Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 48

Morgunblaðið - 11.11.1999, Side 48
j^18 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KRISTJAN EINAR ÞORVARÐARSON 4 yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ Oddný Jóna Þorsteins- dóttir og fjölskylda. Þegar góðir vinir hverfa héðan af jörð fer maður oft ósjálfrátt að velta fyrir sér, hvað það var öðru fremur í þeirra fari, sem eftir situr í minningunni um viðkomandi. Þeg- ar við hugsum þannig um vin okk- ar, sr. Kristján Einar Þorvarðar- _ son, sem við kveðjum í dag, kemur ffyrst upp í hugann sú hlýja, ein- lægni og umhyggja, sem hann æv- inlega sýndi okkur og dætrum okk- ar. Hugurinn reikar aftur til ársins 1987. Hin nýja Hjallasókn hafði verið stofnuð um vorið og þannig vildi til, að við hjónin tókum þar nokkurn þátt í. Fyrir hinum nýja söfnuði lá að velja sér leiðtoga og, eins og eðilegt er, sóttust nokkrir eftir hlutverkinu. Okkur er sér- staklega minnisstæður einn bjartur sumardagur þetta ár. Fyrir utan heimili okkar stoppaði bifreið með U-númeri og út stigu ung hjón. Þarna voru þau komin, sr. Kristján Einar og Guðrún Lára, til að kynna sig og sínar hugmyndir um framtíð- ina, yi’ðu þau til þessa hlutverks valin. Þessi ungu og hamingjusömu hjón hreinlega geisluðu af lífsgleði og áhuga og það er skemmst frá að segja, að eftir þessa heimsókn kom af okkar hálfu enginn annar til greina í starfið og þarna var einnig stofnað til vináttu, sem aldrei hefur borið minnsta skugga á síðan. Árin sem í hönd fóru urðu á ýms- an hátt viðburðarík. Við minnumst ótal góðra stunda í tengslum við kirkjustarfið, uppbygginguna, sóknarnefndina, kirkjukórinn, barnastarfið, fermingarundirbún- ing og margt fleira. Þá eru einnig minnisstæðir atburðir af „léttara“ taginu, því sr. Kristján var einstak- lega góður félagi og kunni svo sann- arlega einnig að vera glaður á góðri stund þar sem slíkt átti við. Ofar- lega í þeirri minningu situr nóvem- berdagur einn árið 1997 þar sem haldið var upp á 40 ára afmæli sóknarprestsins með óvenjulega eftirminnilegum hætti. Við höfðum svo sannarlega von- ast til að fá að njóta starfskrafta og vináttu sr. Kristjáns um langa framtíð. Nú um eins og hálfs árs •vskeið höfum við íylgst með baráttu *■ nans við vágestinn illa, beðið og vonað að mál snerust til betri vegar. En enginn fær sín örlög flúið. Eftir harða og aðdáunarverða baráttu varð ekki lengur við neitt ráðið. Komið er að kveðjustund. Við hjónin og dætur okkar þrjár þökk- um einstaka viðkynningu og um- hyggju og óskum vini okkar góðrar vegferðar á nýju tilverustigi. Guð- rúnu Láru og bömunum þeirra, Tómasi, Þorvarði, Kristrúnu og Astrósu, ásamt öðmm ástvinum, sendum við okkar hlýjustu samúð- arkveðjur og vonum að björt og fögur minning um kæran eigin- mann, föður og vin megi létta þeim byrðar morgundagsins. '' Guð blessi minningu sr. Krist- jáns Einars Þorvarðarsonar. Anna og Guðmundur Jóelsson. Kæri vinur, Kristján Einar. Kæri vinur, Kristján Einar. Það er stórt skarð höggvið í vinahóp okkar. Við trúum því að einhver tilgangur sé með öllu í lífinu. Samt sitjum við hm'pin og spyrjum hver sé tilgangur Guðs með því að taka þig frá eiginkonu, bömum og vin- um. Við fáum engin svör en verðum — að trúa því að það sé tilgangur með •*otímabæm fráfalli þínu. Við höfum þekkt þig mislengi en fyrir fimm árum áttum við því láni að fagna að tengjast þér og Guðrúnu Lám traustum vináttuböndum, sem haldist hafa órofin hingað til. Frá þeirri stundu höfum við ræktað með okkur mjög náið og svo kær- Jeiksríkt samband að við gátum tal- að, hlegið, sungið, grátið og sýnt hvort öðru skilning og traust. Það