Alþýðublaðið - 06.01.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.01.1921, Blaðsíða 1
O-efiö tit af ^lp^ÖiifiÖliilcaiiinS 1921 Fimtudaginn 6 janúar. 3.'tölúbl. Upp á þurkuðum saltfiski, svo sem þorski, smá- fiski, ísu og ufsa verður haldið föstudaginn 7. jan. kl. 1 síðd. í pakkhúsinu við Liverpool. Skömtunarfarganið. Ekki hefir stjórain ennþá fengið sig til þess að afturkalla skömtun- arráðstafanir sínar, þó þær, að minsta kosti hvað hveitinu viðvík- ur, séu sama sem úr sögunhi. Blað stjórnarinnar, Morgunblað- áð, segir að bakarar fái hveiti og sykur eftir vild, enda mun brauð hafa verið látið úti viðstöðulaust, •gegn engum seðlum, í flestum ¦bakarabúðmu. Bakarar hafa heldur ekkert við seðla að gera, þar sem þeir fá hveiti og sykur eins og þeir vilja án þeirra. Einn bakarameistari sagðist hafa látið búðarstúlkur sínar biðja um seðla, er þær seldu brauð, en fólk hefði bará farið að hlægja og haldið að þær væru að *era „grfn". Hvað sykrinum viðvíkur, þá hefk hann víða verið látinn úti án þess nokkur kort kæmu á móti, ; og líklegast fara fljótlega allir kaupmenn að selja hann þannig, þar sem allir sjá að skömtunin er í raun og veru afturkölluð af stjórnarinnar hálfu, þó stjórnin auðsjáanlega ætli sér að reyna að halda kortunum til málamynda eins lengi og hægt er. / En það atriði, að menn halda sð það sé „grín", þegar menn eru beðnir um seðla, sýnir greinilega að almenningur skilur að hér er nú aðeins um „húmbúks'ráðstöfun að ræða. En hvenær ætli að landsstjórnin skilji, að hennar vegur verður því minni, því lengur sem hún drégur sð láta aigeriega að vilja almenn- ings í þessu máli, og því minni því lengur sem hún dregur að viðurkenna að hún þegar hafi sama sem numið skömtunina úr giidi hér í Reykjavfk, en það gerir hún með því, að afturkalia reglugerðina frá 25. okt. En só reglugerð er, svo sem nú er kunnugt orðið, sett í algerðu heimildarleysi, og allar þessar skömtunarráðstafanir stjórnarinnar því algerleg lögleysa. Lista Alþýðuflokksins var skilað til efirkjðrstjórnar í gær, og verður hann B-listi við kosningarnar. Á listanum eru þessirj Jón Baldvinsson bæjaríulItnSi, Ingimar Jónsson cand. theol. Agúst Jósefsson bæjarfulltrúi Þessi listi hefir tvímælalaust óskift fylgi alls Alþýðuflokksins, og vafalaust Ijölda margra utan flokksins, þar sem hér er um al- þekta dugnaðar og gáfumenn að ræða, sem lengi hafa starfað með ósérplægni að almenningshag. fmagjlliin hzkkoV. Svo árum skiftir hefir Reykja- víkurborg átt að búa við ófull- nægjandi bæjarsíma. Sfmarnir hafa verið alt of fáir, og ennþá er það fjöldi manns sem bagalega vantar síma, þrátt fyHr viðbót þá, sem kom f fyrra, og í sjálfu sér var kák eitt. Og símaafgreiðslan hefir verid í megnasta ólagi, því vægari orð- um er varla hægt að fara ure hana, þar sem reglan er að hringja þarf mörgum sinnum áður en sam- band fæst við miðstöð, og stund- um að gera margar tilraunir tit þess að losna úr sambandi, þegar það þá ekki er tekið af manni þegar þess sfet er óskað. Nú með nýjárinu hefir lands- stjórnin sent símanotendum kveðju sína gegn um stjórn sfmans, og þar með þau vinarboð, að gjötdin hækki nn um ci: 50°/o frá 1. jao,» venjulegt talsfmasamband hækkar úr 64 kr. upp í 100 kr. En hvaða hlunnindi eiga Reykja- vfkurbúar að fá fyrir þessa hækk- un ? Á að fjölga símaáhöídunum, svo allir seia vilja geti fengið símaf A að bæta sfmaafgreiðsluna? Nei, hvorugt; menn eiga að borga hækkunina, og þar með búið. Senniiega hafa taisfmanotendnr hér í Reykjavík ekki á móti þvf að borga 100 kr. á ári fyrir gott símasamband, en það er óvíst að Reykjavíkurbúar taki því með þökkum, að jafnframt því sem bæjarsfmaáhöldin eru látin ganga úr sér og sfmaafgreiðsla þar af leiðandi versnar stöðugt, séu gjöld- in hækkuð. En hér er við lands- stjórnina að eiga, og það þýðir ekki að iáta réttmæta reiði sína bitna á símastjórninni, og því sfð- ur á sfmameyjunum. Úr því stjórninni hér um árið gat dottið í hug að afla landinu tekna með því að setja upp burð- argjald á bréfum, þá væri ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.