Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LAUGARDALNUM BORGIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur nú tek- ið af skarið og ákveðið að núverandi meirihluti í borgar- stjórn Reykjavíkur muni hvorki heimila byggingu ski'if- stofuhúss fyrir Landssímann hf. né fjölskyldu- og skemmti- hús, sem veitt hafði verið vilyrði fyrir í suðausturhluta Laugardalsins. „Þessi deiliskipulagstillaga er afskrifuð,“ sagði borgarstjóri í fyrradag. Ein af ástæðum þessarar ákvörðunar er að ríflega 35 þús- und andstæðingar frekari byggðar í Laugardal skrifuðu undir mótmæli, sem afhent voru í lok september. Við þá at- höfn sagði borgarstjóri að vega þyrfti saman fjölda þeirra sem afstöðu tóku í málinu gegn fyrirhuguðum framkvæmd- um og þau rök, sem fyrir lægju. A þeim áratugum, sem Laugardalurinn hefur verið í upp- byggingu, hafa viðhorf til umhverfis og útivistar gjör- breytzt. Menn leggja nú mun meiri áherzlu á að borgarbúar geti notið útivistar og samveru með börnum sínum og barnabörnum, stundað almenningsíþróttir í vistlegu og hlý- legu umhverfi. Laugardalurinn er kjörið svæði til slíks. Hann mun því í framtíðinni þjóna veigamiklu hlutverki í þessum efnum. Það er fagnaðarefni, að borgarstjóri hefur tekið af skarið og lýst því yfir að hætt verði við fyrirhugaðar stórfram- kvæmdir í Laugardal. I þeim efnum getur borgarstjóri treyst á stuðning yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa eins og mótmæli 35 þúsund þeirra gegn byggingarframkvæmdum sýna glögglega. Vonandi er hér með endanlega hætt við frekari byggingarframkvæmdir, sem ekki tengjast útivist og íþróttum, og að Laugardalurinn verði í framtíðinni að- eins helgaður þeim þáttum mannlífsins í Reykjavík. Þetta er jafnframt athyglisvert dæmi um það hverju al- menningur getur fengið áorkað í málefnum, sem snerta al- mannahag, þegar fólk tekur höndum saman eins og í þessu tilfelli. VIÐSKIPTI OG HAGVÖXTUR HORFUR í efnahagsmálum eru bjartar að mati Evrópu- sambandsins og telja sérfræðingar ESB-ríkjanna að hagvöxtur verði verulegur, atvinnuleysi minnki og verð- bólga haldist lág. Þá er því spáð að fjárlagahalli í ESB-ríkj- unum muni dragast saman frá því sem nú er á næstu árum. Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir ríki utan ESB, ekki síður en þau sem eiga aðild að sambandinu. Vestanhafs ríkir enn eitthvert lengsta og mesta hagvaxtarskeið á þessari öld og þrátt fyrir að því að hafi margsinnis verið spáð að brátt myndi því ljúka hafa nýjar hagtölur yfirleitt gefið tilefni til bjartsýni. Það styttist í að vöxtur bandaríska hagkerfísins hafi staðið í níu ár samfleytt. Nú í vikunni greindi banda- ríska viðskiptaráðuneytið frá því að á tímabilinu júlí til sept- ember hefði hagvöxtur numið 5,5% á ársgrundvelli og að bú- ist væri við um 5% vexti á síðasta ársfjórðungnum og allt að 4% hagvexti á næsta ári. Þá eru horfur jafnframt bjartari í Asíu en þær hafa verið um langt skeið. A fundi fjármálaráðherra ASEAN-ríkjanna, sem nú stendur yfir í Manila, kom fram að hagvöxtur í ríkj- um Suðaustur-Asíu verður á bilinu 2-3% á þessu ári en á síðasta ári urðu þau að horfa upp á 7% efnahagssamdrátt. Á næsta ári er spáð áframhaldandi hagvexti í ríkjum Asíu. Það er helst að óvissa ríki um þróun efnahagsmála í Japan þótt vissulega gefi síðustu