Morgunblaðið - 28.11.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 28.11.1999, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ung móðir lítur barn sitt augum í fyrsta sinn frá því að hún brenndist illa í eldflaugaárás á þorpið Elistanshi. Örþreyttir og særðir skæniliðar syrgja látinn félaga, sem sést í forgrunni myndarinnar. Daginn eftir verður hann til moldar borinn og átökin við Rússa hafin að nýju. ÍÍ68SSI! S' Morgunblaðið/Gíorgí Shamilov Tsjetsjenskur drengur fyrir framan rústir heimilis síns í Unis Martan. Það gjöreyðilagðist í eldflaugaárásum Rússa í haust og létust átta manns úr fjölskyldu drengsins. ÍKLEGA fá engin orð lýst ástandinu í Tsjetsjníu nú þegar stríðsátök hafa blossað þar upp í annað sinn á innan við áratug. Fréttamenn sem þangað hafa farið segja neyð al- mennra borgara óskaplega, þar sem því fari fjarri að landið hafi jafnað-sig á stríðsátökunum 1994- 1996 sem kostuðu tugi þúsunda lífið og lögðu bókstaílega allt í rúst. Er átökin hófust nú í haust var hvorki rennandi vatn né rafmagn að hafa og nú hafa hörmungar stríðsins að nýju bæst við erfíða lífsbaráttuna. Þá teljast líklega fá lönd í heiminum hættulegri fyrir útlendinga en Tsjetsjnía þar sem hættan á mannránum bætist ofan á þær ógnir sem átökunum fylgja. Þeir sem heimsækja Tsjetsjníu verða að ferðast í fylgd þungvopn- aðra lífvarða og dugir það þó ekki alltaf til, nú er að minnsta kosti einn ljósmyndari í haldi mannræn- ingja sem krefjast gríðarhás lausn- argjalds. Vegna mannránshættunnar er ferðafrelsi blaðamanna og ljósmynd- ara af afar skomum skammti. Ljós- myndarinn sem tók þessar myndir, Gíorgí Shamilov, fór til Tsjetsjníu í október síðastliðnum og dvaldist þar í tíu daga. Þar af gat hann aðeins unnið í tvo daga þar sem lífverðir hans treystu sér ekki til að tryggja öryggi hans hina átta dagana. Hann dvaldist í höfuðborginni Grosní þar sem myndirnar af spít- alanum eru teknar en gafst einnig kostur á að fara að víglínunni með skæruliðum. Það sem eftir lifði tím- ans eyddi hann í húsi í útjaðri borg- arinnar, í óþreyjufullri og ógnar- langri bið eftir því að festa átökin og afleiðingar þeirra á filmu, bið þar sem fátt var til afþreyingar nema sjónvarp og spjall við ná- grannabörnin og nagandi óttinn víkur aldrei úr huganum. - ■ . i ' Tsjetsjenskir skæruliðar hlaupa í skjól er herþyrlur Rússa birtust skyndilega við víglínuna nærri Goragorsk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.