Morgunblaðið - 22.12.1999, Síða 35
mö'rguWbláðíð
MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 35
LISTIR
Frjálslegnr en
agaðursöngur
TÖJVLIST
Kópavogskirkja
SÍÐKVÖLDS-
TÓNLEIKAR
Skólakór Kársness undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur við undir-
leik Marteins H. Friðrikssonar.
Sungu hefðbundin jólalög, bæði
íslcnsk og erlend. Sunnudaginn
19. desember.
SKÓLAKÓR Kársness er góður
kór, syngur hreint og með töluverð-
um hljómi og, það sem mest er um
vert, er að söngurinn er borinn uppi
af sönggleði. Efnisskráin var að
mestu byggð á hefðbundnum jóla-
söngvum, sungnum í skólum, lögum
eins og Bráðum koma blessuð jólin,
Forðum í bænum Betlehem,
Skreytum hús, Bjart er yfir Betle-
hem, sem undirritaður hélt að væri
tékkneskt en ekki enskt, eins og
stendur í efnisskrá. Þá gat þarna að
heyra Á jólunum er gleði og gaman,
Skín í rauðar skotthúfur en tvö síð-
astnefndu lögin eru sungin við gam-
ansama texta eftir Friðrik Guðna
Þórleifsson og voru öll þessi lög sér-
lega smekklega sungin.
Fjögur íslensk jólalög voru á efn-
isskránni, lag Friðriks Bjamasonai-
Jólasveinar ganga um gólf, Grýla
kallar á börnin sín eftir Jón Þórar-
insson, lag sem fyrir 30 árum þótti
allt of nýstárlegt fyrir börn en nýt-
ur nú mikilla vinsælda, sérkenni-
legt en smellið lag sem var mjög vel
flutt í kórraddsetningu Marteins H.
Friðrikssonar. Jói-unn Viðar átti
tvær lagperlur, Það á að gefa börn-
um brauð og Jól, sérlega unaðslegt
lag hennar við jólakvæði Stefáns frá
Hvítadal. Þótt flautuna hafi vantað
var söngur kórsins í þessu fallega
lagi Jórunnar einstaklega hljóm-
fagur. Þá var keðjan í Það á gefa
bömum brauð sungin af öryggi.
Tvær útfærslur vora á efnis-
skránni, sem Marteinn H. Friðriks-
son gerði á söngverkum efth- Praet-
orius. Fyrra lagið, Quempas-
-söngurinn, sem Sigurbjöm Ein-
arsson biskup heiúr ljóðklætt, var
sungið við upphaf tónleikanna en
síðar á tónleikunum var sunginn
sálmurinn í dag er fæddur frels-
arinn, falleg tónlist er ásamt Ó,
helga nótt eftir Adolpe Adam var
viðamesta söngverkið og sérlega
vel sungið. Lofsyngið Drottni eftir
Handel var flutt sem víxlsöngur og
var einn hópurinn eingöngu skipað-
ur drengjum. Drengjahópurinn
söng síðan í dag er glatt í döpram
hjörtum, þrísönginn fræga úr óper-
unni Töfraflautunni eftir meistara
Mozart, og var söngur þeirra fal-
lega hljómandi.
Alls engin rós eftir Ronald Cent-
er við texta Heimis Pálssonar var
fallega sungið en tónleikunum lauk
með tveimur jólasálmum, Nóttin
var sú ágæt ein, listaverki séra Ein-
ars Sigurðssonar frá Eydölum og
Sigvalda Kaldalóns læknis, og síð-
ast með samsöng allra í Heims um
ból. Þórann Bjömsdóttir hefur á að
skipa frábæram kór og er ekki á
hverjum bæ að hafa svona frjálsleg-
an, söngglaðan en um leið agaðan
söng eins og gat að heyra hjá Skóla-
kór Kái’sness sl. sunnudagskvöld í
Kópavogskirkju, sem tók undir
sönginn með káragný sínum.
Jón Ásgeirsson
Dömufatnaður til jólagjafa
Gæðavara — tískuvara
gjafakort
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680
Opið daglega kl. 10-18,
22. des kl. 10 -20,
23. des. kl. 10-22,
24. des. kl. 10 - 12.
;
1600W
Opið allar helgar
MV2. bolla
y b bolla
3 bolla
EXPERT er stærsta heimilis-og
raftækjaverslunarkeðja í Evrópu
- ekki aðeins á Norðurlöndum.
- AN N O 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
MínútugriUGRi800
••JWÉÉÉfkr. 6.700,
Kaffikanna CG910
-.. / kr. 2.540
fíyksuga VLE370
LG-Orbylgjuofn
kr. 12.900
kr. 8.400
verðfrákr.
Pönnur
LG-Sjónvarp
LG-Myndbandstceki
&BHIH kr. 17.900.
Expressokönnur