Morgunblaðið - 19.12.1999, Side 24

Morgunblaðið - 19.12.1999, Side 24
24 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ír Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorsteinn Eiríksson, „Steini Krúpa“, er kunnur trommuleikari og tónlistarmaður. Hann hóf að spila með danshljómsveitum snemma á fímmta áratug ald- arinnar. Þorsteinn er rúmlega sjötugur og spilar nú með ýmsum hljómsveitum og við ýmis tækifæri, aðallega þó djassmúsík. Ólafur Ormsson ræddi við Þorstein um liðin ár og skemmtileg atvik á löngum tónlistarferli. Frá (ljasshátíð á Egilsstöðum. Frá vinstri Þorsteinn Eiríksson, Guðinundur Steingrímsson og Skapti Ólafsson. ORSTEINN Eiríksson, trommu- leikari og tónlistarmaður, á lang- an feril að baki í tónlistinni. Hann var trommuleikari í ýmsum helstu danshljómsveitum lands- ins hér fyrr árum. Hann þótti einn besti trommuleikarinn á fimmta og sjötta áratug al- darinnar og er reyndar enn í hópi þeirra fremstu. Um árabil var hann með eigin hljóm- sveit í Sigtúni við Austurvöll. Þorsteinn Eiríksson er af þeirri kynslóð tónlistarmanna sem hófu að spila á danshús- um í Reykjavík og á landsbyggðinni í byrjun fimmta áratugarins. Hann hefur spilað með öllum helstu tónlistarmönnum landsins í rúma hálfa öld. Tónlistin er stór hluti af lífi Þorsteins og varla líður sá dagur að hann setjist ekki við trommusettið og spili t.d. fyrir djassáhuga- menn á Múlanum eða æfi sig í íbúð sinni í Álftamýri í Reykjavík. Guðmundur Stein- grímsson, „Papa djass“, vinur Þorsteins í ára- tugi kemur nánast daglega í heimsókn og lem- ur húðirnar með Þorsteini og ibúðareigendur í stigaganginum eru svo tilitssamir að þeim þykir ekki nema sjálfsagt að gömlu brýnin fái útrás í tvo til þrjá tíma að degi til fyrir sam- eiginlegt áhugamál, tónlistina og trommuleik. Þorsteinn er meðalmaður á hæð, grannvax- inn, gráhærður. Það sem öðru fremur einn- kennir Þorstein er glaðværð og kímni, það er ávallt stutt í hláturinn hjá Þorsteini Éiríks- syni. Þegar hann minntist liðinna ára hafði hann greinilega ánægju af að rifja upp kynni sín af samstarfsmönnum í danshljómsveitum fyrri ára. Bernska og mótunarár Við sátum í stofu á heimili Þorsteins. Úr hljómflutningstækjum komu ljúfir djasstónar, upptaka sem fram fór í Ríkisútvarpinu, stúdíói tólf fyrir örfáum árum með kvartett, ^ sem skipuð var Óskari Guðjónssyni á tenór- saxófón,- Jóhanni Kristinssyni á bassa, Ólafi Stozenwald og Þorsteini Eiríkssyni á tromm- ur. „Ég er fæddur á Bakkafirði, á prestsetrinu á Skeggjastöðum, 3. mars 1927. Ég var hjá prestshjónunum til sjö ára aldurs að ég flutti suður til Reykjavíkur til foreldra minna. For- eldar mínir voru Eiríkur Þorsteinsson og m Ingibjörg M. Pálsdóttir. Móðir mín dó þegar ég var átta ára. Við erum þijú alsystkinin og ég á tvö hálfsystkini. Foreldrar mínir fluttu snemma suður og ég ólst upp hjá prestinum, séra Ingvari Nikulássyni. Attu ekki einhverjar bernskuminningar frá prestsetrinu? „Ég man nú kannski ekki margt frá þessum löngu liðnu árum. Ég man að ég hafði það af- skaplega gott og það var jafnvel dekrað við mig af prestshjónunum. Ég var þarna í sveit á sumrin alveg fram á unglingsár og á margar góðar endurminningar þaðan. Það var bú- skapur þarna og eitthvað af vinnufólki en þetta var ekki stórbýli, nokkuð af sauðfé, en varla meira en þrjár, fjórar beljur.“ Hvenær kviknaði fyrst áhugi þinn fyrir tón- list? „Sex eða sjö ára var ég byrjaður að spila á munnhörpu. Móðir mín spilaði á orgel ýmis danslög sem ég spilaði síðar á munnhörpu. Síðar fór ég að spila dægurlög sem ég heyrði í útvarpinu. Þá spilaði ég lög eins og Jósep, Jósep, bágt á ég að bíða og ýmsa gamla slag- ara sem ég lærði í danslagatímum í útvapinu á laugardagskvöldum. Þessi lög var ég að spila meira eða minna þar til ég var orðinn tólf ára.“ Tók þá ekki við grunnskólanám eftir að þú fluttir til Reykjavíkur? „Jú, ég lauk barnaskólaprófi tólf ára. Ég byrjaði að vinna mjög snemma. Ég var þrett- án ára þegar ég var ráðinn í vinnu hjá Þor- birni Jóhannssyni, kaupmanni í Kjötbúðinni Borg. Þorbjörn var mikill framkvæmdamað- ur, mjög duglegur og var í áratugi einn helsti kaupmaðurinn í Reykjavík. Fyrst var ég ráð- inn sem sendisveinn og síðar sem afgreiðslu- maður. Ég var við afgreiðslu á heitum mat sem þá var kominn í búðina.