Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tölvunefnd krafin svara TÖLVUNEFND gerir það ekki enda- sleppt í þjónkun sinni við peningaöflin í land- inu. Það er ekki sama Jón og séra Jón. Hún hefur nú undanfarna mánuði lagt nótt við dag við að ganga frá öryggisskilmálum svo að ráðuneytisstjórinn í heilbrigðisráðuneytinu (!), ríkisendurskoðandi (!) og lögmaður Fram- sóknarflokksins geti undirritað samning við Islenzka erfðagrein- ingu um gagnagrunn- inn makalausa. Af mikilli rausn hef- ur Tölvunefnd boðið þjóðinni að nota jólahátíðina til að gera athuga- semdir við öryggisskilmálana, sem hún hefur birt henni á Netinu. Þar var síðan ekki hægt að opna gögnin! Hvenær lýkur þessum endemum eiginlega? Ekki hefur Tölvunefnd verið van- svefta við að svara bréfum þeim og fyrirspurnum sem ég hef beint til hennar sl. 1!4 ár. I stað þess að liggja yfir öryggiskilmálum, sem aðrir skilja betur, ætla ég að skrifa Tölvunefnd þetta opna bréf. Dulkóðun: Númerakerfí að hætti íslenzkrar erfða- greiningar Sumarið 1998 var í Morgunblað- inu „fréttatilkynning" þar sem sagði, að tímaritið Forbes hefði skýrt frá rannsókn Islenzkrar erfðagreiningar á ættlægum hand- arskjálfta. Fullyrt var að rannsókn- in hefði farið fram á dulkóðuðum gögnum um sjúklinga og ættmenni þeirra. Mér er sagt að tímaritið Forbes sé fjármálatímarit. Þarna hefðu viðvörunarbjöllur þegar átt að klingja. Peningar - ekki vísindi. Þessi frétt var hins vegar upphafið að bréfaskriftum mínum til Tölvu- nefndar, enda höfðu faðir minn og Jóhann Tómasson systir tekið þátt í um- ræddri handarskjálfta- rannsókn og þar með látið fyrirtækinu í té erfðaefni sem snertir alla fjölskylduna og ekki bara þau. Einu og hálfu ári síðar hefur Tölvunefnd enn ekki svarað spurn- ingum mínum. Dulkóðunin, sem ís- lenzk erfðagreining gortaði þarna af, reyndist felast í ómerkilegu númera- kerfi, sem þeir bjuggu til sjálfir og báru ekki undir einn né neinn. Þetta kalla ég að segja ósatt. Slíkt rýrir traust, en traust er alls staðar lykilorð (sagði meira að segja Davíð Oddsson í aldamótaræðunni) og grundvöllur vísinda. Að auki byrjuðu þeir rann- sóknina áður en skilmálar Tölvu- nefndar lágu fyrir eða þeim höfðu verið skipaðir tilsjónarmenn. Það kalla ég að hafa rangt við eða rétt- ara sagt að svindla. Allir vita hvað slíkt hefur í för með sér. Bréfaskipti mín við Tölvunefnd hafa hins vegar leitt í ljós ýmislegt misjafnt á þeim bæ. Sumt hefur mér tekizt að hreinsa út: Hinn 10. desember 1998 ritaði ég formanni Tölvunefndar og krafðist þess að Guðmundi Sigurðssyni lækni yrði vikið úr starfi sem til- sjónarmaður með Islenzkri erfða- greiningu enda var Guðmundur einnig lykilmaður í gagnagrunns- málinu (auk fleiri starfa). Tölvu- nefnd aðhafðist ekkert. Ekki heldur þegar ég ritaði henni bréf með sömu kröfu 3. mars 1999. Hinn 4. apríl 1999 ritaði ég Þorsteini Páls- syni dómsmálaráðherra bréf og óskaði eftir fundi með honum. Fundur okkar fór fram 28. apríl. Daginn eftir var mér sent bréf þar sem sagði að Guðmundur Sigurðs- son hefði 27. apríl óskað eftir lausn Erfðagreining Ef hér giltu leikreglur, þó ekki væri nema þær, sem notazt er við í