Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 51

Morgunblaðið - 18.11.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 51 1 I _____UMRÆÐAN__ Upplýsingar vegna hæsta- réttardóms ÞAR sem undirrituð hefur ver- ið víðs fjarri Islandsströndum frá því snemma í nóvem- ber hef ég ekki fylgst með umræðu í fjölmiðlum um hæstaréttardóm þann sem svo mjög hefur verið til um- ræðu á þessum tíma. Eg hef hins vegar fregnað að nafn mitt hafi ítrekað verið dregið inn í umræð- una um þennan dóm á þann máta að ég tel að mér beri að reyna að varpa skýru ljósi á þátt minn í þessu dómsmáli. Leitað var til mín sem sérfræðings um mjög þröngan og afmarkaðan þátt í þessu máli sem snerti hugs- anlegar afleiðingar umferðar- slyss. Það var leitað svara við þremur spurningum sem beind- ust að gögnum úr undirrétti, og fara þær hér á eftir ásamt svör- um mínum. 1. Er unnt að útiloka þann möguleika, að X hafi hlotið vægan heilaskaða í bílslysinu, varanleg- an eða tímabundinn? Svar: Undirrituð telur á grund- Hæstaréttardómur Mat á sekt eða sakleysi sakbornings, segir Þuríður J. Jónsdóttir, var al- gerlega fyrir utan ramma rannsóknar minnar og álitsgerðar. velli þekkingar sinnar á vægum heilaskaða af völdum slysa og með hliðsjón af þeim upplýsing- um sem hún hefur undir höndum, þar með talinni skýrslu taugasálf- ræðings og vitnaleiðslu, ekki unnt að útiloka þann möguleika að X hafi hlotið vægan heilaskaða í bílslysinu. 2. Er unnt að útiloka þann möguleika, að X hafi beðið slíkt taugasálfræðilegt (eða einfaldlega sálfræðilegt) tjón á síðari hluta árs 1996 og fyrri hluta árs 1997, að valdið hafi þeirri líkamlegu og andlegu vanlíðan sem hún kvart- aði um? Svar: Það er að mati undirrit- aðar ekki hægt að útiloka að X hafi beðið slíkt taugasálfræðilegt tjón að það hafi getað valdið henni bæði líkamlegri og andlegri vanlíðan. 3. Er hugsanlegt að slíkt tjón hafi átt þátt í því að gægjufíkn föður hennar hafi orið að því kyn- ferðislega ofbeldi í huga hennar, sem hún sakaði föður sinn um, eða a.m.k. átt þátt í að „auðvelda" henni að bera föður sinn röngum sökum til stuðnings við móður sína í deilum sem upp voru komn- ar milli foreldranna? Svar: Ég tel slíkt hugsanlegt. Svörunum fylgdi svo ítarleg greinargerð með tilvitnunum í birtar fræðilegar rannsóknir og lagði ég fram fylgiskjöl þar að lútandi. Álit mitt var alfarið bundið við taugasálfræðilegan þátt málsins (sem var eflaust lítill þáttur í þessum málflutningi). Ég las eingöngu þau gögn sem gátu talist varða umbeðnar spurning- ar, því þannig taldi ég mig best geta unnið verk mitt á hlutlausan, fræðilegan og heiðarlegan hátt án tilfinningalegra við- bragða. Mat á sekt eða sak- leysi sakbornings var algerlega fyrir utan ramma rannsóknar minnar og álitsgerð- ar. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir al- vöru þessa máls og fannst eðli þess krefj- ast eins heiðarlegra, agaðra, fræðilegra og vandaðra vinnu- bragða og unnt væri að beita. Það var af þeirri ástæðu að ég tók þetta mál að mér eftir langa og vand- lega íhugun. Persónu- legir hagsmunir mínir voru vissu- lega ekki hafðir að leiðarijósi. Ritað í Vancouver í Kanada, 16. nóvember 1999. Höfundur er taugasálfræðingur. Enginn fellur Gylfí Pálsson AÐ GEFNU tilefni og til að upplýsa upprennandi stjórnmála- menn Sjálfstæðisflokksins á Ak- ureyri og ráðherra í Reykjavík finnst mér rétt að minna á að samkvæmt gildandi lögum um grunnskóla er ekki hægt að falla á grunnskólaprófi. Þeim sem þreyta prófið eru gefnar einkunn- ir í hverri námsgrein frá einum til tíu. Nemandi sem fær einn í öll- um greinum lýkur grunnskóla- prófi með meðaleinkunnina einn. Hins vegar er ákveðið með Einkunnir Samkvæmt gildandi lögum um grunnskóla, segir Gylfí Pálsson, er ekki hægt að falla á grunnskólaprófi. reglugerð hvaða einkunnamörk- um nemendur útskrifaðir úr grunnskóla þurfi að ná til að fá inngöngu í ákveðnar námsbrautir framhaldsskóla. Hitt er svo enn annað mál að skólaeinkunnir eru ekki einhlítur mælikvarði á manngildi. Þuríður J. Jónsdóttir Ef þú hefðirfjárfest í Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðnum í Lúxemborg þegar hann var stofnaður þann 10. desember á síðasta ári, þá hefði fé þitt aukist um 50,4%. Sjóðurinn nýtir reynslu helstu sérfræðinga heims í sjóðstýringu með því að fjárfesta í safni hlutabréfasjóða sem sýnt hafa góða ávöxtun, Stefha sjóðsins er að fjárfesta í félögum í vaxandi atvinnugreinum og félögum á nýjum hlutabréfamörkuðum. Einnig er fjárfest f félögum sem verið er að einkavæða og eru að koma ný inn á markaðinn. Ávöxtun tæknigeirans ávöxtun á ársgrundvelli 3 ár 204,24% 44,90% 5 ár 543,60% 45,12% 10 ár 1058,20% 27,76% Vinsamlegast athugið að gengi getur lækkað ekki síður en hækkað og ávöxtunartölur liðins tíma endurspegla ekki nauðsynlega framtíðarávöxtun. * BIINAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Ilafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is « 4 Höfundur var einu sinni skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.