Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 30

Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Orissa- hérað í rústum TALIÐ er að endurreisn Or- issa-héraðs á Indlandi eftir fellibylinn sem gekk yfir í lok október muni taka einn til tvo áratugi og kosta tugmilljarða króna. Fellibylurinn varð yfir 9.500 manns að fjörtjóni, og lagði milljónir heimila í rúst. Orissa-hérað er eitt af fátæk- ustu svæðum Indlands, en þar búa 35 milljónir manna. Otal verksmiðjur og önnur at- vinnufyrirtæki eyðilögðust í fellibylnum, auk þess sem mörg hundruð þúsund naut- gripa drápust. Alræði og viðskipta- bann gagnrýnt FUNDUR leiðtoga Amerík- uríkja, Spánar og Portúgals fór fram í Havana á Kúbu í gær. I ályktun fundarins var hvatt til þess að lýðræði yrði komið á á Kúbu, auk þess sem viðskiptabann Bandaríkjanna á landið var gagnrýnt. Forset- ar E1 Salvador, Costa Rica og Níkaragúa sniðgengu fundinn til að mótmæla stefnu Fídels Castrós Kúbuleiðtoga, en leið- togar Chile og Argentínu mættu ekki í mótmælaskyni við tilraunir Spánverja til að draga Augusto Pinochet fyrir dóm. Leiðtogar Ameríkuríkja og landanna á Íberíuskaga hafa fundað reglulega síðan árið 1991. Drengur fundinn sek- ur um morð ÞRETTÁN ára gamall banda- rískur drengur, Nathaniel Abraham, var á þriðjudag fundinn sekur um morð sem hann framdi er hann var ellefu ára. Nathaniel skaut 18 ára pilt til bana fyrir framan kjör- búð í úthverfi Detroit árið 1997. Verjendur hans fullyrtu að hann hefði verið að æfa sig að skjóta á tré, en misst marks. Saksóknari byggði mál sitt hins vegar á því að dreng- urinn hefði sagt vini sínum að hann hyggðist skjóta ein- hvern, og að hann hefði mont- að sig af verknaðinum eftirá. Nathaniel er yngsti sakborn- ingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir morð í Bandaríkj- unum, og á hann yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Herforingjar gera lítið úr ummælum Wahids LEIÐTOGAR Indónesíuhers gerðu í gær lítið úr ummælum Abdurrahmans Wahids, for- seta Indónesíu, um að haldin yrði almenn atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Aceh-héraðs. Sögðu þeir hann aðeins hafa verið að lýsa yfir „persónu- legri skoðun sinni“. Miklar náttúruauðlindir eru í Aceh, og eru margir Indónesar af þeim sökum andvígir því að héraðið fái sjálfstæði. Egypskir sérfræðingar aðstoða við rannsdkn á hljoðrita EgyptAir-þotunnar Hvað fólst í bæninni? Komið hefur í ljós, að afleysingaflug- maður en ekki skráður aðstoðarflug- stjórivar við stjórnvölinn er þotan fórst Gamil al-Boutati BANDARISKA samgönguöryggis- ráðið ákvað í fyrra- kvöld að bíða enn um sinn með að vísa rannsókn á hrapi EgyptAir-þotunnar til alríkislögreglunn- ar, FBI, þótt margt og raunar flest bendi til, að slysið hafi orð- ið af mannavöldum. Var það gert að beiðni egypskra yfir- valda en þau og fjölmiðlar í Egypta- landi vísa því á bug, að einhver úr áhöfn- inni kunni að hafa valdið slysinu. Er þessi hörmulegi atburður, sem kostaði 217 manns lífið, skiljanlega mjög viðkvæmt mál fyrir Egypta og ríkisflugfélagið EgyptAir. A fundi, sem Jim Hall, formaður samgönguöryggisráðsins, hélt í fyrrakvöld sagði hann, að ekkert hefði komið fram við rannsókn slyssins, sem benti til, að það hefði orðið vegna vélarbilunar eða af völdum veðurs. Við þessar aðstæð- ur hefði því verið rætt um að vísa málinu til rannsóknar hjá FBI enda væri það aðeins í verkahring ráðsins að rannsaka eiginleg slys en ekki hugsanlega glæpi. Hall sagði, að egypsk stjómvöld hefðu farið fram á, að málið yrði áfram í höndum samgönguöryggis- ráðsins enda teldu þau, að enn vantaði mikið á, að sannanir væru fyrir því, að einhver úr áhöfninni hefði verið að verki. Sagði Hall, að við þessu hefði verið orðið og myndi hópur