fréttir þaðan tilefni til varfærinnar bjartsýni. Á heildina litið bendir því flest til þess að bjartari horfur séu framundan í alþjóðlegum efnahagsmálum. Hinar já- kvæðu spár frá Evrópusambandinu gefa til kynna að jafnvel þótt hægi á hagvexti í Bandaríkjunum geti ESB bætt það upp að einhverju leyti. Til lengri tíma litið mun viðræðulotan er hefst í næstu viku í Seattle í Bandaríkjunum á vegum WTO skipta miklu um þróun mála. Reynslan af síðustu lotu GATT-viðræðna sýnir að samningar um viðskiptamál dragast gjarnan á langinn og að ekki sé sjálfgefið að árangur náist. í skýrslu sem lögð hefur verið fyrir framkvæmdastjórn ESB er því spáð að ef markmið viðræðnanna náist geti allt að 30 þús- und milljarðar króna bætzt árlega við hagkerfi heimsins. Vonandi hafa flest ríki lært af reynslu þessarar aldar og átt- að sig á að ein öruggasta leiðin að tryggum hagvexti er að rífa niður þær hindranir er standa í vegi fyrir viðskiptum á milli ríkja. Hydro Aluminium AS stefnir að því að verða þriðja stærsta álfyrirtæki heims, að sögn upplýsingafulltrúa fyrirtækisins flutningsleiðir er að ræða frá verk- smiðjum til viðskiptavina. Knutzen sagði það mat forráðamanna Hydro að Noregur og ísland væru mjög vel staðsett til að anna vaxandi eftir- spum eftir áli á Evrópumarkaði. Telur að tímaáætlanir á íslandi munu standast Fulltrúar Hydro Aluminium, ís- lenskra stjórnvalda og Landsvirkj- unar undirrituðu viljayfirlýsingu 29. júní sl. um vinnu- og tímaáætlun til 11 mánaða vegna undirbúnings að endanlegri ákvörðun um byggingu álvers í Reyðarfírði. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir byggingu álvers með 120 þúsund tonna framleiðslu- getu hrááls á ári en síðan verði mögulegt að stækka verksmiðjuna í 360 þúsund tonn og að lokum í 480 þúsund tonna afkastagetu í þriðja áfanga. I viljayfirlýsingunni eru tímasettir helstu áfangar sem unnið er að en Knutzen segir að sumir þættir séu lítillega á eftir tímaáætlun, s.s. rann- sókn á umhverfisáhrifum. Hann tel- ur þó engu að síður að vinnu- og tímaáætlanir þær sem samið var um muni standast. Fyrir 31. desember næstkomandi eiga drög að yfirlits- samningi að liggja fyrir og aðrir helstu samningar sem nauðsynlegir eru fyrir verkefnið, s.s. hluthafa- samningur, samningur um raf- magnsverð, sölu- og markaðssamn- ingur, samningar um útvegun hrá- efnis, heimild til stækkunar og fleira. Þá skal frumathugun á hagkvæmni einnig vera lokið og lokahagkvæmni- athugun hafin. Fimm íslensk fjármálafyrirtæki vinna ásamt Norsk Hydro að stofnun undirbúningsfélags (Noral-álfélags- ins) sem hefur það hlutverk að fjár- magna og undirbúa byggingu álvers- ins í Reyðarfirði. Hlutafé sem eftir stendur verður boðið til sölu á Verðr bréfaþingi og jafnvel aflað að ein- hverju leyti á erlendum mörkuðum. Spurður um ástæður þess að Hydro íylgdi þeirri stefnu að vera ekki meirihlutaeigandi að álbræðsl- unni sagði Knutzen að því fylgdi mun meiri fjármagnsbyrði að vera meiri- hlutaeigandi verksmiðju en að vera einfaldlega þátttakandi í samstarfi með öðrum um slíka fjárfestingu. Eitt af meginmarkmiðum Hydro Aluminium væri að sjá viðskiptavin- um fyrirtækisins fyrir léttmálmi. „Við kaupum afurðir verksmiðjunnar og sjáum um að koma vörunum til viðskiptavina, líkt og við gerum til dæmis í Slóvakíu og víðar. Okkar