Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 67

Morgunblaðið - 22.12.1999, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ UM Þessar mundir eru 15 ár liðin síðan einn svipmesti leikstjóri síð- ari hluta aldarinnar féll frá. Sam Peckinpah (1925-’84), var braut- ryðjandi sem markaði djúp spor í sögu vestra og átakamynda. Hans verður minnst fyrir persónulegar, kraftmiklar og ofbeldisfullar sýnir, þar sem blóðböð og aftökur eru sýndar á hægum hraða - nokkuð sem velflestir átakamyndaleik- stjórar átu upp eftir honum. Peck- inpah var alla tíð ofantekinn af vestramýtunni og ísköldum raun- veruleika Villta vestursins. Myndir hans hafa gömul og góð gildi í há- vegum; vináttu, stolt, sjálfstæði, hugrekki, karlmcnnsku. Einfar- arnir jafnan í miklu upáhaldi. Hann er sá sem í seinni tíð breytti manna mest íniynd vestursins, kollvarpaði hetjunni og sakleysinu, eftir stóð nakinn og harðskeyíttur sannleikur, túlkaður af hörðustu nöglum Hollywoodborgar. Uin 1980 var hann nánast í guðatölu. Um hann lék nýr, hressandi and- blær sem menn annaðhvort heilluð- ust af eða hötuðu. Það var enga málamiðlun að finna. Sjálfsagt hef- ur hans eigið innræti verið í ætt við einfarann harðskeytta, allavega bendir hún til þess, reynslan sem blaðamaður Playboy hafði af karl- inum við upphaf áttunda ára- tugarins, og hann lýsti á undan ágætu viðtali við leikstjórann. Þessi viðtöl hafa gjarnan verið aðal blaðsins og þykir eftirsóknarvert að verða fyrir valinu. Blaðamaður- inn hélt til Mexíkó, þar sem stóðu yfir tökur The Getaway, (72). Hann tilkynnti komu sína en aldrei ból- aði á Peckinpah. Svona liðu nokkr- ir dagar, aldrei mætti leikstjórinn til fundar. Playboy-maðurinn hefur ekki kallað allt ömmu sína (sjálf- sagt þessvegna verið valinn til verksins), sá að við svo búið var ekki Iengur unað. Vissi að hjartað var farið að gefa sig í karlinum, hann farinn að nota gangráð. Fékk sendann einn slíkan, stappaði svo- lítið á honum og sendi Peckinpah mélið í umslagi. Það hreif. Þrátt fyrir gott gengi nokkurra mynda, voru aðsóknartölur aldrei markmið Peckinpahs, heldur átti hann í eilífum útistöðum við fram- leiðendur og kvikmyndaver af þessum sökum. Mörg verk af hon- um tekin og klippt og skorin án hans samþykkis. Ekki dró úr vand- ræðunuin að maðurinn var ska- pofsamaður, óbanginn í tali, lifði hátt og þótti sopinn góður. Afleið- ingarnar þær að hann leikstýrði aðeins 14 myndum á 22 árum, og var boðið að leikstýra aðeins einum vestra eftir hinn sögufræga The Wild Bunch, (’69). Er vinsældir vestrans fóru að dvína sneri leik- stjórinn sér að skyldum spennu- myndum, sem margar hverjar nutu ágætrar aðsóknar út áttunda ára- tuginn. Hrifning Peckinpahs af vestra- foi-minu á sér langa sögu. Hann ólst upp á búgarði, þriðji ættleggur landnema sem settist að í Kaliforn- íu um 1870. Að lokinni herþjónustu í landgönguliði flotans í síðari heimsstyrjöld, hóf hann nám við Kaliforníuháskóla. Kynntist þar leikhúsi, fyrst sem leikari, síðar leikstjóri og hóf því næst störf við sjónvarpsstöð, Fyrsta atvinnu- tilboðið við alvöru kvikmyndagerð var sem aðstoðarleikstjóri Dons Siegel við klassíkina The Invasion Of the Body Snatchers, (’55). Þá tóku við handritsgerðir sjónvar- psþátta á borð við Gunsmoke, og skapaði síðar The Westerner og The Rifleman, sem alment eru