Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 37 LISTIR Austfirsk ljóð BÆKUR Raddii' að austan LJÓÐ AUSTFIRÐINGA Útgefandi: Félag ljóðunnenda á Austurlandi 1999. Ritstjóri Magnús Stefánsson, ritnefnd: Aðalsteinn Aðalsteinsson, Guðjón Sveinsson og Magnús Stefánsson. UM leið og Raddir að austan er að vissu leyti ágæt hugarhressing er tilurð bókarinnar verðug um- hugsunar. Hún veitir fræðilegar upplýsingar um andlegt menning- arástand Austfirðinga. Þegar þess er gætt að hér er aðeins um að ræða skáld og hagyrðinga sem lífs eru meðan söfnun í bókina stóð yf- ir, þá aukast gáfur og andríki þeg- ar hugsað er til þeirra Austfirð- inga sem gengnir eru og hafa orðið meira en þjóðþekktir á sviði ljóðl- istar. Geysimikil vinna hefur verið lögð í að safna ljóðunum og velja, enda segir í orðum til lesenda að undirbún- ingur útgáfunnar hafi tekið tvö ár. Það er Félag ljóðunnenda á Austurlandi sem stendur að útgáfunni, en það var stofnað 1996. 122 Austfirðingar eiga ljóð í bókinni. Sá elsti 97 ára og tveir hinir yngstu fæddir 1980. Hér eiga ljóð lands- þekktir menn, þekktir rithöfundar, nokkur þekkt ljóðskáld og ást- sæl ljóðskáld s.s. Vil- borg Dagbjartsdóttir og Gyrðir El- íasson. Hagyrðingar eru margir, en flest eru skáldin lítt þekkt. Að gæðum er skáldskapurinn misjafn eins og gengur. En verðleiki hans felst, eins og áður er drepið á, í því að hann er að segja merka sögu, sem margt er hægt að lesa út úr, er einnig varðar afkomu og skil- yrði lífsgæða. Auk þess er ástin á landinu og fegurð náttúrunnar rauður þráður, sem gefur heildarsýn og vekur virðingu les- enda. Ekki verður vikið að sérstökum ljóðum. En eftir lestur bók- arinnar virðist full- víst að hún á erindi við alla þá er vilja kynna sér skáldskap- inn, finna til í honum og leita hins þjóðlega sem er dulið í flestum Ijóðanna. Hið unga, efnilejga skáld, Steinunn As- mundsdóttir, hefur leitað móðurhaganna. Ljósmyndir af skáldunum auka gildi bókarinnar, sem er að öllu leyti vönduð í útgáfu. Torfi Jóns- son listamaður hannaði bókarkápu. Svona í lokin, mikil andleg auð- legð hlýtur að leynast með ungum, austfirskum skáldum, sem koma hér ekki við sögu. Jenna Jensdóttir Magnús Stefánsson Uppgjör hugans BÆKUR L j ó ð a b ó k Á KVÖLDHIMNI eftir Ivar Björnsson. Útgefandi: ív- ar Björnsson, Reykjavík 1999. SEM fyrr kennir margra grasa í ljóðum Ivars Björnssonar. Hann er vandvirkur, stundum margorð- ur, en umfram allt ann hann íslenskri tungu og vill reyn- ast henni trúr. Þú íslenska, kæra og auðuga mál, vorarfurfránor- rænu kyni, þúáttokkarhjarta oghugaogsál, við höfum öll reynt þigaðvini. Ljóð skáldsins gefa til kynna að „kvöld“ er komið. Það lítur yfir far- inn veg, en gleymir ekki samtíman- um, sem tekur mikið rúm í skáld- skapnum. Sennilega má sjá lífshlaup góðs og mæts manns í ljóðunum. At- hyglisvert er að stundum gætir nokkurs sársauka, þá horft er til manndómsára. En mjög roskinn maður er sáttur við lífið. Skáldið er vel kunnur hinum ýmsu bragarháttum. Hér kemur oddhend hringhenda. Ástarljóðin eru góð enn þau þjóðin metur. Borið hróður heims um slóð hjartans óðurgetur. Ivar Björnsson ber ekki bumbur við útkomu bókar sinnar. Sjálfsagt er honum ljóst að hún höfðar helst til vina og ættingja og þeirra er áhuga hafa á lífsferli skálda. Misgóð ljóð - já, en hvergi er vikið frá vönd- uðu málfari og frásagnar- gleði er aðal þeirra. Skemmtileg er kápum- yndin, sem skáldið sjálft hefur tekið. Jenna Jensdóttir ívar Björnsson Veldu þann sem þolir samanburð Loftpúðar Ilnakkapúðar Fjarstýrð hljónitæki Hátalarar Þokuljós Verð frá Tegund Avensis Vectra Passat Laguna Vélarstærð 160016v 1600 16v 1600 8v 1600 16v I Iestöfl 110 101 101 107 ABS nei nei nei j» nei nei nei já nei nei nei já 1.680.000 kr. 1.660.000 kr. 1.690.000 kr. 1.678.000 kr. Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Laguna kostar frá 1.678.000 kr. Staðalbúnaður: ABS bremsukerfi, 4 loftpúðar, Ijarstýrð samlæsing, öryggisbelti með strekkjurum og dempurum, Qarstýrt hljómkerfi með geislaspilara og sex hátölurum, þijú þriggja punkta belti í aftursætum, 5 höfuðpúðar, barnalæsing, útihitamælir, þjófavörn/ræsivörn, þokuljós, samlitir stuðarar, litað gler, snúningshraðamælir o.m.fl. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.