Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 16.12.1999, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNMENNTAVETTVANGUR nauðsyn krefur. Menn eru nefnilega komnir til að kynnast hinu sérstaka andrúmi ki'ingum þetta fólk en ekki tímalegum smekk eftirkomenda þess. Glæpur minn virðist vera að ég hef upplifað Asmund persónu- lega, en hann og Hallsteinn bróðir hans og aðstoðarmaður voru sem klipptir úr fornsögunum, að auk al- þýðlegir neftóbakskarlar, og jarð- tengdir dugnaðarforkar til verka. Ásmundar minnist ég fyrst frá dvöl minni sjö ára gamals að Laugar- vatni sumarið 1938, þar sem hann var að rannsaka leirinn á svæðinu, hafði hann gaman af að taka mig og leikfélaga minn og jafnaldra tali, út- skýra hvað hann væri að gera. Þá er sú staðhæfing að mér hafi um langa hríð verið mjög uppsigað við þá sem hafa kosið að mennta sig á sviði menningarmála og síðan val- ið að gera það að ævistarfi sínu ákaflega hæpin. Hér er verið að læða því að lesendum að einhverju sé ábótavant á þeim sviðum hjá mér og ég því minni máttar og haturs- maður menntunar. Neyðist til að upplýsa hér að fyrir utan 2 ár í Handíða- og myndlistarskólanum var ég 6 ár í listaháskólum og síðast hjá einum mesta rökfræðingi í nú- listum eftirstríðsáranna Jean Jacq- ues Deyrolle. Sá var sjálfmenntað- ur á myndlistarsviði, ég hins vegar er sjálfmenntaður um almenna menntun frá 14-15 ára aldri og tel mig ekki hafa ástæðu til að skamm- ast mín tiltakanlega í þeim efnum. Undarleg náttúra ef ekki ónáttúra að bera á slíka að þeir séu á móti menntun. Þá hef ég kosið að mennta mig augliti til auglitis við hlutina svo sem margur veit, en ekki á þægind- um í skóla. Hins vegar viðurkenni ég fúslega að eftir því sem ég gaumgæfi hlutina betur finnst mér ég vita minna, heimurinn alltaf að stækka. Allt annað mál er að ég hef lengi efast um að yngri kynslóðir fræðinga, menntaðar í list útlan- dsins og hafa jafnvel ekki komið ná- lægt íslenzkri list, hafi á því sviði fullgilda menntun. Það er nefnilega fjarri því að listsögufræðingar séu sérfróðir á alla myndlist og síst af öllu í rekstri listasafna sem er sém- ám, museumlogi. En hérlendis gefa menn sig fyrir að vita og geta allt undir heitinu listfræðingur sem er að mínu mati villandi rangnefni. Þá hafa þeir gert þá einu listasögu sem út hefur komið á Islandi að biblíu sinni, er verk eins manns og þverskurður persónulegra skoðana hans. Fáar heimildir aðrar hand- bærar, en eftir að bókinni sleppir eru það Septembermenn, Súm-hóp- urinn og loks nýlistakynslóðin, flest annað mætir afgangi, ekki til. Þá upplýsti ég nýlega samkvæmt áreiðanlegum heimildum, að mikill hörgull er ytra á fræðingum eldri tímaskeiða svo sem barrokks, end- urreisnar, miðalda og fornaldar vegna þess hve námið er þungt og umfangsmikið. Örfáir umsækjendur eru um hvert laust embætti á söfn- um, en hins vegar múgur og marg- menni um hverja stöðu í núlistum. Þetta segir okkur að ungir leita í auðveldasta námsefnið í listasögu, sem er samtími þeirra, en eru þá margir hverjir ónæmir íyrir fortíð- inni, hún óæðri og ekki inni í mynd- inni. Söfn erlendis ráða hins vegar síður slíka í eldri deildir, menntun eðlilega ekki talin fullnægjandi, skilgreina það svo að það sé örstutt stökk frá barrokk og yfir í núlistir en mjög langt frá núlistum yfir í barrokk. Þá hafa menn tekið eftir því, að listsögufræðingar eldri tíma- skeiða eru mun umburðarlyndari og varast frekar að alhæfa hlutina, sem hinum hættir mjög til, auk þess sem oflæti og menntunarhroki er til muna meiri og gagnrýni á störf sín og óskeikulleika þola þeir alls ekki. Slíkir valta gjarnan þvert yfir eldri gildi sem þeir hafa minnstu þekk- ingu á og er mörgum mjög í nöp við sígild og akademísk vinnubrögð. Er nær aldarfjórðungur frá því ég vís- aði til þessa og einangrast þannig engan veginn við Kjarvalsstaði og Asmundarsafn. A norrænni graf- íksýningu í Malmö, var þátttöku nafnkunnra grafík listamanna til að mynda að hluta takmarkað til hags fyrir skólavinnu ungra og ómót- Opið í Smáranum á sunnudag frá kl. 12 til 18. Simi: 550 1720 1 *spron I FYRIR nokkru birtist ritsmíð í umræðudálki blaðsins undir yfirskriftinni, Fleipur og fyrirgangur, og var eftir Erík Þor- láksson listsögufræðing og for- stöðumann Kjarvalsstaða og Ás- mundarsafns. I ljósi fjmra upp- hlaups þessa manns, hafði ég ekki mikinn hug til andsvara, því ég treysti fyllilega dómgreind