Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Næsti takk. Greiðslumat vegna íbúðalána Lágmörk fram- færslukostnaðar hækka um 20% LÁGMÖRK framfærslukostnaðar í greiðslumati vegna umsókna um íbúðalán Ibúðalánasjóðs hækkuðu um 20% frá og með 1. desember. Þannig er lágmarksframfærsla í greiðslumati hjá hjónum með tvö böm 90 þúsund kr. og 51 þúsund kr. hjá einstæðu for- eldri með eitt bam eftir breytinguna. Lágmark framfærslukostnaðar hjá bamlausum einstaklingi er 33 þúsund kr. eftir breytinguna og 55 þús. kr. hjá bamlausum hjónum. Lágmarks- framfærsla hjóna með eitt bam verð- ur 73 þúsund og hjá hjónum með þrjú böm 106 þúsund kr. Lágmark fram- færslukostnaðar einstæðs foreldris með tvö böm er 68 þúsund eftir breytinguna. í fréttatilkynningu frá íbúðalána- sjóði segir að við greiðslumat vegna lána íbúðalánasjóðs sé gert ráð fyrir að greiðslumatið byggist á raunveru- legum framfærslukostnaði hvers um- sækjanda fyrir sig. Öryggismörk „Þó gerir greiðslumatið ráð fyiir öryggismörkum sem taka mið af lágmarksíramfærslukostnaði sam- kvæmt reynslutölum Ráðgjafarstoíú heimilanna. Lántakandinn sjálfur ber ábyrgð á að forsendur greiðslumats- ins séu raunverulegar og gefi rétta mynd af eigin framfærslu. Þrátt fyrir það hafa of margir einungis miðað við lágmarksframfærslutölur í greiðslu- matinu sem hugsaðar eru sem örygg- ismörk. Því var talið rétt að hækka lágmörkin í ljósi reynslunnar," segir þar. 400 milljón- um varið til að auglýsa KOSTNAÐUR við gerð auglýsinga og birtingu þeirra fyrir Lánasýslu ríkisins og Þjónustumiðstöð ríkis- verðbréfa nam rúmum 400 milljón- um króna á árunum 1989-1998. Geirs Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar al- þingismanns um auglýsingagerð stofnananna. Auglýsingagerð fyrir Lánasýsluna og Þjónustumiðstöð- ina var ekki boðin út, en hún hefur verið í höndum auglýsingastofunn- ar Gott fólk sl. tíu ár. Fjármálaráðherra segir í svari sínu að að aukin samkeppni á fjár- magnsmarkaði sé ástæða þess að mikilvægt var talið að fá auglýsingastofuna Gott fólk til að skapa ríkisverðbréfum nýja ímynd og ráðleggja um söluaðferðir. í fyrra var kostnaður við auglýs- ingagerð Lánasýslu ríkisins og Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa 14,4 milljónir og birtingakostnaður 17 milljónir. Lax & síld Godgætl d jólaborðícf ö- ÍSLENSK MATVÆLI Komin er út íslensk tilvitnanabók Orð í tíma töluð Tryggvi Gíslason T ER að koma bókin Orð í tíma töluð. íslensk til- vitnanabók eftir Tryggva Gíslason. Bókin innheld- ur tilvitnanir og fleyg orð íslensku - 8.000 talsins. Hverri tilvitnun fylgir menningarsöguleg skýr- ing. En hvenær skyldi Tryggvi hafa byrjað að safna til þessarar bókar? „Þegar ég var kennari við háskólann í Bergen fyrir þrjátíu árum þá undirbjó ég svokallaða orðnotabók, sem á er- lendum málum heitir thesaurus. Orðnotabók er eiginlega handbók í málnotkun og hefur að geyma leiðbeiningar um mál og stíl, skrá um sam- heiti og andheiti, föst orðasambönd, tökuorð, myndhverf orðtök, máls- hætti og tilvitnanir.“ - Er íslenskan rík af þessu öllu saman? „íslenskan er mjög ríkt mál að myndhverfum orðtökum og málsháttum. Auk þess hafa mjög margar tilvitnanir eða fleyg orð myndast í málinu við sérstakar aðstæður, allt frá Eddukvæðum, dróttkvæðum og íslendingasögum til dagsins í dag.