Alþýðublaðið - 07.01.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ D a n z 1 e i k heldur »Iðnnemafélag Reykjavíkur« laugard. 8. jan. í Idnó kl. 9 síðdegis. — Nokkrir aðgöngumiðar óseldir, fást hjá M. Leví, Laugaveg 6. — Skemtinefndin. ©fimm síáíSur sem geta saumað vesti, buxur og jakka, geta fengið atvinnu á verkstæði mínu yfir alt árið. Gott kaup. — Komið til viðtals á Laufásveg 25 eða á Laugaveg 6. iSSijóeísðorgf Sími ðlO. Sími 510. Sjómannafélag Rvíkur heldur fund 8. þ. m. kl. 71/* s.d. í Bárubúð. — Á fundinum verð- ur kosinn lifrarmatsmaður fyrir félagið. Fjölmennið. — StjÓrnin. Goodtemplaraklúbburirin kemur saman laugard. 8. þ. m. kl. Sl/% sd. i Templarahúsinu. — Skýrteini fyrir janúarmánuð verða afhent hjá hórði L. Jónssyni (Verzlun Jóns hórðarsonar) og á laugardaginn í Templara- húsinu frá klukkan 8 siðdegis. — — — — — Stjórnin. andinn, Amensk /andnemasaga. (Framh.) „Hvað er þettai* hrópaði Ro- land, „er mig að dreyma? Eða ert það þú i raun ©g veru?* „Öjá, það er eg*, svaraði Nat- han, „eg og Pétur litli, og engir aðrir*. „Er mér þá borgið? Og rauð- skinnarnir sigraðir? Dauðir!* „Dauðir*, mælti Nathan hik- andi, „illmennin skulu ekki valda þér meiri óþæginda*. „Og hver hefir bjargað mér?* spurði Roland. „Þú ert blóðugur á höndunum og i framan! Eg get þá þakkað þér fyrir lífgjöfina! Þú hefir drepið óvini mína! Hrausti Nathanl* „Þú heldur þá ekki“, sagði Nathan, „að það hafi verið óguð- legt af mér, að raiða byssunni og skjóta á óguðlegan rauðskinna? Eg gerði það að eins til að bjarga iifi þínu. Eg hefði nú fremur kosið, að fiekka ekki sál mina með morði, en rauðskinn- arnir láu báðum megin við þig, reiðubúnir til þess að drepa þig hvenær sem var. Þú sérð því að eg gat ekki annað gert, og eg vona, að samvizka þín dæmi mig ekki hart". „Dæmi þigl* hrópaði Roland; „þetta er verk, sem eg verð þér skuldbundinn fyrir alla æfi, og sem eg allsstaðar skal segja frá þér til verðugs hróss*. „Nei, vinur*, mælti Nathan hvatlega, „því betra sem þú minnist minna á þaðl Eg er á- nægður, first þér finst það sæmi- legt samvízku minni. Haltu því leyndu bæði þessu og öðrum hermdarverkum, sem þú stendur mig að, því eg er friðsæll maður og ætla mér með guðs hjálp að halda áfram að vera þaðl* „Eg skal þegja*, mælti Ro- iand. „En getur þu ekkert sagt mér um veslings Edith systur mína? Hefurðu hitt landnemana? Veita þeir rauðskinnunum eftirför, og hafa þeir bjargað systur minni úr klóm þeirra?* „Allar þessar spumingar trufla mig*, svaraði Nathan, og varð þungbrýun. „Bíddu róiegur, þang- að til eg er búinn að binda sár þín og nudda fætur þfna. Þegar þú getur staðið, skaltu fá vit- neskju um ait, bæði gott og ilt, sem eg get sagt þér*. Alþýdubladid er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landslos. Kanp- ið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess Terið. Fundið veski, með 29 kr., í þvottalaugunum. A. v. á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Mikill afsláttur á fataefnum út þennaif mánuð. — Sömuleiðis eru tekin fataefni til sauma og eru vinnuiaun nú miklum mun lægri en áður. Að eins þennan mánuð. Virðingarfylst Guðm. Sigurðsson klæðskeri. :.z~jz K aupid Alþýðubl aðið! Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.