Morgunblaðið - 05.12.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.12.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 23 Morgunblaóió/Sverrir Guúmundur og Reynir Böðvarssynir. Túlka til að skilja Reynir Böövarsson. mæla þar sem enginn vill hafa þennan úrgang nálægt sér.“ En hvernig eru önnur lönd sett íþessum efnum? „Þetta er alls staðar vanda- mál og sums staðar mikið vandamál, þess vegna er grannt fylgst með okkur. Þetta er mjög stórt mál, því það blasir við að kjarnorka er augljóslega einn aðalorkugjafi framtíðarinnai’. Samt er það nú svo, að sumar þjóðir virð- ast hvergi hafa aðstæður til að urða úrganginn og eru engan veginn komnar af stað með prógram tO að sjá fyrir því. Þá er því bara hent í sjóinn, eins og gert hefur verið t.d. í Rúss- landi. Þar verðum við bara að bíða og vona að hættu stafi ekki af ef úrgangur fer að leka. Og er ekki kjarnorkuúr- gangur frá Sellafield á leiðinni til Islands með hafstraumum? Það mætti kannski hugsa sér að urðun á geislavirkum úr- gangi gæti orðið að einshvers konar byggðastefnu í löndum þar sem slíkt er við lýði, t.d. í Svíþjóð og Finnlandi. Það eru peningar í kring um þetta og ef hægt er að sýna fram á að hættan sé lítil eða engin, hví mætti þá ekki hugsa sér þetta þannig? Þetta hefur verið kannað í Svíþjóð og Finnlandi, og þó nokkrar sýslur og þorp hafa boðið sig fram. Það er þegar upp er staðið erfitt að spá 100 þúsund ár fram í tím- ann,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Það hafa orðið hræðileg slys og geislavirkur úrgangur hefur farið í allar áttir og gert usla. Það þarf að rannsaka hversu hratt það fer. í Rúss- landi eru mai’gir snjallir vís- indamenn en lítið af pening- um. Það er nú hafið samstarf milli Rússa og Bandaríkja- manna til þess að byrja að ná utan um vandann í Rússlandi. Bandaríkin munu leggja fram peninga og báðar þjóðirnar vísindamenn.“ Þú talaðir um urðun kjarn- orkuúrgangs í tengslum við byggðastefnu. Telur þú að ís- lendingar ættu að íhuga málið? „Já og nei, en líklega meira já. Reyndar er Island kannski ekki heppilegt að því leyti að það er jarðskjálfta- og eld- gosaland, en samt eru þar stór óbyggð svæði þar sem hugs- ast gæti að heppilegt væri að urða slíkan úrgang. Þetta er ekki svo mikið pláss sem þarf, Yucca Mountain-svæðið sem við erum að undirbúa er ekki nema 2x5 kílómetrar. Hins vegar er vatnshraði í dýpri lögum líklega allt of hár til að þetta geymist í fleiri þúsund ár. En þessi mál eru öll í mót- un, sumar þjóðir hafa lýst yfir að þær muni aldrei taka við frá öðrum. Aðrar, t.d. Sviss, hafa kannski ekki bolmagn til að kosta urðun af þessu tagi. Enn aðrar, eins og Þýskaland, hafa einfaldlega sagst ekki ráða við vandamálið." Reynir segist hafa verið latur í skóla, en tækni- mál hafi vakið áhuga sinn. Hann fór til náms í Bandaríkjunum líkt og Guð- mundur bróðir hans og nam þar m.a. stærðfræði og eðlis- fræði í Nýju-Mexíkó, og síðan rafmagnsverkfræði í Norður- Karólínu, einnig líkt og litli bróðir. Þaðan lá leiðin hins vegar til Uppsalaháskóla í Svíþjóð þar sem hann nam fyrst rafmagns- og tölvufræði, en útskrifaðist síðan sem verkfræðingur. Hann nældi sér í vísindastyrk til að rann- saka þróun á tölvustýrðum mælitækjum. Síðan hefur hann rekið eigin rannsóknar- verkefni sem snúast um að- ferðarþróun við gagnasöfnun í sambandi við jarðskjálfta- rannsóknir. Árin 1987-1992 veitti hann forstöðu norrænu verkefni um jarðskjálftarann- sóknir í samvinnu við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ing og fleiri, m.a. sænska doktorinn Ragnar Slunga. Reynir var gerður ábyrgur fyrir allri hönnun rannsókn- anna. Síðustu árin hafa rann- sóknirnar haldið áfram, m.a. með fjármagni frá EB. Hafa Reynir og félagar m.a. komið upp mjög svo víðfeðmu neti jarðskjálftamæla sem teygir arma sína víða um land, en er þó auðvitað þéttast á virkustu jarðskjálftasvæðum landsins, Suðui'landi, Reykjanesi, Hengli og Oxarfirði. „Við stefnum að því að geta sagt fyrir um jarðskjálfta og hversu stórir þeir verða. Við höfum farið inn á nýjar braut> ir og reynum að túlka þau gögn sem fást til þess að skilja betur eðli jarðskjálfta," segir Reynir. En í hverju liggur þessi nýja skoðun? „Við beinum sjónum okkar mjög sterkt að hinu mjög smáa. Það hefur sýnt sig að það gefur mjög góða mynd af ástandinu. Við erum með mælitæki sem mæla 0,01 