Morgunblaðið - 18.11.1999, Side 8

Morgunblaðið - 18.11.1999, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 18. NÓVBMBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðjón A. KristjánMon, fráfarnndi forseti FFSÍ óskar cftirmanni sínum, Grétari Mar Jónssyni góðs gengis. Þú verður að einbeita þér að þeirri hægri, maður fær bara flísar í sig úr vinstri löppinni, Grétar minn. Tillögur kynntar um vestnorræn barnabókaverðlaun Á FUNDI með norrænu samstarfs- ráðherrunum frá Vestur-Norðm-- löndum, sem fór fram í Stokkhólmi í síðustu viku í tengslum við þing Norðurlandaráðs, voru kynntar áætl- anir um að setja á stofn vestnorræn bókmenntaverðlaun fyrir bama- og unglingabækur. Einnig voru kynntar áætlanir um stóra farandsýningu um veiðimenningu Vestur-Norðurlanda, sem verður opnuð árið 2001. Á fundinum var rætt um að auka samstarf Vestnorræna ráðsins við ríkisstjórnir og landstjórnir Vestur- Norðurlanda. VestnoiTæna ráðið skipa fulltrúar frá íslandi, Græn- landi og Færeyjum. Fundarmenn voru sammála um að formfesta ætti þetta samstarf með einhverjum hætti. Á fundinum kynnti Vestnorræna ráðið starfsemi sína á komandi ári og gerð var grein fyrir áherslum nor- rænu ráðherranefndarinnar er varða Vestur-Norðurlönd sérstaklega. Á fundinum var einnig upplýst að skáli Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja í Bröttuhlíð á Grænlandi verða vígð 16. júlí árið 2000 en vígsla bygging- anna er liður í hátíðarhöldum Græn- lendinga vegna árþúsundamótanna og landafunda. Vestnorræna ráðið og grænlenska landstjórnin hafa stýrt uppbyggingunni á mannvirkj- unum. I tengslum við vígsluna held- ur Vestnorræna ráðið ráðstefnu um menningarmál og mun Norðurlanda- nefnd Norðurlandaráðs taka þátt í henni. Favorit 6280 U-W Gerð undir borðplötu: H: 82-8áiB:6a;D: 57 Orkunotkun: Hraðkerfi BI0 50°C 0,95 kwst. Venjulegt 65°C kerfi 1,25 Vatnsnotkun: Hraðkerfi BI0 50°C 15 lítrar Venjulegt 65°C 19 lítrar Fuzzy-logig: Sjálvirk vatnsskömtun, notar aldrei meira vatn en þörf er á Ryðfrítt innra byrgði. Ytrahús sinkhúöað (ryögar ekki) Hægt að lækka efri grind með einu handtaki Hægt að stilla start-tima allt að 19 klst. fram í tímann Sjálfvirk hurðarbremsa. Hnífaparagrind opnast eins og bók Innbyggt hita-element Tekur 12 mannastell Mjög hjóðlát véi aðeins 45 db (re 1 pW) 6 þvottakerfi TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæstri 4 hitastig Aqua Control, sex-falt vatnsöryggiskerfi m: B R Æ O U R N I R UMBOÐSMENN jffiÁ RöDIOM Geislagótu 14 » Sími 462 1300 Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ....................... ja. Kf. Húr Kf. V-Hún., Hvammstangs Vesturfand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgamosi. Btómsturvellir, Hetlissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. VestflrftlR Geirseyrartoúðin, mur, ísafiröl. f ' *-1 **-••••- A -" f. Húnvetninga, E Pokahornið, Tálknafiröl. Norðuríand: Radionaust, Akureyri. Elektro co ehf, Dalvík. öryggi sf, Húsavík. Kf. Stelngrimsfjarðar; Hólmavfk. ’ ' ... - -.............. ....................‘ " ' Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauöárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurfand: Sveinn Guðmundsson, Egils _ . Stööfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað."Kf. Fáskrúðsftröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðurtand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavfk. Fyrirlestur í sjóminjasafninu Fiskveiðar Englendinga um 1600 Ágúst Georgsson KVÖLD heldur Helgi Þorláksson prófessor erindi um fískveiðar Englendinga við Island um 1600. Þetta er þáttur í fyrirlestraröð sem Rann- sóknarsetur í sjávarút- vegssögu og Sjóminjasafn íslands hafa staðið fyrir að undanförnu. Fyrirlest- urinn er haldinn í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8 í Hafnar- firði, og hefst klukkan 20.30. Ágúst Georgsson, deildarstjóri hjá safninu, hefur ásamt Jóni Þ. Þór, forstöðumanni Rannsókn- arsetursins, haft veg og vanda af undirbúningi þessarar fyrirlestraraðar. Hann var spurður hvert markmið þessa starfs væri? „Markmiðið er að gefa fólki kost á aukinni þjónustu og fræðslu í sambandi við sögu ís- lensks sjávarútvegs. Þetta er líka hugsað til að efla starfsemi Sjóminjasafnsins og kynna það út á við.