var mikil Guðsgjöf að fá að vera með þér í þessum hópi, því þú varst okkur svo ómetanlegur, alltaf svo gefandi, úrræðagóður og upplýs- andi. Fyrir það þökkum við nú á kveðjustundu. Við geymun minninguna um þig í hjörtum okkar og biðjum Guð að styrkja Guðrúnu Lára, börnin ykk- ar og ástvini alla. Elsku Guðrún Lára, Guð blessi þig, bömin ykkar og alla ástvini. Kor. 13., 4-8. Ámi og Ásdís, Gísli og Þóra, Þröstur og Hrafnhildur. Við viljum minnast í örfáum orð- um kærs vinar og félaga. Við kynntumst Kristjáni Einari Þor- varðarsyni þegar við hófum nám í 1. bekk í menntadeild Flensborgar- skóla haustið 1974. Það kom strax í ljós hvern mann Kristján Einar hafði að geyma. Hann var mikill öðlingur og hvers manns hugljúfi. Kristján Einar var árinu eldri en við félagar og hafði annan bakgr- unn sem við áttum eftir að kynnast og njóta næstu árin. Kristján Einar var alinn upp í sveit norður í Húna- vatnssýslu og var vanur mikilli vinnu eins og títt er um sveitafólk. Eins og gerist í öllum skólum mynduðust litlir vinahópar innan skólans. Auk okkar þriggja sem mikið vorum saman var líka með okkur Reinald Reinaldsson, mikill trúmaður og námshestur sem sló okkur öllum við með því að verða dúx á stúdentsprófinu 1978. Rein- ald lést mjög sviplega árið 1984 í Þýskalandi þar sem hann hafði lok- ið guðfræðinámi. Margt brölluðum við saman félagamir og margar ljúfar minningar sækja fram á þessum tímamótum. Kristján Einar bjó hjá Dóm systur sinni í norðurbænum í Hafn- arfirði á menntaskólaárunum. Vor- um við félagar hálfgerðir heima- lningar á þeim bæ og var ávallt gott að koma þangað. Kristján Einar var einn af fáum námsmönnum á þessum tíma sem hafði bfl til um- ráða og nutum við góðs af því. Stundum var skroppið í bæjarferð, farið á kaffihús og málin rædd. Oft fór Kristján Einar norður að Sönd- um í Miðfirði yfir veturinn til að að- stoða foreldra sína við búskapinn. Eitt sinn bauð hann okkur félögun- um að koma með sér í baggatínslu að Söndum og var það mikil upp- lifun fyrir okkur borgarbúana að fá að kynnast sveitastörfum og um leið fólkinu hans. Dvöldum við þar í nokkra daga við gott yfirlæti. Eftir að við útskrifuðumst vorið 1978 skildu leiðir eins og gerist og gengur en héldum við þó lengi góðu sambandi hver við annan. Þegar fram í sótti stofnuðum við hver um sig heimili og fjarlægðumst við þá hvem annan um tíma. Við vissum þó alltaf af Kristjáni Einari og fylgdumst með honum úr fjarlægð. Snemma árs 1997 ákváðum við að endumýja gömul kynni og bauð Magnús okkur ásamt eiginkonum til matarveislu. Það var ógleyman- leg stund þegar við rifjuðum upp menntaskólaárin og best fannst okkur að þrátt fyrir að tæplega tuttugu ár höfðu liðið þá hafði ekk- ert breyst og stutt var í grínið. Við ákváðum þá að við skyldum skipt- ast á að halda þessi matarboð og gekk það eftir og kynni okkar og tengsl styrktust á ný. Það var okkur mikið áfall þegar Kristján Einar veiktist sumarið 1998, en héldum við þó alltaf sterkt í vonina um bata. Við hittumst í matarboði um miðjan október sl. og nutum við samverastundarinnar eins og áður en ekki hvarflaði að okkur að þetta væri okkar síðasta stund með Kristjáni Einari. Við biðjum góðan Guð að vaka yf- ir elskulegri eiginkonu Kristjáns Einars, Guðrúnu Láru, og bömun- um, Tómasi, Þorvarði, Kristrúnu og Ástrósu og vottum þeim okkar innilegustu samúð. Við geymum í hjai’ta okkar minninguna um góðan dreng. Magnús Waage, Garðar Pétursson. Ég mætti honum íyrst í litlu sumarhúsi sem fengið hafði um tíma stað á lóð kirkjunnar. Þar inni hafði hann litla skrifstofu og vinnu- herbergi þar sem á borðum lágu teikningar af kirkjunni sem þá var rétt að rísa. Áhugi hans og eldmóð- ur var mikill fyrir byggingu henn- ar, vígsludagurinn þegar ákveðinn, allt kapp skyldi lagt á að kirkjan mætti rísa sem fyrst. Þar átti hið fjölbreytta safnaðarstarf að geta rúmast sem hann hafði markvisst unnið að uppbyggingu að frá því hann tók við starfi sóknarprests í Hjallakirkju i Kópavogi. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson var einstakur maður, þróttmikill og vinnusamur sem lagði mikla áherslu á góða skipulagningu, að hann mætti hafa sem besta yfirsýn yfir hið sívaxandi kirkju- og safnað- arstarf í ungri sókn. Vinnudagarnir voru oft langir og álagið á stundum allt of mikið en ef haft væri á orði hvort þetta væri ekki of mikið vinnuálag, brosti hann aðeins við og svaraði að svona væri þetta í kirkjunni. Þannig var hann óþreyt- andi í að leita nýrra leiða til að laða og leiða fólk að kirkjunni, fjöl- breytni og ferskleiki var þar í fýrir- rúmi þó aldrei svo að það væri á kostnað hefðar eða helgi kirkjunn- ar. Að öllu skyldi vera farið rétt, enda sr. Kristján Einar kröfuharð- ur maður sér meðvitandi um mikil- vægi siða og hefða hinnar fornu kirkju sem mætir manninum þar sem hann stendur í dag. Það voru forréttindi fyrir mig að fá að kynn- ast þessu öllu í Hjallasókn. Ómet- anlegt var og það traust sem hann sýndi mér, að ég mætti vígjast til þjónustu við hlið hans í Hjalla- kirkju sem þá var risin. Með honum steig ég mín fyrstu skref sem prestur sem ekki aðeins naut ein- staklega góðs samstarfs við sr. Kristján Einar og vináttu fjöl- skyldu hans heldur gafst mér einn- ig við það tækifæri til þess að fylgj- ast með honum vinna. Ber þar hæst margar eftirminnilegar stundir þar sem hann mætti sóknarbörnum sínum af kærleika og hlýju, tilbúinn að hlusta og leiðbeina eftir þörfum. Já, þar birtist mér þjónustan í sinni bestu mynd, hjá umhyggjusömum presti, stöðugum í trúnni sem aldrei bar sjálfan sig á torg eða miklaði sjálfan sig af góðu starfi. Allt var unnið Guði til dýrðar og kirkjunni til vegsemdar. Þrátt fyrir oft langan vinnudag virtist sr. Kristján alltaf hafa tíma til þess að leiðbeina sínum unga presti, uppörva og styrkja. Það veganesti sem ég fékk í Hjalla- kirkju hefur reynst mér ómetan- lega dýrmætt sem og þau áhrif sem hann hafði á þjónustu mína. Get ég nú aðeins þakkað það allt með því að reyna að halda á lofti því merki sem hann bar, merki Krists í kirkjunni. Hún hefur nú misst sinn góða trúa þjón langt um aldur fram. Hann átti enn mikið eftir að miðla og boða mönnum um Guðs blessun og dýrð himinsins, þá dýrð sem hann hefur nú sjálfur fengið að líta. Við Baldur Gautur biðjum algóð- an Guð að vaka yfir og styðja Guð- rúnu Láru og börn þeirra. Blessuð sé minning míns kæra vinar. Bryndís Malla Elídóttir. „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld.“ (Bólu-Hjálm- ar.) Séra Kristján Einar Þorvarðar- son, sóknarprestur í Hjallasókn í Kópavogi, andaðist 2. nóv. sl. And- lát hans kom ekki á óvart, því að Kristján Einar hafði lengi glímt við óvæginn sjúkdóm sem svo marga leggur að velli nú á dögum. Kristján Einar hafði í öllu sínu veikindastríði sýnt slíkt æðruleysi, kjark og karlmennsku, að fátítt er. Hann ræddi um veikindi sín með bros á vör og kvaðst ferðbúinn, síð- ast þegar við hittumst. Trúarstyrk- ur hans var mikill, en áhyggjur all- ar beindust að eiginkonu hans, Guðrúnu Lára Magnúsdóttur, og börnunum Tómasi, Þorvarði, Krist- rúnu og Ástrós og þeirra framtíð. Er nú harmur þeirra og söknuður meiri en orð fá lýst. Sr. Kristján Einar var sonur hjónanna Þorvarðar Júlíussonar, bónda á Söndum í Miðfirði, og Sig- rúnar Kristínar