Morgunblaðið - 16.12.1999, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjarskiptamál undir Eyjafjöllum í athugun hjá almannavarnanefnd
Ein aðaltalstöð til
viðbótar talin æskileg
FJARSKIPTAMÁL almannavarnanefndar
Rangárvallasýslu eru til athugunar hjá nefndinni
en íbúar á tveimur stöðum undir Eyjafjallajökli,
sem er vaktaður vegna mögulegs eldgoss, hafa
kvartað undan ástandi og eftirliti með aðaltal-
stöðvum sem eru í Nýja-Bæ í Vestur-Eyjafjalia-
hreppi og í byggðakjarnanum í Skógum í Austur-
Eyjafjallahreppi.
Að sögn Olgeirs Engilbertssonar, umsjónar-
manns fjarskiptamála hjá almannavarnanefnd,
ætti að bæta við einni aðaltalstöð Almannavarna í
Austur-Eyjafjallahreppi.
I Skógum er aðaltalstöð almannavarnanefndar
í húsi Framaldsskólans í Skógum sem hættur er
starfsemi. Samkvæmt upplýsingum íbúa í Skóg-
um var talstöðin biluð vegna brotins loftnets og
var þess óskað á borgarafundi með jarðvísinda-
mönnum í fyrradag að henni yrði valinn annar
staður en í Skógum í ljósi breyttra aðstæðna.
Spurður um þetta segir Olgeir Engilbertsson að
við prófun í gær hafi talstöðin reynst í lagi þótt
samband hafi verið stirt vegna vegna truflana á
endurvarpi Almannavarna á Háfelli fyrir austan
Vík í Mýrdal.
Olgeir tekur hins vegar undir þau sjónarmið að
fjarskiptasamband sé lélegt í Skógum, einkum
vegna skorts á farsímasambandi, sem heimamenn
í Skógum hafa lengi knúið á um breytingar á.
Olgeir segir aðspurður hvort færa ætti aðal-
talstöðina frá Skógum að ýmis rök hnígi að því að
hafa hana á sínum stað þar sem byggðakjarninn í
Skógum sé skilgreindur sem fjöldahjálparstöð.
Setja ætti hins vegar upp aðra talstöð til viðbótar
t.d. á bænum Hrútafelli sem er nær þjóðveginum
en skólabyggingin. Búnaður til þess er til og segir
Olgeir ennfremur að gott talsöðvarsamband hafi
verið sannreynt þar.
Ekki kunnugt um
reglur um ábyrgð
Honum er hins vegar ekki kunnugt um að til
séu reglur um skiptingu ábyrgðar milli heima-
manna og almannavarnanefnda í héraði að því er
viðkemur rekstri aðaltalstöðvanna sem almanna-
varnanefnd setur upp hjá heimafólki. Þannig sé
t.d. ekki skýrt hvort ábúendur á Nýja-Bæ eigi að
standa straum af rekstri aðaltalstöðvar almanna-
varnanefndar ef sú staða kæmi upp að í raf-
magnsleysi þyrfti að grípa til notkunar olíuknú-
innar vararafstöðvar á bænum, sem hugsuð er til
notkunar við heimilishald og búrekstur.
Viður-
kenndu
líkams-
árás og
rán
TVEIR karlmenn á þrítugs-
aldri hafa viðurkennt við yfir-
heyrslur hjá lögreglu að hafa
ráðist að manni á Eiríksgötu
snemma morguns síðastliðinn
laugardag og rænt hann veski
sínu.
Veskið er fundið en maður-
inn hlaut minniháttar áverka
við árásina. Mennirnir tveir
hafa ekki áður komið við sögu
mála hjá lögreglu.
Að sögn lögreglunnar verður
málið fljótlega sent ákæruvald-
inu til ákvörðunar en brot sem
þetta getur varðað þungum við-
uilögum.
Hópur Flugleiða-
starfsfólks með
háreysti í flugi
Agavið-
urlögum
verður
beitt
ÓSÆMILEG hegðun nokk-
urra starfsmanna í flugi Flug-
leiða til Baltimore 5. desem-
ber sl. er til athugunar hjá
Flugleiðum.
Að sögn Einars Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra hjá
Flugleiðum, var níu manna
hópur fólks með töluvert
mikla háreysti um borð í vél-
inni. Hluti hópsins var starfs-
menn Flugleiða sem ferðaðist
á afsláttarmiðum frá félaginu
og lét hópurinn sér ekki segj-
ast þrátt fyrir ítrekuð tilmæli.
„Framkoman sem aðrir far-
þegar mættu þarna er ekki í
samræmi við það sem félagið
vill sýna. Við teljum að hún
hafi verið blettur á félaginu
og á öðrum starfsmönnum
sem eru á þriðja þúsund og
eru að öllu jöfnu félaginu til
sóma. Við erum að fara ofan í
saumana á þessu máli og það
hefur væntanlega einhverjar
afleiðingar í för með sér,"
segir Einar. Hann segir að
kannað verði hve mikinn hlut
að máli starfsmenn Flugleiða
áttu í málinu en háreysti
hópsins stöfuðu meðal annars
af óhóflegri áfengisnotkun.
Flugleiðir biðja
farþega afsökunar
Einar segir að skýrar hegð-
unarreglur gildi hjá félaginu
og komi í ljós að um sé að
ræða brot á þeim þurfi að
grípa til agaviðurlaga. Ekki
hafi þó verið tekin ákvörðun
um hvaða viðurlögum verði
beitt, en til greina komi að
víkja fólki frá störfum, eftir
því hve alvarleg brotin eru.
