Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
__________________________MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 C 5
ÚRVERiNU
Hefur verið á sjö frystitogurum síðan sumarið 1995 en er nú háseti á varðskipi
Hlær með prjónana í
eigin sólskinslandi
Morgunblaðið/Kristinn
Perla ólst upp á Eskifirði og segist vera með sjómannsblóð í æðum
PERLA Hafsteinsdóttir hefur ver-
ið háseti á varðskipinu Oðni síðan í
maí sem leið en var áður á frysti-
togurum í fjögur ár. „Þetta er fjöl-
breytt og skemmtileg vinna,“ segir
hún um núverandi starf. „Veiðieft-
irlitið er okkar aðalstarf en við er-
um líka þjálfuð í öryggi sjómanna
og björgun. Um borð tökum við
jafnframt samskonar námskeið og
Sjómannaskólinn heldur, sinnum
viðhaldi á skipinu og þrífum í
kringum okkur.“ Hún segir þetta
allt annað og betra líf en hún
kynntist á frystitogurunum. „A
varðskipinu er ég ekki hrædd um
að allt bregðist en ekki má mikið út
af bregða til að túr á frystitogara
valdi miklum vonbrigðum. A varð-
skipinu þurfum við ekki að óttast
hvort við veiðum eða ekki. Það
skiptir engu fyrir afkomu okkar
hvort kvótinn sé búinn. Við þurfum
ekki að hafa áhyggjur af því hvort
markaðurinn falli eða að við getum
ekki selt afurðirnar. Við vitum
nánast upp á dag hvenær við kom-
um inn og getum skipulagt hlutina
með það í huga en það er ekki
hægt þegar maður er á frystitog-
ara. Margir sjómenn á frystitogur-
um geta aukinheldur ekki tekið sér
frí árum saman af hræðslu við að
missa af „stóra túrnum". Lífið á
frystitogurunum er auðvitað ekki
heilbrigt en engu að síður var það
mjög skemmtilegt. Samt sem áður
hef ég sagt að þetta hafi drekkt
áhuga mínum á sjó þó ég sé nú enn
til sjós.“
Prófið gerði útslagið
Hún ólst upp á Eskifirði og seg-
ist vera með sjómannsblóð í æðum.
Báðir afarnir hafi verið sjómenn,
faðir hennar er vélstjóri á dönsku
flutningaskipi og bróðirinn vél-
stjóri með skólanum en auk þess á
hún eina systur.
„Ég ólst upp í sjávarþorpi og
mér hefur alltaf þótt gaman að
vinna í fiski. Frá því ég var lítið
peð hef ég vitað að peningarnir
væra þarna og því fór ég á sjóinn.
Þrátt fyrir allt er mjög gott að vera
úti á sjó en það er erfitt að lýsa því.
Sjórinn hefur alltaf átt eitthvað í
mér og ég hef verið óttalegur
fjörulalli frá því ég komst niður í
fjöru.“
En ekki gekk átakalaust að kom-
ast á sjóinn. Perla tók stúdentspróf
í Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki, skrapp í Háskólann og nam
líffræði um sinn, eins og hún orðaði
það, en fékk ekki það sem hún
vildi. „Ég var stöðugt að reyna að
komast á sjó en án árangurs. Stað-
reyndin er að kona sem hefur ekki
reynslu af því að vera á sjó á erfið-
ara með að komast um þorð heldur
en karl í sömu stöðu. Ég fékk það
staðfest þegar mér var hafnað og
ég spurði hvort það væri vegna
þess að ég væri kona. Það eru
mjög margir sem vilja ekki hafa
konur um borð og þeir verða að fá
að ráða því en svo eru líka aðrir
Þegar Perla Hafsteins-
dóttir stóð vart út úr
hnefa ætlaði hún sér að
verða sjómaður þegar
hún yrði stór. Fæðingin
var erfið en draumurinn
varð loks að veruleika
fyrir fjórum árum. Hins
vegar ætlar hún sér
ekki að vera á sjónum til
frambúðar eins og fram
kemur í samtali við
Steinþór Guðbjartsson
og stefnir að því að fara
í land fyrir fullt og allt í
ágúst á næsta ári.
