Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FULLTRUAR Bandaríkj- anna og Kína undirrituðu í síðustu viku tímamóta- samkomulag sem greiðir fyrir væntanlegum aðgangi Kína í Heimsviðskiptastofnunina (WTO). Undirritun samkomulagsins mark- ar tímamót í frekari þróun hagkerf- is Kína í átt að markaðsvæðingu og þátttöku í alþjóðlegum leikreglum viðskipta- og verslunar. Með samkomulaginu er búist við að Kína muni gerast aðili að Heimsviðskiptastofnuninni snemma á næsta ári. Þó að enn eigi eftir að gera samkomulag við Evrópusambandið er almennt talið að það muni ganga snurðulaust fyr- ir sig nú eftir að samkomulag við Bandaríkin er tryggt. Þrettán ár eru síðan Kína sóttist fyrst eftir að gerast aðili að GATT, forvera Heimsviðskiptastofnunarinnar. Samkomulagið nú næst eftir margra ára erfiðar viðræður sem hafa einkennst af ásökunum og hót- unum á báða bóga og litast af stöðu innanríkismála bæði í Bandaríkjun- um og Kína. Undirritun samkomu- lagsins má túlka sem sigur fyrir Zhu Rongji forsætisráðherra og umbótasinna í kommúnistaflokkn- um en eftir að Bandaríkjamenn höfnuðu tilboði hans í aprí! sætti hann miklum ásökunum frá vinstri væng kommúnistaflokksins sem sakaði hann um landráð og að beygja Kína undir vilja vestrænna kapítalista. Talið er að Zhu hafi boðist til að segja af sér en Jiang Zemin forseti hafi ekki samþykkt afsögn hans. Zhu hefur nú tækifæri til að ráðast í umbætur á ríkisfyrir- tækjum, sem hann boðaði þegar hann tók við af Li Peng sem for- sætisráðherra 1998. Stórfellt tap fyrirtækja í eigu ríkisins hefur ver- ið viðvarandi vandamál sem hvað eftir annað hefur verið frestað að takast á við af ótta við aukna óa- nægju meðal almennings vegna at- Aðild Kínverja að WTO kallar á mikl- ar breytingar Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að Kínverjar fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni. Tómas Orri Ragnarsson í Hong Kong veltir fyrir sér hvaða þýðing aðild hefur fyrir Kínverja. vinnuleysis. Zhu mun því örugg- lega nota tækifærið enda mun innganga í Heimsviðskiptastofnun- ina krefjast þess að vandamál ríkis- fyrirtækja verði tekin til skoðunar. Embættismenn í Peking, sem hafa unnið að tíundu fimm ára áætlun Kína frá því í vor, segja að almennt hafi ekki verið búist við samkomu- lagi og taka verði væntanlegar breytingar sem fylgi inngöngu í stofnunina með í reikninginn eftir samkomulagið. Ahrif samkomulagsins og inn- ganga Kína í WTO I stuttu máli mun innganga Kína í WTO þýða að Kína verður leyft að ganga í stofnunina á skilmálum sem þróunarríki. Þetta hefur verið krafa Kína í gegnum tíðina en Bandaríkin hafa viljað að Kína fengi inngöngu á strangari skilyrð- um sem gerðar eru til þróaðri ríkja. Kína er efnahagslega séð þróunar- ríki ef litið er á tölur um landsfram- leiðslu á íbúa. En stærð hagkerfis Kína, aukið vægi í alþjóðaviðskipt- um á síðustu árum og stöðugt vax- andi viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína ýtti undir kröfur um að Kína yrði að gangast undir strang- ari skilyrði en þróunarríki. Hagur Kína af inngöngu í WTO er margvíslegur. Fyrst og fremst mun hann ýta undir aukna erlenda fjárfestingu og gera Kína auðveld- ara að flytja út vörur með hagstæð- ari skilmálum en áður. Innfluttar vörur munu verða ódýrari fyrir al- menning og fyrirtæki. Flestir helstu útflutningsatvinnuvegir Kína, svo sem vefnaðarvöru- og fataframleiðsla, munu njóta ávinn- ings af einfaldari og skýrari reglum og tollar og kvótar