Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 57 - RAGNHEIÐUR VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR + Ragnheiður Val- gerður Sveins- dóttir fæddist á Ak- ureyri 13. júní 1915 og ólst þar upp. Hún lést að Hrafnistu í Reykjavík annan jóladag Foreldrar hennar voru Sveinn Sigurjónsson, kaup- maður og Jóhanna Sigurðardóttir, kaupkona. Systir Ragnheiðar var Dagmar Sóley og fósturbróðir þeirra var Hámundur Árna- son, sem lengst af bjó í Kaup- mannahöfn. Þau eru bæði látin. Ragnheiður giftist 10. febrúar 1940 Braga Eiríkssyni frá fsafirði, f. 29.6.1915, d. 24.4.1999. Bjuggu þau fyrstu árin á Akureyri, en síð- an í Reykjavík. Börn þeira eru: 1) Böðvar, kvæntur Gígju Haralds- dóttur. Böm: a) Haraldur Bragi, Elsku Heiða! Þú sóttir svo á mig á leiðinni heim úr kistulagningunni þinni að ég fann mig knúna til að setja niður minningarbrot sem sóttu á hugann. Þegar við hittumst fyrst í Ból- staðarhlíðinni, var ekki vafi í mín- um huga að við hefðum hist áður, en hvar veit ég ekki? Við tengd- umst á augabragði mjög sérstökum vinaböndum sem ég held að ég hafi ekki bara fundið fyrir, heldur er ég sannfærð um að þú fannst fyrir þeim líka. Okkur fannst svo gott, bara að haldast í hendur, að horfa hvor á aðra, það var alveg nóg, við þurftum ekkert að segja. Ég leit á þig sem prinsessu, þú talaðir til mín sem ég væri prinsessa og mér leið þannig í návist þinni. Við töluðum um prinsessuna mína, dóttur mína Þórunni Elvu sem þú átt sérstakan stað í hjarta á. Þú varst svo einstök elsku Heiða, svo einlæg, en um leið mjög virðu- leg. Þú kvaddir okkur sjaldnast öðruvísi en að þú signdir yfir okkur og baðst Guð og englana um að geyma okkur. Það var yndisleg kveðja. Þegar Bragi þinn var allur, var sem helmingurinn af þér færi með honum. Við söknuðum hans öll. Þér fór hrakandi og þú treystir þér í færri og færri heimsóknir og bílt- úra sem þú annars naust svo vel. Mér fannst alltaf svo erfitt að skilja við þig, þegar við heimsóttum þig á Hrafnistu, því mér fannst þú svo lítil, umkomulaus og alein. En þú varst líka sterk, og gast verið glett- in eins og þegar þú tókst upp á því að fara með rímur í einni heimsókn- inni, svo alvarleg, en hvað við hlóg- um að allri vitleysunni sem kom upp úr þér. Oll áform okkar um að fara sam- an á kaffihús og út að borða eitt- hvað fínt saman, eins og þú sagðir svo skemmtilega, verða að bíða betri tíma, elsku Heiða mín, en ég hlakka til þeirra stunda, þegar við hittumst næst. Ferðalögin bíða líka, þér fannst svo gaman að fljúga. Þér fannst sem þú skildir allar áhyggj- ur eftir á jörðu niðri, en að þú færir sjálf á vit ævintýranna, þegar vélin hóf sig á loft. Þetta sagðir þú mér svo oft og þetta langaði mig svo mikið til að gera með þér, við hefð- um getað verið í prinsessuleik sam- an. Elsku Heiða mín, Guð geymi þig og varðveiti á sálu og lífi allan þennan dag og alla tíma, í Jesú nafni, Amen. Guð veri líka yfir og allt um kring, fjölskylduna sem á um sárt að binda, með eilífri bless- un sinni. Amen. Þín tengadadóttir, Guðrún Valgarðsdóttir. Elskuleg móðursystir mín, Ragn- heiður Sveinsdóttir, er látin. Ekki sen nú er látinn. b) Ragnheiður Ólöf. Sambýlismaður hennar er Ómar Bendtsen. 2) Sig- tryggur Sveinn, kvæntur Elísabetu Jóhannsdóttur. Börn: a) Ragnheiður Valgerður. Eigin- maður hennar er Agúst Loftsson. Syn- ir hennar eru Vil- hjálmur Sveinn Guð- mundsson og Kjartan Bragi Ágústsson. b) Ingi- björg. 3) Eiríkur Brynjólfur. Hann lést ungur. 