starfssvið er að anna eftirspurn við- skiptavina okkar eftir áli en ekki endilega að eiga verksmiðjurnar." Stjórnendur Hydro lögðu áform um byggingu stórs álvers í Trinidad á hilluna í febr- úar sl. Að sögn Knutzens er þar um að ræða fjár- festingu sem hijóðar upp á um það bil einn milljarð Bandaríkja- dala (um 70 milljarða ísl kr.) vegna fyrsta áfanga sem áætlaður var 240 þúsund tonna árleg framleiðslugeta. Þar væri því um mun stærri fjárfest- ingu að ræða fyrir fyrirtækið að eiga hlut í álbræðslu á íslandi. Skipting eignarhluta ræðst í viðræðum fíárfesta Fyrr á þessu ári var upplýst að Hydro hefði áhuga á að eignarhluti þess í álbræðslunni yrði minni en áð- ur var ráðgert eða 20-25%. Knutzen segir að það hafi snemma legið fyrir að Hydro myndi ekki eiga meirihluta í álverinu, hins vegar liggi eignar- haldssamsetningin ekki fyrir en það muni ráðast í þeim viðræðum sem nú standa yfir á milli fjárfesta. Það sé þó alveg ljóst að af hálfu Hydro vilji fyi'irtækið eiga umtalsverðan hlut að máli í rekstri álversins. Hydro AI- uminium muni leggja verksmiðjunni til alla þá bestu tækni og þekkingu sem það hafi yfir að búa í væntan- legu samstarfi um byggingu og rekstur verksmiðjunnar og um sölu og markaðssetningu hrámálmsins í Evrópu. „Það var rætt um það á sínum tíma að hlutur okkar yrði jafnvel ekki meiri en 20% til 25%, en það er ennþá opið. Hið nýja félag íslensku fjárfestanna, Hæfi, og Hydro Al- uminium munu í upphafi standa til helminga að þessu félagi. I yfirlýgj ingunni frá í sumar segir að íslensla1" fjárestar og Hydro skuli eiga meiri- hluta í verksmiðjunni. Eg tel að við verðum sveigjanlegir í viðræðunum varðandi það hver hlutur okkar verð- ur,“ sagði hann. „Ef þetta verkefni verður að veruleika munum við ör- ugglega taka þátt í því sem sterkur samstarfsaðili og það skiptir ekki sköpum í því sambandi hvort við er- um að tala um 25, 33 eða 40%. Það verður að ráðast af viðræðunum," sagði hann ennfremur. Að sögn Knutzens mun íslenska hlutafélagið sem stofna á um rekstuf álversins m.a. annast samningavið- ræður við Landsvirkjun um orku- verð til verksmiðjunnar og álfélagið verði einnig að semja við Hydro Alu- minium um sölu og markaðssetningu álsins, framleiðslutækni og útvegun hráefnis. Væntanleg arðsemi verk- efnisins ráðist að stærstum hluta af því raforkuverði sem samið verði um í orkusölusamningnum við Lands- virkjun. Geta tekið Trinidad-álverið tii skoðunar hvenær sem er Norsk Hydro hefur ákveðið að blanda sér ekki í þær deilur sem hér eru um umhverfismat vegna Fljóts- dalsvirkjunar. Knutzen segir að það hafi alla tíð legið ljóst fyi'ir að áður en Norsk Hydro taki endanlega ákvörðun um hvort ráðist verður í þessa fjárfestingu á næsta ári muni stjórn fyrirtækisins meta allar hliðar málsins, þ.ám. raforkuframboðið og umhverfisáhrif verkefnisins í heild sinni. Knutzen sagði að hvað varðaði deiluna um lögformlegt umhverfis- mat þá bæru stjórnendur Norsk Hydro fullt traust til getu stjórn- valda á Islandi til að taka ákvarðanir í þessu máli skv. leikreglum lýðræð- isins. Fram kom í máli hans að ef ákveð- ið yrði að ráðast í lögformlegt um- hverfismat vegna Fljótsdalsvirkjun- ar hefði það einhverjar tafir í för með sér og óvissu um hvort niður- staðan gerði kleift að ráðast í fram- kvæmdir. Knutzen sagði að