á helstu útflutn- ingsmörkuðum munu lækka eða falla niður. Hagur annarra þjóða af inn- göngu Kínverja í WTO er ekki síðri. Auðveldara verður fyrir er- lend fyrirtæki að fjárfesta og stunda viðskipti við Kína en áður. Búist er við hvað mestum breyting- um á fjarskiptamarkaði, markaði sem áður var lokaður erlendum fjárfestum. Eftir inngönguna munu erlendir aðilar geta átt 49% í fyrir- Deloitte & Touche hf. flytur Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte & Touche hf. opnar á mánudaginn nýjar höfuðstöðvar í glæsilegu húsnæði sínu að Stórhöfða 23 í Reykjavík. ið er 580 3000 Vegna flutninganna verða skrifstofur okkar lokaðar í dag, föstudaginn 26. nóvember. Delo'rtte & Touche hf - öflugt alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki á íslandi. Deloitte & Touche tækjum í fjarskiptageiranum og hlutfallið hækkar í 50% eftir tvö ár. Einnig munu erlendir bankar í auknum mæli geta stundað við- skipti í Kína. Eftir tvö ár geta bankar lánað fýrirtækjum og eftir fimm ár einstaklingum í innlendri mynt. Kínverskir bankar eru í mjög slæmri stöðu til að takast á við aukna samkeppni. Ekki einungis hafi þeir hátt hlutfall tapaðra út- lána en að auki er rekstrarkostnað- ur miklu hærri en gengur og gerist meðal væntanlegra keppinauta. Bankar í Hong Kong eru taldir í hvað sterkastri stöðu til að geta byggt upp sterka stöðu í Kína. Þeir eru vanir harðri samkeppni, eru sterldr fjárhagslega og liggja land- fræðilega nærri Kína. Enda voru viðbrögð á hlutabréfamörkuðum þau að hlutabréf banka í Hong Kong hækkuðu meðan hlutabréf kínverskra banka lækkuðu í Shang- hai. Innlendur bflaiðnaður í Kína mun væntanlega einnig verða fyrir skakkafollum. Samkvæmt sam- komulaginu munu tollar á erlend- um bflum lækka úr 80-100% í 25% á sex ára tímabili. Verksmiðjur í Kína eru yfirleitt langt á eftir vest- rænum og japönskum framleiðend- um í tækniþróun og framleiðslu. Verksmiðjur í Kína eru smáar og framleiðslugeta lág miðað við er- lenda keppinauta. Búist er við að japanskir framleiðendur komi til með að hagnast hvað mest vegna landfræðilegrar nálægðar við Kína. Eitt meginágreiningsefnið í við- ræðum Kína og Bandaríkjanna var innflutningur á landbúnaðarvörum. Bandaríkjamenn kröfðust að tollar á hveiti, komi, baðmull og fleiri hrávörum yrðu lækkaðir til að greiða fyrir auknum innflutningi landbúnaðarafurða. Þetta getur haft miklar afleiðingar fyrir bænd- ur í Kína. Kínverskar landbúnaðar- vörur eru ekki samkeppnisfærar á alþjóðamörkuðum. Talið er að verð á mörgum þessara vara sé allt að 30% yfir heimsmarkaðsverði. Auk- inn innflutningur gæti því leitt til mikillar fækkunar starfa í landbún- aði, atvinnuleysis og fólksflutninga fólks úr sveitum til borga. Aukin- heldur þurfa Kínverjar að fella nið- ur margs konar útflutningsstyrki á landbúnaðarvörum, sem kemur til með að auka enn á vandann. Stjórn- málalega er þetta mjög viðkvæmt og gæti leitt til félagslegrar ólgu meðal bænda og enn frekar grafið undan stuðningi við kommúnistaf- lokkinn. Við þetta bætist að ríkis- rekin fyrirtæki munu einnig þurfa að segja upp starfsfólki og í mörg- um tilfellum leggja niður starfsemi vegna þess að þau geta ekki keppt við erlenda framleiðendur. Stjórnin í Peking verður því að treysta á að aðrir geirar, eins og útflutnings- og þjónustugeirar, haldi áfram að vaxa til að geta myndað störf fyrir þann fjölda sem kemur til með að missa vinnuna. Eftir inngöngu í Heimsviðskipt- astofnunina verður auðveldara