Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 33 FRÍVERSLUNARSAMTÖK EVRÓPU 40 ÁRA Höfuðstöðvar Fríverslunarbandalags Evrópu. inu. Hefði hið gagnstæða gerst væri þessi blaðagrein með allt öðr- um hætti og jafnvel ekki fyrir sjónum lesenda blaðsins í dag. Brotthvarf hinna þriggja ríkja úr herbúðum EFTA breytti veiga- miklum forsendum í starfsemi samtakanna. Hin fjögur EFTA-ríki sem þá urðu eftir í samtökunum, Island, Liechtenstein, Noregur og Sviss, ákváðu að halda samstarfinu áfram, og þrátt fyrir fækkun aðild- arríkjanna hefur starfsemi EFTA ekki dregist saman að því marki sem fækkunin gæti gefið til kynna. Eins og áður er nefnt hefur meg- inverkefni samtakanna snúist um afnám tolla og fríverslun svo og samskipti EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið. Jafnframt því sem Evrópusam- bandið hefur aukið samskipti sín við önnur ríki og ríkjasambönd með gerð samstarfssamninga, frí- verslunarsamninga og sk. Evrópu- samninga hefur EFTA þurft að fylgja í kjölfarið. Þannig hafa EFTA-ríkin getað tryggt hags- muni fyrirtækja sinna og komið í veg fyrir mismunun gagnvart þeim á mörkuðum ríkja sem ekki eru í ESB. Um Ieið hafa tengslin við þessi ríki verið efld en flest þeirra hafa stefnt að aðild að Evrópusam- bandinu og verða þar með nánir samstarfsaðilar EFTA/EES-ríkja þegar og ef af aðild þeirra verður. A ráðherrafundum EFTA-ríkj- anna í Bergen í júní 1995 og nú síðast í Genf í desember síðastliðn- um voru meginlínurnar staðfestar varðandi styrkingu á samskiptum EFTA-ríkjanna við önnur ríki. Afram skyldi leitast við að skila sjálfstæðu og virku framlagi til bætts efnahags- og viðskiptaum- hverfis í Evrópu og utan áífunnar og umfang fríverslunarsamskipta styrkt og víkkað. Fríverslunarsamningar EFTA-landa við önnur ríki Á undanförnum áratug hafa EFTA-ríkin gert fríverslunar- samninga við þrettán ríki, fyrst við Tyrkland 1991 og síðan við ísrael, Pólland, Rúmeníu, Búlgaríu, Ung- verjaland, Tékkland, Slóvakíu, Sló- veníu, Eistland, Lettland, Litháen og Marokkó auk samnings við PLO 1998. Þessir fríverslunar- samningar fela í sér fríverslun með iðnaðarvörur, sjávarafurðir og vörur unnar úr landbúnaðarhrá- efnum. EFTA-ríkin hafa afnumið tolla á þessum vörum við gildist- öku fríverslunarsamninganna með heimild til verðjöfnunar á landbún- aðarhráefni. Jafnhliða þessum samningum hafa EFTÁ-ríkin, hvert fyrir sig, gert tvíhliða samn- inga um viðskipti með landbúnað- arvörur við þessi ríki. Hvað Island varðar er þar um að ræða vörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Framkvæmd þessara frí- verslunarsamninga hefur gengið vel og eftir því er tekið á alþjóða- vettvangi. Þannig hafa nokkur ríki leitað ráða hjá EFTA þegar frí- verslun þeirra við aðrar þjóðir er til umræðu og samningar þar um í undirbúningi. Enn sem komið er eru viðskipti íslands við mörg þau lönd sem EFTA-ríkin hafa samið um frí- verslun við ekki ýkja mikil. Hag- vöxtur er þó víða talsverður og verslun og viðskipti í Mið- og Austur-Evrópuríkjunum hefur ný- lega færst í frjálst og viðurkennt markaðsform. Fríverslunarsamn- ingarnir skapa styrkan grunn fyrir viðskipti og möguleikar íslenskra fyrirtækja til að auka viðskipti við þessi lönd eru því mun betri en áð- ur og mikilvægir markaðir fyrir ís- lenskar afurðir opnast í þessum löndum. Samningaviðræður um fríverslun standa nú yfir milli EFTA-ríkjanna og annarra ríkja við Miðjarðarhaf og við jaðar Evrópu. Þessi ríki eru Egypta- land, Jórdanía, Kýpur, Makedónía og Túnis. Við þau hafa EFTA- ríkin áður gert samstarfsyfirlýs- ingar sem og við Albaníu og Líb- anon. Fríverslunarsamningur við Kanada Á formennskutímabili íslands í EFTA fyrri hluta ársins 1998 var stigið stórt skref í fríverslunar- samvinnu