Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skatthlutfall í staðgreiðslu hækkar um 0,03% á næsta ári
Kópavogur, Reykjanesbær
og Mosfellsbær hækka útsvar
MEÐALTALSÚTSVAR í sveitarfélögum hækk-
ar úr 11,93% á yfirstandandi ári í 11,96% á
næsta ári eða um 0,03%. Fimmtán sveitarfélög
hækka útsvar um áramótin, þar á meðal Kópa-
vogur, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Vest-
mannaeyjar, en eitt sveitarfélag, Hvalfjarðar-
strandarhreppur, lækkar útsvar.
Tekjuskattshlutfall á árinu 2000 verður það
sama og á yfirstandandi ári eða 26,41% en vegna
hækkunar meðaltalsútsvars mun staðgreiðslu-
hlutfall, sem er samtala útsvars- og tekjuskatts-
hlutfalls, hækka um 0,03% á næsta ári eða frá
því að vera 38,34% á þessu ári yfir í 38,37% á því
næsta. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá
fj ármálaráðuneytinu.
Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu
11,24% til 12,04%. Af 124 sveitarfélögum notar
81 hámarkið en 34 sveitarfélög eru með útsvar
frá 11,60% og upp að hámarki. Þá eru 9 sveitar-
félög með útsvar lægra en 11,60%, þar af eru sex
sveitarfélög með lágmarksútsvar. Þetta eru
Seltjarnarnes, Garðabær, Hvalfjarðarstrandar-
hreppur, Skilmannahreppur, Borgarfjarðarsveit
og Asahreppur.
Útsvar í stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík,
er 11,99%.
Utsvar hækkar í 15 sveitarfélögum
Eins og fyrr segir hækkar útsvar í fímmtán
sveitarfélögum um áramótin. í Kópavogi hækkar
útsvar úr 11,99% í 12,04%, í Mosfellsbæ hækkar
útsvar úr 11,79% í 11,99%, í Reykjanesbæ hækk-
ar útsvar úr 11,79% í 12,04%, í Sandgerði hækk-
ar útsvar úr 11,84% í 11,94%, í Gerðahreppi úr
11,79% í 12,04%, í Eyja- og Miklaholtshreppi úr
11,90% í 12%, í Isafjarðarbæ úr 11,94% í 12,04%,
í Bólstaðarhlíðarhreppi úr 11,70% í 11,95%, í
Glæsibæjarhreppi úr 11,99% í 12,04%, í Reykja-
hreppi úr 11,70% í 12,04%, í Fjarðabyggð úr
11,97% í 12,04%, í Norður-Héraði úr 11,99% í
12,04%, í Vestmannaeyjum úr 11,94% í 12,04%, í
Skaftárhreppi úr 11,50% í 11,99% og í Gnúp-
verjahreppi úr 11,60% í 12,04%.
Útsvar í Hvalfjarðarstrandarhreppi lækkar
hins vegar úr 11,80% í 11,24%.
Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðu-
neytinu er áætlað að á árinu 2000 innheimtist um
77 milljarðar króna fyrir ríki og sveitarfélög með
staðgreiðslu skatta. Þar af rennur 41 milljarður
til sveitarfélaga en um 36 milljarðar til ríkis-
sjóðs.
Kio Briggs og
íslensk stúlka
dæmd í eins
árs fangelsi
BRETINN Kio Briggs var dæmdur
í eins árs óskilorðsbundið fangelsi í
Spnderborg í Danmörku í gær fyrir
e-töflusmygl. Tuttugu og tveggja
ára gömul íslensk stúlka hlaut eins
árs fangelsi fyrir aðild sína að
smyglinu.
Samkvæmt dómnum verður báð-
um vísað úr landi að lokinni afplánun
og þeim bönnuð landganga inn í
Danmörku til ársins 2005.
Tuttugu og fjögurra ára gömul
dönsk stúlka hlaut tíu mánaða fang-
elsisdóm í málinu þar af þrjá mánuði
óskilorðsbundið.
Kio Briggs var handtekinn í Sond-
erborg með tæpar 800 e-töflur í fór-
um sínum hinn 7. nóvember ásamt
íslensku stúlkunni og hafa þau setið í
gæsluvarðhaldi upp frá því. Danska
stúlka vai- handtekin fáeinum dögum
síðar og úrskurðuð £ gæsluvarðhald.
Morgunblaðið/Ásdís
Sendiherra
Noregs á íslandi
Tekur undir
málflutning
umhverfis-
ráðherra
KJELL Halvorsen sendiherra Nor-
egs hefur ekkert að athuga við þær
skýringar sem Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra gaf á Alþingi í
gær þess efnis að hún hafi ekki sagt
við sendiherrann að samskipti land-
anna myndu versna yrði ekkert af
þátttöku Norsk Hydro í álvers-
byggingu í Reyðarfirði, eins og
fram kom í norskum og íslenskum
fjölmiðlum í gær.