fýi’- ir erlenda aðila í þjónustu að starfa innan Kína. Búist er við að breyt- ingarnar verði hægari en í fram- leiðslu í fyrstu en engu að síður miklar þegar fram líða stundir. Þjónustuhluti hagkerfis Kína er talinn vera um 35% af landsfram- leiðslu eða um helmingur af því sem gerist meðal þróaðra ríkja. Búist er við að erlendir aðilar sem tengjast þjónustu fari í auknum mæli að líta til Kína á næstu árum. Erlend tryggingafyrii-tæki, ráðgjafafýrir- tæki, flutninga- og dreifingarfýrir- tæki svo dæmi séu tekin munu í auknum mæli stofna fyrirtæki í Kína enda útlit fyrir að vöxtur á þeim markaði verði hvað mestur á næstu áratugum. Mörg vandamál fyrirsjáanleg Mörg vandamál munu þó án efa koma upp og þróunin mun ekki ganga snurðulaust fyrir sig. Heimsviðskiptastofnunin á mikið verk fýrir höndum ekki síst vegna þess að lagakerfi Kína er mjög van- þróað. Það er enn nátengt komm- únistaflokknum auk þess að lítil sem engin hefð er fyrir dómskerfi að vestrænni fýrirmynd sem bygg- ist á aðskilnaði lagasetningar, framkvæmda- og dómsvalds. Spill- ing er viðvarandi vandamál í Kína sem teygir anga sína langt inn í innstu hringi valdamanna. Skatta- kerfið er í molum og skattheimtu- kerfið afar ófullkomið. Á öllum þessum atriðum þarf að taka og mun sú þróun taka mörg ár. Þrátt fyrir þetta er ástæða fyrir alþjóðasamfélagið jafnt sem Kína að fagna samkomulaginu og vænt- anlegri inngöngu Kína í Heimsvið- skiptastofnunina. Erlendir aðilar fá greiðari aðgang að stærsta og mest vaxandi markaði heims. Frekari þátttaka Kína í alþjóðaviðskiptum og vilji ráðamanna í Peking til að gangast undir skilyrði WTO gefur til kynna að ekki verður aftur snúið með frekari framþróun hagkerfis Kína. Sú stefna sem Deng Xiao- Ping mótaði um opnun hagkerfis Kína virðist því endanlega fest í sessi með stuðningi frá æðstu mönnum í Peking. Svo virðist sem ráðamenn hafi ákveðið að erlend fyrirtæki geti á jákvæðan hátt stuðlað að enn frekari uppbyggingu Kína og ekki sé hægt lengur fyrir Kína að standa utan við leikreglur alþjóðamarkaðarins. Bretland Stjórnin hyggst banna loðdýrarækt Stórhöfða 23 Sími: 580-3000 Fax: 580-3001 Netfang: dtt@deloitte.is www.deloitte.is London. The Daily Telegraph. ELLIOT Morley, landbúnaðairáð- herra Bretlands, birti í fyrradag frumvarp til laga um bann við loð- dýrarækt og sagði að ekki væri rétt- lætanlegt að rækta dýr í þeim til- gangi einum að selja loðskinn þeirra. Samkvæmt frumvarpinu verða þrettán loðdýrabú, sem enn eru starfrækt í Bretlandi, lögð niður og gert er ráð fýrir því að eigendum þeirra verði greiddar tvær milljónir punda, andvirði 240 milljóna króna, í bætur. Morley sagði að enginn flokkanna á breska þinginu legðist gegn frum- varpinu og „mikill meirihluti" þjóð- arinnar myndi styðja bannið. „Stjómin telur rangt að rækta og drepa dýr í þeim tilgangi að nota loðskinn þeima. Það samræmist ekki réttum gildum og virðingu fyrir lífi dýra.“ Loðdýraræktendur og samtök breskra bænda segja að bætumar, sem stjómin hefur boðið, séu allt of lágar og ætla að krefjast 10-12 millj óna punda, andvirðis 1,2-1,4 milljarða króna. Gert er ráð fyrir því að stjómin reyni að ná samkomulagi við bresku bændasamtökin um bæt- umar en takist það ekki verður mál- ið lagt fyrir gerðardóm. „Meginatriði frumvarpsins eru okkur ekki að skapi. Stjómin geng- ur of langt. Hún ætti frekar að reyna að hafa stjóm á loðdýraræktinni,“ sagði talsmaður bændasamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.