íþróttahúsum, hvað þá lög, segir Jóhann Tóm- asson, hefði fyrirtækið íslenzk erfðagreining fyrir löngu fengið rauða spjaldið. frá störfum frá 1. maí, með þriggja daga fyrirvara! Svindlarar verðlaunaðir Læknarnir John Benedikz á Landspítalanum og Finnbogi Jak- obsson á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru ábyrgðarmenn rannsóknar á arfgengum skjálfta ásamt Kristleifi Kristjánssyni lækni og Kára Stef- ánssyni hjá Islenzkri erfðagrein- ingu. í bréfi til Tölvunefndar í júní 1998 þar sem íslenzk erfðagreining gerir grein fyrir stöðu einstaki-a rannsóknarverkefna segir m.a.: „Safnað hefur verið blóði úr 1100 einstaklingum. Sýni öll hjá IE. Upphaflega var notast við númera- kerfi sem byrjað var með áður en verklýsing Tölvunefndar lá fyrir. Lykill er í höndum samstarfs- lækna.“ - Hvílík dulkóðun! Fram hefur komið, m.a. í árs- skýrslu Tölvunefndar fyrir árið 1997, og í gögnum sem ég hef undir höndum, að íslenzk erfðagreining hefur ítrekað brotið skilmála Tölvu- nefndar. Þetta gildir, auk handar- skjálftarannsóknarinnar, um a.m.k. átta aðrar rannsóknir á vegum svokallaðra samstarfslækna og Is- lenzkrar erfðagreiningar. Fyrsta skrefið að ðruggu húsnæði! Umsóknarfrestur tíi 11. janúar nk. 2ja herb. 1 1 2ja herb. Miðholt 9, Mosfellsbæ 70m2 íbúð, 302 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.158.424 Búsetugjald kr. 31.267 mm Birkihlíð 2B, Hafnarfirði 67m2 íbúð, 101 Alm. lán Búseturéttur kr. 743.173 Búsetugjald kr. 51.072 íbúðir með leiguíbúða- lánum veita rétt til húsa- leigubóta. íbúðir með almennum lánum veita rétt til vaxtabóta. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl. 8:30 til 15:30 nema miðvikudaga, frá 8:30-12:00. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila launaseðlum síðustu sex mánaða ásamt síðustu skattskýrslu. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 12. janúar milli kl. 12:00 og 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína, að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. Búseti hsf. Skeifunni 19 sími 5 20-5788 www.buseti.is í bréfi til mín í febrúar 1999 upp- lýsti Tölvunefnd að hún hefði að ábendingu minni ákveðið að taka til umfjöllunar samþykkisyfirlýsingar þær sem notazt hefði verið við. Nú tæpu ári síðar hef ég ekkert heyrt frá Tölvunefnd. Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Ef hér giltu leikreglur, þó ekki væri nema þær, sem notazt er við í íþróttahúsum, hvað þá lög, hefði fyrirtækið íslenzk erfðagi-eining fyrii- löngu fengið rauða^ spjaldið. Þegar sjúklingaskrár SÁÁ fundust fyrir tilviljun hjá Islenzkri erfða- greiningu var það vegna misskiln- ings! Þegar ég hef bent Tölvunefnd á mjög alvarlega hluti lofar hún að skoða málin og aðhefst ekkert - en þvælist fyrir í eitt og hálft ár. Raun- ar hef ég sýnt Tölvunefnd slíkt langlundargeð að ég er farinn að skammast mín. Tölvunefnd leyfði umsvifalaust og hugsunarlaust, að beiðni heilbrigð- isráðuneytisins, að fimm starfs- menn íslenzkrar erfðagreiningar fengju að skoða þrjátíu sjúkraskrár á Sjúkrahúsi Reykjavíkur til að kanna hvernig fyrirtækið gæti not- að upplýsingar úr þeim í margum- ræddan gagnagrunn