egypskra sérfræð- inga koma til liðs við rannsóknina. Það, sem fram hefur komið við rannsókn á flugrita vélarinnar, er, að hún hafi verið á réttri áætlunar- leið í 33.000 feta hæð er slökkt var á sjálfstýringunni. Eftir það virðist henni hafa verið beint bratt niður í 16.000 fet. Rétti hún sig þá af, klifr- aði upp í 24.000 fet en steyptist síð- an í hafið. Nokkru áður hafði verið slökkt á hreyflunum. Leyndardómar hljóðritans Hljóðritinn skráir öll orðaskipti og önnur hljóð í flugstjómarklefan- um og það er fyrst og fremst að honum, sem rannsóknin beinist. Er búið var að samræma tíma Jim Hall beggja flugritanna virðist atburða- rásin hafa verið þessi samkvæmt hljóðritanum: Er flugvélin er komin í 33.000 feta hæð heyrist, að flugstjórinn yf- irgefur flugstjórnarklefann. Þá heyrist einhver fara með bæn, að- stoðarflugstjórinn, að því er ætlað er, og síðan er sjálfstýringin tekin úr sambandi. Þotan tekur nú mikla dýfu. Sérfræðingarnir telja, að „að- stoðarflugstjórinn" hafi verið einn í flugstjórnarklefanum er hann fór með bænina og slökkti á sjálfstýr- ingunni en skömmu síðar heyrist að klefadyrnar em opnaðar og ein- hver spyr: „Hvað er um að vera?“ Nú virðist flugstjórinn vera kom- inn og heyrist kalla „taktu í, taktu í“ eins og hann hafi verið að biðja um hjálp aðstoðarflugmannsins. Hann fékk hins vegar engin svör og þá segir hann: „Slökkvum á hreyfl- unum.“ Hljóðritinn upplýsir ekki beint, að átök hafi átt sér stað milli tveggja manna í flugstjórnarklef- anum en ferðaritinn virðist samt sýna, að þar hafi tveir menn unnið hvor gegn öðram, hver sem til- gangurinn var. Eftir að vélin tók dýfuna vísuðu hæðarstýiin hvort í sína átt, annað upp en hitt niður, þótt þau eigi að vinna saman. Þau geta þó skilist að ef annar flugmað- urinn beinir öðru þeirra í öfuga átt við hinn en þá þarf að beita að minnsta kosti 50 punda þrýstingi. Afleysingaflugmaður við stjórnvölinn „í klefanum voru tveir menn, sem börðust um að stýra flugvél- inni hvor í sína átt,“ er haft eftir Reuters. Mohammed og Karim Boutati, synir Gami al-Boutatis, ræða við fréttamenn í Kairó. Þeir vilja ekki trúa því fremur en flestir landa þeirra, að hugsanlegt sé, að faðir þeirra hafi ekki aðeins stytt sjálfúm sér aldur, heldur einnig 216 öðrum manneskjum. ónefndum manni, sem komið hefur að rannsókninni. Flugstjórinn í síðustu ferð EgyptAir-þotunnar var Ahmed al- Habashi og skráður aðstoðarflug- maður hans var Adel Anwar. Var í fyrstu talið, að hann hefði verið við stjórnvölinn eftir að flugstjórinn brá sér frá og þá farið með bænina en nú er annað komið á daginn. Sá, sem sat í aðstoðarflugmannssæt- inu, var Gamil al-Batouti, 59 ára gamall maður, sem starfað hafði lengi hjá EgyptAir og var þar áður í egypska flughemum. Haft er eftir fólki, sem umgekkst Batouti síðustu vikurnar fyrir ferð- ina, að hann hafi virst mjög niður- dreginn en fjölskylda hans í Egyptalandi ber hins vegar á móti því og segir hann þvert á móti hafa verið bjartsýnan að eðlisfari. Hafði áhyggjur af heilsufari dóttur sinnar Eftir heimildum er haft, að allt að átta manns um borð í þotunni hafi haft kunnáttu til að fljúga henni, fjórir menn í áhöfninni og fjórir, sem voru með sem farþegar. Yfirleitt þarf ekki nema tvo menn til að fljúga Boeing 767 en á löngum leiðum er bætt við einum eða tveimur til að tryggja, að allir geti hvflst. Þeir vom tveir í þessari ferð. Rannsóknin hefur einnig beinst að einkalífi flugmannanna fjögurra, sem skráðir voru í flugið, og hún hefur leitt í ljós, að einn þeirra, ein- mitt Gamil al-Batouti, hafði miklar áhyggjur af heilsufari yngri dóttur sinnar. Hún er átta eða níu ára gömul og er með erfiðan húðsjúk- dóm. Er hún til meðferðar á sjúkrahúsi Kalfomíuháskóla í Los Angeles