taldir tveir af bestu vestraþáttun- um sem gerður hafa verið. Fyrsta kvikmynd leikstjórans var vitaskuld vestri, The Deadly Comþanion, (’61), með stjörnu The Westerner, Brian Keith, í aðal- hlutverki. Myndin fékk rétt þokka- legar viðtökur. Næsti vestri, Ride the High Country, (’62), með gömlu stjörnunum Joel McCrea og Rand- olph Scott, var mikið betri, hér sótti leikstjórinn í eigin reynslu og uppeldi og hlaut myndin einkar lof- samlega dóma, ekki síst í Evrópu. Eftir stutt afturhvarf til sjón- varpsins bauðst Peckinpah að leik- stýra Charlton Heston í Major MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 67. FÓLK í FRÉTTUM persónusköpun plús þrotlaus átök þar sem barist er til síðasta manns. Segir frá endalokum roskinna bófa, útlaga í gamla vestrinu, tíma- skekkju dagaðri uppi á nýrri öld. Falla í gildru niðri í Mexíkó, eru nánast leiddir til slátrunar. Byggð á sönnum atburðum er gerðust 1913. Afburða leikhópur roskinna harð- jaxla (William Holfen, Warren Oat- es, Robert Ryan, Ernest Borgnine, Ben Johnson, Bo Hopkins, Strother Martin), gleymist ekki svo glatt. Tímamótamynd sem breytti útliti átakamynda. THE BALLAD OF CABLE HOUGE, (’70) STRAW DOGS (’71) ★ ★★% í æðum harðjaxlsins Peckinpah rann landnemablóð, blandað að einum íjórða frumbyggjastofni Apasja. Það reyndist full kraftmikið á köflum. SAM PECKINPAH Ef Peckinpah var ekki önnum kafinn við að salla niður mannskap- inn í myndum sínum, gat hann verið manna (júfastur og rómantískastur. Það kemur ljóslega fram (þó hefnd- arþemað blundi undir niðri), í af- bragðsvestra um gullgrafarann Cable Houge (Jason Robards), sem skilinn er eftir úti í auðninni til að drepast, Finnur þess í stað vatnsból og auðgast á tá og fingri í lystilegum félagsskap mellu með gullhjarta (Stella Stevens). Þau standa sig með prýði, hlutverk Stellu tvímælalaust það besta á hennar ferli. Ekki eru þeir síðri, heiðurskariarnir í auka- hlutverkunum; David Warner, Strother Martin og L.Q. Jones; Mannskapur sem fær hjarta vestra- unnenda til að slá örlítið! Sérdeilis hressilegur, ljóðrænn og á allt öðr- um nótum en aðrir. Hjónakornin (Dustin Hoffman, Susan George) í „Straw Dogs“. Hoffman leikur meðaljón sem harður er í horn að taka. Dundee. ('64), fyrsta stórvestran- um sínum. Meingallað handrit var erfitt viðureignar. Ileston segir í minningum sínum, The Actor’s Life, (E.P. Dutton, (’76), að stjórn- armenn framleiðandans, Coiumbia Pictures, hafi verið að því komnir í marggang að reka leikstjórann, sem var þeim vægast sagt erfiður. Þrælastríðsdramað var síðar meir tekið úr höndum hans, Columbia- menn stjórnuðu klippingunni og endanlegu útliti. Þessi fyrsti árekstur Peckinpahs og Holly- wood, ól af sér kaflaskipta, bæði góða og gallaða mynd. MGM rak hann sem leikstjóra The Cincinnati Kid, árið 1965, en Ken Hyman, nýr stjóri hjá Warner, bjargaði honum uppúr öldudalnum, afraksturinn hin sígilda The Wild Bunch. Nú hófst blómaskeiðið. í kjölfarið fylgdu aðrar, bestu myndir Peckin- pahs; The Ballad of Cable Houge, (’69), Straw Dogs, (’70), ródeó- myndin Junior Bonner, (’71), og næstsíðasta stórvirkið og stærsta aðsóknarmynd leikstjórans, The Getaway, (’72). Hrikaleg mynd, of- beldisfull og á köflum bráðfyndin, með Ali McGraw og Steve McQu- een sem nýnáðaður fangi sem kem- ur fram hefndum og lukkast