EFTA-ríkjanna við önn- ur ríki þegar viðræður um gerð fríverslunarsamnings þeirra við Kanada hófust. Um var að ræða hinn fyrsta við ríki handan Atl- antsála og hinn fyrsta viðeitt af stærstu iðnríkjum heims. I þessu fólst einnig ákveðið frumkvæði og stefnubreyting þar sem EFTA-rík- in voru í fyrsta skipti á undan Evrópusambandinu í fríverslunar- viðræðum við önnur ríki. í upphafi bundu EFTA-ríkin talsverðar vonir við fríverslunar- samning við Kanada þar sem stefnt hafði verið að því að ákvæði hans tækju til fleiri þátta en hinna hefðbundnu vöruviðskipta, s.s. fjárfestinga og þjónustu. Þegar þetta er skrifað og samningar eru á lokastigi er ljóst að fyrrnefndar vonir munu ekki að öllu leyti ræt- ast. En mikilvægur fríverslunar- samningur um vöruviðskipti er í sjónmáli. Fríverslunarviðræðurnar við Kanada hafa fært EFTA-ríkj- unum aukinn drifkraft og hafa þau í framhaldi beint augum að frí- verslunarsamstarfi við ríki í Suð- ur-Ameríku og eru þegar hafnar könnunarviðræður um gerð frí- verslunarsamnings við Chile og stefnt er að samskonar viðræðum við Mexíkó á fyrri hluta þessa árs. Fríverslunarsamskipti EFTA-ríkj- anna við þessi ríki geta styrkt hagsmuni íslenskra fyrirtækja til muna. Breyttar aðstæður EFTA Ofansagt staðfestir að EFTA hefur tekist með markverðum hætti að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og nú er svo komið að samskipti og samstarf við önnur ríki, svo og að nokkru leyti við ríkjahópa aðra en Evrópusambandið, eru orðin um- fangsmesti þáttur starfsemi EFTA. Bæta má við að á ráð- herrafundi samtakanna í Genf í desember síðastliðnum var ályktað um að hefja athugun á fríverslun- arsamstarfi við Suður-Afríku auk þess að kanna leiðir sem gætu opnast um samskonar samstarf við Suður-Kóreu og Japan. Ennfrem- ur skal nefna að EFTA-ríkin hafa samþykkt drög að samstarfsyfir- lýsingum við Flóaráðið (Gulf Co- operation Council) og MERCOS- UR, en svo nefnist fríverslunar- bandalag Brasilíu, Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ. Allt bendir til að þetta tíma- mótaár í sögu EFTA verði við- burðaríkt og hagsmunir aðildar- ríkjanna eflist. Það er vel við hæfi á stóru afmæli. Eftirtektarverður árangur samtakanna og veruleg hlutdeild aðildarríkja þeirra í al- þjóðaviðskiptum hefur aukið gildi framlags þessara ríkja til frekari mótunar í alþjóðlegri efnahags- samvinnu og getu þeirra til að tak- ast á við alþjóðleg efnahagsvanda- mál. Við íslendingar óskum afmælisbarninu til hamingju og allra heilla í framtíðinni og þökk- um samstarfsþjóðum okkar í EFTA fyrr og síðar fyrir ánægju- legt og árangursríkt samstarf. Höfundur er utanríkisráðherra. Bylting i Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Vlroc utanhússklæðnlng ÞÞ &CO Leitlft upplýslnga Þ.ÞORGRfMSSON 8c CO ÁRMÚIA 29 S: 553 8640 & 568 6100 SIGLINGASKÓLINN Námskeið til 30 níml. réttinda 12. jan. - 13. mars á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 7-11. Kennsla samkvæmt námskrá mcnntamálaráðuncytisins. Námskeið til sigHnga á opnu hafi á skútum - hafsinglingar (Yachtmaster Offshore) 11. jan - 2. mars Inntökuskilyrði 30 rúml. próf. Útvegum skútur frá Ameríku og segl firá Hong Kong. Upplysingar og innritun í símum 588 3092 og 898 0599. Netfang: bha@centrum.is Veffang: www.centrum.is/siglingaskolinn SIGUNGASKÓLINN Vamsholti 8, kennsla Austurbugt 3. Meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla. Kennsla hefst 13. janúar Allir aldurshópar frá 4 ára Innritun og upplýsingar í síma 553 8360 frá kl. 15-18 20-70% afsláttur Barnafatnaður Aðeins góð vörumerki. ÓshKosh j THE GENUINE ABTtCtt SÉRVERSLUN MEÐ BARNAVÖRUR Síöumúla 22 • 108 Reykjavík • Sími 581 2244 • Fax 581 2238
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.