Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.12.1999, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AL&mrni___ BURNHAM INTERNATIONAL VEROBRÉFAFYRIRTÆKI SfMI 510 1600 UMRÆÐAN Ijög sterk og' ofnæmisfrí , Gleraugnasalan, .. . v/ Laugavegi 65. Hænsnasiðfræði ÞAÐ er eðli hænsna, að verði ein- staklingur fyrir áfalli, svo að á honum sjái, hlaupa til aðrar hæn- ur í hópnum og höggva sjúklinginn til dauðs. Ekki veit ég á því sönnur, en sagt hefur mér verið að amerískir kjúklinga- bændur hafi nú fundið leið til að bæta úr þessum siðferðisbresti hænsnanna og felst hún í því að setja á þau lituð gleraugu þannig að þau greini ekki blóðbletti á meðbræðrum sín- um og ráðist þar af leiðandi ekki til atlögu við þá sem sárir hafa orðið af einhverjum ástæðum. Bændurn- ir gera þetta að vísu ekki af um- hyggju fyrir hinum sáru einstakl- ingum, sem þeir ætla sér auðvitað sjálfir að særa holundarsárum þegar þar að kemur, en það veldur þeim hins vegar tjóni þegar hænur valda hver annarri ótímabærum dauða. Nú hefur það gerst að prófessor við Háskóla Islands hefur verið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um gróft og svívirðilegt ofbeldi gegn dóttur sinni. Sýknan er yfir- lýsing dómsins um að sakleysi Baldur Pálsson hans sé ekki útilokað. Eftir stendur hins vegar að sekt hans hefur heldur ekki ver- ið útilokuð. Á því leik- ur vafi hvort sakirnar, sem á hann voru bornar, eru upplogn- ar. Það eru reyndar aðeins tveir einstakl- ingar, maðurinn og dóttir hans sem hafa möguleika á að vita hið sanna í málinu. Þessi vafi er afleiðing þess að sönnunar- færsla í málum sem þessum er erfið og leiðir bæði til þess að torvelt hlýt- ur að vera að sakfella og einnig til þess að erfitt er að bera af sér slík- ar sakir. Eftir sitja þessi feðgin bæði með sárt ennið, ef svo má segja, og þurfa að bera þann kross til æviloka að hafa í augum sam- borgara sinna hugsanlega valdið annarri manneskju, nánum ætt- ingja, hryllilegum búsifjum, nema eitthvað það komi fram seinna, sem verði til þess að botn fáist í málið. Þetta er auðvitað skelfileg niðurstaða og hörmuleg, en hins vegar áreiðanlega óhjákvæmileg eins málið var í pottinn búið. Prófessor í siðfræði við Háskóla íslands, Vilhjálmur Árnason, hefur nú fundið það út að nauðsynlegt sé að menn sem slíkum vafa eru und- irorpnir, láti af trúnaðarstörfum í almannaþágu. Hann tilfærir máli sínu til stuðnings hið svonefnda biskupsmál, en í því var samfélag- inu sem kunnugt er breytt í gríð- arstóran skólaleikvöll þar sem framið var einelti af grimmilegasta tagi. Má skilja á prófessornum að Dómur Það er greinilegt, segir Baldur Pálsson, að sið- ferðisskyldur prófes- sora hverra við annan eru ekki af sama toga og lögmanna því að Vil- hjálmur telur það aug- ljóslega skyldu sína að grafa undan kollega sín- um og bola honum úr embætti. nauðsynlegt hafi verið að biskup íslands léti af störfum eftir að ásakanir komu fram á hendur hon- um um kynferðislega áreitni. Þarna er Vilhjálmur að setja fram siðferðisreglu, sem nefna mætti fjölmælisreglu, þ.e.a.s. það dugar að bera mann ósannanlegum sök- um til að bola honum úr embætti. Við skulum nú hugsa okkur að kona beri mann nokkurn sökum um kynferðislega áreitni, maður- inn sé ákærður, en síðan sýknaður af ákærunni vegna þess að vafi léki á því að hann hefði framið brotið t.d. vegna þess að engin vitni voru til frásagnar og engin önnur sönn- unargögn lögð fram en framburður mannsins og konunnar. Hugsum okkur líka að kona þessi væri pró- fessor við Háskóla íslands. Væri þá rétt að koma fram með þá ósannanlegu ásökun, að konan hefði logið upp ákærunni og svipta hana síðan embætti sínu? Ætti hún þá að láta af embætti vegna þess að hún hefur hugsanlega borið mann röngum sökum og þar með valdið trúnaðarbresti milli sín og umbjóðenda sinna? Það sjá allir að slíkt er fásinna og firra sem stenst ekki. Það er býsna hlálegt að þessi sami prófessor, Vilhjálmur Árna- son, áfellist síðan Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann fyrir það eitt að bera hönd fyrir höfuð hin- um ásakaða manni og telur að með því sé hann að niðurlægja og gera lítið úr þeim dómurum sem vildu sakfella hann og þar með að bregð- ast siðferðisskyldum gagnvart kol- legum sínum, lögmönnum. Það er hins vegar greinilegt að siðferðis- skyldur prófessora hverra við ann- an eru ekki af sama toga og lög- manna því að Vilhjálmur telur það augljóslega skyldu sína að grafa undan kollega sínum og bola hon- um úr embætti. Jón Steinar Gunn- laugsson hefur sett fram rök- studda gagnrýni á dóma und- irréttar í málinu sem hér um ræðir og telur þá fara í bága við mann- réttindaákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Eiríkur Tómasson, prófessor, hef- ur einnig gagnrýnt Hæstarétt fyrir að vera á skjön við mannréttinda- sáttmálann. Hvorugur þeirra hefur þó ýjað að því að bola dómurum í undirrétti eða Hæstarétti frá emb- ætti. Það gerir hins vegar Vil- hjálmur gagnvart hinum sýknaða kollega sínum. Kannski það sé meiningin að fara að kenna nýtt námskeið í sið- fræði við Háskóla íslands. Skyldi það eiga að heita „skipulagning eineltis“? Eða bara „hænsnasið- fræði“? Höfundur er kerfísfræðingur. Opið: föstudag: 11-19.30 laugardag: 10-18.00 sunnudag: 13-17.00 Úlpa: 7.900 Rúllukragapeysa: 3.900 Leðurpils: 3.900 Jakki: 9.900 Kjóll: 7.900 ■^carisnna Laugavegi 41* Sími: 552 2270 ZARA Sama lága verðið og á Spáni, Portúgal og Englandi, meðan birgðir endast Jakki: 5.900 Pils: 3.900 Toppur: 2.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.