“ - IJvnð getur þú sagt fólki um fyrirlestur Helga Þorlákssonar? „Hann nefnir fyrirlestur sinn Langa var það heillin. I umfjöll- un sinni setur Helgi á oddinn lönguveiðar Englendinga um 1600 en hingað til hefur því verið trúað að Englendingar hafí fyrst og fremst leitað á Islandsmið til þess að drepa þorsk. Það má segja að í fyrirlestrinum taki Helgi fyrir ákveðið atriði úr ný- útkominni bók sinni Sjórán og siglingar, ensk-íslensk samskipti 1580 til 1630, en hann ræðir þetta miklu nákvæmar og ítarlegar en hann gerir í bókinni. Það var mikil kreppa í Englandi um mið- bik 16. aldar, hungur og hallæri og fólki fækkaði um sex af hundraði. En þegar líða tók á öldina lagði aðalráðgjafi Elísa- betar Englandsdrottningar mikla áherslu á fiskneyslu og vildi að hirðin gengi á undan með fögru fordæmi. Hann beitti sér fyrir nokkrum fiskdögum í viku og hugmyndin var m.a. sú að með auknu fiskáti fjölgaði sjó- mönnum og þar með liðtækum mönnum í sjóherinn. Aðallega var neytt löngu við hirðina en þeir sem lægra voru settir urðu að láta sér nægja hinn ódýrari þorsk, því langan var margfalt dýrari. Talið er hugsanlegt að þessi áróður fyrir fiskáti og eftirspum eftir löngu við hirðina hafi gert hana að tískuvöru almennt sem svo orsakaði aftur hátt verð á löngunni.“ - Eru margir fyrirlestrar ráð- gerðir í þessari fyrhiestruröð? „Þetta er annar fyrirlesturinn í röðinni en við ráðgeram einn slíkan í mánuði fram á vor eða alls 8 fyririestra yfir veturinn. Sá fyrsti var um Síldarminjasafnið á Siglufirði en í kringum það er starfandi afar merkilegur félags- skapur áhugamanna, sem hafa staðið að uppbyggingu safnsins, og er hinn eini sinnar tegundar hér á landi. Víða erlendis eru þekktir hliðstæðir áhugamanna- hópar sem standa að verndun og varðveislu menningarminja." - Um hvað á næsti fyrirlestur að fjalla? „Eftir áramót mun Ragnar Eðvaldsson fomleifafræðingur ►Ágúst Georgsson fæddist 6. nóvember 1951 í Stykkishólmi. Hann lauk stúdentsprófi árið 1971 frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann stundaði nám í fornleifafræði, safnfræði og þjóðháttafræði við Háskólann í Uppsölum og lauk þaðan prófi 1976. Eftir það stundaði hann framhaldsnám um skeið í þjóð- háttafræði við Stokkhólmshá- skóla. Ágúst hefur starfað sem deildarstjóri Sjóminjasafns Is- lands í Hafnarfirði undanfarin ár. Hann er kvæntur Valgerði Sigurðardóttur lækni og eiga þau tvö börn. tala um rannsóknir á fomum ver- búðum og verstöðum á Islandi. En hann hefur verið að vinna að rannsóknum á þessu sviði að undanfömu. Þetta er svið sem hefur verið tiltölulega lítið sinnt fram til þessa þannig að þetta ætti að vera áhugavert efni.“ -Hvað er að frétta annað af stai-fsemi Sjóminjasafnsins? „Núna eram við að leggja loka- hönd á undirbúning lítillar sýn- ingar um landhelgismál á Dýra- firði fyrir eitt hundrað árum. Verður hún opnuð í lok þessa mánaðar. Tíunda október 1899 fór Hannes Hafstein, þá sýslu- maður Isfirðinga, út að breska togaranum Royalist sem var að ólöglegum veiðum á firðinum og hafði stundað þær nokkra daga. Togaramenn vörnuðu sýslu- manni og mönnum hans upp- göngu í skipið og sökktu bátnum þannig að þrír báts- verjar dmkknuðu." - Hvernig hefur að- sókn að safninu verið? „Aðsókn að safninu hefur verið þokkaleg í sumar en hlutverk þess er líka að taka á móti skóla- bömum til fræðslu og hefur jafn- an verið nokkuð um það. I safn- inu getur fólk skoðað gamla báta, þ.á m. bátinn sem Hannes Haf- stein ætlaði að nota við togara- tökuna, hann náðist upp úr sjón- um og hefur varðveist. I safninu er líka að finna ýmis veiðarfæri, áhöld og tæki sem tengjast fisk- veiðum og sjósókn íslendinga, t:d. gömul sjóklæði úr skinni, kafarabúning, loftskeytaklefa af togaranum Röðli úr Hafnarfirði, gúmmíbjörgunarbát, sennilega þann elsta sem varðveittur er hér á landi, togvíraklippur eins og þær sem notaðar voru í þorskastríðunum - og ýmislegt fleira.“ Fyrirlesturinn byggist á ritinu Sjórán og siglingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.