Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.12.1999, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Um leið og við bjóðum Valgerði aftur velkomna til starfa, viljum við minna á lengri opnunartíma í desember. Sama verð á laugardögum og á kvöldin! Pantið tímanlega fyrir jólin. Hárgreiðslu & förðunarstofa Grensásvegur 50 • Sími 588 5566 ÞAÐ VINNUR, SEFUR, VAKNAR OG FER AFTUR AÐ VINNA Ef Seiko Kinetic Auto Relay úrib er ekki hreyft í þrjá sólai nringa, hættir úrib ab ganga og þannig sparast orka. Úrib getur bebib í óvirku ástandi í allt ab fjögur ár en byrjab ab ganga á réttum tíma ab nýju þegar þab er hrist. Aldrei þarf ab skipta um rafhlöbu. Kinetic Auto Relay er enn ein byltingarkennda nýjungin frá Seiko. vnnwn Uppl. um söluaðila í síma: 580 8000 FÓLK í FRÉTTUM Allir eru dans- arar í eigin lífí Chad Adam Bantner hefur dansað í sjö ár og samið sex dansverk. Pað sjöunda er sex mínútna langt og heitir 11.55. CHAD er 27 ára Bandaríkja- maður sem búið hefur á Islandi í eitt og hálft ár og starfað með íslenska dansflokkunum. Nýj- asta verkefni hans er dansinn 11.55, sem hann hefur samið við tónlist Sölva Blöndal í Quarashi, með það í huga að flytja, ásamt Juliu Gold, víða í fram- haldsskólum. Að gefa dansinum tækifæri Sölvi Blöndal tónskáld og Julia Gold dansari. „Dansinn fjallar um samband; sambandið við tónlistina og mann- eskjuna sem ég er að dansa við. Og ætlunin með honum er að gefa ungu fólki tækifæri á að gefa dans- inum tækifæri. Að sýna aldurs- hópnum 16-20 ára eitthvað nýtt, vekja áhuga hans á dansi og á þeim möguleika að fara að sjá sýningu hjá Islenska dansflokknum í stað þess að fara alltaf í leikhús eða í bíó.“ Chad segir dansinn einblína á tvær manneskjur og tónlistarlega upplifun þeirra. Ætlunin sé alls ekki að skapa merkingarlega djúpt verk eða frábært listaverk, heldur að fanga athygli nemendanna í frí- mínútunum sem þeir fá kl. 11.55 í skólanum. „I stað þess að spjalla eiga allir að horfa og einbeita sér algjörlega að dansinum eins og þeir væru að horfa á bíómynd, eða væru í tölvu- leik. Eftir sýninguna sláum við Jul- ia fram nokkrum hugmyndum um dansinn, sem við vonumst til að veki áhuga áhorfendanna. Við út- skýrum fyrir þeim að það eru til aðrar leiðir til að tjá sig og ná sam- bandi við umheiminn en að tala eða leika tónlist, t.d. með dansi,“ segir Chad. Lífið er tónlist „Það sem mig langar líka að segja með þessu er að allir eru dansarar í sínu eigin lífi, og að lífið er tónlistin sem maður þarf að dansa við. Hver hefur sitt lífs- mynstur, hver hefur sinn hraða á lífinu, vissan ryþma og það á ekki síst við um skólakrakka sem eru í mjög skipulögðu umhverfi. Það er dans að fara á milli staða, fólks og verkefna. Og þeir sem ná lengst eru bestu dansararnir í eigin lífi.“ Chad samdi dansinn 11.55 við lagið Speedo, sem er Quarashi lag eftir Sölva Blöndal sem hann hefur endurhljóðblandað. Þeir Chad og Sölvi hafa áður unnið saman þegar Sölvi lék með hljómsveitinni Skárr en ekkert við dans Katrínar Hall sem Islenski dansflokkurinn sýndi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Chad Adam Bantner og Julia Gold sýna Verslingum 11.55. „Mér finnst tónlistin hans Sölva mjög skemmtileg og það er mjög gott að vinna með honum. Mér fannst upplagt að fá hann til liðs við okkur, þar sem ég er að reyna að opna augu ungs fólks sem er á þeim aldri sem fílar Quarashi mjög vel, því ég verð að tala út frá þeirra veruleika og tengja við þeirra áhuga. Quarashi er hluti af þeirra lífi hvort sem þeim finnst tónlistin þeirra skemmtileg eða ekki.“ Chad og Julia hafa þegar sýnt 11.55 í nokkrum skólum og stefnan er að fara í einn skóla á hverjum föstudegi alveg fram í febrúar. - Hvernig hefur unga fólkið tek- ið þessu? „Bara alveg ótrúlega vel. Þau eru svo óvön því á sjá klassískt menntaða dansara gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt og er sérstaklega ætlað þeim. Þetta er dans um dans við góða tónlist og þau fíla það.“ Höfum engu gleymt UNGUR og efnilegur dúett sem kallar sig Söngdúettinn Geiri og Villa mun skemmta gestum í Kaffi- leikhúsinu íkvöld kl. 20:30. Hjóna- komin Geiri og Villa eru víðfrægar persónur sem gerðu garðinn fræg- an hér á árum áður með söngperl- um sínum en hafa nú ákveðið að rifja upp það besta frá ferlinum. Gestgjafi kvöldsins verður góð- vinur þeirra, hinn landskunni Ómar Ragnarsson, og mun hann ásamt þeim rifja upp stemmningu fyrri ára, allt aftur til ársins 1960. Að sögn Geira munu þau meðal annars flytja vinsælustu dæg- urlög 7. áratugarins. „Ég og konan mín höfum verið í löngu hléi en vegna fjölda ás- korana ætlum við að koma aftur.“ „Og höfum engu gleymt," bætir Villa við. Geiri og Villa eru fjölha;f- ir listamenn og eru fáir sem geta státað af jafn fáguðum söngröddum og til- þrifamiklum danssporum og þau hjónin. ,vOE PLUS+ * Vtd emm öll íslendíngár og komum álltaf ut í plús Gæðavoítaó Aloe Vera -f fyrlr íslenskt veðurfar og yjókvðema húð. flf Utsölustaöír: Apótek og StórmaikdÖlr | ' tys+ I " v\,Civ VtUc f • mm tjj§. * % 1 ■ )ii. . ) V.f,. iv Vtttktu I kkv**v* •=> ■ 4V # • •• V£ii\w. I -iW&r' igtogH* t 'K 1 'UfJÍA «*»■ ••'“• I 100 r Odýrari símtöl til útlanda www.netsimi.is Fréttagetraun á Netinu vg>mbl.is S\LL.TA/= EITTHISAO JVÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.