Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 4

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLADIÐ FRETTIR FLÓÐUÓSUM hefur verið komið fyrir í garði Listasafns Einars Jóns- sonar. Þau lýsa þar upp 15 verk. Listasafn Einars Jónssonar er í Hnitbjörgum, húsinu sem listamað- urinn lét reisa á homi Njarðargötu og Eiríksgötu. Gengið er inn í garð safnsins frá Freyjugötu. Þar, líkt og inni í safninu, gefur að líta höggmyndir Einars. Að sögn Hrafnhildar Schram, forstöðumanns safnsins, er garður- inn mikið sóttur, sérstaklega yfir sumartímann þegar ferðamenn eru allan sólarhringinn að taka þar myndir. Hrafnhildur segist líta svo á að garðurinn eigi að vera jafnað- Fljóðljós áverk Einars Jónssonar gengilegur fólki og Hljómskála- garðurinn og aðrir skrúðgarðar í borginni. „Garðurinn er mikið sótt- ur og ég vona að hann verði áfram mikið sóttur. Við höfum aldrei orð- ið fyrir „vandalisma". Með flóðljósunum verður breyt- ing til batnaðar á aðstöðu gesta í garðinum. Þegar myrkur skellur á kviknar á lýsingunni og yfír hátíð- ina er látið loga á henni til klukkan 1. Hrafnhildur Schram leggur samt áherslu á að þess sé gætt að eyði- leggja ekki ljósaskiptin og kveikja ekki á kösturunum fyrr en dimmt er orðið. Hún segir að Orkuveita Reykja- víkur hafi borið meginhluta 3 m.kr. kostnaðar við uppsetningu flóðljós- anna. Hannes Siggason rafmagns- tæknifræðingur hannaði lýsinguna en verktaki var Reynir Áslaugsson, rafíðnfræðingur. 25 klukkustunda sjónvarpsdagskrá um áramótin sem nær til 70 landa Björk syngur í Hallgr ímskirkj u Námskeið til jóla- gjafa Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands bryddar nú upp á þeirri nýbreytni fyrir jólin að gefa fólki kost á að gefa námskeið í jólagjöf. Hægt er að gefa gjafabréf á ákveðin námskeið eða ótilgreint gjafabréf þar sem viðtakandi velur sjálíúr hvaða námskeið hann óskar að sækja. Þau kvöldnámskeið sem í boði verða á vorönn fjalla m.a. um: Lax- ness, fomsögumar, jólabókaflóðið, óperu, leikrit, heimspeki, íslenska náttúm fyrir íslenska ferðaxnenn, menning og listir Mið-Asíu og Ítalíu, arkitektúr og margt fleira. Hægt er að kaupa gjafabréfin hjá Endurmenntunarstofnun, Dunhaga 7. AÐ MORGNI gamlársdags hefst 25 klukkustunda sjónvarpsútsending sem 60 sjónvarpsstöðvar standa að og nær hún tfl um 70 þjóðlanda. Útsendingin verður á Stöð tvö sem einnig hefur umsjón með þeim hluta dagskrárinnar sem sendur er héðan frá íslandi. Sýnt verður frá Hallgrímskirkju eftir há- degi þar sem Björk Guðmundsdóttir syngur ásamt kómum Raddir Evrópu undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur og einnig verður sýnt frá Perlunni á miðnætti að íslenskum tíma. í tilkynningu frá íslenska út- varpsfélaginu segir að þetta sé viða- mesta sjónvarpsútsending allra tíma, en áætlað er að hún nái til 770 milljóna heimila. Um 10.000 manns koma að útsendingunni og meira en 2.00 sjónvarpsmyndavélar og 60 gervihnettir koma við sögu. Fylgst verður með dagrenningu, sólsetri og áramótum víða um heim og sýndar verða myndir af náttúra og menningu frá öllum heimshorn- um. Urður, Verðandi, Skuld efh. semur um krabbameinsrannsóknir Hefur samstarf við sjúkrahúsin í Reykjavík SJÚKRAHÚSIN í Reykjavík og Urður, Verðandi, Skuld ehf. hafa ákveðið að hefja með sér víðtækt samstarf um krabbameinsrann- sóknir og hefur sérstakur samn- ingur þar um verið undirritaður, m.a. af þeim Magnúsi Péturssyni, forstjóra Sjúkrahúsanna í Reykja- vík, og Reyni Arngrímssyni, fram- væmdastjóra vísindasviðs Urðar, Verðandi, Skuldar. Samstarfið fel- ur m.a. í sér að samið verði um að sjúkrahúsin taki að sér vinnslu upplýsinga og sýna sem safnað er með upplýstu samþykki einstak- linga til krabbameinsrannsókna. „Þetta er ákveðin tímamótasam- starfsyfirlýsing vegna þess að sjúkrahúsin era m.a. að lýsa því yfir að þau hafi áhuga á að eiga virkt samstarf við ákveðið fyrir- tæki. Hingað til hefur slíkt sam- starf hins vegar verið í höndum einstakra starfsmanna," segir Reynir Arngrímsson í samtali við Morgunblaðið. Hann leggur áherslu á að samstarfsverkefnin verði unnin með upplýstu sam- þykki þeirra sem leita á heilbrigð- isstofnanirnar, en þannig sé sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins einstaklings virtur. Þá