“ Og varstu þá við afgreiðslu í Kjötbúðinni Borg rétt upp úr 1940? „Já, á fyrstu árum síðari heimsstyrjaldar- innar, 1942-43 og einmitt á þeim árum fór ég fá áhuga fyrir að spila á trommur og þá var ég byrjaður að fikta í trommum." Trommaði á viktina í Kjötbúðinni Borg Og þá byrjaður að spila eitthvað opinber- lega? „Já, og ég hafði spilað dálítið á skóladan- sæfingum og þá með Steina Steingríms og Óla Gauk. Ég var alltaf trommandi á viktinni í Kjötbúðinni Borg og var með tvo gaffla og trommaði á viktina rétt á meðan ég var að af- greiða viðskiptavini og sumum þótti ég skrít- inn unglingur. Þá var veitingahúsið Röðull þarna beint á móti Stjömubíói og þar var hljómsveit með ýmsum mjög þekktum hljóð- færaleikurum. Hljóðfæraleikararnir komu oft í Kjötbúðina Borg þegar þeir voru að æfa og keyptu sér mat og tóku eftir að ég var alltaf trommandi. Þeir höfðu frétt af því að ég kynni eitthvað pínulítið á trommur. Það var svo einn laugardag að hljómsveitarstjórinn kom í búð- ina og sagði: - Jæja, Steini, nú spilar þú með okkur í kvöld á Röðli! Það vantar trommuleik- ara! Ég svitnaði köldum svita, ég átti hreint ekki von því að hann vildi fá mig, unglinginn, sextán ára, í hljómsveitina. Það varð úr að ég tók boðinu og ég fékk lánað trommusett sem hljómsveitarstjórinn átti. Böllin byrjuðu klukkan tíu á kvöldin um helgar og voru til þrjú um nóttina. Það var auðvitað góður skóli að fá að byrja sinn ferlill með þessum frábær- um hljóðfæraleikurum." Hvaða lög spiluðuð þið helst þessum árum? „Það voru lög eins og Im in a mood for love, Wispering og önnur vinsæl lög frá þessum ár- um. Mér er það minnisstætt að þarna á miðj- um fimmta áratugnum var hljómsveit að spila á Hótel Borg sem ég var mjög hrifinn af, danshljómsveit Þóris Jónssonar. I þeirri hljómsveit voru Vilhjálmur Guðjónsson altó- saxófónleikari, Sveinn Olafsson tenórsaxófón- leikari, Kjartan Runólfsson á trompet og Höskuldur Þórhallsson einnig á trompet.“ Trommuleikari með hljómsveit í Mjólkurstöðinni í hvaða hljómsveit fórstu svo þegar þú hættir að spila á Röðli? „Ég fór að spfia í hljómsveit með Óla Gauk, Steina Steingríms, Áma Elfari og Helga Ingi- mundarsyni. Við fórum að spila fyrir tilviljun í Mjólkurstöðinni þegar hún var opnuð. Bjarni heitinn Böðvarsson átti að vera með hljóm- sveit þar, en af persónulegum ástæðum gat hann ekki byrjað þar, þannig að við spilum þar fyrstu mánuðina eftir að staðurinn var opnaður. Þarna spilaði Ólafur Gaukur ekki eingöngu á gítar heldur einnig á básúnu og Árni Elfar á klarinett og Steini Steingríms á píanó. Mjólkurstöðin var einn vinsælasti skemmtistaðurinn í Reykjavík hér fyrr á ár- um og meðan við spilum þar var yfirleitt fullt út úr dyrum. Við spiluðum djass og dansmús- ík. Varst þú ekki í hljómsveit með Árna ísleifs- syni um miðjan fimmta áratuginn? „Jú. Ég var með Árna í Tjarnarlundi, húsi sem brann fljótlega eftir að það var opnað og var í miðbænum, á móti Herkastalanum. Við spiluðum einnig veturinn 1945-46 á Hótel Þresti í Hafnarfirði. Ég spilaði með hljóm- sveit Árna Isleifssonar hingað og þangað um landið, á skóladansleikjum, á Akranesi, í Bár- unni.“ Á þessum árum ertu orðinn atvinnutónlist- armaður. Varstu ekki kominn með fjölskyldu? „Á þessum árum var ég trúlofaður, en ég giftist ekki þeirri konu. Ég átti einn son með henni, Eirík. Ég giftist síðan árið 1960. Konan mín var Sigríður Konráðsdóttir. Hún dó árið 1982.“ Atvinnutónlistarmaður Hvað tók svo við þegar þú hættir með hljómsveit Árna Isleifssonar? „Þá fór ég að spila með hljómsveit Jans Moraveks á skemmtistaðnum Tívolí við Reykjavíkurflugvöll. Þar spiluðum við meðan garðurinn var opinn. Við Moravek þurftum oft að fara út á pall þar sem erlendir loftfim- leikamenn léku listir sínar og við spiluðum meðan þeir sýndu. Þetta var á fyrstu árum skemmtigarðsins og þarna kom hljómsveitin fram öll kvöld vikunnar yfir sumarmánuðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.