Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.11.1999, Blaðsíða 60
> 60 FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF í DAG > .4- Safnaöarstarf Andblær aðvent- unnar - fræðslu- og umræðukvöld í Digraneskirkju UNDANFARIN ár hefur Reykja- víkurprófastsdæmi eystra staðið fyr- ir fræðslu- og umræðukvöldum í kirkjum prófastsdæmisins. Næstu fimmtudagskvöld verður boðið upp á slíkar stundir í Digraneskirkju í Kópavogi. Efni fyrirlestranna verður nú í tengslum við aðventuna og jólin. Fimmtudagskvöldið 11. nóvember munu þau Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur, og Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur, fjalla um boðskap að- ventunnar og gildi hans í undirbún- ingi jólahátíðarinnar. Efnt er til þessara fyrirlestra nú til að reyna að benda á að undirbúningur hátíðanna á ekki síður að fara fram í huga okk- ar og hjarta en á ljósaskreyttum markaðstorgum nútímans. Fræðslukvöldið hefst kl. 20.30 og er boðið upp á stutt innlegg og síðan umræður yfir kaffibolla. Reylgavíkurprófastsdæmi eystra. Námskeið í Krossinum NÆSTKOMANDI laugardag kl. 14 hefst námskeið í Krossinum sem verða mun næstu fjóra laugardaga í Hlíðarsmára 5. Námskeiðið fjallar um huga mannsins og mun Tholly Rósmundsdóttir kenna á þessu nám- skeiði. Kennt verður í tvær kennslu- stundir með kaffihléi á milli og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnað- arheimilinu kl. 20.30. Frætt um upp- haf kirkjunnar í ljósi postulasögunn- ar. Arni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirlga. Mömmumorgunn kl. 10-12. Dómkirlgan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu. Grensáskirlg'a. Mæðramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur máls- verður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagnarí- hugun kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smurningu. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og bamamorgunn kl. 10-12. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Laugameskirlga. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Að stundinni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt í erli dagsins. Sam- vera eldri borgara kl. 14 í urnsjá þjón- ustuhóps, sóknarprests og kirkjuvarð- ar. Hressileg, fræðandi og uppbyggj- andi samvera með góðum veitingum. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra nk. laugardag. Ekið um nýju hverfin í Hafnarfirði undir leiðsögn Jóhanns G. Bergþórssonar. Þátttaka tilkynn- ist í síma 511 1560 milli kl. 10 og 12 í síðasta lagi á föstudag. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjamarneskirkja. Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30-17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leikfimi aldraðra. KI. 18 bænastund. Fyrir- bænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Kl. 20.30 fræðsiustund á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Sr. Gunnar Sigurjónsson flytur fyrsta erindi í fyrirlestraröð er varðar aðventuboðskapinn. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Æsku- lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtileg- ar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall. Alltaf djús og brauð fyrir börnin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Vegna útfarar falla kirkjuprakkarar niður í dag. Kópavogskirkja. Samvera aldraðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vidalinskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirlg'a. Foreldramorgnar kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Hraunbúðum. Kl. 17.30 TTT. Nú verður spriklað. Allir 10-12 ára endilega að mæta og taka þátt í meiriháttar fjöri. Bjóðið með ykkur vinum. Kl. 18.05 bæna- og kyrrðarstund með Taize-söngvum. Hjálpiveðisherinn. Kl. 20.30 kvöld- vaka í umsjón systranna. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests. EIGNABORG ° 5641500 FASTEIGNASALA íf Hamraborg 12, Kópavogi, simi 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar Lautarsmári 4ra herbergja 93 fm á 2. hæð í nýbyggðu húsi. Til afhendingar strax fullbúin án gólfefna ásamt einu stæði í bílhúsi. Til sölu að auki annað stæði í bílhúsi. Handsaumuðu skórnir fró Soft Spots komnir. Sjúkravörur ehf. Verslunin Remedía í bláu húsi við Fákafen Sími 553 65 T1 Tegundir: Angie með frönskum lás og í yfirbreidd. Bonnie, reimaðir. Litir: Svart og Ijóst. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Úngfrúin gdða KONA hafði samband við Velvakanda og iangaði að koma á framfæri þökkum til Guðnýjar Halldórsdótt- ur og allra sem komu að myndinni Úngfrúin góða og húsið. Hún var alveg yf- ir sig hrifin og hvetur alla Islendinga til þess að sjá þessa mynd. Henni fannst tæknin við töku myndar- innar, leikararnir, búning- arnir, lýsingin og leik- myndin alveg frábær. Myndin er blanda af „drama“ og „kómik“ og hún er enn að hugsa um hana. Konan er ákaflega stolt af því að íslendir.gar skuli gera svona frábæra mynd. Ánægður áhorfandi Siðblinda f MORGUNBLAÐINU 9. nóvember er stór litmynd af nautpeningi að naga kjarr í Mjóafirði við ísa- fjarðardjúp, vegna þess að ekki finnst grasstrá leng- ur, stendur í texta, enda er snjóföl á myndinni. Hvern á þessi frétt að gleðja? Er blaðamaðurinn aigjörlega siðblindur? Eru menn svo fátækir og heylausir í dag að þeir þurfi að láta skepn- ur sínar naga trjágróður- inn núna á tímum upp- græðslu eftir 1000 ára níðslu á landinu þar sem aðeins 1% af kjarri er eftir á öllu landinu, en var 25%? Þessi frétt er einungis til hneykslunar alira þeirra sem vita hvað er að gerast í gróðureyðingu á landinu. Nautgripir naga börkinn af trjám svo þau deyja. Hvað er bóndinn að hugsa sem sendir þessa mynd? Er hann að sýna okkur að búskapurinn er enn að ganga freklega á gróður- inn og hefur hann ekki heyrt aðvaranir náttúru- verndarmanna og allra sem hafa opin augu fyrir ástandinu? Er þessi frétt bændastéttinni til sóma? Herdís. Listgagfurýnendur og fjölmiðlamenn LISTGAGNRÝNENDUR og fjölmiðlamenn vilja ekki sinna listsýningum, nema um flennistórar sýningar sé að ræða. Ég vil benda þeim á að list er ekki fermetrar, heldur áhrif efnis og lita, án tillits til stærðar. Teikning- ar Dýrers eru ekki miklar að umfangi en eru ekki metnar til fjár á vorum tím- um svo verðmætar eru þær. Það er ekki nóg að þenja út léreftið og pára ein- hverja vitleysu með litum og penslum, það verður að vera einhver vitglóra í hlutunum, og það á einnig við um listina. Eggert Laxdal, Frumskógum 6, Hverag. Óþarfi í beinum leikjum MIG langar að kvarta vegna útsendinga Stöðvar 2 og Sýnar frá beinum leikjum í knattspyrnu. Ég skil eki hvers vegna þeir þurfa að klessa nöfnum liða og tímamæli á skjá- inn. Þett hefur truflandi áhrif, ég er ekki einn um þá skoðun að þetta er engum til gagns nema þá þeim sem lýsir leiknum, þar sem hann sparar sér kannski að segja hvert komið sé í leiknum. Þar að auki virðist engin regla vera á hvenær óumbeðn- um upplýsingum er tyllt á skjáinn og hvenær teknar út. Stundum hanga þær þarna með truflandi áhrif- um sínum út allan leikinn og stundum birtast þær í svo sem tíu mínútur eða skemur og hverfa þá. Nú er það svo að á meðan út- sendingu leiks stendur birtast alltaf öðru hvoru upplýsingar um hver staðan sé og hve langt sé liðið á leikinn og er þetta því hreinn óþarfi. Má ég biðja um stílhreinna sjón- varp. Knattspymu- áhugamaður. Tapað/fundið Brúnt seðlaveski BRÚNT seðlaveski merkt Gunný týndist aðfaranótt iaugardagsins 5. nóvember í miðbæ Reykjavíkur. Skil- vis finnandi hringi í síma 424-6867. Karlmannsúr í óskilum KARLMANNSÚR fannst á Grensásvegi. Upplýsing- ar í síma 553 3128. Silfurhringnr týndist á Laugavegi SILFURHRINGUR með grænum steini og áletrun týndist um mánaðamótin sept/okt. Hringurinn týndist líklega á Lauga- vegi í grennd við skemmti- staðinn 22. Þeir sem hafa orðið varir við hringinn hafi samband í síma 861 3176. SKÁK Umsjún Margeir Pétnrsson STAÐAN kom Karen Asrian varð skákmeistari Armeníu. Hann hlaut 7'A vinning af 11 mögulegum, jafnmarga og Lev Aronian, en Asrian var úrskurðaður sigurvegari á stigum. upp á meist- aramóti Armeníu í ár. M. Khachian (2480) var með hvítt, en Smbat Lputian (2625) hafði svart og átti leik. 31. - Re3! 