Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 20

Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 LANDIÐ Nemandi 1 Grunnskólanum á fsafírði 1 sjúkrahúsi syðra Stundar nám og heldur tengslum við félagana Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Solveig Thoroddsen kennari spjallar við nemanda sinn, Kjartan Trausta. Til hægri á tölvuskjánum má sjá myndina úr skólastofunni sem Kjartan sér sín megin. fsafirði - Kjartan Trausti Þórisson, nemandi í 4. bekk S í Grunnskólan- um á Isafirði, dvelst um þessai' mundir á Landspítalanum í Reykja- vík en stundar námið gegnum mynd- fundabúnað. Hann þurfti að fara suður í krabbameinsmeðferð í sex til sjö vikur en tekur samt sem áður virkan þátt í kennslustundum með skólasystkinum sínum og jafnframt er hann í sambandi við þau í frímín- útum. Einnig fær hann sjúkra- kennslu hjá kennara sem kemur á spítalann syðra. „Hjá Styrktarfélagi krabbameins- sjúkra barna var okkur bent á að til væri myndfundabúnaður á sjúkra- húsinu og við leituðum ráða til að út- vega slíkan búnað hingað í skólann“, sagði Kristinn Breiðfjörð Guð- mundsson skólastjóri í samtali við blaðið. „Landssíminn hér vestra brást mjög vel við og bauðst til að lána allan þann búnað sem til þyrfti, okkur að kostnaðarlausu, og gekk þar fremstur Sveinbjörn Bjömsson hjá Landssímanum á ísafirði. Svein- björn hefur aðstoðað okkur á allan hátt og nú er búnaðurinn kominn í gagnið í kennslustofunni og nemend- urnir og kennarinn eru í sambandi við Kjartan Trausta þar sem hann dvelst syðra. Þetta er ekki síst til þess að rjúfa þá félagslegu einangrun sem fylgir sjúkrahúsdvöl í margar vikur fjarri sinni heimabyggð meðan félagarnir eru heima og stunda skólann. Með þessu er verið að koma því til leiðar að nemandinn sé eftir sem áður í tengslum við bekkinn sinn og kenn- ara. Þetta hefur gengið mjög vel eft- ir að við vorum búin að læra á tækin. Núna erum við komin upp á lag með að nýta okkur búnaðinn og þetta er farið að rúlla ágætlega hjá okkur,“ sagði Kristinn. Kjartan Trausti er búinn að vera fyrir sunnan í nokkrar vikur og senn líður að því að hann komi vestur aft- ur og taki þátt í skólastarfinu með þeim hætti sem venjulegastur er. Að sögn Kristins skólastjóra hefur hann stundað námið af áhuga og dugnaði, þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvenjulega námstilhögun. Þegar Kjartan var spurður hvort honum þætti ekkert einkennilegt að sjá ljósmyndara í skólastofunni vera að taka af honum myndir í gegnum myndsendibúnaðinn sagði hann ein- faldlega: „Ég er orðinn vanur því. Ég er búinn að vera þrisvar í mynda- tökum vegna fræðsluefnis fyrir Landspítal- ann. Frændi minn ætlar að gerast um- boðsmaður fyrir mig.“ í léttu spjalli við fé- laga sína, kennara, skólastjóra og gesti nefndi Kjartan Trausti m.a., að hann hefði fundið tvo hundraðkalla á gólfinu á sjúkrahúsinu vegna þess að þar væri lekur sjálfsali. Síðan tók hann fram kennslubók þar sem fjallað er um samheiti og fleira af því tagi. „Ég er búinn að finna tuttugu og sjö dæmi um samheiti og andheiti," sagði hann við kennara sinn, Solveigu Thorodd- sen. „Vá, tuttugu og sjö,“ sagði einn af bekkjarfélögunum. Þegar Solveig bað um nokkur dæmi um andheiti komu þau hvert af öðru frá Kjartani og bekkjarsystkinum hans: Gráta og hlæja, svart og hvítt, já og nei, sorg og gleði, nótt og dagur og svo fram- vegis. Síðan spjallaði Kristinn skólastjóri við Kjartan Trausta góða stund áður en hann þakkaði Landssímanum fyr- ir hjálpina. „Það hefur verið ákaflega skemmtilegt og gefandi fyrir okkur að geta nýtt okkur þennan búnað. Það hefur verið mjög verðmætt að fá að prófa þetta.“ Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17.00 sem útvarpað er á l\lær mmmm&m ReykjavlkuiÍKHg Skrifstofa borgarstjóra (KmBíMKMSmsMiSmi, Ný ævisaga kynnt Húsvíkingum Húsavík - Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur hélt nýlega fyrirlestur á Húsavík að tilhlutan Safnahússins er hann nefndi Einar Bene- diktsson og Dettifoss. Tilefni þess er að komið er út II bindi af ævi- sögu Einars, samið af Guðjóni eins og hið fyrra og nær það yfir 10 ára tímabil í ævi Einars 1907-17, sem mun vera mesta athafnaskeið í ævi hans. Guðjón taldi upphaf þessa tímabOs vera það að Einai' fór með konu sína norður í land árið 1905 tO að sýna henni æskustöðvar sínar og þar á meðal hið mikla vatnsfall Dettifoss. Guðjón taldi að í sam- bandi við þá ferð hefði Einar ort kvæðið Dettifoss, sem sýnir óbeint stefnuyfirlýsingu hans í sambandi við miklar hugmyndir hans um virkjun fossins. A þeim tíma voru í Noregi að rísa miklar áburðarverksmiðjur, sem fengu orku frá virkjunum ýmissa fossa, sem farið var að virkjum 1890, bæði fyrir innlendu og er lendu fjármagni og höfðu fjármála- menn mikið á því grætt. Eftir þessu hefði Einar tekið og fór því frá starfi sínu hér heima tO Noregs til að fá fjármálamenn þar til stuðn- ings við sínar hugmyndir; virkjun íslenskra fossa og fleiri hugmyndir, sem hann bjó yfir í því sambandi. Hann kaupir jarðimar As og As- byrgi í Kelduhverfi og tekur á leigu Skjálfandafljót og Jökulsá á Fjöll- um. Hann gengst fyrir stofnun fé- lags, sem nefnist Gig- ant, sem áformaði að reisa rafstöð við Detti- foss. En þá risu fljótt upp raddir á móti því og var Þorsteinn skáld Erlingsson þar í farar- borddi. En þróunin varð sú, að þetta félag og önn- ur sem stofnuð voru í Englandi, keyptu eða náðu leiguréttindum í ýmsum ám og jörðum hér á landi. Miklar hugmyndir um Dettifoss Einar hafði sérstak- lega miklar hugmynd- ir í sambandi við Dettifoss og stofnun efnafræðiverksmiðju í sambandi við virkjunina. Einar virðist hafa verið í miklu áliti hjá erlendum fjármála- mönnum. Einnig var stofnað félagið Skjálfandi hf„ en Einar gekk fljótt úr því félagi. Mörg félög voru á þessum árum, fyrir stríð, stofnuð í sambandi við hugmyndir Einars, en á stríðsárunum urðu mörg þeirra gjaldþrota. Ekki kom beint fram í erindi Guðjóns hvernig þessi ítök og eign- arheimildir útlendinga hér á landi komust aftur í íslenskar hendur, enda nær saga Einars og rannsókn- ir Guðjóns ekki nema til ársins 1917. Afgjald af leigu Dettifoss var greitt til ársins 1929. Ríkastur varð Einar 1917, þegar hann seldi vatnsréttindi sín í Fnjóská, sem hann átti persónu- lega, og um tíma vissi hann varla hvað hann átti, en hann dó ekki auðgur maður. Morgunblaðið/Silli Guðjón Friðriksson flutti fyrirlestur um Einar Benediktsson á Húsavík. Ný sveit - hrein sveit r---- Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir U mh verfísverð- laun í Borgarfírði Reykholti - Umhverfisnefnd Borg- arfjarðarsveitar hefur tekið upp þann sið að veita viðurkenningar til þeirra lögbýla í sveitarfélaginu sem eru hvað reisulegust og bera lilame© y Skólavörðustíg 21 a 101 Reykjavik Sími/fax 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf vott góðri og snyrtilegri umgengni. Undir yfirskriftinni „Ný sveit - hrein sveit“ hlutu níu eftirtaldir bæir umhverfisviðurkenningu: í Andakíl bæimir Hvítárvellir, Varmalækur og tilraunabúið Hest- ur. í Lundarreykjadal Hóll og Skálpastaðir og í Reykholtsdal bæ- irnir Hægindi, Nes, Steindórstaðir og Stóri-Kroppur. Sérstök verð- laun voru veitt ábúendum bæjarins Brekkukots í Reykholtsdal en |)ar búa Þorvaldur Jónsson og Olöf Guðmundsdóttir. Sveitarfélagið er aðili að Staðar- dagskrá 21 og hefur umhverfis- nefndin hrundið af stað hreins- unarátaki á þessu ári, m.a. með söfnun brotajárns. Verðlaunagrip- urinn sómir sér vel sem tákn Borg- arfjarðarsveitar, en hann er unn- inn úr birkirót af Páli Jónssyni frá Hóli í Hvítársíðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.