og þar var sagt, að henni hefði farið mikið fram og væri nú á göngudeild. Ólíkur skilningur á bæninni Eins og komið hefur fram er það ekki síst bænin þar sem minnst er á dauðann, sem mönnum, að minnsta kosti vestrænum mönnum, finnst benda til, að Batouti hafi verið haldinn einhverjum myrkum hugs- unum en egypsk blöð vísa því á bug. Segja þau, að algengt sé, að múslimar fari með trúarlega bæn, til dæmis svokallaða „shihada", þegar mikið liggur við eða hætta steðjar að. Með henni sé aðeins verið að játa trú á einn guð. Eftir öðram Egyptum, til dæmis Essam Ahmed, yfirmanni flug- þjálfunar hjá EgyptAir, er þó haft, að hafi Batouti farið með umrædda bæn, hafi eitthvað mikið verið að, í vélinni eða hjá honum. Það hefur raunar ekki verið stað- fest enn, að Batouti hafi farið með „shihada" og egypska stjórnarblað- ið al-Ahram sagði í gær, að hann hefði sagt „tawakkalt ala AUah“, sem útleggst „Ég treysti guði“. Al- gengt sé, að fólk taki það í munn sér er það er að fást við eitthvað nýtt. Bandaríska dagblaðið New York Times tekur undir þetta í gær og segir, að sérfræðingarnir, sem rannsaki hljóðritann, séu sammála um það. Vantrú í Egyptalandi Viðbrögð almennings í Egypta- landi við getgátum um, að Batouti hafi hugsanlega tortímt sjálfum sér og 216 öðram manneskjum eru þau, að fólk vill ekki trúa því. Bend- ir það á, að umrædd orð segi í raun ekkert auk þess sem allir sann- trúaðir múslimar viti, að þeir fari beina leið til heljar stytti þeir sér aldur. Von var á hópi egypskra sér- fræðinga til Bandaríkjanna í gær eða í dag og munu þeir taka þátt í rannsókninni á flugritunum ásamt bandarísku sérfræðingunum. Hvort það leiðir eitthvað nýtt í ljós mun vafalaust skýrast á allra næstu dögum en eins og málið stendur nú virðist það aðeins tíma- spursmál hvenær því verður vísað formlega til alríkislögreglunnar, FBI. Mótmæli í Chicago vegna brottvísunar blökkudrengja úr skóla Jesse Jackson færður burt í járnum Decatur. AFP, AP. MIKIL mótmæli hafa farið fram í Iliinois-ríki í Bandaríkjunum und- anfama daga vegna brottvísunar sjö svartra unglingspilta úr skóla í bænum Decatur. Hafa mótmælin farið stigvaxandi, og var blökku- mannaleiðtoginn séra Jesse Jack- son færður á brott í járnum á þriðjudag, eftir að hafa farið inn á lóð Eisenhower-menntaskólans í óleyfi. Drengjunum, sem eru 17 ára gamlir, var vísað úr skólanum eftir að þeir höfðu lent í slagsmálum á fótboltaleik. Þykir mörgum sem skólayfirvöld hafi bragðist of hart við, og alda mótmæla hefur brotist út í Illinois í kjölfarið. Ýmsir hafa gefið í skyn að það sé engin tilviljun að drengirnir era allir svartir og hafa skólayfirvöld verið sökuð um kynþáttamismunun. Ákæra gefín út á hendur Jackson Séra Jesse Jackson, sem hefur undanfarin ár farið fremstur í flokki í baráttunni fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, hefur tekið upp hanskann fyrir drengina og krafist þess að skólinn dragi brottvísun þeirra til baka. Leiddi hann á þriðjudag hóp fólks inn á lóð Eisenhower-menntaskólans, þar sem ætlunin var að standa fýrir mótmælum, í trássi við bann lög- reglu. Laganna verðir brugðust skjótt við og var blökkumannaleið- toginn færður á brott í járnum. Hann hefur nú verið kærður fyrir að fara inn á skólalóðina í óleyfí. Drengirnir höfnuðu á þriðjudag boði fræðsluyfirvalda um að milda refsinguna í eins árs brottvísun úr Eisenhowei’-menntaskólanum, en Reuters Lögreglumenn færa Jesse Jackson á brott í járnum. það hefði haft í för með sér að þeir hefðu þurft að sækja skóla fyrir vandræðaunglinga í millitíðinni. Jackson var í gær fremstur í flokki mótmælenda við annan skóla í Illinois í gær en reyndi ekki að ögra lögreglunni í það skiptið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.