Jónsdóttur. Sand- ar í Miðfirði, Vestur-Húnavatns- sýslu, eru þekkt stórbýli frá fornu fari. Þar hafa löngum búið bænda- höfðingjar, en þekktastur er líklega Jón Skúlason, sem frægur var fyrir það á áranum 1897-1899, að hjálpa bændum úr tveimur hreppum um hey, svo að þeir komu öllum sínum skepnum fram, en átti þó allmiklar fymingar eftir. En ofangreindur harðindakafli er með þeim verstu er sagnir herma. Slík vildarjörð er Sandar, en heyskapur þeirra tíma útheimti óhemju vinnu stórs hóps vinnufólks. Foreldrar Kristjáns Einars bjuggu rausnarbúi á Sönd- um um langt skeið. Börnin voru mörg og verkefnin óendanleg. Kristján Einar lærði því ungur að taka til hendi og öðlaðist mikinn áhuga á landbúnaði. Að afloknu stúdentsprófi árið 1978 tók hann búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1979. En hann ætlaði sér ungur það hlutverk að verða sveitaprestur og hóf því nám við guðfræðideild Háskóla Islands, sem hann lauk 1986, og vígðist það sama ár til að gegna prestsþjón- ustu. Heimahagamir toguðu stöð- ugt í hann og reistu þau hjónin lítið sumarhús í landi Sanda, skömmu eftir að jörðin var seld, en þá var tekin undan spilda fyrir sumarhús- ið. Kristján Einar var ávallt sonur sveitarinnar, átti hesta og naut úti- veru. Góðar stundir átti hann oft við veiðar í vötnunum á Arnar- vatnsheiði í hópi vina. Snemma árs 1987 ákváðu kirkju- yfirvöld að skipta Digranessöfnuði. Var það framkvæmt þannig að Hjallasókn var afmörkuð frá Digranessókn til austurs og þannig var myndaður söfnuður með rúm- lega 4 þúsund sóknarbörnum. Kjör sóknarprests fór síðan fram undir yfirstjórn Ólafs Skúlasonar, þá dómprófasts Reykjavíkurprófasts- dæmis. Kristján Einar hlaut þá kosningu, en kosið var samkvæmt nýjum lögum. Hann var síðan skip- aður sóknarprestur í Hjallasókn frá 1.8. 1987 að telja. Undirritaður hafði skömmu áður verið kosinn fonnaður sóknarnefndar. Hófst nú samstarf okkar og sóknamefndar- innar allrar. Þessi samvinna okkar Kristjáns Einars stóð í rúm átta ár og er það sérstakt ánægjuefni að nefna það hér og nú, að það reynd- ist farsælt og vandræðalaust. Oft eru mörkin milli hlutverks sóknar- prests og sóknamefndar óljós og kjörin til ágreinings. En verkefnin kölluðu. Skipta þurfti eignum og hefja starfið. Presturinn fékk að- stöðu fyrir embætti sitt í timbur- húsi, sem notað var til kennslu að hluta og tengdist Digranesskóla. Ólafur Skúlason dómprófastur vígði síðan messuheimili í félags- heimili Digranesskóla. Skólastjóri Digranesskóla, Sveinn Jóhannsson, reyndist söfnuðinum ákaflega vel í þessum málum öllum. Síðan hófst undirbúningur að byggingu Hjalla- kirkju og fjármögnun hennar. Við þessi skilyrði hóf sr. Kristján Einar starfið og þraukaði, án þess að kvarta, við þessar aðstæður í sex ár, eða þar til feginsdagur okkar allra í söfnuðinum rann upp, páska- dagur 1993, er Ólafur Skúlason biskup vígði Hjallakirkju. Geta má þess, að Ólafur Skúlason biskup hafði helgað byggingarlóðina á hvítasunnudag, 19. maí 1991, og dr. Sigurbjörn Einarsson biskup tekið fyrstu skóflustunguna, ásamt því að flytja blessunarorð. Skylt er að geta þess, að prestshjónin, sr. Kristján Éinar og Guðrún Lára, áttu stærstan þáttinn í því hve vel tókst til um uppbyggingu kirkjunn- ar og safnaðarstarfs í nýrri sókn. Þar stóðu þau hjónin svo sannar- lega á miðjum akrinum, eins og kirkjunnar menn kalla það oft, að vinna að málefnum kristni og kirkju. Nefna ber í þessu samhengi mikið og gott starf þeirra Jónínu Júlíusdóttur og Karls M. Kristjáns- sonar, hvað varðaði fjármál kirkjunnar. En starfið sjálft í söfn- uðinum er meginatriðið, en ekki hið ytra borð. Kirkjuhúsið og