4) Jóhann, kvæntur Guðrúnu Valgarðsdóttur. Fyrri kona hans var Þóra Brynjúlfsdótt- ir. Synir Jóhanns og Þóru eru: a) Bragi Eiríkur. b) Brynjúlfur. Utför Ragnheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. eru nema átta mánuðir frá andláti eiginmanns hennar, Braga Eiríks- sonar, en þau stilltu saman strengi sína ung að áram og lifðu í afar hamingjuríku hjónabandi í meira en hálfa öld. Hinn slyngi sláttumað- ur hefur á skömmum tíma skilið eftir djúp sár og mikinn söknuð í sömu fjölskyldunni því að fyrir ein- ungis einum mánuði var sonarsonur Heiðu og Braga borinn til grafar, myndarmaður, tæplega fertugur. í mínum munni var Heiða frænka sjaldan nefnd annað en tanta. Þetta orð nýtur víst ekki mikillar virðingar hjá þeim sem berjast gegn hvers konar lánsorð- um úr erlendum málum og þá ekki síst svokölluðum dönskuslettum. En í uppvexti mínum á Akureyri fékk orðið tanta sérstakt og afar mikilvægt inntak. í hugarheimi drengsins táknaði þetta framand- lega orð uppáhaldsfrænku, frænku sem var öllum frænkum betri og fallegri, og hjá töntunni átti drengsnáðinn á Akureyri óbrigðula ást og skjól. Að lokum setur tíminn mark sitt á allt og alla en þótt ár og áratugir liðu varð engin breyting á ástríku sambandi okkar töntu. Elskusemi hennar í minn garð var alltaf hin sama, hún var alltaf uppáhalds- frænkan mín og í mínum huga hafði orðið tanta áfram það skýra inntak sem mótast hafði í uppvextinum. Ég var vafalaust alla tíð sérstakur dekurstrákur hjá henni töntu en sú hlýja sem ég naut var af sama toga og hlýjan sem hún sýndi öllum öðr- um samferðamönnum sínum. Þessi hlýja var samofin glaðværð og já- kvæðri afstöðu til viðfangsefna hins daglega lífs. Tanta var glæsileg kona til hinstu stundar og það jók enn á þau góðu áhrif sem hún hafði á alla sem henni kynntust. Frænka mín stýrði stóru heimili og stóð við hlið eiginmanns síns í umfangsmiklum störfum hans sem framkvæmdastjóra Síldarbræðslu- stöðvarinnar á Dagverðareyri og síðar sem framkvæmdastjóra Sam- lags skreiðarframleiðenda. A þeim vettvangi var hlutur hennar mikill og góður. Ég vil leyfa mér að minn- ast á einn þátt húsmóðurstarfa hennar, matargerðarlistina, sem hún rækti af stakri snilld. Yfirleitt er hugur minn ekki mikið bundinn við þá göfugu list og þess vegna hef ég oft undrast að ég skuli enn muna eftir ýmsum glæsilegum tilþrifum hennar á þessu sviði á löngu liðnum árum. En frænka mín var ekki einungis listakona í mannlegum samkiptum og daglegum störfum. Hún var einnig gædd miklum hæfileikum á sviði hinnar fögru málaralistar og stundaði þá listgrein sér og öðrum til yndisauka alla ævi. Ég kynntist þessum hæfileika hennar fyrst í mynd af páfugli sem prýddi æsku- heimili mitt. Frænka mín gerði þessa mynd ung að árum. Fegurð myndarinnar og litadýrð standa mér enn skýrt fyrir hugskotssjón- um. Frænka mín beitti þessum list- ræna hæfileika einkum á sviði postulínsmálunar og stundaði list sína allt fram á síðustu ár. Hún náði þar árangri sem fáir geta eftir leik- ið. Heimili okkar Ingu prýða mörg falleg listaverk hennar á þessu sviði sem munu ylja okkur á komandi ár- um. Við Inga kveðjum töntu með sár- um söknuði og biðjum börnum hennar og fjölskyldum þeirra Guðs blessunar Sveinn Jónsson. Elskuleg móðursystir okkar er látin, Ragnheiður Valgerður Sveins- dóttir, eða Heiða frænka eins og hún hét í okkar huga lést hinn 26. desember sl. Það eru aðeins átta mánuðir síðan eiginmaður hennar Bragi Eiríksson lést og í nóvember sl. lést sonarsonur þeirra, þannig að í fjölskyldu þeirra ríkir mikil sorg og söknuður. A þessum tímamótum er margs að minnast og margt að þakka. Heiða frænka var falleg kona, dökk á brún og brá og oft höfum við heyrt að þau hjón hafi vakið eftir- tekt víða fyrir glæsimennsku, klæðaburð og framkomu. Þannig litum við ekki á þessa frænku