Flugleiðir vilja að sögn
Einars koma á framfæri af-
sökunarbeiðni til allra þeirra
farþega sem urðu fyrir ónæði
af völdum hópsins í fyrr-
nefndu flugi. Félagið hefur
ekki tök á því að senda form-
lega afsökunarbeiðni til allra
því heimilisföng sumra far-
þega sem um borð voru eru
ekki til hjá félaginu.
Morgunblaðið/Kristinn
Leiðir til að fullnægja neysluvatns-
þörf Vestmannaeyinga
Unnið að gerð
neyðaráætlunar
BÆJARVEITAN í Vestmannaeyj-
um vinnur nú að gerð neyðaráætlunar
sem leggja á fyrir Almannavaina-
nefnd bæjarins í næstu viku þar sem
m.a. er fjallað um leiðir til að full-
nægja neysluvatnsþörf bæjarbúa ef
Eyjafjallajökull færi að gjósa með
þeim afleiðingum að neysluvatn, sem
leitt er úr lokuðu vatnsbóli í nágrenni
jökulsins, myndi spillast af snefilefn-
um úr gjósku goss úr jöklinum.
Veitustjórinn í Vestamannaeyjum
segir að grípa verði til þess ráðs að
flytja neysluvatn frá landi til Eyja
með Heijólfi ef neysluvatn spillist, en
ekki hafi þó verið gerðar ítarlegar
ráðstafanir enn þar að lútandi.
Fari svo að loka þurfi fyrir vatns-
veitu vegna gosmengunar er unnt að
grípa til varavatnsbirgða í 5 þúsund
rúmmetra vatnstanki sem endast í
tvo til fjóra daga án skömmtunar.
Ekki hefur verið gerð áætlun um
hvemig standa eigi að vatnsflutning-
um með Heijólfi milli lands og Eyja,
en Friðrik Friðriksson veitustjóri
segir að ef loka þyrfti fyrh- vatnsveitu
vegna mengunar hefðu menn um
fjóra daga upp á að hlaupa til að hefja
vatnsflutninga með Herjólfi. Hann
segir að vel kæmi til greina að flytja
neysluvatn í tönkum mjólkurbíla frá
Mjólkurbúi Flóamanna og í slökkvi-
bílum annars staðar frá og telur lík-
legt að útvega mætti slíka vatns-
geyma með tiltölulega skömmum
fyrirvara ef í harðbakkann slær.
Vatninu yrði síðan komið fyrir í hin-
um 5000 rúmmetra birgðatanki í Eyj-
um og dreift. til heimila.
Heimilin njóti forgangs
Meðalvatnsnotkun í Eyjum er 24
lítrar á sekúndu og er þá bæði tekið
tillit til vatnsnotkunar iðnaðarins og
heimilanna. Starfsemi iðnaðarins er
mun vatnsfrekari en heimilanna og
útheimtir tvo þriðju af vatninu. Heild-
arvatnsnotkun { Eyjum sveiflast frá
15 lítrum á sekúndu að nóttu til allt
upp í 50 lítra á sekúndu að degi til og
segir veitustjóri Ijóst, að heimilin nytu
forgangs ef grípa þyrfti til þess að
skammta vatn við neyðaraðstæður.
Sleðaferð í
skammdeginu
SNJÓNUM fylgir slabb og ófærð
scm margir myndu helst vilja vera
lausir við. Aðrir eru hinir ánægð-
ustu þegar snjóa tekur á veturna og
ber þar helst að nefna smáfólkið.
Þeir Atli og Albert eru í þeirra hópi
en þeir skcmmtu sér konunglega
þar sem þeir renndu sér niður
brekku við Miklubraut í Reykjavík í
gær.
Skýrsla um stefnumótun í ferðamálum
Hveragerði
verði heilsubær
EFTIR aldarfjórðung geta tekjur
íslendinga af ferðaþjónustu orðið
jafn miklar og tekjur af sjávarútveg-
inum en munurinn á milli þessara at-
vinnugreina er um 36% nú.
Þetta kom fram í máli Rögnvalds
Guðmundssonar, ferðamálaráðgjafa
hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferða-
þjónustunnar, á fundi í Hveragerði
þar sem kynnt var skýrsla um
stefnumótun í ferðaþjónustu í
Hveragerði á árunum 1999-2003.
Hveragerði er meðal fjölsóttustu
ferðamannastaða landsins, að sögn
Rögnvalds, og voru heimsóknir
þangað á bilinu 750-900 þúsund á
síðasta ári og skildu gestir eftir sig
800-1.000 milljónir kr. í bænum.
Tilgangur stefnumótunar er, að
sögn Rögnvalds, m.a. að fjölga árs-
verkum og aukja tekjur af ferðamál-
um, efla starfandi fyrirtæki og laða
að ný auk þess að stuðla að skilvirk-
ari uppbyggingu ferðamála.
Unnið hefur verið að stefnumót-
uninni síðan í apríl 1997 enda sagði
Magnús Á. Magnússon, formaður at-
vinnu- og markaðsnefndar í Hvera-
gerði, að brýnt væri vegna harðn-
andi samkeppni í ferðaþjónustu að
móta stefnu bæjarins í ferðamálum.
I skýrslunni er m.a. sett fram til-
laga þess efnis að Hveragerði skipi
sér í fremstu röð á íslandi hvað varð-
ar heilsutengda ferðaþjónustu og
leiti eftir að ná alþjóðlegri viður-
kenningu á Hveragerði sem heilsu-
bæ.