óvissa hefði alltaf í för með sér aukna áhættu við gerð fjárfestingaráætl- ana og ef fyrirtækið þyrfti að bíða í óvissu í einhver ár myndi það óhjá- kvæmilega líta til annarra fjárfest- ingarkosta. „Meginatriðið er að slíkt myndi fela í sér að núverandi áætl- anir sem unnið er eftir myndu alger- lega breytast. Helstu áhyggjurnar snúa að því hver niðurstaða urrt- hverfismats yrði og hvort það myndi skapa óvissu um orkuafhendingu. Ef við fáum ekki orku afhenta mun verkefnið að sjálfsögðu falla niður,“ sagði hann. Að sögn Knutzens hefur Hydro Aluminium ávallt ýmsa fjárfestingarkosti til athugunar en undirbúningurinn væri kominn lengst vegna fyrirhugaðs ál- vers á íslandi. Aætlanir um bygg- ingu álvers í Trinidad hafi verið lagð- ar á hilluna um sinn en þar hafi ým- iss konar tæknileg þróunarvinna far- ið fram. „Við búum yfir tækninni og getum tekið þessa fjárfestingu til at- hugunar hvenær sem er en um þess^ ar mundir einbeitum við okkur að ís- landi,“ sagði hann. Ekki verið rætt um útblástursgjald Aðspurður kvaðst Knutzen ekki hafa heyrt að hugmyndir væru uppi um að álverinu yrði hugsanlega gert að greiða umhverfisskatt eða útblást- ursgjald. Hann sagði að ef slíkar hugmyndir kæmu fram þyrfti að fá þær á hreint. Kolefnisskaut og súrál séu nauðsynleg við framleiðslu á áli og skattlagning á losun koltvísýrings myndi því ekki hafa í för með sð? mini losun heldur yrði þar eingöngu um að ræða skattlangingu á fram- leiðsluna. Ekki væru lögð á slík gjöld í Noregi. Einnig kom fram í máli Knutzens að fyrirhugað álver við Reyðarfjörð gæti notið stuðnings af áliðnaði Hydro Aluminium í Noregi á ýmsgn hátt sem gerði þetta samstarf áhuga- vert. Einbeitum okkur að íslandi „Sveigjanlegir í viðræðum um eign- arhlut í álverinu“ Hydro Aluminium ætlar sér að komast í röð þrigg;ia stærstu álfyrirtækja heims og eru forsvarsmenn þess bjartsýnir á horfur í áliðnaðinum, þar sem eftirspurn eftir áli fari stöðu^t vaxandi. Alver við Reyðarfjörð er liður í þeim áformum og er undirbúningur þess lengst kominn af þeim kostum sem til skoðunar eru. Omar Friðriksson kynnti sér umsvif Hydro Aluminium og ræddi við upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, sem sagði að ráðast myndi af viðræðum fjárfesta hversu stór eignarhlutur Hydro verður í væntanlegu álfélagi á Islandi. NORSKA stórfyrirtækið Hydro Aluminium Metal Products, sem er hluti af stóriðju- og orkufyrirtæk- inu Norsk Hydro, stærsti álframleið- andi í Evrópu og sjötta stærsta álfyr- irtæki heims, hyggur á aukin umsvif í áliðnaðinum. I nýlegri stefnumörk- un fyrir Norsk Hydro setja stjórn- endur þess fram það markmið að Hydro Aluminium hasli sér völl sem þriðja stærsta álfyrirtæki heims og ætlar fyrirtækið sér ennfremur að styrkja enn frekar þá forystu sem það hefur í magnesíumframleiðslu í heiminum. Bjartsýni vegna vaxandi eftírspurnar eftir áli Þrátt fyrir sveiflur á markaðsverði áls og sviptingar í áliðnaðinum vegna samruna stórra álfyrirtækja og stækkun álvera telja forsvarsmenn Norsk Hydro horfur í áliðnaðinum bjartar enda fari eftirspurn eftir áli stöðugt vaxandi. Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúi Hydro Alumin- ium, bendir á að eftirspurn eftir áli aukist um 2-3% á ári. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Knutzen að máli í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Ósló fyrir skömmu og kom fram í máli hans að bílaiðnaðurinn er einn helsti drifkrafturinn á bak við þann vöxt sem á sér stað í áliðnaði en þar hefur Hydro Aluminium náð sterkri markaðsstöðu á seinustu áium. Mesti vöxturinn í áliðnaðinum hef- ur átt sér stað í nýiðnvæddu ríkjun- um í Asíu en Knutzen segir að einnig megi reikna með áframhaldandi og stöðugum vexti á mörkuðum í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Allir helstu bifreiðaframleiðendur heims vinna markvisst að því að létta bifreiðar með notkun ál- og magnesíum- blandna en það dregur mjög úr orku- notkun og útblæstri megnandi loft- tegunda. Að sögn Knutzens er áætl- aður vöxtur álnotkunar í bifreiðaiðn- aðinum 4 milljónir tonna á næstu 15 árum. „Þetta er mjög áhugaverð þró- un en aftur á móti hefur ekki gengið sem skyldi að snúa þessari vaxandi eftirspurn yfir í hagnað í áliðnaðin- um og því hafa álfyrirtæki farið var- lega í öllum nýjum fjárfestingum. Það er ástæða þess að við leggjum áherslu á að auka arðsemi fjárfest- inga okkar en en markaðshorfurnar eru góðar," segir hann. Áhersla á frekari vinnslu úr áli Árleg framleiðslugeta álvera Hydro Aluminium hefur farið vax- andi á undanförnum árum og var um 750 þúsund tonn á síðasta ári en fyr- irtækið hefur að markmiði að geta stóraukið framboð á áli til viðskipta- vina sinna í flestum heimsálfum, m.a. með samstarfi við önnur fyrirtæki og er fyrirhuguð þátttaka þess í bygg- ingu álvers í Reyðarfirði liður í þeim áformum. Auk frumvinnslu súráls og ál- bræðslu er Norsk Hydro umsvifa- mikið við frekari álvinnslu einkum með steypumótun og útpressun ál- hleifa og plötuhleifa og sölu á áli í einingum og álblöndum til iðnaðar sem nýtir álhluta við framleiðslu s.s. samgöngutækja og í byggingariðn- aði. Alls leggur Hydro til um 1,8 milljónir tonna af áli á heimsmarkaði áári. Hydro Aluminium á og rekur fjög- ur álver í Noregi í Karmpy, Árdal, Sunndal og Hpyanger, sem fram- leiddu samtals 680 þúsund tonn af áli á seinasta ári og auk þess á fyrirtæk- ið helmings hlut í álveri í Soral, af alls sjö álverum sem starfrækt eru í landinu. Þá stendur Hydro að fram- leiðslu á hrááli í samstarfi við Gold- endale-álfyrirtækið í Bandarikjunum og Slovalco í Slóveníu. Starfssvið fyr- irtækisins við framleiðslu áls, frekari vinnslu úr áli og sölu léttmálma nær til allra heimshluta og á Hydro eign- arhlut í verksmiðjum eða er í sam- starfi við fyrirtæki í mörgum lönd- um. Stjómendur fyrirtækisins hafa látið meta ýmsa kosti i áliðnaðinum utan Noregs. Fyrr á þessu ári ákvað Hydro að reisa álbræðslu í Kentucky í Bandaríkjunum með 90 þúsund tonna árlegri framleiðslugetu við endurvinnslu á áli. Endurbæta og stækka álver í Noregi Stjórnvöld í Noregi hafa ekki í hyggju að heimila frekari uppbygg- ingu vatnsorkuvera í landinu á næst- unni vegna umhverfisverndunarsjón- armiða, eftir mikið uppbyggingar- skeið seinustu þrjá áratugina við beislun hinna ríku orkulinda Noregs. Þannig er nú 91 orkuver í eigu Statkraft SF, stærsta raforkufyrir- tækis Noregs. Norsk Hydro er næst- stærsti raforkuframleiðandi landsins og rekur 22 vatnsaflsvirkjanir sem árlega framleiða um 10 teravatt- stundir af raforku. Er nú svo komið að Norðmenn þurfa að flytja inn raf- orku í einhver ár til að