okkar í uppeldinu, heldur fannst okkur hún og fjölskylda hennar eðlilegur hluti af daglegu lífi okkar sem ein- kenndist af öryggi og nánum sam- skiptum þessara fjölskyldna og einnig við heimili móðurömmu okk- ar í Brekkugötu 7, á Akureyri. Heiða frænka hafði gaman af að sauma á okkur systurdætur sínar föt og einnig að kaupa ýmislegt er- lendis sem gladdi og vakti athygli. Okkur þótti því snemma undur vænt um þessa góðu frænku. Þegar árin liðu skyldum við betur hversu sérstaka frænku við áttum. Hún var óvenju listræn og allt lék í höndunum á henni. Það var sama hvort hún málaði mynd eða málaði á postulín, saumaði dúka eða bjó til listaverk með bútasaumi eða öðrum aðferðum, allt var það jafn fallegt og smekklegt. Hún var mjög ná- kvæm með liti og í listaverkum hennar og á fallegu heimili þeirra Braga hljómaði litasymfónían ná- kvæmlega eins og manni fannst hún eiga að vera. Þar sem þessi kæra frænka okkar kaus að helga líf sitt húsmóðurstarfinu og fjölskyldunni setti hún metnað sinn í að eiga fal- legt heimili og hugsa vel um það. Matargerð var henni meðfædd eins og móður okkar og eiga afkomend- urnir margar uppskriftir frá þeim sem ásamt öðru munu halda minn- ingu þeirra á lofti. Móðir okkar og Heiða voru óvenju nánar og kveðj- an „sæl elsku systir mín“ verður í okkar huga eilíf minning um þeirra samskipti. Synirnir fjórir Böðvar, Sigtryggur Sveinn, Eiríkur og Jó- hann vora þeirra dýrmætasta eign og því sorgin mikil þegar Eiríkur lést barn að aldri. Síðar bættust í hópinn tengdadætur og bamabörn og urðu gleðiefni þeirra. Þegar ald- ur færðist yfir keyptu þau sér íbúð í Bólstaðarhlíð 54 og þar bjó móðir-C okkar fyrir. Það var stórkostlegt að fá að fylgjast með hversu vel Heiða naut sín þar og ákveðin ný hlut- verkaskipting átti sér stað. Nú fór hún til vinnu sinnar við handavinnu hvern morgun til hádegis og þá var Bragi tilbúinn með matinn og svo var haldið áfram með handavinnu eða farið til Inger í postulínsmáln- ingu eftir hádegi. Ef ekki var sér- stök dagskrá um eftirmiðdaginn þurfti venjulega að fara í búðir og nálgast eitthvað sem varðaði þau listaverk sem hún var að skapa i það skiptið og þá var Bragi tilbúinn að aka henni á milli verslana og oft nutu þá aðrir þess að fá að fljóta með. Heiða frænka var svo lánsöm að hafa handstyrk og sjón til að skapa ótrúleg listaverk þó aldur færðist yfir og naut þess að gefa sínum kæra hluti sem nú verða enn meiri dýrgripir þegar hún er ekki lengur hjá okkur. Þegar heilsan fór að gefa sig fluttu þau í íbúð tengda Hrafnistu í Reykjavík og leið þar vel þangað til Bragi lést í apríl. Síð- an hefur þessi kæra frænka okkar dvalið á Hrafnistu og nú hefur hún sameinast Braga sínum, Haraldi Braga og öðram sem henni vora kærir og farnir vora á undan. Megi Guð blessa minningu hennar og ' vaka yfir ykkur sem henni voru kærastir og gefa ykkur styrk . Ámý og Ragnheiður. Hermann Bjarnason fædd- ist í Búðardal 9. nó- vember 1925. Hann lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 24. desember 74 ára gamall. Hermann var vinnumaður í Ljárskógum og á Hróðnýjarstöðum og var líka á sjó en 1953 keypti hann Leiðólfsstaði í Lax- árdal og hóf búskap þar. Foreldrar hans voru Bjarni Magnús- son, f. 24.11. 1870 á Sauðhúsum í Laxárdal, d. í Reykjavík 20.11. 1960 og Sólveig Ólafía Árnadótt- ir, f. að Stað í Reykhólasveit 9.8. 1889, d. í Reykjavík 19.7. 1973. Hei-mann var sjötti í röð barna þeirra hjóna, elstur er Guðmund- ur, f. 6.1. 1917, sjómaður í Stykk- ishólmi, kvæntur Herdísi Torfa- dóttur, Sigríður, f. 29.1. 1919, d. 17.12. 1962, húsmóðir í Reykja- vík, gift Kristjáni J. Einarssyni, Lilja, f. 24.10. 