lára mestu máli var að við hlið hennar stóð maður sem reyndist best þegar mest lá við. Við eram líka þakklát fyrir hversu vel Siggi reyndist Andra stjúpsyni sínum sem var á viðkvæmum aldri þegar Siggi flutti inn á heimilið. Við mun- um hjálpsemina og góðu stundirnar. Tengdamamma, Sigurður og Drífa, Dagný og Friðrik (Fiddi) og fjölskyldur. Núna er Siggi afi dáinn og kom- inn til guðs. Hann var úti á sjó með pabba þegar hann dó. Ég á eftir að sakna hans mikið, því hann var alltaf góður við mig. Hann Siggi afi var ekki alvöra afi minn heldur maðurinn hennar Láru frænku. Ég byrjaði að kalla hann afa um leið og ég byrjaði að tala og ég held nú að honum afa hafi þótt mjög vænt um það. Stundum fékk ég að sofa hjá honum og frænku. Þá gat afi ekki sofið. Hann sagði að ég sparkaði í hausinn á honum alla nóttina. Ég veit að Sigga afa líður vel hjá guði og englunum. Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.