lesenda blaðsins, þá hafa fleiri en ég grun um að hér sé bakmaður eða bak- ’ menn í spilinu sem æsi Eirík upp í grand. Skrifin bera einfaldlega ekki Svip af öðrum athöfnum Eiríks Þor- lákssonar né þeim vandaða sóma- dreng sem hann ber með sér að vera. Áður en ég tek að svara grein Eiríks, lið fyrir lið, vil ég í fram- hjáhlaupi einnig bera af mér ásak- anir Tryggva Amasonar um meint- ar ofsóknir á hendur Listhúsinu á Engjateig, sem fyrir allnokkru mátti lesa í heilsíðu viðtali í menn- ingarkálfi blaðsins. Viðtalið gaf þó ekki tilefni til skjótra viðbragða því fram kom augljós vanþekking á rekstri slíkra staða, umfram allt eðli þeirra, og það er ég endurtekið búinn að afgreiða í skrifum mínum. Gefur auga leið að atvinnulista- menn forðast þennan stað frekar en að fjölmenna þangað sem væri til muna eðlilegra ef hann stæði undir nafni. Frá upphafi var Tryggva mjög uppsigað við skrif mín og ber að víkja að þyngdarpunkti þeirrar gremju, sem var að ég taldi að- alsalinn að óbreyttu óhæfan til sýn- ingarhalds vegna hinna stóru óvörðu glugga í suður. Sendi hann mér langt skrif 1993 þar sem hann mótmælti mér og taldi mig augljós- lega vera að vinna gegn rekstri list- hússins sem ég bar til baka í svar- bréfi. Viðurkenndi þó í persónulegu spjalli á staðnum að það þyrfti sér- útbúnað til að dempa beint ljós, einkum flæði sólargeisla inn í salinn og talaði um einn sérstakan er koma myndi, en sá er enn ekki sjá- anlegur, hins vegar hefur sýningar- starfsemi lagst niður, en einhverjir angar hennar fluttir niður í kjallara sem þó hefur fleiri orsakir. Mál að upplýsa að á sama hátt og kirkjustefni snúa í vestur fyrir alda- langa hefð og skikkan, vilja mynd- listarmenn er vinna við dagsljós helst hafa glugga er vita í norður, þá er ljósið skiljanlega mun hreinna og jafnara. Draumur margra er þó helst ofanljós, sem gefur ótvírætt réttast birtuflæði á myndverk, jafn- vel glugga í norður og angi af ofan- ljósi eins og tilfellið er um aðalsal Ásmundarhúss við Freyjugötu og Mímisveg en þar er hrein dýrðar- birta. Þá ber einnig að upplýsa að ljós- þol lita er mjög misjafnt en allir hafa það sameiginlegt að dofna við sterka birtu, einkum beint skin sól- ar og því fyrr sem þolið er minna. Hér eru t.d. vatnslitir einna við- kvæmastir en olíulitir seigastir en dofna þó við stöðugt sólarljós, teikningar eru viðkvæmar einkum þær sem ekki hafa verið fixeraðar og flestar tegundir bleks verða brúnleitar með aldrinum og því fyrr sem þær hafa verið í sterkara ljósi. Þetta hef ég raunar áður bent á og eitt af því sem ég kenndi nemend- um mínum í litafræði er að ljósið inni er öðruvísi en ljósið úti og get- ur hver og einn sannreynt það með því að reka höndina út um glugga James Ensor (1860-1949); Lehmann hershöfðingi og James Ensor rökræða um listir, olía á léreft, 1890. heima hjá sér. Þessum lögmálum fæ ég ekki breytt fyrir einn listhús- eiganda í Reykjavík frekar en gangi himintungla. Um sýningar á staðn- um skrifaði ég á nákvæmlega sama hátt og sýningar í öðrum listhúsum og ég met vægi myndverka ekki eftir því hvar þau eru sett upp held- ur innihaldi þeirra. Þetta eru í hnotskurn staðreynd- irnar um allar meintar ofsóknir á hendur Listhúsinu á Engjateig og óþarft að hafa fleiri orð um... - Þá er að snúa sér að skrifum Eiríks sem segir mig fara illa yfir strikið og finnur í rýni minni um- legt fleipur sem gangi nærri æru Ásmundar Sveinssonar, ásamt rakalausum ásökunum á eftirkom- endur listamannsins sem hann telur ekki sæmandi Morgunblaðinu að hafa birt. Þetta er ekki svo lítil ádrepa og stór orð að standa við! Hvað æru listamannsins snertir munu lesendur vita hug minn til Ás- mundar, sem ég hef margoft vikið að í skrifum mínum lífs og liðnum, þarf hér ekkert að verja eða rétt- læta. Vil að fram komi að ég hef ekki síður lagt áherslu á að skoða einkasöfn ytra en hin viðameiri, einkum í Parísarborg, þá ég dvaldi í tvígang á Kjarvalsstofu. Ekki ein- ungis myndlistarmanna heldur einnig skálda og jafnvel stjórnmála- manna og ætti því að vera nokkuð dómbær í þeim efnum. Meginreglan virðist einmitt vera að halda sem mestu af anda viðkomandi í húsum þeirra og hrófla ekki við fleiru en Veltukort SPRON léttir þér jólahaldið og nýja áríð á einfaldan hátt. Þú ræður ferðinni. Hver mánaðarmót ber þér aðeins að greiða 5% af úttektarstöðu. Málsvörn listrýnis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.