þurfa verkefnin að hafa hlotið samþykki Vísindasiðanefndar og vera unnin samkvæmt vinnuferli sem tölvu- nefnd samþykkir. Að sögn Reynis hefst frekari undirbúningur að umræddu sam- starfi strax eftir áramót, en sam- starfið mun byggjast á því að nýta þá verktækni og þekkingu sem starfsmenn sjúkrahúsanna og Urð- ar, Verðandi, Skuldar ehf. búa yf- ir, m.a. til rannsókna á sviði frumu- og sameindalíffræði. Sameiginleg rannsóknarmiðstöð I yfirlýsingu sjúkrahúsanna í Reykjavík og Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. felst einnig sameigin- legur vilji til þess að koma á fót rannsóknarmiðstöð í krabbameins- fræðum með þátttöku háskóla og heilbrigðisstofnana, Krabbameins- félags Islands og annarra sem vilja stuðla að krabbameinsrann- sóknum á Islandi. Reynir segir að þannig megi stuðla að því að krabbameinsrannsóknir verði stundaðar hér á landi „með meiri þunga en verið hefur hingað til“. Ágreiningur í borgarráði títboðsskilmálar fyrir lóðir í Grafar- holti samþykktir BORGARRÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt útboðsskilmála fyrir byggingarétt vegna íbúðarhús- næðis í Grafarholti. Við samþykktina voru lagðar fram tvær bókanir. Borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka það að útboðsaðferðin við lóðimar hefði leitt til veralegrar hækkunar á gatnagerðargjöldum. í bókuninni kemur meðal annars fram að samkvæmt almennri gjaldskrá hefði þessi úthlutun lóða gefið 178 milljónir króna, en útboðið hefði leitt til 240% hækk- unar á þessu gjaldi. Sjálfstæðis- menn telja þessa hækkun vera til komna vegna lóðarskorts í borg- inni. I bókun borgarfulltrúa R-list- ans kemur meðal annars fram að tilgangur útboðs hafi verið tví- þættur. í fýrsta lagi til að stöðva pólitíska úthlutun á verðmætum og í annan stað til þess að hætta að niðurgreiða byggingaréttindi og lóðir til verktaka og bygginga- fyrirtækja. HOLTACARÐAR OPIÐ j DAG KL. 10-22 BÓNllf FRÁ 12-22 Brugðist verður við fjölg- un krabbameinstilfella i SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir segir að heilbrigðiskerfið muni mæta þeim auknu sjúkdóms- vandamálum sem fylgja breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar, þar sem öldraðum fer sífellt fjölgandi. Þar séu krabbameinslækningar og meðferð krabbameins ekki undan- skildar, en vandamálið sé jafnframt víðtækara en að því sem lýtur að aukinni tíðni krabbameins. Landlæknir segir flestar þjóðir, þar á meðal Islendinga, sjá fram á aukna tíðni krabbameins og megin- ástæðan sé breytt aldurssamsetn- ing þjóðarinnar á næstu árum. Hann segir að það muni taka ís- lendinga 25-30 ár að ná sömu hlut- fallslegu aldurssamsetningu og aðr- ar Norðurlandaþjóðir eins og Norðmenn, Svíar og Danir. „Við erum með mun stærri hlut- fallslegan hóp af yngra fólki en þær þjóðir og fæðingartíðnin er hærri hér heldur en þar. Þannig að þetta þýðir ekki eingöngu aukingu á tíðni krabbameins á næstu 20-30 árum, heldur breytingu á sjúkdóma- mynstri ýmissa annarra sjúkdóma sem eru algengir meðal aldraðra. Þá getum við tekið til sjúkdóma á borð við hjartabilanir, tiltekna lungnasjúkdóma o.s.frv. Þannig að þetta snertir tíðni margra sjúk- dóma, þó svo að ég sé síður en svo að gera lítið úr vægi krabbameins- sjúkdóma, þá er málið víðtækara en bara að því sem lýtur að krabba- meini.“ Sigurður segir það skipta miklu máli að horfa til framtíðar og þá komi kannski fyrst upp í hugann að skynsamlegast sé að reyna að efla varnir gegn sjúkdómum sem mest. „Og af því að við erum að tala uih krabbamein, þá er fyrst að getá þess sem vel er gert, en hér er framkvæmd mjög ákveðin og góð leit að brjóstakrabbameini og legf hálskrabbameini á vegum krabba- meinsfélaganna. Við erum einnig að vinna að hugmyndum og eram með starfshópa í gangi sem lúta að ski- mun og leit að fleiri tegundum af krabbameini og má nefna sem dæmi krabbamein 1 meltingarfær- um. En þegar litið er til þess hvað hægt er að gera til að draga úr tíðní krabbameins koma strax upp í hug- ann reykingar og lungnakrabbmein. Það er kannski stærsta verkefnið í þessum geira að reyna að draga úr reykingum. Það er gífurlega mikil- vægt verkefni, sem lýtur einnig að fleiri sjúkdómum," segir Sigurður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.