1921, húsmóðir í Elsku pabbi, nú er þrautum þínum lokið og þér líður nú bara vel. Én því miður fórst þú alltof snemma frá okkur öllum og við sem áttum eftir að fara miklu meira saman á hest- bak. Og allar langferðirnar sem við voram að leggja drög að og það er ekki langt síðan að þú sagðir að næsta sumar færam við út í Hólm fyrst og síðan eitthvað annað og lengra en ég lofa þér því að við föram í Hólminn í vor og ég veit að þú verð- ur með okkur og passar að veðrið verði gott og við lofum að halda áfram að ríða út. Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman og ekki síst að fá að hafa þig hér hjá okkur í Hólminum þinn síðasta tíma og alltaf áttir þú eitthvað gott í skúff- unni þinni til að gefa krökkunum og okkur. Þau nærri 20 ár sem ég er búin að vera hér í Stykkishólmi hef ég oftast varið sumarfríinu mínu hjá ykkur í sveitinni og oft hefur verið lagt upp í langar og góðar hestaferð- ir og við höfum varla verið komin heim þegar farið var að tala um næstu ferð. En ég gleymi seint síðustu ferð okkar norður Ljárskógarfjall, en að mér hafi komið til hugar að það væri Reykjavík, d. 22.7. 1996, gift Gunnari Marinóssyni, Guðrún, f. 1.6. 1923, húsmóðir í Reykjavík, d. 7.8. 1987, gift Guðmundi Agnarssyni; tvíburar, f. 9.9. 1924, d. 9.9. 1924; Kristinn, f. 14.3. 1928, strætis- vagnabílstjóri og leigubilstjóri í Reykjavík; Ósk, starfsstúlka í Reykja- vík, f. 17.3. 1931, gift Hjörleifi Jónssyni; Jens Líndal vörubíl- stjóri í Reykjavík, f. 16.1. 1933, kvæntur Þorbjörgu Pálsdóttur. Hálfsystur hans voru Volgerína Jóhanna Bjarnadóttir, f. 26.12. 1897, d. 28.12. 1897, Jóhanna, húsmóðir í Reykjavík, f. 31.12. 1898, d. 31.10. 1969, gift Gísla Gíslasyni. Margrét húsmóðir í Danmörku, f. 29.11. 1901, d. 12.3. 1990, gift Christian Pedersen. Hálfbróðir hans sammæðra Árni Sigurður Jónsson, f. 14.9. 1913, d. 20.10. 1950. í síðasta sinn, nei og aftur nei. Ég þakka fyrir að börnin mín fengu þó að hafa þig þennan tíma og kynnast þér. Mamma og allir hinir, guð gefi okkur öllum styrk í sorg okkar og guð geymi þig, pabbi minn. Kona Hermanns er Sigrún Guð- ný Jóhannesdóttir, f. 9.11. 1929, á Þverá í Skagafírði, dóttir hjón- anna Jóhannesar Skúlasonar og Sigurlaugar Guðnýjar Jónsdóttur á Geirmundarhóli Hrolleifsdal í Skagafirði. Sigrún hóf bústörf með Iiermanni 1956. Börn þeirra eru, 1) Bjarni, f. 23.4. 1958, bóndi x á Leiðólfsstöðum, hann á tvo syni. 2) Bogdís Una, f. 7.8. 1963, starfs- stúlka hjá Fosshótel í Stykkis- hólmi, gift Ólafi Þorvaldssyni, f. 11.3. 1961 þau eiga 4 börn, 3) Unnsteinn Kristinn, bóndi á Leiðólfsstöðum, f. 6.4. 1972, maki Ásta Kr., f. 5.1. 1970, þau eiga einn son. Unnsteinn á einnig son með Guðrúnu Hreinsdóttur, f. 2.5. 1973, bónda á Kétilseyri við Dýrafjörð. Fósturbörn Hermanns eru: Valdís S. Óskarsdóttir, f. 26.2. 1948, bóndi Engihlíð, maki Ólafur Pálmason, f. 7.5. 1931. Eiga þau eina dóttur en Valdís á tvö önnur börn og 3 barnabörn. Pétur J. Óskarsson, f. 3.10. 1950, sjómaður, býr í Stykkishólmi, kvæntur Ásu Maríu Hauksdóttur, f. 25.7. 1956. Pétur á 5 börn frá fyrra hjónabandi með Erlu Þórð- ardóttur, f. 15.4. 1953, húsmóður á Akranesi, þau eiga 2 barnabörn. Utför Hermanns fer fram frá Dalabúð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sofðu vært hinn siðsta blund unz hinn dýri dagur ljómar Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Bogdis, Ólafur og börn. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Word- Perfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinai-höfundar era beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. HERMANN BJARNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.