“ - Getur þú nefnt okkur vel- þekkt dæmi um þetta? „Þeim var ég verst er ég unni mest“ sem haft er eftir Guðrúnu Ósvífursdóttur. Tilvitnun einsog Veit ég það Sveinki", sem eign- uð er Jóni biskupi Arasyni þeg- ar hann var leiddur til höggs og ungpresturinn sagði við hann: Líf er eftir þetta líf herra!" Þessi tilvitnun er notuð þegar menn segja eitthvað sem aug- ljóst er eða alþekkt. Svo er rétt að nefna þriðju tilvitnunina: Að- gát skal höfð í nærveru sálar“. Þetta er úr kvæðinu Einræður Starkaðar eftir Einar Bene- diktsson og er í rauninni upp- haflega skáldleg sýn Einars, en verður að fleygum orðum og einskonar málshætti en stund- um er mjótt á mununum á milli þess sem við köllum málshátt og tilvitnun eða fleygt orð. Flest fleyg orð bera í sér einhverja lífsspeki. Auk þess eru í bókinni allmargar tilvitnanir á erlendum málum, bæði ensku, dönsku, lat- ínu og þýsku. En íslendingar hafa alla tíð slett, sem kallað er, þ.e. notað erlend orð og orðatil- tæki, enda verða erlend orð og slettur íslensku ekki að fjör- tjóni.“ - Fara menn oft rangt með tilvitnanir og fleyg orð? „Þessari spurningu er vand- svarað og í raun held ég því fram að íslenskan hafi aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóð- tunga en einmitt nú. Hinu er auðvitað ekki að leyna að menn fara rangt með bæði orð og beygingar og þetta er auðvitað áberandi í sumum fjölmiðlum þar sem síbyljan virðist vera aðalatriðið. Menn tala út í eitt og anda ekki á milli.“ - Er mikill munur á fjölmiðl- um að þessu leyti? „Já, mér finnst mikill munur á fjölmiðlum og blöð virðast vanda mál sitt meira en út- varps- og sjónvarpsstöðvar, jafnvel gamla Ríkisútvarpið virðist hafa slegið af kröfunum, að ekki sé talað um nýjustu sjónvarpsstöðvarnar sem virð- ► Tryggvi Gíslason fæddist á Bjargi í Norðfirði 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958. Meistaraprófi í íslenskum fræð- um lauk hann frá Háskóla íslands 1968. Hann var sendikennari við háskólann í Bergen í Noregi 1968 til 1972. Síðan hefur hann verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Á námsárum sínum var Tryggvi fréttamaður á Fréttastofu Ríkisútvarpsins í hlutastarfi og stundakennari við Menntaskólann í Reylqavík. Á ár- unum 1986 til 1990 var Tryggvi deildarsljóri í skóla- og menning- armáladeild Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmannahöfn og var þá í leyfi frá starfi skóla- meistaraþann tíma. Hann hefur gefið út sögu Menntaskólans á Akureyri 1880 til 1980, einnig Kaupmannahafnarbókina sem er leiðarvísir um Kaupmannahöfn. Nú er að koma út eftir hann bók- in Orð í tíma töluð. Tryggvi er kvæntur Margréti Eggertsdóttur kennara og eiga þau sex börn. ast hafa allt annað í huga en vandað málfar. Þess má geta að stundum eru menn að fara rangt með og reyna á þanþol tungunnar vísvitandi til að vekja athygli eða til þess að búa til nýjan stíl. Þetta kemur fram t.d. í máli í auglýsingum og mér finnst það bæði heillandi og skemmtilegt og lýsir bæði áhuga og skilningi á tungunni.“ - Hvar heldur þú að þessi bók - Orð í tíma töluð, komi að mestu gagni? „í fyrsta lagi kemur þessi bók þeim að gagni sem vilja skreyta mál sitt eða nota hnyttilega sögð orð í ræðu eða riti. í öðru lagi hafa margir Islendingar gaman af því að skoða að baki orðum málsins og kafa niður í mannlega hugsun, en þetta kemur einmitt oft fram í tilvitn- unum og fteygum orð- um, hvernig menn hugsa og haga orðum sínum. Þegar ég var að safna þessum orð- um þá hugsaði ég oft um það að fyrri tíðar menn hugsuðu eða veltu ekkert síður vöngum yfir margbreytilegu, flóknu og oft óskiljanlegu lífi en þeir sem eru uppi nú á dögum. Svona söfnun tekur aldrei enda því alltaf eru að bætast við ný orð, tilvitnanir og fleyg orð í þetta auðuga, lifandi þjóðmál sem við eigum.“ Orðnotabók er handbók í málnotkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.