sem vilja hafa konur og jafnvel
fleiri en eina og fleiri en tvær. Mér
varð fyrst ágengt þegar ég var
komin með próf frá Fisk-
vinnsluskólanum upp á vasann.“
Á sjö frystitogurum
Perla fékk eldskímina sem há-
seti á Margréti EA, frystitogara
Samherja á Akureyri, sumarið
1995. „Fyrsti túrinn minn á sjó var
í Smuguna. Mér fannst allt spenn-
andi, sama hvað það var. Jafnvel að
hífa. Strákarnir kvörtuðu yfir lé-
legri veiði - og ég veit núna að það
var engin veiði - en mér þótti afi-
inn mikill. Ég vissi að alltaf væri
reynt að stríða nýliðum og var því
viðbúin. Þegar mér var sagt að
taka næturkokkeríið sneri ég upp á
mig og hélt nú ekki að ég færi að
þrífa allt og ganga frá. Þverneitaði
að gera það fyrr en hinir hefðu
gert það á undan mér en þá vissi
ég ekki að þetta væri alsiða áður
en kokkurinn færi á fætur. En ég
hef ekki enn verið send niður í vél-
arrúm til að ná í vacuum! Túrinn
stóð yfir í rúman mánuð og mér
þótti mjög gaman. Fann ekki fyrir
því að vera svona lengi enda er
ekkert mál að vera úti á sjó heldur
er það heimkoman; að komast að
því að vinkonurnar eru búnar að
gifta sig og eignast börn og maður
hefur misst af öllu. Það er hending
ef sjómaður á frystitogara nær að
vera viðstaddur einhvem viðburð í
fjölskyldu sinni.“
Að frumrauninni lokinni settist
Perla á skólabekk á ný og tók eitt
ár í Fósturskólanum. „Þá sá ég að
þetta var ekki fyrir mig þó svo ég
vildi gjarnan vinna með börn því
það er mjög gott. En það hentaði
mér ekki á þessari stundu, ég fékk
pláss á Akraberginu og þar með
var ekki aftur snúið.“
Eftir að hafa verið á Akraberg-
inu fór Perla á Frera, síðan á Hól-
madrang, Vestmannaey, Víði og
Ými. „Yfirieitt er aðeins einn túr í
boði og það er skýringin á hvað ég
hef komið víða við en þetta voru
einn til þrír túrar á skipi nema
hvað ég var eitt ár á Víði. Ég geri
mér fulla grein fyrir því að þessum
störfum þarf að sinna og æskileg-
ast væri að sjómenn á frystitogur-
um ynnu einn túr og svo næsta í
fríi og svo framvegis, í mesta lagi
tvo túra og einn í fríi, eins og al-
gengt er. Hins vegar er tilfellið að
margir róa í belg og biðu, róa sig
vitlausa. Þeir eru löngu komnir úr
takt við lífið í landinu en það tekur
alltaf tíma að aðlagast því að vera
kominn heim. Úti á sjó á frystitog-
ara er dagurinn sex klukkutímar
og nóttin sex en í landi skiptir
klukkan öllu. Þetta var mikil lífs-
reynsla en ég fer aldrei aftur á
frystitogara. Aldrei. Ég hef fengið
nóg. Þetta er stapp og of mikið
stress. Það var mjög fyndið og
gaman fyrst að vera kona innan
um alla þessa karla en ég nenni
ekki að hlusta á þá lengur. Samt
eru þeir ágætir, karlagreyin, en
áhafnirnar em misjafnar. Ég hef
verið um borð í skipi þar sem ekk-
ert var nema gleði allan tímann og
svo hef ég líka kynnst andrúmslofti
þar sem ég hef viljað fara heim á
fyrsta degi. Þá hef ég tekið upp
prjónana, vitandi að mánuður væri
framundan, og hlegið í eigin sólsk-
inslandi. Ég hef á tilfinningunni að
enginn hafi skilið hvers vegna ég
var að hlæja og menn talið að ég
væri kolrugluð þegar ég byi’jaði að
hlæja upp úr eins manns hljóði en
þetta er vinna og ég var að safna
fýrir íbúð.“
Ekki síður andlegt erfiði