mæta vaxandi orkunotkun í landinu. Aðspurður hvort engin áform séu uppi um byggingu nýrra álvera í Noregi sagði Knutzen að Hydro Al- uminium hefði í undirbúningi endur- nýjun og stækkun álvers fyrirtækis- ins í Sunndal en það hóf rekstur 1954 og er elst álvera Hydro. Knutzen sagði að álverið í Sunndal þyrfti end- urnýjunar við og gerðu áætlanir fyr- irtækisins ráð fyrir að reist yrði ný álbræðsla við gömlu verksmiðjuna en þar væri um mikla fjárfestingu að ræða eða upp á 3,5-4 milljarða norskra kr. (32-36 milljarðar ísl kr.). Til stóð að hefja framkvæmdir snemma á þessu ári en ákveðið var að fresta þeim í febrúar sl. líkt og ýmsum fleiri verkefnum sem Hydro hafði á prjónunum, m.a. fyrirhugað álver í Trinidad þar sem blikur voru á lofti varðandi verðþróun á olíu og léttmálmum. Knutzen var spurður hvort ekki væri nægilegt framboð á raforku til stóriðju í Noregi og sagði hann að fyrirtækið hefði tryggt sér orkuaf- hendingu með gerð langtímasamn- inga við Statkraft. „Við höfum því tryggt okkur orku til stækkunarinnar í Sunndal og það er mikill þrýstingur af hálfu bæði heimamanna og að nokkru leyti af hálfu stjómvalda í Noregi að við ráðumst í þessar fram- kvæmdir en við þurfum að sjálfsögðu að útvega fjármagnið áður en af því getur orðið,“ sagði hann. Knutzen benti á að á undanförnum 4 árum hefði Hydro Aluminium unnið að endurnýjun, endurbótum og aukið framleiðslugetu í flestum álverum í eigu fyrirtækisins. Er m.a. um þessar mundir að ljúka stækkun steypuskála álvers Hydro Aluminium í Karmpy í 250 þúsund tonna afkastagetu á ári. Álver Hydro Aluminium í Sunndal í Noregi er elsta álbræðsla fyrirtækisins. Uppi eru áætlanir um stækkun ál- versins í 250 þúsund tonna afkastagetu á ári en ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verður í framkvæmdir. ÁLVER VIÐ REYÐARFJÖRÐ Tíma- og vinnuáætlun • Umsókn um umhverfismat og starfsleyfi lokið fyrir 1. séptem- ber 1999. Frumathugun lokið í megin- dráttum ásamt minnisblaði um innviði (infrastrúktúr) fyrir 1. nóvember 1999. • Fyrir 31. desember 1999. Drög að yfirlitssamningi tilbúin, svo og drög að helstu samning- um sem nauðsynlegir eru fyrir verkefnið, þ.m.t. hluthafasamn- ingur, sölu- og markaðssamn- ingur, samningarnir um útvegun hráefnis (súráls og rafskauta), samningur um rafmagnsverð og um heimildir til stækkunar, samningur um tækniþekkingu og rekstrarsamningur. Frumat- hugun á hagkvæmni lokið og lokahagkvæmnisathugun hafín. • Gert ráð fyrir samþykki þar tO bærra stjórnvalda á umhverf- ismatinu fyrir 1. febrúar 2000. • Fyrir 1. mars 2000 verði gengið frá lokadrögum að yfir- litssamningi og samningum sem að baki honum liggja. • Endanlegum frágangi á eign- arhaldi Noral-álfélagsins og skráningu hlutafélagsins lokið fyrir 1. apríl 2000. • Fyrir 1. maí 2000. Gengið frá fjármögnun. Samningar um undirbúning lóðar og afnot af hafnai’aðstöðu gerðir við ríkis- stjómina og/eða sveitarstjómir. • Fyrir 1. júní 2000. Loka- ákvarðanir teknar um að ráðast í byggingu Fljótsdalsvirkjunar og fyrsta áfanga álversins fyrir 1. júní 2000. • Framkvæmdir hefjist við Fljótsdalsvirkjun sumarið 2000. • Framkvæmdir við fyrsta áfanga álvers við Reyðarfjörð heQist árið 2001. • 120 þúsund tonna álbræðsla við Reyðarfjörð hefji starfsemi árið 2003. Morgunblaðið/Ómar Friðriksson Margskonar