Morgunblaðið - 28.11.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.11.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 23 LISTIR Tónleikar á djass- viku Múlans Krókódrll í matarleit Söngsveitin Fílharmón- ía á Selfossi SÖNGSVEITIN Fflharmónía held- ur aðventutðnleika í Selfosskirkju á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Á efn- isskrá eru hátíðarverk og jólalög. Stjórnandi Söngsveitarinnar er Bernharður Wilkinson flautuleik- ari og aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar. Undir- leikari kórsins er Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari og raddþjálfari Elísabet Erlingsdótt- ir söngkona. Á tónleikunum flytja Bernharður og Guðríður einnig verk fyrir þverflautu og píanó. Um þessar mundir er væntan- legur á markaðinn nýr geisladisk- ur Söngsveitarinnar sem ber heit- ið Heill þér himneska orð og eru tónleikamir liður í því að kynna efni sem á diskinum er. Á honum eru margs konar hátíðarverk og í sumum þeirrra leikur Douglas A. Brotchie á orgel með kórnum. Einsöngvari í þremur verkum er Sigrún Hjálmtýsdóttir. VIKUNA 29. nóvember til 5. desem- ber verður djassvika á vegum djass- klúbbsins Múlans og ríður Tríó Haf- dísar Kjamma á vaðið með tónleikum annað kvöld, mánudag- skvöld. Tríóið er skipað, auk Hafdís- ar Bjarnadóttur gítarleikara, Þórði Högnasyni bassaleikara og Birgi Baldurssyni trommuleikara. Þau leika djass í anda Miles Davis og Wayne Shorter svo einhverjir séu nefndir. Þriðjudagskvöld 30. nóvember leika Sæmundur Harðarson og Dav- íð Gunnarsson á tvo feita djassgít- ara, Gunnai’ Hrafnsson á bassa, Al- freð Alfreðsson á trommur og Friðrik Theodórsson á básúnu. Andrés Gunnlaugsson, Sigurður Flosason, Birgir Baldursson og Þór- ir Baldursson koma fram á miðviku- dagskvöld. Fimmtudaginn 2. desember koma fram þeir Omar Einarsson gítarleik- ari, Kjai-tan Valdemarsson píanó- leikari, Jóhann Asmundsson bassa- leikaii og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari. Föstudaginn 12. desember leikur hljómsveit frá Eistlandi, skipuð djasssöngkonunni Margot Kiis ásamt básúnuleikaranum Kaldo Kiis og píanistanum Jan Alavera. Laugardaginn 4. desember leikur Bjöm Thoroddsen lög eftir Wes Montgomery ásamt bassaleikaran- um Gunnari Hrafnssyni og trommu- leikaranum Pétri Grétarssyni. Sunnudaginnl2. desember syng- ur Ragnai- Bjamason við undirleik Ástvaldar Ti-austasonar píanóleik- ara, Gunnars Hrafnssonar bassa- leikara og Péturs Grétarssonar trommuleikara. Allir tónleikai-nir hefjast kl 21:00 og er miðaverð 1.000 kr., en eldri borgarar og námsmenn greiða 500 kr. BOKMENNTIR Barnabók ÓGNARLANGUR KRÓKÓDÍLL Eftir Roald Dahl. Myndskreytingar eftir Quentin Blake. Þýðing: Hjörleifur Hjartarson. Mál og menning, 1999 - 60 s. ROALD Dahl er vel þekktur meðal íslenskra barna og nokkrar af sögum hans hafa orðið afar vin- sælt lestrarefni hér á landi. Má þar til dæmis nefna söguna um Danna heimsmeistara, um Matt- hildi, um Risaferskjuna og um Kalla og sælgætisgerðina, allt ýkt- ar ærslasögur þótt ólíkar séu. Sagt er í formála að þessari bók að nú sé verið að minnast þess að 20 ár eru liðin síðan hún kom fyrst út, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur út hér á landi. Dahl lést árið 1990 eftir mjög ár- angursríkan rithöfundarferil. I miðdepli sögunnar er krókó- díll sem er staðráðinn í að ná sér í krakka til hádegisverðar. Hann er nokkurs konar afrísk Grýla, en krakkamir i þessari sögu þurfa þó ekki að hafa neitt til saka unnið til að lenda í kjafti krókódílsins. Ognarlangur er kjöftugur og segir öllum sem heyra vilja um íyrirætl- un sína. Öll dýrin hneykslast á þessari grimmu áætlun en hann lætur sér fátt um finnast. Oft skellur hurð nærri hælum þegar krókódíllinn er komin skelfilega nálægt litlum krökkum sem skemmta sér og átta sig ekki á þeim dulargervum sem krókódíll- inn getur sett sig í. Eins og í sönnum ævintýrum fær krókódíll- inn makleg málagjöld, en eftir for- múlu höfundar er það engin venjuleg refsing, heldur klessist hann á sólina og grillast þar eins og pylsa. Myndirnar eru eftir frægan myndskreytingarmann, Quentin Blake, sem hefur skapað sér al- þjóðlegan orðstír fyrir hugmynda- ríkan stíl. Myndir hans túlka helst það sem er fyndið og skoplegt og allar skepnurnar sýna viðbrögð sín svo ekki verður um villst. I öll- um tilvikum fylgja myndirnar textanum og styrkja hann. Þýðingin er í sama stíl og myndirnar, oft dálítið kostuleg og orðaval dýranna er stundum há- tíðlegt þegar þau eru að láta í Ijósi algera þneykslun sína á fyrirætl- unum Ógnarlangs. Málfarið fellur vel að sögunni og íslensku heitin á skepnunum eru frumleg og vel til fundin. I sögunni hittum við fílinn Rana, apann Eikarskoppa, Búttu- bollufuglinn og Klump-Rump flóð- hest. í textanum er talsvert um endurtekningar sem hæfa vel litl- um lesendum og sagan er skráð í samtalsstíl svo nærvera krókódíls- ins er ennþá meiri fyrir vikið. Þetta er saga sem getur kitlað spennutaugarnar, því það er ekki fyrr en á síðustu stundu sem mál- um er bjargað. Sigrún Klara Hannesdóttir Byrjaðu nýtt árþúsund með gneistandi sólarleyfi í Florida! ■ ■■i ' ‘3 r Í S 3I I s i '■■■■:■'; P . S S 'W" X I f * Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10 - 16.) Handhafár Gullkorts VISA og Flugleiða: Florida2000 í jólapakkann á sólbjörtu og freistandi tilboðsverði fyrir handhafa Gullkorts VISA og Flugleiða Orlando Sólskinsverð á Claríon Florídian Hotel 2.jan-4.feb. aðeins 46.990 kr.* á mann í tvíbýli í 8 nætur. Í2.feb. - 30. mars aðeins 51.390 kr* á mann í tvíbýli í 8 nætur. St. Petersburg Beach Sólskinsverð á Sirata Beach Resort 6. - 24.jan. aðeins 54.690 kr.* á mann í tvíbýli í 8 nætur. 28.jan. -30. mars aðeins 70.990 kr* á mann í tvíbýli í 8 nætur. Bjóðum einnig geislandi hagstætt verð á gististöðum Flugleiða annars staðar í Florida, í Bradenton/Sarasota, Fort Mayers, Naples, Fort Lauderdale og South Beach. Ferðatímabil er frá 6. jan. (fýrsta brottför) til 30. mars (síðasta brottför). Síðasta heimkoma 15. apríl. Hámarksdvöl er einn mánuður. Athugið! Þetta Floridatilboð gildir einvörðungu fyrir handhafa Gullkorts VISA og Flugleiða. Takmarkað sætaframboð. Innifalið í verði: flug, gisting og flugvallarskattar. ■'isr. ICELANDAIR www.icelnndnir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.