mm hreyfingu á 5 kílómetra dýpi. Jarðskjálfti er hreyfing á brotafleti í jarðskorpunni sem gefur frá sér mismunandi sterkar bylgjur í ólíkar áttir eftir því í hvaða átt brothreyf- ingin er. Þetta nýtum við okk- ur og hefur gefist gífurlega vel og er það ekki síst fyrir að þakka hlut samstarfsmanns okkar sem lést nýlega í bílslysi, Sigurðar Th. Rögn- valdssonar hjá Veðurstofunni. Hann var nánasti samstarfs- maður minn og tengiliður. Sérlega fær ungur maður og hans er sárt saknað." Hvað fæst með þessum ran- sóknum? Við viljum geta sagt fyrir um jarðskjálfta og styi’k þeirra eins og ég gat um áðan. Við getum það ekki enn sem komið er, en rannsóknir okkar benda eindregið til þess að við getum verið bjai-tsýnir á árangur, innan áratugar eða svo. Við þykjumst sjá þegar breytingar verða á brotflatarstefnum og það hefur með breytingu á spennusviðum að gera. Við reynum að skilja þennan feril til að túlka hann. Við getum orðað það svo á mjög einfaldan máta, að bylgjur fá á sig breytta mynd.“ Menn eru nú eitthvað að spá fyrir um jarðskjálfta nú þcgar, er það ekki? „Það hafa margir verið duglegir að spá skjálftum eft- ir að þeir verða, en ég ítreka, að við getum ekki gert það út frá vísindalegum gögnum ennþá. Hitt er svo annað mál, að sögulegar heimildir gera okkur kleift að spá í líklega farvegi sem jarðhræringar geta farið í og þannig spár hafa heyrst, en ævinlega með fyrirvörum.“ Hvað segja þessar rann- sóknir ykkar um meint tengsl stórra jarðskjálfta vítt um hnöttinn? „Já, þessar kenningar eru fyrir hendi og mönnum þykir með ólíkindum að stundum sé engu líkara en að keðjuverk- un jarðhræringa fari í gang. Á þessu ári hafa menn spáð nokkuð í þetta þar sem hver mannskæður skjálftinn rak annan á tiltölulega stuttum tíma. En það verður að segj- ast eins og er, að þrátt fyrir hvaða ályktanir menn vilja draga af svona þá hafa alls ekki orðið meiri jarðhræring- ar á jörðinni á þessu ári held- ur en vænta mátti og ef við lít- um á jarðskjálftann í Tyrk- landi í ágúst, þá var kominn tími á hann, rétt eins og menn tala um að kominn sé tími á Suðurlandsskjálfta hjá okkur á Islandi. Varðandi Tyrk- landsskjálftann má því segja að það hefði mátt búast við honum, en alla nákvæmni vantaði. Það er slík nákvæmni sem við erum að leita að og vegna þess hve við erum á góðri leið er mjög fylgst með okkur. Þannig var verkefnið í byrjun norrænt, en fleiri þjóð- ir koma nú að því. Það vill svo til, að aðstæður til að vinna að þessum rannsóknum eru afar góðai- hér á landi. Þetta net okkar er upp á 35 mæla og vonandi að við getum bætt við það á næstu árum. Þá fer senn af stað jarðskjálftaverk- efni í Svíþjóð sem byggist á verkefni okkar hér á landi. Svíþjóð er að vísu ekki þekkt jarðskjálftaland, en það þarf að læra um brotahreyfingar af öðrum toga en hér þekkist. Þessar rannsóknir eru meðal annars tengdar rannsóknum sem varða kjarorkuúrgang sem bróðir minn dundar við.“ Pú nefndir Suðurlands- skjálfta, erum við tilbúin? „Því verða byggingarverk- fræðingai'nir að svara. Stærstu kippir á Islandi verða einmitt á Suðurlandi, rétt nim- lega 7 stiga skjálftar á Richter. Stærstir á Hengilsvæðinu verða þeir 5 til 5,5 stig og upp í 6 stig á Reykjanesi og í Blá- fjöllum. Hvað ólík svæði geta borið stóra skjálfta fer eftir þykktinni á skorpunni, því þykkari sem hún er, þeim mun harðari skjálfti getur orðið. Það er sagt að byggingar á ís- landi séu byggðar til að stand- ast sterka jarðskjálfta. Hér á landi séu staðlar góðir. Þess má geta, að í Tyrklandi eru staðlar einnig góðir, en menn muna hvernig fór þar á dögun- um. Það er annar stjórnar- fars“kúltúr“ í sumum af þess- um löndum og alls ekki í takt við það sem við þekkjum. Ef byggingarmeistari er með hagstætt tilboð í tvö hús, reyn- ir hann að byggja það þriðja innan peningarammans og fyr- ir vikið er einhverju ábótavant í öllum húsunum. Á meðan svoleiðis vinnubrögð tíðkast munu staðlai’ litlu skipta, en spái’ geta ekki annað en valdið straumhvörfum í sambýli við náttúi’uöfl á borð við jarð- skjálfta.“ N&RTEL NETWORKS NÝHERJI Skaftahlíð 24 ■ S:569 7700 www.nyherji.is 30% endurgreiðsla frá framleiðanda af Nortel* leiðarstjórum (routerum). Tilboðið gildir aðeins til 9. dGSGITlbGr svo hafa þarf skjót viðbrögð. * Gildir ekki fyrir Nautica og Clam leiðarstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.