ósvífið rán og flótti til Mcxíkó, allt í sömu aðgerðinni. Bring Me the Head Of Alfredo Garciáa, (’74), varð lokahnykkur- inn á veigamesta kaflanum á ferli Peckinpah. Warren Oates, sá gæðaleikari, sem lést langt fyrir aldur fram, 54 ára, 1982, fer með aðalhlutverk vonh'tils píanóleikara á refilstigum niðri í Mexíkó, í seið- magnaðri blöndu gamanmála, af- brota og almenns láglffis. Síðustu verkin ollu frekar vonbrigðum. Þau voru vestrinn Pat Garett and Billy the Kid, (’73), ábúðarmikil en innihaldsrýr. Stríðsmyndin Cross Oflron, (’77), er að mínu mati van- metin. Convoy, kom út á sama ári og varð síðasta aðsóknarmynd Peckinpahs (hérlendis gekk hún lengur en nokkur önnur mynd til þessa dags, að því ég best veit). Lokaviðfangsefnið var metsölu- bókin The Osterman Weekend, (’83), eftir sex ára bið kom slakasta Dustin Hoffman, Susan George, Peter Vaughan, T.P. McKenna, Pet- er Arne, David Warner. Spennum- ynd. Bandaríkin. 1971. 113 mín. Nýgiftur bandariskur stærðfræð- ingur og rósemdarmaður (Dustin Hoffman), flytur með eiginkonu (Susan George), á sveitabæ í hennar gömlu heimahögum á Bretlándi. Þau ráða gamla kunningja hennar til að lagfæra húsið og áður en yfir lýkur er húsið umsetið drukknum rustaralýð og hjónin eiga fullt í fangi með að verjast. Andstæðurnar eru miklar til að byrja með. Hrekklaus og dáðlítill menntamaður gagnvart hópi rusta sem eru hluti fortíðar eig- inkonunnar. Hann bregst ótrúlega við nýjum aðstæðum, bak við dulúð- legt yfirbragðið er mælir sem fyllist þegar komið er að því að verja heið- ur smælingja, konunnar, hans sjálfs og ekki síst hússins. Ofbeldisfullur og vægðarlaus tryllir, sem byrjar hægt en tekur á sig æ ógnvænlegri mynd þar til kemur að hrikalegum og blóði drifnum lokasprettinum. Warner er frábær í hlutverki þorps- fíflsins og George kynþokkinn upp- málaður í hlutverki skjátu. Snæbjörn Valdimarsson Hlý jól •F,ash Ullarjakkar «. . og kápur Margar gerðir Mjög Fl áour 4 Laugavegi 54, sfmi 552 5201 Mellan með gullhjartað og gull- grafarinn, Stella Stevens og Ja- son Robards, Jr., í „The Ballad Of Cable Houge“. mynd einstaks og öfiugs leikstjóra. Ferill Peckinpahs einkenndist af tvennu; Eilífum árekstrum við kerfið - sem hann þoldi ekki, frek- ar en það hann, og nokkrum ógleymanlegum myndum sem eru svo sérstakar að þær voru engu lík- ar sem áður hafði sést á tjaldinu. Sígild myndbönd THE WILD BUNCH (’69) Sígildur vestri, vakti óhemju at- hygli á sínum tíma sökum gegndar- lauss blóðbaðs sem gjarnan var sýnt hægt. Með þessu móti nær leikstjór- inn til sinnulauss almennings, sem er sljóraf linnulausu ofbeldi fjölmiðl- anna. Allt fer saman, góður leikur, örugg leikstjórn, safaríkt handrit og Díaffi JÍetjfjauif œtfum ah facjna ntfj'u óri meb cjfœsifecjum fffafa Áööfcfoerfi ocj mifiííi ntjárscjfebiþar sem fiíjómsueiíin s-Viíít feifur fjrir cfansi fram efiir nótíu. fffúsfb opnað eincjöncju ff/trir maiarcjesíi ff. 19. fforcfrtjffur JCí ir rotja. f ícjfcesifecjustu foniafstofu fancfsins yCtjarsmatsefiff JCaffi fReijfjaoifur ftfumar ocj förpusfef i fampauíni Jíjöíseyói fýÓueffisins ffstrióuirap Jireiniijramecfafíur öratjanna Hícfam ótaisteria Jíaffi oy fonfeft TJerð £r. 4.900 Borðapantanir í síma 562 5530 Við verðum í hátíðarskapi Pantið borð tímanlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.