safnaðar- heimilið er þó sú umgerð sem flest byggist á í kirkjulegu starfi. Hinn látni sóknarprestur vann prestsverk sín með mikilli alúð. Hann lagði sig mjög fram við öll störf í þágu embættisins. Oft er álagið á sóknarprestum nær óbæri- legt. Vandamál sóknarbarnanna eru, eins og allir vita, af ýmsu tagi. Flest mannleg mein og vandi nú- tímans vilja stundum hellast yfir. Þá reynir á sóknarprestinn og styrk hans. Sr. Kristján Einar var sterkur líkamlega og andlega. Hann hafði með námi verið lög- reglumaður í Reykjavík og bjó að þeirri reynslu. Hann þekkti þjóðfé- lagið. Stærstur var hann sem sálu- sorgari. Hann lagði mikla rækt við þann þátt starfsins, að sinna heimil- um sem orðið höfðu fyrir áföllum, ýmiskonar válegum atburðum og fleiru af þeim toga. Við ræddum oft um þjóðfélagsmál og vorum sam- mála um það, að búa þyrfti betur að heimilum þessa lands, homsteinum þjóðfélagsins. Lagfæra þyrfti margt í skattalögum og löggjöf um félagsmál ýmiskonar, efla þyrfti forvarnarstarf í áfengis- og eitur- málum, vernda þyrfti böm og ung- menni, veita þeim andlegt uppeldi til að styrkja þau gagnvart söluæði nútímans, þar sem allt er falt. Hefja þyrfti hin góðu, gömlu upp- eldisgildi til virðingar. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson er fallinn frá. Það er skylda okkar sem eftir stöndum, að hefja merkið á loft og vinna að þeim góðu má- lefnum sem hann lagði lið. Þannig heiðrum við best minningu hans. Við Rannveig sendum Guðrúnu Láru, bömum og öllum ættingjum innilegar samúðarkveðjur, með þökk fyrir það, að hafa átt sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson að vini. Hilmar Björgvinsson. Við ótímabært fráfall Kristjáns Einars, vinar okkar, leitar margt á hugann. Hvers vegna er hann hrif- inn á brott í blóma lífsins, frá konu og bömum. Hann sem hafði svo margt að gefa. Allar era minning- arnar á sama veg; drenglyndi og kærleikur. Upphaf kynna okkar var að Reykjaskóla í Hrútafirði á árunum ’72-’74. Þar bjuggum við hvor sín- um megin við ganginn á heimavist- inni og kynntumst því nokkuð. Það leyndi sér ekki að þar fór kátur og skemmtilegur drengur sem hafði hugmyndaflugið í lagi. Svo skilja leiðir og menn fara í ýmsar áttir. Sumir hittast aftur en aðrir ekki. Endurfundir okkar voru með þeim hætti að okkur hjónum fædd- ist sonur sem þurfti að skíra. Höfð- um við þá samband við Kristján og var málið auðsótt. Að þeirri athöfn lokinni barst það í tal að við værum ógift og varð að ráði að bæta úr því með hans hjálp. Hugmyndir okkar voru hinsvegar ekki þær einföld- ustu því við vildum giftast á heima- velli, það er að segja að Árnesi í Strandasýslu. Ekki þótti Kristjáni neitt því til fyrirstöðu og sagði að það væri nú ekki mikið mál að skreppa norður á Strandir, þetta gæti bara orðið fjölskylduferð. Það var síðan ákveðið að athöfnin færi fram um sumarið. Okkur er það mjög minnisstætt þegar bláa Lad- an renndi upp að sumarbústaðnum okkar þar nyrðra og út úr bflnum komu ungu prestshjónin skælbros- andi ásamt Tómasi. Og þarna í Strandaþokunni kynnti Kristján Guðrúnu Láru fyrir okkur og frá þeirri stundu hafa þau verið góðir vinir okkar. Þau stoppuðu hjá okk- ur í þrjá daga og gerðu þessa helgi ógleymanlega öllum sem þar voru. Kristján var mikill fjölskyldu- maður og bar fertugsafmælið hans þess glöggt vitni, þar sem öll fjöl- skyldan tók þátt í fallegri athöfn. Kristján vann nokkur prestsverk fyrir fjölskyldur okkar og voru þau einkar vel og fallega unnin enda hafði hann góða nærvera hvort sem var í gleði eða sorg. Glæsileiki og fallega talað mál vai- meðal þess

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.