Þær upplýsingar fengust hjá
norska sendiráðinu í gær að sendi-
herrann hafi ekki vitnað orðrétt í
umhverfisráðherra £ skýrslu sinni,
eins og sagt var f fjölmiðlum, held-
ur hafi verið um að ræða hans eigin
túlkanir á óformlegum viðræðum
þeirra á milli. Sendiherrann hafi
talið að skýrslan sem hann sendi
norskum yfirvöldum hafi verið
trúnaðarmál. Hann viti ekki hvern-
ig skýrslan komst £ hendur fjöl-
miðla.
■ Ráðherra segist/38
Jóla-
klipping á
jólaföstu
NU styttist óðum í að jólin gangi í
garð. Börnin bíða spennt eftir þess-
ari hátið og flest víst löngu farin að
telja daga ef ekki stundir. Elmar
Freyr brá sér í klippingu í vikunni.
Árni, pabbi hans, var honum til
halds og trausts. Hann stóð sig með
prýði enda var hárskerinn, Lilja,
mjög ánægð með útkomuna. Elmar
er því að verða tilbúinn fyrir sjálfa
jólahátfðina, sem gengur í garð eft-
ir tvo daga.
Úrskurður Samkeppnisráðs
Fjöldi laga afgreiddur frá Alþingi í gær
Ekkert miðdegis-
flug til Egilsstaða
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn-
ismála hefur staðfest úrskurð sam-
keppnisráðs þess efnis að Flugfélag
íslands fái ekki að hefja miðdegis-
flug til Egilsstaða.
I úrskurði áfrýjunarnefndarinnar
kemur meðal annars fram að Flugfé-
lag Islands hafi markaðsráðandi
stöðu á flugleiðinni milli Reykjavfk-
ur og Egilsstaða og að aðgangur
annarra flugfélaga sé erfiður vegna
þess. Ennfremur er sagt að fyrir-
liggjandi gögn um málið sýni fram á
það að ekki sé hægt að auka sæta-
framboð á ílugleiðinni án þess að
samkeppni raskist verulega og áfrýj-
unarnefndin telur ósennilegt að fyr-
irhuguð aukning Flugfélags íslands
geti skilað félaginu eðlilegri rekstr-
arafkomu.
Ætla með málið fyrir dómstóla
í fréttatilkynningu frá Flugfélagi
Islands kemur fram að forráðamenn
félagsins sætta sig ekki við úrskurð
áfrýjunarnefndar. Er þvi haldið
fram að innanlandsflug á íslandi sé
frjálst fyrir alla nema Flugfélag ís-
lands og að Samkeppnisstofnun virð-
ist lita á það sem verkefni sitt að
stunda beina framleiðslu- og þjón-
ustustýringu hjá félaginu.
Alþingi kemur næst
saman 1. febrúar
ALÞINGISMENN fóru i jólafri i
gær, en þá var fundum Alþingis
frestað fram til 1. febrúar á næsta
ári. Fjöldi mála var afgreiddur á
þessum siðasta fundi ársins 1999 en
mesta athygli vakti vafalaust sam-
þykkt þingsályktunartillögu iðnað-
arráðherra um framhald fram-
kvæmda við Fljótsdalsvirkjun.
Meðal þeirra laga sem samþykkt
voru á Alþingi í gær og send ríkis-
stjóm má nefna breytingar á lögum
um Byggðastofnun, en hún felur m.a.
i sér að byggðamál fara á hendur
iðnaðarráðherra í stað forsætisráð-
herra áður. Jafnframt voru sam-
þykkt lög uih Seðlabankann sem fela
í sér að forsætisráðherra tekur við
forræði yfir bankanum af viðskipta-
ráðherra.
Samþykkt voru heildarlög um
fjarskiptamál, sem og ný lög um
Póst- og fjarskiptastofnun. Þing-
menn afgreiddu jafnframt lög um
málefni aldraðra, ný ættleiðingarlög
og breytingar á lögum um tekjuskatt
og eignarskatt, auk laga um skráð
trúfélög.
Einnig voru samþykktar breyt-
ingar á lögum um vemd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum, en þær fela m.a. í sér tvö
hundruð króna hækkun á gjaldi íyrir
veiðikort, og verður gjaldið nú 1.900
krónur á ári.
Loks má nefna að samþykkt voru
lög um framhaldsskóla, ráðstöfun
erfðafjárskatts, breytingar á iðnað-
arlögum og tollalögum og lög um
Þjóðarbókhlöðu og endurbætur
menningarbygginga.
í dag
www.mbi.is
■m sfemiiÝi
msSmm
Verð launakrossgáta
► Þættir - íþróttir
► Kvikmyndir - Fótk
Hálfur mánuður
af dagskrá
frá miðvikudegi
til þriðjudags
jUovannbinbib
WúkVBUNU
► I VERINU í dag er fjallað um Norðursjávarsetrið í
Hirtshals í Danmörku og rætt við danskan skipstjóra
um gang mála í dönskum sjávarútvegi. Þá er sagt frá
nýrri aðferð við þriggja trolla veiðar.
I
Glæsilegur árangur Kristins
Björnssonar í Slóveníu / B1,B2,B3
Brynjar Björn Gunnarsson
á leið til Stoke City / B1