32. Hf2 - Hal + 33. Kh2 - De4 34. hxg5 - Rg4+ og hvítur gafst upp. Svartur leikur og vinnur. COSPER u|//. 067/ COSPER Hann fékk áfall. Búðareigandinn fór á krá til að fá sér kollu. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er undrandi á því tiltæki Nýkaupa að opna „vín- búð“ í Kringlunni, en sem kunnugt er hefur verslunin hrint af stað auglýsingaherferð í þeim tilgangi að þrýsta á stjómvöld og Alþingi að breyta því fyrirkomulagi sem hefur verið á sölu áfengis hér á landi. Þessi auglýsingaherferð sýnir auð- vitað betur en margt annað hvað þetta er mikið hagsmunamál fyrir verslunina í landinu. Vissulega eru margir þeirrar skoðunar að það eigi að selja áfengi í matvörubúðum, en það hefur enginn lagt í jafnmikinn kostnað við að knýja þetta mál í gegn og Nýkaup. Það er ekki of- mælt að verslunin hafi tekið forystu í baráttu gegn núverandi kerfi. Það er auðvitað umhugsunarvert fyrir viðskiptavini verslunarinnar hvort þeir eru tilbúnir til að taka þátt í þessari baráttu og borga fyrir hana í formi hærra vöruverðs; viðskipta- vinimir borga jú auglýsingar versl- ana á endanum. Þeir sem eru á móti því að breyta sölufyrirkomu- lagi áfengis hljóta að spyrja sig hvort þeir eigi að beina viðskiptum sínum annað. Verðkannanir hafa sýnt að vöruverð í verslunum Ný- kaups er í hærri kantinum. Þær umfangsmiklu breytingar sem ver- ið er að gera á verslun Nýkaups í Kringlunni eru tæplega fallnar til þess að lækka það. xxx AÐ undanförnu hafa nýjar íþróttagreinar verið að nema land á Islandi. Þetta eru greinar sem hafa orðið til í Bandaríkjunum og breiðst þaðan út um heiminn. Ekkert er nema gott um þetta að segja nema það eitt að þeir sem stunda þessar greinar hafa ekki haft fyrir því að reyna að finna ís- lenskt orð yfir þær. Víkverji á þarna við íþróttagreinar eins og „fitnes“, „spinning" og „spa“. „Spinning“ og „spa“ eru greinar sem stundaðar eru á líkamsrækt- arstöðvum og er engu líkara en þeir sem vilja stuðla að vexti þess- ara greina noti erlend heiti beinlín- is til að auglýsa greinamar og draga fólk að þeim. Tilfinning Vík- verja er sú að það sé auðveldara að fá fólk til að stunda grein sem heit- ir erlendu nafni en grein sem heitir t.d. hjólreið (spinning). Hættan er sú að fólk fái það á tilfinninguna að það sé púkalegt að nota íslensk orð. Víkverji er þeirrar skoðunar að eigendur líkamsræktarstöðva verði að taka þátt í því verkefni að viðhalda íslenskunni. í þeirri bar- áttu verða allir að leggja sig fram. xxx VÍKVERJI kættist innilega yfir sigri Mika Hákkinen, ökuþórs frá Finnlandi, í Formúlu I. Hakkinen hefur þurft að hafa fyrir sigrinum og hefur oftar en einu sinni misst af sigri á mótum í sum- ar vegna augnabliks mistaka. Gleði Hákkinens var því einlæg þegar sigurinn var í höfn eftir keppnina í Japan, en að sama skapi vom keppinautar hans daufir. Annars var ótrúlegt að sjá Hákkinen, sem keppir íþrótt sem margir tengja við karlmennsku, brotna niður eftir að hafa ekið út af í einni keppninni í sumar. Hann var þá í forystu og hefði nánast tryggt sér heims- meistaratitil ef hann hefði sigrað. Eftir óhappið hljóp Hákkinen frá bfl sínum og bak við auglýsinga- skilti þar sem hann brast í grát. Sjónvarpsmenn, sem flugu yfir brautinni í þyrlu, sáu enga ástæðu til að hlífa kappanum og tóku mynd af Hákkinen grátandi fela andlit sitt í höndum sér og snýta sér í húfu sína. Víkverji verður að viður- kenna að hann komst við að sjá angist hetjunnar sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.