Það er meira en að segja það að
vera úti á sjó í mánuð eða lengur í
beit. „Ef gert er ráð fyrir að túrinn
verði í mánuð verður maður að búa
sig undir það að vera mánuð í
burtu. Það sem mér fannst erfiðast
var þegar túrinn lengdist. Um-
framvikan var mjög löng. Þá voru
menn orðnir þreyttir og leiðinlegt
um borð. Umframtíminn var vegna
þess að lítið veiddist og móraliinn í
molum nema einhver sprelligosi
væri um borð til að halda honum
uppi. Við þessar aðstæður má lítið
út af bregða en engu að síður mega
þessir blessuðu, elsku sjómenn
eiga það að maður getur rokið upp
og sagt það sem manni sýnist - þú
ert asni, fífl og hálfviti - en daginn
eftir man enginn eftir því vegna
þess að menn geta ekki leyft sér að
erfa svona hluti við einhvern sem á
eftir að deila herbergi með í mán-
uð.“
Perla segir að sjómennskan hafi
kennt sér ýmislegt. „Ég veit hverj-
ir eru vinir mínir og héf tekið sjálfa
mig í gegn á þessum árum en get
ekki dæmt um árangurinn. Hins
vegar hef ég lært að þetta er ekk-
ert líf og það er grátlegt að sjá
hvað margir eru fastir úti á sjó og
komast ekki í land. Margir fjöl-
skyldumenn hafa skuldsett sig of
mikið og hafa hreinlega ekki efni á
að fara í land. Það er sárgrátlegt,
að þessir menn geti ekki verið
heima hjá sér. Jafnvel það besta
sem boðið er upp á, tveir mánuðir
úti á sjó og einn í landi, er ekkert
fjölskyldulíf. Pabbi var viku úti og
nokkra daga í landi og svo fram-
vegis en systir mín þekkti ekki
þennan skeggjaða mann fyrstu ár-
in, argaði og gargaði þegar hún sá
hann. Margir vinna líka myrkr-
anna á milli í landi en sjómannslífið
er einhvern veginn allt öðruvísi.
Það er rosalega gi’átlegt að koma
heim eftir mánaðartúr og eiga ekki
fyrir skuldum en fólk verður að
átta sig á því að afkoman á mörg-
um frystitogurum er oft ekki meiri
en tryggingin, sem er ekki hærri
en lágmarkslaun í landi. Við heyr-
um sjaldnast af því þegar ekkert
veiðist, eitthvað bilar, veiðarfærin
ónýt og aflinn ekki fyrir tryggingu.
Við heyrum aðeins um 100 milljóna
króna túrana og því má ætla að
sjómenn á frystitogurum séu mold-
ríkir en það er öðru nær.“
Skemmtilegur skóli
Hún átti sér þann draum að
verða sjómaður og draumurinn
varð að veruleika. Hún hefur
kynnst ýmsu og segir að lífið á
varðskipinu eigi vel við sig en ekki
sé um framtíðarstarf að ræða.
„Þetta er allt annað líf og léttara
yfir öllu en á frystitogurunum og
störfin eru gjörólík. Það eina sem
nýtist okkur togarasjómönnunu®
er að við kunnum að stíga ölduna
og binda. Þetta er skóli daginn út
og daginn inn, skemmtilegur skóli.
Eg er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Fullt af fjöri. Ég hef líka tíma til að
sinna áhugamálunum, handavinn-
unni og prjónaskapnum. Ég er allt-
af með prjónana um borð en nú
eyði ég frístundunum einkum í að
saga út jólatré og fleira. „Perla í
jólasveinalandi" segja strákarnir,
en það eru svo mörg tæki héma,
sem ég get notað en á ekki til
heima hjá mér, sagir, þjalir og
fleira. Það er um að gera að bjarga
sér en á meðan ég er á sjónum get
ég ekki farið í berjamó, sem mér
þykir afskaplega gaman. Eins og
bara það að vera úti. Að ógleymdri
matargerð, bakstri og sultugerð."
