Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.11.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 37 LISTIR Bókamerki í bæk- ur Vöku-Helgafells VAKA-Helgafell mun á þeirri bókatíð sem nú fer í hönd, setja sérprentuð bókamerki inn í allar jólabækur forlagsins. Á sumum merkjunum leynist glaðningur því að á fímm hundruð þeirra eru vinningar - bækur eftir meistara íslenskra bókmennta, s.s. eftir Halldór Laxness, Stein Steinarr, Davíð Stefánsson, auk viðhafnar- útgáfu á Brennu-Njálssögu. Heildarverðmæti vinninga er 2,7 miiljónir króna. í fréttatilkynningu segir að markmið Bókamerkis Vöku- Helgafells sé að minna á sígildar íslenskar bókmenntir sem gjam- an fer lítið fyrir í erli jólabókatíð- arinnar. Á hverju bókamerki er tilvitn- un í verk Halldórs Laxness. I vinning eru 50 eintök af hverju eftirtalinna verka: Ljóða- safn Davíðs Stefánssonar í fjórum bindum, ritsafn Steins Steinars í tveimur bindum, Kristnihald und- ir Jökli, Paradísarheimt, ís- landsklukkan, Gerpla, allar eftír Halldór Laxness, myndskreyttar útgáfur á sögum Nóbelsskálds- ins, Sagan af brauðinu dýra og Jón í Brauðhúsum, Únglíngurinn í skóginum, sem er með ljóðum HaOdórs Laxness og myndum þekktra listmálara, og viðhafnar- útgáfa á Brennu-Njálssögu. Námskeið í píanóspuna KVIKMYNPIR Kringlubfó, S a m - bíóin, Áifabakka, Nýja bíó, Keflavík, IVýja bíó, Akureyri „THE BLAIR WITCH PROJECT“ ★ ★Vfe Leikstjórn og handrit: Daniel Myr- ick og Eduardo Sanchez. Kvik- myndataka: Heather Donahue, Jos- hua Leonard og Michael Williams. Aðalhlutverk: Heather Donahue, Joshua Leonard og Michael Willi- ams. Artisan Entertainment 1999. HROLLVEKJAN „The Blair Witch Project" er undarlegt fyrir- bæri í bandarískri kvikmynda- gerð. Hún er framleidd fyrir fímmaura á mælikvarða Holly- wood-mynda en hefur grætt á við dýrustu bruðlmyndir drauma- verksmiðjunnar með öllum sínum rándýru brellum og stjörnufans. Það eru engar brellur og engar stjörnur í „The Blair Witch Proj- ect“ aðeins hugvitsamleg kvik- myndagerð og sniðugar, ódýrar, lausnir á vandamálum, sem allir kvikmyndagerðarmenn standa frammi fyrir. Mikið hefur verið látið með myndina í fjölmiðlum og Ó,ó óbyggða- ferð auglýsingum og auðvitað mest á Netinu af augljósum ástæðum, svo væntingarnar eru nokkrar til hennar, kannski ósanngjarnar. Hún er ekki eins spennandi og hrollvekjandi og maður hefði ósk- að en sem kjaftshögg á Hollywood kerfið er hún ekkert minna en un- aðsleg. Höfundar hennar eru Daniel Myrick og Eduardo Sanchez en nöfn þeirra mundu sóma sér á hvaða Dogma-skjali sem er. Þeir gerðu kröfu um algjört raunsæi svo þeir ákváðu að gera hrollvekju í heimildamyndastíl þar sem leik- ararnir voru sendir í átta daga ferð í gegnum skóglendi með lágmarksleikstjórn í farteskinu en þvi meiri tilfinningu fyrir spuna og létu þá taka myndina sjálfir á filmu og myndband. Krafan um raunsæi er sannarlega uppfyllt svo varla verður betur gert. Myndin er samsafn af filmubút- um úr óbyggðaferð leikaranna og þeir fara vel með hlutverk sín bæði sem leikarar í hlutverkum ungmenna í leit að ummerkjum nornarinnar frá bænum Blair í Marylandfylki og ekki síður áhuga - kvikmyndatökumenn. Mynda- vélin er á stöðugri hreyfingu, hún er stöðugt framan í krökkunum og þeir þar með stöðugt framan í okkur og skráir allt það sem fram fer og aðeins er stuðst við náttúru- lega birtu og náttúruleg hljóð. Byrjað er á því að kynna þjóð- söguna um nornina frá Blair með viðtölum við bæjarbúa og þegar áhorfendur hafa fengið nokkra hugmynd um hvað hún gengur út á er haldið út í skóg þar sem þre- menningarnir villast. Við fylgj- umst með frekar kátum hópi leggja af stað en eftir því sem að- stæðurnar verða óviðráðanlegri og lengra líður á ferðalagið og þau verða fyrir dularfullu áreiti, eykst spennan á milli þeirra, ofsóknar- kenndin eykst og átökin magnast. Myndin sýnir kannski fyrst og fremst hvað hægt er að ná langt með litlum peningum þegar beitt er útsjónarsemi og hugmynda- auðgi í stað fjárausturs. Um leið og hún er hin þokkalegasta hroll- vekja er hún glæsilegur sigur fyrir óháða bandaríska kvikmyndagerð. Arnaldur Indriðason ÍSLANDSDEILD EPTA, Evrópusambands píanókennara stendur fyrir námskeiði íspuna helgina 20.-21. nóvember. Leið- beinandi verður austurríski píanóleikarinn Michael Kneihs. Námskeiðið fer fram í Tónlist- arskóla Kópavogs og hefst kl.10 báða dagana. Veldu þann sem þolir samanburð *o Loftpúðar 4 2 4 Ilnakkapúðar 5 5 5 Fjarstýrð hljómtæki I Iátalarar Þokuljós Verð frá Tegund Avensis Vectra Passat Laguna Vélarstærð 1600 16v 1600 16v 1600 8v 1600 16v Hestöfl 110 101 101 107 ABS nei nei nei já nei nei nei jil nei nei nei já 1.680.000 kr. 1.660.000 kr. 1.690.000 kr. 1.678.000 kr. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Laguna kostar frá 1.678.000 kr. Staðalbúnaður: ABS bremsukerfi, 4 loftpúðar, fjarstýrð samlæsing, öryggisbelti með strekkjurum og dempurum, íjarstýrt hljómkerfi mcð geislaspilara og sex hátölurum, þijú þriggja punkta belti í aftursætum, 5 höfuðpúðar, barnalæsing, útihitamælir, þjófavörn/ræsivörn, þokuljós, samlitir stuðarar, litað gler, snúningshraðamælir o.m.fl. RENAULT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.