sinn! Tölvu- nefnd lætur erindum mínum enn ósvarað - og þau eru býsna alvarleg - en gengur erinda svindlara sem aldrei fyrr. Og notar til þess jólahá- tíðina! Verðlaunin - leyfi til að reka miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði - verða veitt á næstu dögum, samkvæmt tilkynningu forstjóra ís- lenzkrar erfðagreiningar í Banda- ríkjunum skömmu fyrir jól. Vísuorð leita á hugann : En stelir þú miklu og standir þú hátt - í stjórnarráðið ferðu. Að lokum skal þess krafizt, að Tölvunefnd svari fyrir alþjóð að minnsta kosti eftirfarandi spurning- um: 1. Er samþykkisyfirlýsing sú sem notuð var í handarskjálftarannsókn- inni gerð með vitund og samþykki Tölvunefndar? Hvað með samþykk- isyfirlýsingar annarra rannsókna? 2. Hefur Tölvunefnd gefið ábyrgðarmönnum tiltekinna rann- sókna heimild til að afla samþykkis þátttakenda til að lífsýni (blóð) þein'a megi nota í öðrum rannsókn- um, sem nýir læknar ganga í ábyrgð fyrir? 3. Hversu margir Islendingar hafa þannig gefið Islenzkri erfða- greiningu „opið“ leyfi til rannsókna á lífsýni (blóði) úr sér? Standast samþykkisyfirlýsingar þannig fengnar lög og siðareglur? 4. Hefur Tölvunefnd hugleitt að gefið lífsýni snertir miklu fleiri en þann sem gefur? Hvað hefur hún gert til að bregðast við þeim vanda? Höfundur er læknir. Námskeið slær í gegn A NOKKRUM árum hefur námskeið um grundvallaratriði krist- innar trúar undir nafn- inu Alfa slegið ræki- lega í gegn á Bretlandseyjum og breiðst þaðan út til annarra landa. Heiti námskeiðsins vísar til fyrsta stafs gríska stafrófsins og þess að viðfangsefni nám- skeiðsins er frumatriði kristinnar trúar. Nýlega birtist heil- síðugrein í tímaritinu Time um Alfa sem hófst í Holy Trinity Bromton- kirkjunni í London sem er innan ensku biskupakirkjunnar. Námskeid Yfir 1,5 milljónir þátt- takenda, segir Orn Bárður Jónsson, hafa tekið þátt í námskeiði um grundvallaratriði kristninnar. Örn Bárður Jónsson Höfundur námskeiðsins er séra Nicky Gumbel, 44 ára gamall guð- fi-æðingur frá Eton. Um þessar mundir eru haldin um 7000 námskeið í Bretlandi, 2000 í Bandaríkjunum, 160 í Þýskalandi og 129 í Rússlandi. Námskeiðin eru haldin af ýmsum kirkjudeildum, þar á meðal kaþólskum og lútherskum. Alfa-námskeið hafa verið haldin á nokkrum stöðum hér á landi, í Keflavík, Reykjavík, Akranesi, Akureyri og Egilsstöðum. Haldin hafa verið yfir eitt hundrað þúsund nám- skeið. Á vegum Leik- mannaskóla kú’kjunnar eru auglýst Alfa-námskeið á nokkurm stöðum á landinu sem öll hefjast í annarn viku janúar og standa í tíu vikur. Um er að ræða þriggja tíma dagskrá hverju sinni sem hefst með málsverði. Því næst er fluttur fyrirlestur, umræður fara fram og skoðanaskipti og loks er endað með helgistund. Það sem Alfa er helst talið til tekna er þægilegt andrúmsloft á námskeiðum, frjálsleg framsetning og skipulag, einlægni og skýrleiki. Við þúsaldahvörf, þegar fagnað er þúsund ára kristni á Islandi, er Alfa kærkomið tækifæri fyrir þau öll sem vilja kynna sér hvað kristin trú stendur fyrir og vilja taka þátt í sí- stæðri kristnitöku þjóðarinnar. Höfundur er prestur i Neskirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.