iðnaðarstarfsemi fer fram á vegum Norsk Hydro. í bænum Porsgrunn er að finna stærsta iðnaðarsvæði Noregs þar sem aðallega er framleiddur tilbúinn áburður, framleiðsla plastefna og magnesiumiðnað- ur. Iðngarðurinn í Porsgrunn nær yfir 150 hektara svæði og eru starfs- menn um 3.400 talsins. NORSK HYDRO ASA Ný stefnumörkun vegna erfiðleika í rekstri Draga úr losun koltvísýrings um 55% fyrir 2005 Á undangengnum ámm hafa stjórnendur Norsk Hydro leitast við að bæta umhverfisímynd fyrirtækis- ins og lagt mikla fjármuni í endur- bætur og þróun tæknibúnaðar til að halda mengun frá iðnfyrirtækjum samsteypunnar í lágmarki. Endur- bætur hafa verið gerðar á kerum í kerskálum eldri álvera og með loft- hreinsibúnaði til að draga úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum og út- blæstri gróðurhúsalofttegunda. Að sögn Knutzens er stöðugt unnið að þróun nýrrar og umhverfisvænni tækni sem Norsk Hydro selur einnig til annarra álframleiðenda. Birtir fyrirtækið á hverju ári sérstaka um- hverfisskýrslu þar sem árangurinn er sýndur. Þá fer endurvinnsla á úrgangsáli stöðugt vaxandi en aðeins 5% af orkunni sem notuð er við frum- vinnslu áls þarf til endurvinnslu þess. Hydro rekur m.a. tvær verksmiðjur fyrir endurvinnslu og bræðslu á úr- gangsúrgangsáli í Lúxemborg og Þýskalandi. Hydro Aluminium og umhverfisráðuneyti Noregs hafa gert með sér samkomulag um að dregið verði úr útblæstri gróðuhúsa- lofttegunda sem felur í sér það mark- mið að dregið skuli úr losun koltví- sýrings um 55% árið 2005 miðað við útblásturinn árið 1990. ísland vel staðsett til sölu á áli á Evrópumarkaði Knutzen var spurður hvort Norsk Hydro væri smám saman að færa starfsemi sína til landa utan Noregs og sagði hann svo ekki vera en áliðn- aðurinn væri alþjóðlegur. Mikilvæg- ur þáttur í nýrri stefnumörkun stjórnenda Norsk Hydro væri að hagkvæmt væri að bæta við þann búnað sem fyrir væri og þar sem bú- ið væri að byggja upp innviðina. Þá væri Evrópa mikilvægasti markaður- inn fyrir framleiðsluafurðir Hydro Aluminium og því væri hagkvæmt að starfa í Evrópu þar sem um stuttar NORSK Hydro stóriðjusamsteypan er stærsta iðnfyrirtæki Noregs og nær starfsvið þess um allan heim. Fyrirtækið hóf iðnaðarfram- leiðslu árið 1905. Norska ríkið á 44% hlut í fyrirtækinu. Megin starfsvið Norsk Hydro eru olíu- og gasvinnsla, fram- leiðsla og sala lóttmálma (ál og magnesíum), efnavinnsla úr jarðol- íu og jarðgasi og framleiðsla á til- búnum áburði og ýmsum vörum i landbúnaði. Starfsmenn Norsk Hydro eru nálægt 39.000 talsins og starfar um það bil helmingur þeirra utan Noregs. Söluverðmæti heildarfram- leiðslu Norsk Hydro á seinasta ári nam um 97 milljörðum norskra kr. Erfiðleikar urðu á ýmsum starfsviðum fyrirtækisins á síðasta ári og var hagnaður þess nálægt helmingi minni en á árinu á und- an. Snemma á þessu ári var ákveð- ið að skera fjárfestingar niður og endurmeta verkefni. Rekstur áls- viðs Hydro hefur þó gengið vel að undanförnu. í seinasta mánuði kynnti Egil Myklebust, forsíjóri Norsk Hydro, nýja stefnumörkun fyrir fyrirtæk- ið sem felur í sér að megináhersla verður i framtfðinni lögð á oliu- og orkuvinnsluna, léttmálma og fram- leiðslu á vörum fyrir landbúnað en fyrirtækjum í öðrum rekstri verð- ur fækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.