18 manns eru í áhöfninni á Oðni
og þar af tvær konur. Perla segir
að þær veiti hvor annarri stuðning
en þó lífið um borð sé skemmtilegt
ætlar hún ekki að vera þar til
frambúðar. „Mér líkai’ í raun alltof
vel á varðskipinu en þegar ég byrj-
aði til sjós setti ég mér það tak-
mark að vera á sjónum þar til ég
yrði þrítug, þar til í ágúst á næsta
ári. Þetta hefur aldrei verið fram-
tíðarstarf í mínum huga en það epi
forréttindi að vera á varðskipi og
fá tækifæri til að sjá landið frá
öðru sjónarhorni en gengur og ger-
ist.“
TOGARAR
Nafn Stœrð Afli Uppist. afla Sjóf.Löndunarst.
I .HRÍSEYJAN EA 410 46156 53* Djúpkarfi Gámur
BYLGJA VE 75 277 2 Ufsi Vestmannaeyjar
1 JÓN VÍDALlN ÁR 1 548 31 Karfi/Gullkarfí Vestmannaeyjar |
HAMRASVANUR SH 201 274 56 Þorskur Þorlákshöfn
| STURLAGK12 297 5 Þorskur Grindavík
HAUKURGK25 479 5 Ýsa Sandgerði
| HEIÐRÚNGK505 294 31 Þorskur Sandgerði
ÞURlÐUR HALLDÓRSDÓTTIR GK 94 24905 39* Karfi/Gullkarfi Keflavík
I KAMBARÓST SU 200 487 96 Þorskur Hafnarfjöröur |
OTTÖ N. ÞOrUkSSON RE 203 485 101 Karfi/Gullkarfi Reykjavík
| HRINGURSH535 488 74 Þorskur Grundarfjörður |
KLAKKUR SH 510 488 31 Þorskur Grundarfjörður
1 pállpAlssonIsio2 583 92 Þorskur (safjörður
HEGRANES SK 2 498 90 Þorskur Sauðárkrðkur
1 BJÖRGÚLFUR EA 312 424 69 Þorskur Dolvlk
BLIKI EA 12 420 85 Þorskur Dalvík
1 KALDBAKUR EA 1 941 145 Þorskur Akureyri
ÁRBAKUR EA 5 445 126 Þorskur Akureyri
| GULLVER NS 12 423 74 Djúpkarfi Seyöisfjörður |
HÓLMATINDUR SU-220 499 46 Þorskur Eskifjörður
1 UÓSAFELL SU 70 549 66 Þorskur Fáskrúðsfjörður |
SKELFISKBÁTAR
Nafn Stœrð Afii Sjóf. Löndunarst.
1 STAPAVÍK AK 132 48 16 4 Akranes
FARSÆLL SH 30 178 42 5 Grundarfjöröur
1 GRUNDFIRÐINGUR SH 24 103 50 5 Grundarfjörður
HAUKABERG SH 20 104 41 5 Grundarfjörður
| GRETTIR SH 104 210 57 5 Stykkishólmur j
HRONNBA335 41 34 4 Stykkishólmur
1 KRISTINN FRIÐRIKSSON SH 3 104 53 5 Stykkishólmur j
ÁRSÆLL SH 88 101 52 5 Stykkishólmur
ÞÓRSNES SH 108 163 40 5 Stykkishólmur
HARPAHU4 61 6 1 Hvammstangi
RF NÁMSKEIÐ
SÖLTUN SJÁVARAFURÐA
Námskeiðið er einkum ætlaö þeim, sem vinna við verkun á
saltfiski, þar sem farið verður yfir vinnsluferlið, verkunarað-
ferðir og flutninga.
Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: Fræði, hráefnisval, f
vinnslu- og verkunarnýting, söltunaraðferðir, geymsla,
húsnæði, flutningar o.fl.
Sérfræðingar Rf leiðbeina á námskeiðinu.
IMámskeiðið verður haldið fimmtudaginn 25. nóvember 1999,
frá kl. 9.00-16.00 í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4.
Þátttökugjald er kr. 14.500.
Innifalið eru góð námsgögn og veitingar.
Nánari upplýsingar og skráning
er í síma 562 0240
eða með tölvuDÓsti í netfanaið